Vísir


Vísir - 03.12.1954, Qupperneq 10

Vísir - 03.12.1954, Qupperneq 10
10 VTSIR Föstudaginn 3. desember 1954." uppreisnarmennirnir hefðu skotið nokkrum örvum að höllinni. Síðan komst Sir Thomas fram hjá Temple Bar og fór upp Fleet Street með sinn litla flokk á eftir sér, en fólk vék til hliðar og hleypti þeim fram hjá. Eg sá þá koma, lávarður minn, því eg stóð uppi á veggnum við Ludgate og vissi ekki, hverjum eg átti að fagna. Eg hélt, að þeir hefðu náð borginni á sitt vald, því að hliðin voru opin, en þegar þeir fóru yfir Fleet Bridge kom Howard lávarður og það er nú karl í krapinu. Hann lokaði brúnni, hvað sem borgararnir sögðu. Herra Thomas barði á hliðið með sverðshjöltunum og kallaði eitthvað, en Howard lávarður hélt hliðinu lokuðu og hrópaði: „Burt, svikari.! Þú kemst ekki hér í gegnum!“ Sir Thomas stóð kyrr ofurlitla stund, en því næst gekk hann til baka til Bell Savage, en þar stóð bar- dagi, og þar settist hann á bekk, en menn hans tíndust út í mannþröngina. Að lokum stóð hann á fætur og hljóp af stað til baka, sömu leið og hann hafði komið, og tuttugu til þrjátíu af mönnum hans með honum. Hann hvarf mér úr augsýn, en eg hef heyrt, að hann hafi komizt alla leið til Temple Bar, áður en hann gafst upp. Því næst fór eg til herra Blacketts, sem útveg- aði mér hest og sendi mig hingað til þín í birtingu í morgun. Ambrose fékk nú tækifæri til að tala einslega við John. Hann hvíslaði: „Það hefur ekkert frétzt af Roger, lávarður minn, nema það, að hann er ekki meðal fanganna. Við vitum ekk einu sinni, hvort hann kom til London eða ekki.“ Hryssan, sem John sat á stikaði óþolinmóðlega, á meðan eig- andi hennar var að brjóta heilann um, hvað hann ætti að gera. Það er betra að halda áfram en að snúa við, hugsaði hann. Það er betra að fullvissa sig um, hvernig málin standa, en að snúa heim aftur og vaða í villu og svima. Verið gat, að Roger he'ffíi látið undan og flúið til Frakklands á síðustu stundu, til þess að forða sér fyrir hrun flokksins. En hvað sem um það yrði, mundi hann verða að réttlæta framkomu sína fyrir Ráðinu. Hann gaf merki um að halda áfram, og liðið lagði af stað. Þegar þeir komu niður af heiðinni, fóru þeir um sömu slóðir og Wyatt hafði farið sina síðustu ferð með lið sitt. Lið Pem- brokes, hafði farið þar um til að leita úppi flóttamenn, og þar lágu vopn, sem týnzt höfðu á flóttanum og skeifur, sem höfðu dottið undan hestum á harðastökki. Þar voru einnig á stangli fallbyssur, sem hlaupið hafði verið frá. Uppreisnarmennirnir höfðu falið sig í heystökkum og voru dregnir þaðan miskunn- arlaust. Þegar þeir komu til Charing Cross, var þar herlið fyrir. Höf- uðsmaðurinn harðneitaði liði Johns um að koma nær Whitehall. Hann skildi því liðið eftir þar og hélt áfram ásamt Francis og Ambrose. Það var tvöfaldur vörður við hallarhliðið og sendi- boðar, sem hlupu fram og aftur. Þeir hleyptu honum hiklaust inn. En þegar í forsalinn kom, voru þar menn fyrir, sem sögðu honum að bíða, meðan verið væri að tilkynna Ráðinu komu hans. Hann heyrði slitur af samtali: „Tilkynningin hefur gert mikið gagn. Það eru ekki margir, sem þora. að hýsa uppreisnar- mennina“. — ;,Þa.