Vísir - 05.01.1955, Blaðsíða 10
sw*^,
VISIR
Miðvikudaginn 5. janúar 1955
HllitJ-
klœkir
57
JERE WHEELWRIGHT
drepinn við það tækifæri. Hann getur kært herra Killigrew
«g herra Lane, ef hann kærir sig um, og sennilega sannað á-
kæruna, en honum mun veitast það erfitt, að sanna sök á yður.
Hann hefur ekki staðið þá að verki og vitnisburðurinn um sam-
særi hvílir aðeins á orðum þjóns, sem hefur reynzt sviksamleg-
ur njósnari. Það er einungis yður, sem hann vill vinna tjón.
Hvað lætur hann sig varða um dauðan mann í Canterbury?
Hvað hefur hann upp úr því, að taka Killigrew og Lane, ef
hann nær yður ekki. Ef náðunarbréfið hefði ekki verið gefið út,
hefði vitnisburður svikarans nægt. Honum hefur misheppnast
í þetta skipti, en þó skall hurð nærri hælum'. Við verðum að fá
að vita, hver hann er, annars kemur hann okkur einhverntíma
fyrir kattarnef.
John var að athuga skýin gegnum gluggann. Hann benti
Blackett að koma til sín. — Hvernig lízt yður á veðrið?
— Veðrið, lávarður minn? sagði einkaritarinn og gáði til
lofts. — Það mun snjóa á morgun.
— Það sýnist mér líka. Hann gekk frá glugganum og fleygði
bréfinu hirðuleysislega á borðið.
Þeir höfðu talað saman á lægri nótum, en nú töluðu þeir hátt.
— Þefurinn af líkunum, sem hanga í gálgunum, berst jafnvel
hingað. Við verðurn að brenna kryddi á arninum, til að kæfa ó-
þefinn. Skrifið herra Killigrew og segið honum að koma til
okkar, ef hann kemur til London aftur. Herra William!
Herra William kom samstundis.
— Hvers óskið þér, lávarður minn?
— Á eg síðan kufl?
— Nei, lávarður minn. Stuttir kuflar eru í tízku. Síðir kuflar
eru ekki notaðir lengur, lávarður minn. ,
— Samt þarf eg að nota síðan kufl á morgun. Eg ætla í báts-
ferð og vil ekki, að mér verði kalt. Kaupið einn slíkan handa
mér! ,
— Sjálfsagt, lávarður minn. Hann var svo taminn, að enginn
undrunarsvipur sást á andliti hans. , .
— Fyllið körfu af vínföngum. Eg sgtla um borð í kaupskip
frá Bristol til að hitta mann, sem eg þekki og eg vil ekki koma
tómhentur.
— Það skal verða gert, lávarður minn. Ætlið þér að verða
þar í nótt? Ef svo er, æfla eg að sjá um að hafa skjólklæðnað
með.
—• Þess gerist engin þörf, sagði John. — Áin er ekki svo
breið, að við komumst ekki fljótlega í land, ef hann fer að
snjóa. Því næst sneri hann sér að Blackett. — Hefir skips-
drengur nokkurntíma þjónað yður til borðs í skipi? Það nr ekki
skemmtileg þjónusta. Þess vegna ætla eg að hafa herra William
með mér. Heyrið þér *það, herra William? Þér farið með mér.
—• Eg heyri, lávarður minn.
— Gott! Útvegið þá kuflinn.
Þegar hann var farinn, leit herra Blackett upp og sagði:
■— Var þetta hyggilegt, lávarður minn?
— Eg held það svari tilganginum. Fjandmaður minn veit, að
eg fer á flot á morgun og álítur, að eg ætli um borð í skip og
komast til útlanda. Hann mun leita um allt að kaupskipi frá i
Bristol og hann mun hafa tilbúið lið til að fara um borð til að I
handtaka mig, ef eg ætlaði að sigla. Skipun Ráðsins um, að eg
sé kyrr í London rnundi duga honum, ef það er þá enn í gildi
síðan drottningin leyfði mér að ríða til Canterbury. Njósnarar
hans munu hafa nóg að gera við að elta ólar við okkur og semja
skýrslur um ferðir okkar.
— Satt er það, sagði herra Blackett. — -Eg held, að yður
sé óhætt að trúa mér fyrir því að fylgjast með njósnurunum.
Eg mun líka reyna að komast að því, hvert herra William
leggur leiðir sínar, ! n ' u| J UáC mimw'
— Það getur vel farið svo, að eg þurfi einhverntíma á því
að halda að stíga um borð í skip með körfu fulla af peningum
og gimsteinum, en eg kæri mig ekki um, að herra William
græði sína blóðpeninga á því að njósna um mig fyrir Ráðið.
— Hafið þér náðunarskjal bróður yðar, lávarður minn?
spurði Blackett.
— Það er í kistunni, svaraði lávarðurinn undrandi.
— Má eg fá það lánað? Það getur skeð, að eg þurfi á þvi að
halda. Eg hefi engan tíma til að útskýra það nánar, því að
þorparinn getur verið horfinn úr augsýn, áður en maður veit
af. Fáið mér það og lofið mér að fara.
Blackett stakk skjalinu í tösku sína og var farinn, áður en
John gat spurt frekar. Jarlinn braut heilann um tilgang Blac- i
ketts með því að biðja um náðunarskjalið, en komst ekki að|
neinni niðurstöðu. Hann ráfaði því fram í ganginn og kom þar
auga á þernu sem var með fullt fangið af brenni. Þegar hún
sá hann, sleppti hún byrði sinni og hneigði sig óttaslegin. Hann
brosti sínu ástúðlegasta brosi, en þá fór hún að gráta.
— Verið þér róleg. Eg ætla ekki að gera yður neitt mein. Eg
er aðeins að leita að þjóni mínum, herra William. Hættið að
væla og svarið mér.
