Vísir


Vísir - 07.01.1955, Qupperneq 3

Vísir - 07.01.1955, Qupperneq 3
Föstudaginn 7. janúar 1955 vísm 3 Hollusta og heilbrigði Aldur mæðra og heilbrígði barna. Líkurnar fyrir Keilbrigði mestar, þegar mæðurnar eru á bezta skeiði. Hver áhrif hefur aldur for- eldra á börnin? Kemur það fram á börnunum í einhverri mynd, ef annað foreldrið eða bæði, eru nokkuð við aldur, þegar börnin eru getin — eða t. d. ef móðirin er af bezta skeiði? Þessum spurningum liafa menn verið að velta fyrir sér fyrr og síðar og bær hafa verið og eru viðfangsefni vís- indamanna. M. a. er stundum um það spurt hvort aldur foreldranna hafi nokkur áhrif á hve lang- líf börnin verða, á sálfar þeirra, frjósemi. þeirra og viðnámsþrótt gegn veikindum. Þessi mál aðallega að því er varðar aldur móðurinnar voru rædd í ráðstefnu vísindamanna í New York fyrir skömmu, en hún var haldin að tilhlutan Vísindafélagsins í New York (New York Academy and Sciences). Menn komust þar að þeirri niðurstöðu, grundvall- aðri á tilraunum sem gerðar voru á mönnum, dýrum og jurtum, að margt benti til, að aldur foreldranna, einkum móðurinnar, hefðu víðtæk á- hrif á vellíðan barnsins. Miklu meiri líkur eru fyrir því, ef móðirin er ung, að börnin verði andlega og líkamlega hraust, en sé móðirin farin að eldast er það oft talið leiða til þess, að börnin verði andlega og líkamlega vanheil. Douglas P. Murphy, for- stöðumaður læknadeildar Pennsylvaníuskólans gerði athuganir á 466 fjölskyldum, sem í voru bæði hraust og van- heil börn. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að meðalald- ur móður við fæðingu fyrsta heilbrigðs barns var 23 ár. Fyrsta vanheilt varn var ekki fætt fyrr en meðalaldurinn var 28.4 ár. Hlutfallslega fleiri vanheil börn fæddust, getin af mæðrum, sem voru yfir þrítugt, en af þeim, sem yngri voru. Á aldrinum 45—49 ára fæddust hlutfallslega þrefalt fleiri van- heil börn en fyrir þrítugs ald- ur. Dr. Murphy telur þetta mjög eðlilegt, þar sem líkams- hnignun sé samfara því, að árin færast yfir og að þessara hnignunaráhrif gæti þegar að þeim tímamótum er komið, að konur fara úr barneign. Annar læknir, enskur, sem ráðstefnuna sat, dr. L. S. Penrose frá University College, London, benti á, að tvö af hverjum 5 fávitabörnum (Mongoloide-children), séu get- in af konum, sem náð hafa fertugs aldri, en eftir þrítugs aldur tvöfaldast áhættan að vanheil börn fæðist á hverjum 5 árum, og eftir 45 ára aldur sé tala vanheilla (defective) bai’na 2.5 af hundraði fæðinga. Rannsóknir á músum hafa leitt í ljós, aðmúsum, er seinast fæðast, er hættara við að fá krabbamein en þeim, sem fyrst fæðast. Rannsóknir á jurtum benda til hins sama. Atlaga gerð að kvefinu. Samtök vestan bafs, til að berjast gegn pestinni. HI|óðbyBgjur gegn kikhósta. í Bandaríkjunum er unnið að tilraunum til að vinna nýja tegund móteiturs gegn kík- hósta. Hljómbylgjur með hæstu tíðni eru látnar skella á kík- hóstasýklum, er gefa þá frá sér vökva, sem virðist hægt að nota sem móteitur. Um þessar mundir er móteitur þetta reynt „Það er kominn tími til þess að iðnaðurinn snúi sér að því að ráða niðurlögum þessa mesta vandamáls hans“. Þetta segir dr. M. W. New- quist, heilbrigðismálastjóri Texas-olíufélagsins, fyrir nokkru á fundi í New York. En við hvað átti hann? Ekki verkföll eða verðbólgu heldur kvefpestina. Menn áætla, að kvefið baki iðnaði Bandaríkj- anna ekki minna tjón árlega en tveim milljörðum dollara, og sumir gizka á að tjónið nemi fimm milljörðum sum árin. Newquist tók svona til orða á fundi fimmtíu iðjuhölda og fjármálamanna, sem standa að Kvefstofnuninni, Common Cold Foundation, er stofnuð var ný- lega til að samræma alla krafta Nýtt fyf reynt gegn háum blóðjirýstingf. Keith S. Grimson, sonur Guðmundar Grímssonar, dóm- ara, starfar við sjúkrahús Duke-háskóla í Durham í S.