Vísir - 05.01.1955, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 5. janúar 1955 VÍSIR 3 Var soldán njósnari Hitlers ? Hjálpaði fy. soldán í Marokko Hitler í styrjöldinni ? Skjöl, $em virðast sanua það, hafa fundizt í llerlin. Franska stjórnin birti á sín- tmi tíma skjöl, sem vöktu ó- skipta athygli. Sást á beim að soldáninnj Sídi ben Mohaumed, sem settur var af og fluttur í útíegð, hafði alla tíð meðan á styrjöldinni síðari stóð, verið í tygjum við Hitler og hjálpað honum, Bandaríkjamenn fundu þessi skjöl, er þeir skoðuðu skjala- söfn í Berlín. Sýnir það að nazistar hafa engu brennt og koma frá þeim sjálfar sann- anirnar gegn þeim mönnum, sem hafa verið þeim hand- gengnir. Dálítil kaldhæðni örlaganna er í þessu, því að Bandaríkja- menn hafa töluvert gagnrýnt stjórnmálaframferði Frakka í Marokko og það, að þeir settu soldáninn af. En þegar skjöl þessi hafa verið lögð fram, getur hinn afsetti soldán varla vænst stuðnings frá Banda- ríkjunúm. Hitler mesti höfðingi allra bjóða. — Skjölin eru til þegar frá ár- inu 1941. Er þar símskeyti frá þýzka ræðdsmanninum í Tanger til von Ribbentrops, ut- anríkisráðherra. Segir þar frá samtali soldánsins við Weyg- and hershöfðingja, en hann hefur aftur sagt það ræðis- manninum. Ýmiskonar stjórnmálaupp- lýsingar soldánsins eru í sjálfu sér lastverðar, en þyngri á metunum verða þó upplýsingar hans um vopnabirgðir, sem fólki tókst að koma sér upp, er vopnahlés-nefndin starfaði. Voru þær við ýmsa nafngreinda bæi í landinu. Hefði and- spyrnuhreyfingin komist á snoðir um þau svik, hefði það að fullu réttlætt að soldáninn. hefði verið látinn gjalda þau með lífinu. Þá gátu menn ekki skilið hvaðan Þjóðverjum komu upp- lýsingarnar. Nú er gátan ráðin. Ein sönnun mun þó vera þyngst á metunum af því sem birt hefur verið. Það er löng skýrsla, sem send hefur verið 6. jan. 1943. Hún er frá Krúger vara-ræðismanni í Tanger, send eftir landgöngu Banda- ríkjamanna í Norður-Afríku. Símskeytið er að mestu leyti nám, hefðu þeir gert það um- svifalaust. Þó landgangan hafi vakið óánægju, vona landsmenn samt sem áður að Þjóðverjar komi.. Nogués hershöfðingi hefir ár- angurslaust beðið mig að fara frá Kabat og til Fez, Marra- kesn eða Ifrane, en eg gat lát- ið hann vita, að það er ekki hægt að beina styrjöldinni gegn Marokko og soldáni þess og ég verð því kyrr þar sem ég er. Þjóðverja — en um árás á Spán skjátlaðist soldáninum. En í þessu bréfi er það, sem næst kemur þó alvarlegasta sakfellingin fyrir hann. Þar stendur stutt og laggott: Hér eru herstöðvarnar og hernað- artækin. Síðan telur hann upp allar herstöðvar og birgðarstöðvar hverja á fætur annari, með upplýsingum í smáatriðum sem ekki þarf að endurtaka. Einnig nákvæmt yfirlit yfir þau hern- aðartæki, sem Bandaríkjamenn hafi skipað á land. „Á hverjum degi“, stendur þar, „aka fullhlaðnar lestir og En um Spán er það að segjasérstakir flutningavagnar á- að allir eru sammála um, að^leiðis til Alsír. E1 Glauoui (en 'bað land sé Þjóðverjum vin- hann var Pasha í Marrakesh veitt. Þegar Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafa lokið og setti soldáninn af síðar) er fulltrúi Ameríkumanna. Á undirbúningi sínum, munu sunnudaginn er var horfði hann þeir ráðast að Spánarlöndum með mesta hrottaskap. Þessar 'iipplýsingar sendi ég yður, svo að þér getið hagnýtt yður þær. bréf, sem soldáninn hefur Gömlum Marokkoherdeildum smyglað út úr höllinni í Rabat og látið senda til Tanger. Er það ætlað utanríkisráðuneytinu í Berlín. Boðskapur soldánsins er svo- hljóðandi: „Með tryggum boðbera sendi. ég yður beztu bveðjur, og bið yður