Hún snökkti hátt og neri sér um nefið, þangað til hann
missti þolinmæðina og hristi hana duglega.
— Hvar er herra William?
— Hann er hérna fyrir handan, lávarður minn, sagði hún
á mállýzku, sem hann átti erfitt með að skilja.
— Segið mér, hvar hann sefur.
— Þarna! Hún benti með höfðinu á dyrnar. Jarlinn tók upp
gullpening. — Gerið svo vel ■— og haldið yður svo saman. Ef
þér kjaftið, skal eg sjá um, að þér verðið hýdd rækilega. Hann
gekk inn í herbergið og litaðist um. Þar var óumbúið rúm,
borð, stóll og stór kista í einu horninu og fyrir henni var stór,
klunnalegur hengilás. John gekk að hehni, kraup niður og
glotti kuldalega. Þegar hann var barn, hafði hann oft komizt
inn í garða og hnuplað ávöxtum með því að sprengja upp svona
lása. Eftir að hafa fiktað svolitla stund við lásinn með hnífn-
um sínum opnaðist lásinn og undir kistulokinu voru föt, snyrti-
lega brotin saman. Hann tók fötin upp og kom þá auga á hanzka,
sem hann átti sjálfur, en herra William hafði sagt, að væru
týndir. Loks kom hann niður á botninn. Þar var ofurlítið ski?ín
og það var líka lokað með hengilás, og hjá því var blekbytta,
penni og 'ýmis konar skjöl. Þegar hann sá þetta, gretti hann
sig og kinkaði kolli, því næst for hann að reyna að opna kist-
ilinn og gekk það miklu ver, en með kistuna. Herra William
hafði sagt honum, að hann kynni hvoi'ki að lesa né skrifa. Eftir
fáeinar mínútur gat hann opnað kistlinn. Hann varð steini lost-
inn, því að kistillinn var fullur að börmum af gimsteinum og
gulli. ~ Þorparinn er auðugur tautaði hann. — Það, sem eg
hefi gefið Francis og Anthony er lítilræði saman borið við þetta.
Þetta er ekki allt frá mér. Hann hefir hlotið að hafa gert njósnir
að ævistarfi.
Hann lét ofan í kistuna áftur, lokaði og fór aftur til herbergja
sinna.
Eftir dálitla stund kom Ambrose og tilkynnti, að báturinn
væri tilbúinn. Hann væri bundinn við næstu bryggju og yfir
honum stæði varðmaður. Því næst kom herra William hljóð-
lausu fótataki til þeirra í nýja frakkanum sínum og grunaði
ekki neitt. En herra Blackett kom ekki fyrri en' löngu var búið
Á kvöldvokunni.
Þeir sátu á stórum bar og
voru búnir að staupa sig af
mikilli kostgæfni. Benti þá
annar á tvær konur er sátu
nokkuð álengdar og sagð: „Get-
urðu séð þessar tvær þarna?
Eg skal trúa þér fyrir því að
sú dökkhærða er konan mín,
en sú ljóshærða er vinkona.
mín.“
„Það er einkennilegt," svar-
aði hinn. „Það er nefnilega
þveröfugt hérna megin“.
•
Maðurinn var smávaxinn og
lítilsigldur, en herti sig þó upp
úr sæti sínu í kaffihúsinu og
gekk að manni, sem var að taka
ofan yfifrakka, sem hékk þar
á snaga.
„Afsakið,“ sagði sá lítilsigldi.
„Eruð þér hr. Hansen frá Hol-
bæk?“
„Nei, það er eg ekki .... “
„Já, en það er eg. Og það er
hans yfirfrakki, sem þér eruð'
að taka af snaganum.“
O
Sigga var í góðu skapi og
sagði við mömmu sína:
„Hann Pétur, nágranni okkar
og eg ætlum að strjúka sam-
an“.
„Hvað er að heyra þetta„
Sigga mín,“ sagði mamma:
hennar. „Finnst þér ekki illái
gert að taka hann Pétur litla
burt frá foreldrum sínum?“
„Nei, alls ekki,“ sagði Sigga;
ákveðin í máli og leit nístandi;
augum á móður sína. „Þau erui
bölvað hyski og skilja hann.
ekki!“
Kunnur kvikmyndastjóri ít-
alskur kom að konu sinni £
fanginu á bezta vini sínuni
„Við skulum ekki fara að gerai
neinn hávaða út af þessu,“ sagðl
kvikmyndastjórinn og var hinnt
rólegasti. „Og ekki skulum við)
fara að fljúgast á. Eg sting
upp á því, að við iátum spilin;
gera út um málið. Við skulumi
spila Kánasta. Og sá sem vinn-
ur fær konuna!“ „Eg sam-
þykki,“ sagði vinur hans og
létti nokkuð. Kvikmyndastjór-
inn tók nú spilin og fór acS
stokka, en hætti því skyndilegai.
og sagði: ,,„Æ heyrðu, góði vin,
ættum við ekki að gera spilið
dálítið viðameira og meira
spennándi. Eg sting upp á þyf
að við leggjum undir 100’
lírur!“
C. R. SuweufkJ:
1719
Aparnir voru komnir í vígamóð
eftir ^ð hafa dansað hinn tryllta
dans, Tarzani til heiðurs og einnig
æstir af draugalegu mánskíni.
Þegar hvíta stúlkan lá þarna
hjálparvana á meðal þeirra réðust
þeir því þegar í stað að henni.
En á seinustu stundu skarst Tarzan
í leikinn, og mátti þá ekki tæpara
standa.
Hann braust í gegnum þvöguna og .
tókst að hrmda öpunum frá stúlk-
unni áður en þeim hafði tekist að
gera henni mein. j