- Karólínufylki vestan hafs. Hann hefur undanfarið unn- ið við rannsóknir á háum blóð- þrýstingi, og hélt nýverið er- indi um þær í félagi amer- ískra lyflækna. Skýrði hann svo frá, að nýtt lyf, sem kallað er Su-3088, virtist vera til mik- illa bóta, því að einn skammt- ur, sem tekinn væri með morg- unverði, héldi blóðþrýstingi niðri allan daginn. Hefur ekki enn fundizt lyf, sem þarf að taka eins lítið af með svo lang- varandi verkunum, að sögn Keiths Grímsons. á músum, og hefur gefið góða raun í þeim, en hefur ekki verið notað við menn enn. í baráttunni við kvefið. Fram að þessu hafa læknavísindin verið ráðalaus gagnvart henni. Lyf hennar hafa verið litlu betri en heilræði ömmu gömlu. Menn vita, að það er vírus, sem kvefinu veldur, en að öðru leyti stendur mannkindin ekki betur að vígi en fyrir 200 árum. Á fundi þeim, sem getið er hér að framam skýrði dr. Yale Kneeland frá tilhögun þeirri, sem höfð verður í þessari bar- áttu. Fyrsta verkefnið verður að finna vírusinn, og til þess að finna hann munu læknar og vísindamenn njóta styrks Kvefstofnunarinnar. Ýmsar stofnanir í Bándaríkj- unum reyna að finna vírúsinn, og Kvefstofnunin mun fyrst og fremst styrkja þær, sem lengst virðast á veg komnar. Kemur í Ijós, að mestur árangur hefur náðst hjá Johns Hopkins- sjúkrahúsinu, háskólunum í Virginiu, Harvard og Illinois. Þessum vísindastofnununum verður til að byrja með veittur styrkur, sem nemur 245 þús. dollurum. Reynt verður og að styðja aðra vísindastofnanir. Menn vita ekki, hversu lang- ur tími getur farið í að finna vírusinn, en svo getur farið, að hann finnist fyrirvaralítið, og verður þá mikið spor stigið í þá átt að sigrast á þessum kvilla. Reykingamenn deyja frekar lír hjartabiiun en krabba. Þetta sýna rannsöknir vestan hafs. Undanfarin þrjú ár hefur ameríska krabbavarnafélagið látið fram fara rannsóknir á tengslum milli reykinga, lungnakrabba og annara sjúk- dóma. Læknafélagið ameríska hélt ársþing sitt í San Francisco í núní sl. og var þar skýrt frá niðurstöðum rannsóknanna. Þær komu mönnum nokkuð á óvart, því að þær leiddu í ljós, að miklir reykingamenn dóu frekar af hjartabilun en lungnakrabba. Alls fóru fram athuganir á 187,766 mönnum á aldrinum 50—70 ára í níu fylkjum. Frá janúar 1952 fram á sumar 1954 dóu 4854 manna þessarra, og voru dánarorsakir þeirra og reykingarvani athuguð. Af mönnum þessum höfðu 745 reykt 20 sígarettur eða fleiri á dag. Læknar krabbavarna- stofnunarinnar litu svo á, að 319 færri hefðu dáið, ef um bindindismenn á tóbak hefði verið að ræða. Þá kom í Ijós, að 161 maður hafði dáið úr krabbameini — 98 fleiri en tíðast er meðal þeirra, er reykja ekki. En 334 dóu af hjarta- sjúkdómum, 163 fleiri-en tíðk- ast meðal þeirra, sem reykja ekki. Niðurstaðan varð sú, að beint samband væri milli reyk- inga og hjartasjúkdóma, eins og milli reykinga og krabba- meins. Tveir læknar, Hammond og Horn, skýrðu frá þessu á læknaþinginu og var annar þeirra spurður, hvernig á því stæði, að sumir reykingamenn dæju ekki úr krabba, þótt reykingar orsökuðu þann sjúk- dóm. Hammond svaraði, að menn væru sennilega misjafn- lega móttækilegir fyrir krabba, og einnig mætti ætla, að færri menn á aldrinum 65—69 reyki eins mikið og menn á aldrin- um 50—54 ára. En læknarnir treystu sér ekki til að fullyrða neitt um það, hvaða efni það væri í sígarettum, sem orsök- uðu krabbamein eða hjartabil- un, þótt nikótin mundi vera þar í nokkurri sök. Stefán Loðmfjörð: Dularfulla þokan, Niðurl. Eg fer af baki og segi kon- uríni að gera það líka, tek svo taumana á báðum hestunum og ætla að teyma þá, en segi konu minni að láta svipuna ganga hlí'fðarlaust á þeim. Hún gjörir þaðý sló vel í þá, en.