Vísir - 02.12.1954, Síða 8

Vísir - 02.12.1954, Síða 8
| YlSBR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- Þeír, sem gerast kaupendur VÍSIS eftli j kreyttasta. — Hringið f síma 1660 ®g wn KW H 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til gerist áskrifendur. .w im * mánaðamóta. — Sími 1660. Fimmtudaginn 2. desember 1954. Innbrot í tvær verzlanir. M.a. var stolið tóbaki og sælgæti. Öhngsandi, að i'jj iipuvini verði útrýmt veiði, í ár er rjúpnastofniim bér í hámarki, en j>a$ geríst á 10 ára fresti. í Það þykir örugglega sannað, að reglubundnar sveiflur ein- ^enni íslenzka rjúpnastofninn, sem nær hámarki á 10 ára fresti, «g að stofninum stafi engin hætta af veiði. Rjúpnaveiðar standa nú sem sveifla furðulega regluleg. fcæst hérlendis (veiðarnar eru 'ieyfðar frá 15. október til 31. desember), og óvenju mikið um arjúpu. Hefur Vísir snúið sér til dr. Finns Guðmimdssonar fuglafræðings, og fengið hjá Sionum nokkrar upplýsingar um jþenna fugl, sem flestum okkar jþykir mikið lostmeti um jólin, ©g Jónas Hallgrímsson hefur gert ódauðlegan í kvæði sínu. Fjallrjúpan íslenzka hefst •við í öllum norðlægum löndum, Irún er það, sem nefnt er „circum polar“fugl. Hér í Evrópu er rjúpan í fjalllendi Noregs, á Spitzhergen, auk þriggja stofna, sem hafast við á hátindum Skotlands, Alpa- íjalla og Pyreneafjalla. Þessir rjúpnastofnar eru leifar frá ís- «ld, og eru allmerkilegt fyrir- íjæri, Á áð alfriða sjúpuna? Á umliðnum árum hafa öðru liverju heyrzt raddir um, að sdfriða bæri rjúpuna, og það læfur oft verið gert. Hafa mérin gripið til þessara ráða af ótta við, að annars kynni rjúpna- stofninn hérlendis að verða al- dauoa. Nú hefur verið sannað, að um það bil 10 ár líða milli raæstu rjúpnaára, og er þessi í ár er t.d. hámarksár, og hefur aldrei verið eins mikið um rjúpu hér síðan árin 1947— 1948, en þá var stofninn í lág- marki (rjúpnaleysisár). Þá heyrðust háværar raddir um alfriðun rjúpunnar, og það varð til þess, að dr. Finnur Guð- mundsson samdi greinargerð um áhrif veiða á rjúpnastofn- inn, árið 1950, og er þar mik- inn fróðleik að finna. Bendir dr. Finnur á þessar sveiflur rjúpnastofnsins, og leiðir rök að því, að veiðar hafa alls engin áhrif á þær, svo mikil er viði- koman. Núverandi stofn dauðadæmdur. Rjúpnastofn sá, er nú hefst við uppi á heiðum og raunar víðast hvar á landinu, er dauða- dæmdur, og fellur innan skamms, ef ekki á næsta ári, þá innan 2—3 ára. Það væri þess vegna óhætt og meira að segja skynsamlegt að hagnýta stofninn og skjóta verulegt magn af rjúpum, sem hvort eð er hljóta að falla. Hins vegar eru margar tilgátur uppi um, hvað veldur þessi' falli rjúpn- anna með svo reglulegu milli- bili, og verður ekki nánar rakið hér. Fyrirmælin til Montgotnerys rædd i neðri málstofunni. Mýtt viðhorf í varnamálum í upphafi kjarnarkualdar. Einkaskeyti frá AP. London í inorgun. Til orðahnippinga kom í gær í aeðrí málstofunni milli Shin- ■wells og Churchills, út af ummæl- SMB Churchills í ræðu þeirri er i&aniii, fltttt) fyrir nokkru. Gat Churcbiií-.fyrirmæla um ssS halda til liaga þýzkum vopn- iíme og fá Þjóðverjum i hendur, «1 Rússar héldu áfram sókn Semgra en þeim var heimilt (er liéið að lokum síðari heimsstyrj- ældar). Churchill kvað sér nú þvkja Hjiður, að hann hefði gert þetta sið simfalsefni, og hann mundi «kki hafa gert það, ef hann hefði «kki staðið í þeirri meiningu, að fcréfið til