að flytja Adolf Hitler, mesta höfðingja allra þjóða á öllum öldum, virðingarfulla kveðju mína og ósk um sigur hinum hugprúða þýzka her ti’J handa“. Eftir þessi hyllingarorð kem- ur svo nákvæm lýsing á stjórn- málastarfsemi Bandamanna og viðleitni hans til að veita þeím. viðnám. „Nogués hershöfðingi heim- sótti mig og ætlaði að fá mig til að þvinga menn til her- þjónustu í Marokko. En ég neitaði því eindregið. Atburð- irnir 8. nóv. (landgangan) hafa komið öllu landinu í uppnám, og hefði það verið mögulegt fyrir landsmenn að veita við- hefur verið safnað saman í mesta flýti og skipað að taka sér stöðu við landamæri Alsír og Tunis“. úr flugvél á heræfingar liðs- ins. Þeir bera sig mjög illa amerísku hermennixmir. Og þeir hegða sér illa gagnvart fólki, sérlega gagnvart konum. Fyrir fáeinum dögum rak Marokkobúi í'ýting í hermann, sem hafði verið nærgöngull við konu hans. Nokkrir kaup- Síðustu setningarnar eru að menn hér horfðu á þetta. Þeir vísu nokkrár upplýsingar fyrir ! eru mjög argir við Ameríku- Þessi mynd var tekin, þegar uppgjafasoldáninn í Marokko var gerður heiðursdoktor við háskólann í Bordeaux. Sköinmu síðar var hann settur af. menn og heimta að bera vitni með banamanni hermannsins.“ Atvinnunjósnari hefði ekki getað flutt nákvæmari skýrslu, og óskhyggjan er þar áber- andi, enda einkenndi hún Þjóðvei'ja og þeirra vini. Ábendingar um árásir. Enn er framhald: „Særðir menn, hinir fyrstu, eru nú komnir af vígstöðv- unum til Marokko. Þeir hafa verið fluttir á sjúkrahúsin í Meknes, Marrakesh, Casa- blanca og Sal.é Frakkar hafa nú heræfingar í Marokko og Ameríkumenn kenna þeim að fara með hin nýju vopn sem þeir hafa útvegað þeim. Og að síðustu segir hann. „Þetta vil ég taka fram. Ég er reiðubúinn til að hjálpa yður til fullnustu og hvað sem- í skerst. Þér megið reiða yður á samvinnu af minni hendi, jafnskjótt og til skarar skríður. Ég legg til að þér ráðist á víglínurnar, vegina í Marokko og járnbrautii’nar, því að þetta uota Ameríkumenn til þess að flytja liði sínu í Alsír gögn og vistir.“ Hér er ekkert vafamál á ferðinni. Samningar voru milli Frakka og soldánsins og sýna þessi bréf og atferli hans yfir leitt drottinsvik. Getur þá ekki verið um það að ræða að hann eigi neinn rétt til hásætisins —< ef þetta er ekki blátt áfram dauðasök. Soldáninn var settur af og' sendur í útlegð við allsnægtir og óhóf, en vera hans þar kastar ríkissjóð Frakka mill- jónir franka daglega. Það gerðist áður en Ameríkumenn komu þessum furðulegu skjöl- um rhendur frönsku stjórnar- innar. Ólíklegt má telja að þau hafi ekki mikil áhrif á viðhorf Frakklands í framtíðinni til hins afsetta soldáns. (Þýtt). Sönn saga þótt ekki sé staðfest af dómstóium. Leyndsrdómur afskekkta hússins. Eftir Frederick F. Schrader. Niðurl. Frá miðnætti fram til klukk- an hálftvö kom ekkert fyrir, er vekti skelk hjá mér. Þögnin í húsinu var næstum því draugaleg. Eg gat ekki losað mig við óákveðinp ótta um að eitthvað myndi koma fyrir, en ekkert hljóð rauf þögnina. — Þegar klukkan fór að nálgast tvö, heyrði eg loksins fjarlæg- ar : di'unur frá járnbrautarlest er; nálgaðist . og 'rétt á et'tir veikt eimpípuhljóð! Eg dró andann léttara. Gengið í gildru! Loksins var þessi voðalega bið í þann veginn að taka enda. í fimm klukkustundir hafði ég orðið að hýrast þai'na milli vonar og ótta. Eftir nokk- ur augnablik kæmist ég burt úr þessu ömulega greni og á leið heim til mín, til þess að eiga jól með vinum mínum og fjöjskyldu; þá myndi ég minn- ast þessarar nætur sem eins at- riðis í ævintýralegri reynslu stai'fs míns. Eitthvað á þessa leið voru