það ber engkrí árángUi', þ:eir verða bafa þeim rmin weí'íi.'. ; ' Eg sé að þetta hefur enga þýðingu, tek við taumunum og reyni að teyma þá sitt á hvað meðfram þokunni. Það gengur, en ætli eg að snúa þeim í þokuna eða út á við, þá snar- stanza þeir og fást ekki fet áfram. Eg sé að þokan hagar sér eins hún færist ekkert inn á við, það er að sjá albjart til beggja handa og eins inn undan. Allt í einu mundi eg eftir því að með' okkur átti að vera stór og vitur hundur, sem hét Dogg. Um þenna hund hefi eg skrifað í tímaritið Samtíðina. Eg hafði ekkert munað eftir honum fyrr. Nú fer eg að svipast eftir, hvar hann sé, og se að . hánn situr hfeyfingar- laus á fönninni skammt fyrir irínan okkur. Eg kalla á hann, en hvutti hreyfir sig ekki. Eg endurtek þetta nokkrum sinn- um en það er alveg sama. Fæ eg svo konunni taumana aftur og held í áttina til Doggs, en þegar hann sér að eg kem, stendur hann upp ög heldur undan. Eg sá ekki var til neins að fara að elta seppa svo eg sneri aftur til konunnar og hestanna. Var eg nú orðinn svo bull- andi reiður, að ekki tók nokkru tali. Eg segi við konuna: „Við skiljum hestana hér eftir og förum gang'andi iit og upp í Úlfsstaði." „Nei,“ svarar konan, „við snúum bara aftur, það ef auð- séð að við komumst ekkert lengra.“ Heldur hún svo áfram að þrábiðja mig að snúa aftur, svo að eg læt á endanum und- an. En eg verð að segja eins og var að það var ekki gert með góðu. Við skelltum svo á þeysireið til baka. Þegar Dogg sá það, kom hann og virtist nú vel kátur. Við höfðum ábyggilega verið búin að snúast þarna í fullan klukkutíma. Þegar við komum inn fyrir neðan Hjáleiguhúsin varð mér litið til baka, og sá eg þá að öll þoka var horfin. Eg' sá öll útfjöllin eins glöggt og þegar við fórum út eftir fyrir lítilli stundu. — Segi eg þá við konuna, að nú snúum við aftur og höldum heim, nú sé öll fjandans þokan norfin. Hún neitar því harð- lega. „Við förum ekki heim í kvöld hvað sem því veldur." Og þar við sat. Við riðurn hratt, bæði voru hestarnir fjörmiklir og svo var eins og: jkrattinn væri á hælunum á þeim. Sá eini sem virtist í góðu skapi var Dogg minn. Við riðum hratt í hlaðið og um léið kom séra Einar út og segir hlæjandi: „Eff vissi þa'6 að þið ihímduð ■ koma aftur.“ | Eg stökk af baki þreif þétt í ; öxlina á presti og segi: „Þú ætt- ir það skilið að eg bqrði þig, | já, við skulum segja.-------—í eins og hund.“ Því satt að segja, var eg ofsareiður. Hann svarar ósköp hæglát- lega: „Ekki er þetta mér að kenna.“ í þessu koma þeir bræður mínir og Bjarni út. Þeir urðu hissa, að við vorum komin aftur, þóttust þess fullvissir að við værum löngu komin heim, og vildu fá að vita orsakir. Eg svaraði engu en konan gaf þeim einhverjar skýringar, án þess að geta þess rétta. Við höfðum fastákveðið að geta ekki um það hvers vegna við hefðum snúið áftur; En það sögðu bræður mínir. mér seinna, að þeim hefði þótt séra Einar haga sér aileinkennilega meðan við vorum í burtu .... Hann hafði gengið um gólf þegjandi og ekki einu sinni anzað, þó þeir hefðu verið að reyna að tala við hann. Þangað' til hann hefði brugðið við og snarast út. og' rétt í því hefðu þeir heyrt að við riðum í hlaðið. Nú eru liðin liðug sextíu ár, síðan þetta atvik kom fyrir. Eg hefi oft og mörgum sinnum hugsað og brotið heilann um þetta, e,n aldrei komist að full- nægjandi niðurstöðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.