ð á ekki að sýna þeim neina miskunn. Drottn- ingin er nú alveg miskunnarlaus“. Þegar hér var komið, kom varðforingi méð nokkra varðmenn og átti hann að fylgja John til Ráðsins. Þeir vildu ekki leyfa Francis að fara með honum, en þeir tóku ekki af honum sverðið, og var það honum til nokkurrár huggunar. Þeir fylgdu honum gegnum gangana að dyrunum á sal Ráðsins, þar sem varðmennirnir námu staðar, en varðforing- inn opnaði dyrnar. Það var mjög illa lýst í salnum. Meðlimir Ráðsins stóðu í smáhópum og stungu saman nefjum. Gardner hafði orðið. — Við verðum að refsa Wyatt harðlega, lávarðar mínir, sagði hann. — Við verðum að setja hann á pínubekkinn og þá leysir hann frá skjóðunni. Við verðum að senda höfuðsmanni Kastal- ans, Sir John Brydges, kveðju guðs og okkar með þeim tilmæl- um að hann setji John á pínubekkinn og þá mun málið upp- lýsast....... — Eg er á móti misþyrmingum, sagði maður utarlega í hópnum, en annar maður greip fram í fyrir honum: — Það eru hrein drottingssvik að stofna her á móti Hennar Hátign drottningunni. Lögin leyfa misþyrmingar, þegar þannig stendur á. Það mun losa um tunguhaftið á honum. Það fór óánægjukliður um salinn og herra Gardiner brosti og sagði: — Sir John er trúr þjónn Hennar Hátignar, en eg held, að hótunin nægi. Hann laut fram og sagði nokkur orð við skjalasemjarann, sem tók upp pappír og fór að skrifa. Gardin- er leit fram að dyrunum og sá John standa þar. Hinir litu þangað líka og kliðurinn þagnaði. — Lávarðar mínir, sagði John og hneigði sig. — Eg er korninn hingað til að verja drottninguna. — Svikari! heyrðist hrópað og Shrewsbury gekk fram, þrút- inn af reiði, en Gardiner hélt honum í skefjum. — Nei, nei, dæmið hann ekki svona hart. Við viljum fá að heyra, hvað þér hafið fram að færa yður til varnar, lávarður minn af Bristol. Hvers vegna hafið þér virt að vettugi skipun drottningarinnar um að vera kyrr heima hjá yður, en komið hingað með her manns? Það kom skipun um að safna liði til að verja drottninguna og þess vegna er eg hér. Þetta ætti að vera nægileg; réttlæting. — Hann lýgur, sagði Shrewsbury. — Þsr eruð á villigötum, lávarður minn, hreytti John út úr sér mjög kuldalega. Ef þér viljið hætta fúkyrðum yðar og hlusta á mig til enda, skal eg að því loknu svara yður fullum hálsi á hvern hátt, sem þér óskið. Við þessi orð þagnaði Shrewsbury lávarður skyndilega, en Gardin.er greip fram í: —- Hættið nú, Shrewsbury lávarður og þér lávarður minn af Bristol verið ekki svona fljótur á yður að bjóða illdeilur. — Það var ekki eg, sem átti upptökin.... — Stillið yður, John, þér eruð hér til yfirheyrslu. Það var Otterbridge lávarður, sem talaði. Hann sat hjá skjalasemjar- anum, hallaði undir flatt og hlustaði á það, sem fram fór. John heyrði þessa vinsamlegu áminnirigu og þagnaði. Annar lávarður úr Ráðinu tók til máls: — Eg vil minna ykkur á það, lávarðar mínir, að lávarðurinn af Bristol sendi okkur þau skilaboð áður en svikarinn Wyatt kom til London, að hann væri að safna liði í Gloucestershire