hugsanir mínai’, með- an ég var að fara í þykka. yfir- frakkann minn. Mér kom alls ekki annað í hug, en að öll hætta væri hjá liðin og að ég fengi að fara í friði burt frá þessu dularfulla húsi og skuggalegum íbúum þess. Með ráðleggingar konunnar í huga, slökkti ég á lampanum og lokaði öfninum. Síðan greip ég handtöskur mínar og gekk á leið til dyranna, sem konan hafði sagt mér að fara ut um. Á því augnabliki heyrði ég þrjá þunga dynki í húsasund- inu, eins og þungir hlutir hefðu dottið niður í snjóskafl- inn úr gluggum á efri hæðinni. En lestin var nú óðum að nálg- ast, svo ég reif upp hurðina, steig út í dimmuna og ætlaði að taka til fótanna. Én mér brá illa við. í stað þess að stíga á fast, varð ekk- ert fyrir fótum mínum og ég féll við flatur. Dyrnar á húsinu þarna megin voru talsvert fyr- ir ofan yfirborð jarðar og í stað þess að finna tröþpurnar undir fæti, var þarna löftið lómt. Tröppurnar höfðu verið teknar í burtu! ! Eftirförin hafin. í einni svipan sá ég hina djöfullegu ráðagerð : skotu- | hjúanna. Konan hafði sagt m.ér að slökkva Ijósið og loka ofn- xnum svo að éngiir skíma gæti komið upp um burtnám trapp- amxia, þegar ég opna'ði hurðina ’ og færi út. Síðasta efasemdin j um hvei'skonar staður það væri, er eg var hér í. hvarf nú í einu vetfangi. Húsið var inorðing j agr eni. En „fall er fararheill“, Þykk- ur snjóskaflinn tók af ínér mesta fallið. Ég stökk á fætur ómeiddur með handtöskurnar í báðum höndum og bjó mig undir að fjarlægjast eins fljótt og unnt værir En mér var ekki ætlað að sleppa svo hæglega. Ég hafði ekki hlaupið meira en tíu skref, þegar ég heyrði fótatak hlaupandi manna og1 más á eftir mér, og mér varð um leið Ijóst af hverju dynk- irnir stöfuðu, sem .ég hafði heyrt er ég var að fara út úr húsinu. Þrír þoi'paranna höfðu stokkið út um glugga á loft- hæðinni og biðu þess í húsa- s.undinu að ég kæmi út og hrapaði til jarðar, í þeii'.ri von, að ég meiddist svo við fallið, að ég gaðti ekki snúizt til varnar er þeir veittu mér at- lögu, eða að minnsta kosti að eg slasaðist svo, að þeim yrði au^/elt að ráða niðurlögum j minum. Ekkert anngð eir það, hvað jskaflinh var djúpur kom í ve£ fyrir þetta. . En þeim sjálfs’agt til mikillar undrunar og vonbrigða reis ég á f.ætur eins og elding. Lestiii birtist. Það var enginn tími til að snúast til varnar Eg átti ekki annars úrkostar en taka til fótanna. Ég myndi missa lestina, ef ég tefðist um mín- útu. Ég hljóp því eins hi'att og ég gat, en handtöskurnar voi'u slæmur ti'afali. Mig hryllir að hugsa til þess sem gerzt hefði á næstu mínútum,, því þorpararnir nálguðust mig við hvert skref. En einmitt þegar útlitið var dekkst kom lestin þjótandi eftir krappri beygju og allt umhverfið varð baðað í hvitri ljóskeilu frá framljósi eimreiðarinnar. Þetta var. sannarlega heppi- leg tilviljun á réttu augnabliki. Ég þori að segja, að einskis manns líf hefur hangið í veik- ara þræði en mitt þá. Þegar ljósið féll á mig og umhverfiðr hrópaði ég hástöfum, í þeirrii von að mér tækist að vekja eftirtekt eimreiðarstjórans. En þótt ég mæddi mig á þessu, var ekki sýnilegt að það hefði nein áhrif; lestin nálgaðist nú óð- um og stöðvaðist að síðustu hjá vatnsgeyminum. Án þess að stanza á flóttanum, leit ég snöggvast um öxl. Hjartað í. mér hoppaði af fögnuði. Þorp- arai'nir voru snúnir aftur til hússins. Mér hafði tekizt að hrista þá af mér. Líkamsleifav í brunarústum. Mér vannst naumast tími til að kasta handtöskunum á tröppurnar á afturvagirinum áður en eimpípan gall við og lestin fór af stað. Ég var nú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.