Vísir - 07.01.1955, Blaðsíða 11

Vísir - 07.01.1955, Blaðsíða 11
Föstudaginn 7. janúar 1955 VÍSIR II 6000 feta flug- braut í Málmey. Fyrir nokkru var tekin í notkun ný flugbraut á flug- vellinum í Málmey. Flugvöllur Málmeyjar, sem eitt sinn var helzta flugsam- göngumiðstöð Svíþjóðar, heitir ir Bulltofta. Flugbrautin. sem nú hefir verið tekin í notkun, er 6000 fet á lengd, og getur því tekið við stærstu farþega- ' flugvélum, sem nú tíðkast, m. a. DC-6B, eða allt að 60 smál. þungum flugvélum. ♦ Kaupskipaffoti ¥.-Þjó5- verja 2.5 milij. lesta. I lok þessa árs verður kaup-' skipafloti Vestur-Þjóðverja samtals 2.5 millj. lesta. Dr. Hans Christoph Seebohm samgöngumálaráðherra V.- Þýzkalands skýrði frá þessu í Brernen fyrir skemmstu, og bætti því við, að V.-Þjóðverj- ar yrðu að eiga skipastól, er næmi 3.5 millj. lesta til þess að geta annað þörfum lands- manna. Fyrir síðustu heims- styrjöld nam allur skipafloti Þýzkalands um 4.5 millj. lest- um. — í stríðslok mátti heita, að kaupskipafloti Þjóðverja væri úr sögunni. Tók ví8 virðiitpr- ©mbætti föður síns Frá fréttaritara Vísis í Stokkhólmi. Eins og kunnugt er, kom Dag Hammarsjölcl fram- kvæmdastjóri SÞ, sem snöggv- ast til Stokkhólms fyrir skemmstu, áður en' hann lagði upp í Kínaför sína. Aðalerindi Hammarskjölds til Stolckhólms var að taka sæti í sænsku akademíunni, á stól númer 17, sem faðir hans, Hjálmar Hammarskjöld, lands- höfðingi og forsætisráðherra, hafði setið. Flutti Dag Hammarskjöld 'erindi við það tækifæri, svo sem venja er til, en sú ræða snýst jafnan um fyrirrennar- ann í virðingarstöðu þessari. Dag Hammarskjölds ræddi um föður sinn á algerlega hlut- lægan en innilegan hátt. Þetta er í fyrsta sinn, sem sonur tekur við af föður sínum í sænsku akademíunni. Við- staddir athöfnina voru m. a.: sænsku konungshjónin, Wil- helm og Bertil prinsar og prinsessurnár Sibylla og Marg- aretha. Á borðum loguðu 18 kerta- ljós til merkis um, að allir meðlimir akademíunnar væru á lífi, en það hefur aðeins komið fyrir tvisvar áður, árið 1942 og árið 1890. Brunnsjö. Hailgrímur LúSvígsson lögg. skjalaþýðandi og dóm- túlkur í ensku og þýzku. — Hafnarstræti 19 kl. 10—12, sími 7266 og kl. 2—4 í síma 80164. Síðan Vísir varS 12 síður annan hvcrn dag, er það viðurkennt, að blaðið er það fjölbreyttasta og fróðlegasta, sem gefið er út hér. ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ FÁ SANNÁNIR FYRíR ÞESSU. Látið senda yður blaðið ókeypis til mánaðamóta Símínn cr 1660. Síinlnik ei* 1660. Framh. af 1. síðu. stöðva beggja vegna Atlants- hafsins. Þetta er mjög umfangs- mikið stai'f. Öll boð héðan eru send frá stöðinni á Rjúpna- hæð við Reykjavík, en þar eru tugir aflmikilla sendistöðva, sem hafa flestar þær öldutíðnir, sem völ er á. Móttakan er í Gufunesi, þar sem fjöldi ágætra loftskeytamanna er alltaf á verði. Veðurþjónustan. Veðurstofan hér hefur mjög mikilsverðustarfi að gegna, bæði vegna flugumferðarinnar á flugstjórnarsvæði okkar ís- lendinga og þeirra veðurfregna, sem héðan eru sendar til ná- lægra veðurfræðistofnana. Öll þessi þjónusta er greidd af I. C. A. O., samkvæmt reikn- ingi. Við höfum goldið haná að 1/10 hluta, og má telja það vel slöppið, en þetta er skýring þess, að framlag okkar til Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar er ekki nema lítill hluti þess, sem hún greiðir híngað. Á