Montgomery með fyrr- Bsefnduni fyrirmælum, væri prentað í seinasta bindi endur- nninninga sinna, og hann væri ekki viss um, að það sem hann sagði i ræðunni, væri nákvæm- lega eins orðað og það var i Iiréfínu. Bréfið hefur ekki fund- ífei enn þrátt fyrir mikla leit. Nýtt Ioftvarnakerfi á kjarnorkutíma. Harold McMillan landvarna- ráðherra sagði í gær á þingi, að loftvarnakerfi landsins yrði ger- breytt, i samræmi við þörfina á kjarnorkutíma. Loftvarnabyssu- kerfið, sem væri víðtækt, dýrt og mannfrekt, yrði lagt niður að verulegu leyti, þannig mundi verða hægt að komast af með 14 núverandi mannafla. í öryggis- skyni hefur þessu kerfi verið haldið við, ef til styrjaldar skyldi koma, þar sem of seint er að koma upp slíku kerfi, ef ófriður dynur yfir. En nú í upphal'i kjarnorkualdar er allt viðhorf i þessuiii efnum að taka snöggum breylngum.— Clnirchill hefur boðið stjórnarsamvinnunni upp á að taka þátt i viðræðum um landvarnir, eins og jafnaðarmenn gerðu á sínum tíma, þegar í- haldsmenn voru í minnihluta. — Jafnaðarmenn hafa borið fram tvær breyfingartillögur, sem fela í sér gagnrýni á stjórnina. Ýmsir hafa veitt því athygli, að um þessar mundir sjást rjúpur víða í byggð, og telja, að það viti á óvenju harðan vetur, enda sé það gamalla manna mál. Ekkert má ráða af þessu fyrirbæri, um það, hvort vetur verður strangur eða ekki. Rjúpnamergð í byggð táknar eingöngu offjölgun rjúpunnar og þröngbýli. Það þýðir, að vegna mergðarinnar verður rjúpan að sætta sig við að hafast við á ýmsum stöðum, sem hún lítur ekki við, þegar minna er af henni. Beztu rjúpna lönd á íslandi eru að líkindum á heiðum uppi af Þingeyjar- sýslum, en þegar henni fjöigar mjög, er hún um allt landið. A. m. k. 5 millj. rjúpna á landinu. Það hefur verið gizkað á, að á íslandi séu í ár nokrar mill- jónir rjúpna, ekki færri en fimm milljónir. Nú er erfitt að vita með vissu um rjúpna- fjölda, enda fá gögn fyrir hendi um það. Áður fyrr voru nær allar rjúpur, sem skotnar voru hér- lendis, fluttar út. Sá útflutn- ingur komst hæst upp í 252.650 rjúpur árið 1927. Frá því í styrjöldinni hafa engar rjúpur verið fluttar úr landi, en innanlandsneyzla stórauk- izt, m. a. vegna mjög bætts efnahags landsmanna. Um innanlandsneyzluna eru hins vegar fáar skýrslur til, en þær væru þó æskilegar og gagn- legar. Það er óhætt að fullyrða, að óhugsandi er, að unnt væri að útrýma íslenzku rjúpunni með veiðum. Til þess er landið allt of stórt, og veiðimenn tiltölu- lega fáir, rjúpnamergð of mik- il svo og viðkoma. Fálkinn og rjúpan. Sem betur fer, er íslenzka rjúpnastofninum engin hætta búin, hvorki af skotmönnum né vetrarharðindum. Strangir vetur hafa tiltölulega lítil áhrif á rjúpnastofninn, því að hún lifir á fæðu, sem önnur dýr geta yfirleitt ekki notfært sér og er óvenju harðger fugl. Geta má þess, að fjöldi fálka á landinu er í nánu samhengi við fjölda rjúpnanna. í miklum rjúpnaárum, er mikið um fálka, og þegar rjúpnaleysi er, getur stundum farið svo, að fálkinn verpi alls ekki. • Aðalnjósnaskóli kommún- ista hefir verið fluttur frá Prag í úthverfi' nokkurt í Austur-Beriín. Skólastjór- inn er rússneskur liðsfor- ingi. Þarna eru njósnaraefni kommúnista frá ýmsum löndum heims þjálfaðir til starfsins á 8 vikna nám- skeiðum. f fyrrinótt voru framin inn- brot í tvær verzlanir hér í Reykjavík. Annað innbrotið var framið i söluturn á Vesturgötu 2 og stol- ið þaðan