fyrir Hennar Hátign. — Það er rétt hjá Pembroke. sagð lávarður einn í hópnum. — í hvaða umboði gerðuð þér það? — Eg hafði ekkert umboð, svaraði John. — Hinsvegar frétti eg, að Kentbúar væru að búast til uppreisnar, og að hertoginn af Norfolk væri á leið gegn uppreisnarmönnunum með lið sitt. —Og þá hélduð þér, að yður væri opin leiðin til London, þar sem þér gætuð komið yðar sviksamlegu áformum i framkvæmd, hreytti Shrewsbury út úr sér. — Eg ætlaði að verja drottninguna. Shrewsbury hló hæðnislega. —- Það sagði Wyatt líka. — Það er auðvelt að ganga úr skugga um þetta, sagði John. —■ Eg fékk aðeins fjögur hundruð menn. Ef eg hefði lýst því Á kvoStfvokuflni. Þessi saga er frá Danmörku, en þar voru óvenju miklar rign- ingar í sumar: Ferðamaður einn, sem var orðinn hundleiður á þessum sífelldu rigningum, kom inn í ferðaskrifstofu og bað um, að sér yrði bent á stað, þar sem hann gæti verið öruggur um. þurrk. Afgreiðslumaðurinn til- tók stað, sem átti að vera sér- lega góður. — En eruð þér viss um að' hann sé reglulega þurr? — Það getið þér reitt yður á. Þetta er einn af fáum stöðum í Evrópu, þar sem endurnar hafa aldrei lært að synda. • Brezkur vísindamaður var í leiðangri inni í Afríku til þess að kynnast frumstæðu lífi blökkumanna þar. Hann varð' hissa, er höfðingi ættbálks þar reyndist gamall skólabróðir hans frá Oxford. Bretinn mælti: — Ekki trúi eg því, að þú borðir mannakjöt eins og gert er hjá hinum ættbálkunum? — Jú, það geri eg, svaraði höfðinginn, en eg nota ævin- lega hníf og gaffal. • Gömul kona í friðsælu ensku. þorpi var engan veginn ánægð með vaxandi aðstreymi ame- rískra ferðamanna. Henni fannst hávaðinn í þeim, skín- andi bílar og undarlegur fatn- aður hafa raskað þeirri friðsæld! sem hún hafði vanizt alla ævL Hún bar sig upp við ungan frænda sinn út af þessu. — En, kæra frænka. Hugs- aðu um alla dollarana, sem þeir koma með hingað. — Já, andvarpaði hún, en hvers vegna er ekki hægt að komast að samkomulagi um, að þeir sendi hingað peningana en: verði sjálfir heima? • Þetta gerðist í einhverju Mið - Ameríkuríki: Maður nokkur, búinn skamm byssu og rýtingum, kom til prests og kvaðst vilja skrifta. — Eg hefi drepið fjölmarga.. stjórnarsinna, kvalið börn. þeirra, nauðgað konum þeirrá, kveikt í húsum þeirra, stolið búpeningi þeirra og .... — Eg vil ekki hlusta á stjórnmál, vinur minn, mælti prestur. — Segðu mér aðeins frá syndum þínum. C & StíhMHigkA: n m ... : , ' ... eæiNQ THE UJVER5' EMBARŒAESmT, 1ARZAN 5POKE D15CR.EETLY. "PER- A'APS LUOA COL/LP3EA PERM' LZE/VT SECRETARY. "• ~3C33- Þegar Tarzan varð var við vand- ræði elskendanna sagði hann gæti- 3ega. „Kanske að Lúcía geti orðið einkaritari þinn áfram“. THEN HE LAUOHEO. " TAKE CARE OF TFESE TWO, JOSÉ- THEYARE VERY S/CKÍ" Því næst snéri hann sér hlæjandi að José og sagði: „Gættu þeirra veí, þau eru mjög þungt haldin“. Tarzan sveiflaði sér upp í næsta tré án þess að kveðja þau nánar. Hann var nú ákveðinn í því að yfirgefa siðmenninguna og hverfa al- gjörlega inn í frumskógana að nýju.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.