tóbaki, sælgæti og smá- vegis af skiptimynt. Hitt innbrotið var á Framnes- vegi 5 og áþekkur stuldur fram- inn þar. Mál þessi eru í rann- sókn. Aðfaranótt þriðjudagsins var innbrot framið í verzkmina Remedíu í Austurstræti og réttri viku áður hafði annað innbrot verið framið i sömu verzlun. Var allmiklu stolið þar af ýmiskonar vöru, aðallega snyrtivöru og smávegis af skiptimynt, 300 krón um í seinna skiptið, en 165 krón- um i fyrra skipið. Lögreglan hef- iir nú náð i þjófinn og hefur hann skilað þýfinu. Ætlaði að kveikja í bíl. I nótt handtók lögreglan mann fyrir meinta tilraun til þess að kveikja í bil. Var maðurinn all- mjög ölvaður. Hlaðnir bálkestir. Töluverð brögð eru að þvi að drengir hlaði bálkesti og kveiki i þeim þar sem þvi verður við komið. í gaér var lögreglunni til- kynnt um nokkra slíka bálkesti hingað og þangað í bænum og kom hún í veg fyrir að tjón. hlyt- ist af. Ný f rttnerki. Á morgun koma á markaðinn tvö ný frímerki, sem Póst- og símamálastjórnin hefur gefið út. Þarna er um að. ræða 5 aura frímerki með mynd af Vest- mannaeyjum og 25 aura frí- merki með mynd af togara. Bæði þessi frímerki eru prent- uð hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd. i London. Frakkar hafa gefið út þetta jólamerki, og eru prentuð af því 55 milljón merki, til ágóða fyrir berklavarnastarfið. — Myndin er af Einar Holdböll, „föður danska jólamerkisins, en á frímerkinu er og danski fán- inn, og heiðra Frakkar Dani á þennan hátt. Slys. í fyrradag var lögreglan kvödd' á Háteigsveg vegna slyss sem þar hafði orðið. Hafði skurð- bakki fallið ofan á mann, sena: vann þar að greftri og slasaðist hann svo að flytja varð hann á sjúkrahús. Suomi efnir til fagnaðar. Finnlandsvinaféiagið Suomi hér í bæ minnist þjóðhátiðar- dags Finna með kvöldfagnaði í Tjarnarcafé nk. sunnudag ki. 9. Þjóðhátíðardagur Finna er 6. des. (á mánudag), en heppi- legra þykir að hafa samkom- una á sunnudagskvöld. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, m. a. sýndar kvikmyndir frá Finnlandi, Jón- as B. Jónsson fræðslufulltrúi flytur ræðu, Skúli Haildórsson tónskáld leikur lög eftir Sibe- lius, Ralf Karlsson, finnskur stúdent, sem hér er við námr les upp finnsk ættjarðarljóð,. ennfremur verður söngur og dans. Finnnar, sem búsettir eru hér í nágrenninu, munu koma á fagnaðinn. Félagsmenn fá ókeypis aðgang, en aðrir, sem óska að gerast meðlimir, geta fengið skírteini við innganginn. Þríðja b6k Ara Arnalds komin út. Út er komin bókin „SóIarsýn‘L eftir Ara Arnalds, fyrrum bæj- arfógeta. Mun bók þessi verða bókavin- um kærkomið lesefni, þvi að Ari á sér fjölda aðdáenda vegna bókanna tveggja, sem fyrir lágu frá hendi höfundar. Undirtitill bókarinnar er Gömul kynni, en í bókinni eru tvær frásagnir, Ör- lygur i Urðardal og Skilaboð. „Sólarsýn" er 157 bls. að stærð, gefin út á forlagi Hlað- búðar, prentuð í Ingólfsprenti. HeiEBaéskir til Churchills. Á þriðjudag sendi forseti fs- lands svohljóðandi skeyti til sir Winston S. Churchill: Á yðar áttræðisafmæli sendir íslenzka þjóðin ásamt vinum yð- ar og aðdáendum um allan heim beztu árnaðaróskir um heill og hamingju í óþreytandi starfi fyr- ir friði og frelsi. Honum hefur síðan borizt svo- hljóðandi svarskeyti frá Sir Winston S. Churchill: Beztu þakkir til islenzku þjóð- arinnar fyrir hlýjar afmælisósk- ir, sem voru mér mjög kærkomn-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.