þingi þessu var rætt um veðurskipin á norðanverðu Atlantshafi, en I. C. A. O. sér um rekstur þeirra. í byrjun s. 1. árs var tvísýnt mjög um út- gerð þeirra, en hún er mjög dýr. Áætlað framlag íslend- inga til veðurskipanna árið 1953 nam 6500 enskum pundum, en ísland bauðst til að borga tæpan helming þeirrar upphæð- ar. Hafa staðið um þetta nokkr- ar deilur, en flugmálastjóri kvaðst vænta þess að þeim lyktaði að ósk íslendinga. Hæðarmælar. Á þinginu vaf gerð ný sam- þykkt um setning hæðarmæla og kvaðst flugmálastjóri fyrst og fremst þakka það skorin- orðu röksemdafærzlu Björns Jónssonar og harðfylgi hans í því máli. Var þetta eitt þeirra mála, er sannfærðu erlendu fulltrúana um það, að íslend- ingai’ kynnu góð skil þess, sem á góma bar. Þá hefur „Flug“ það eftir flugmálastjóra að íslendingar hafi sótt um lendingaréttindi í Montreal, en Kanadamenn hafa verið erfiðir okkur í öll- um samningagerðum og lend- ingaréttindin hafa ekki fengizt til þessa. Þess má að lokum geta að fuiltrúar ráðstefnunnar kusu Agnar Kof oed -Hansen flug- málastjóra se,m varaforseta hennar og sýndu með því hon- um og íslanti i Hfeiíd séfstakan sómá."" Bretar smíða risa- sjóllugvéL London í morgun. Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnir, að tekin hafi verið' í notkun sjóflugvél af nýrri gerð. Er hér um að ræða flug- vél af svipaðri stærð, og stórar farþegaflugvélar. Er hún út- bújn fjórum þrystíloftshreyfl- um, nær allt að 960 km. hraða á klst. og getur flogið í allt að 12 km. hæð. — Flugvéin er þannig gerð, að hún getur sezt á ókyrran sjó. Þrjár kvaðningar slökkviliðs. I gær var slökkviliðið þrívegis kvatt á vettvang hér í bænum en yfirleitt var tiiefnið óverulegt og skemmdir litlar sem engar. Fyrst var slökkviliðið kvatt að liúsi Eimskips, en þar h.afði kviknað út frá einangrunarleiSslu við rafmagnsstofnkassann í kjallara hússins. Skemmdir urðu óverulegar. 1 gærkveldi var slökkviliSið tvívegis beðið að slökkva eld, sem krakkar liöfðu kveikt í kössum og ýmiskonar rusli að húsabaki. Annað skiptið að Skóla vörðustíg 6, en liitt skiptið að Bergstaðastræti 28. I hvorugt skiptið hlautzt nokkurt tjóu af. 16 Akranesbátar i réru í nött. Akranesi í morgun. Allir bátar, sem tilbúnir eru til róðra, 16 talsins, reru í gær- kvöldi, en alls róa héðan á ver- tíðinni 22 bátar. . Eru þeir allir Akranesbátar, ■nema tveir eru leigðir hingað, Guðmundur Þorlákur og Ás- laug. Gæftir eru hinar beztu og háfa verið undangengna daga. B3V Keflvíkingur. er að landa hér unr 200 smálestum til vinnslu. Er afli á togara sagður tregur um þessar mundir. Héðan fór í gær vélbáturinn Guðfinnur, sem smíðaður var hjá Dráttarbraut Akraness. Báturinn verður gerður út frá Keflavík, Hann cr 50—60 lest- ir. Fór hann fyrst til Reykja- víkur til að fá kompás og dýp.t- armæli ó. fl, Heyrst hefir, að a vertíðinni verð lagðúr kjölur að tveimur vélbááim hjá Drátt- arbraut Akraness, Happdrætti Háskóla Islands Umboðsmenn í Reykjavík: Arndís Þorvaldsdóttir, kaupkona, Vesturg. 10, sími 82030. Elís Jónsson kaupm., Kirkjuteigi 5, sími 4970. Guðlaugur & Einar G. Einarssynir lögfÁSalstr. 18, sími 82740. Guðrún Ölafsdótt.ir, frú ÞingKoltsstræti 1, sími 2230. Helgi Sívertsen umboðsm. Austurstr. 12, sími 3582. PáHna Ármann, frú Varðarhúsinu, sími 3244. Ragnhildur Helgadóttur, frú (Verzl. Skálinn), Laugav. 66, sími 4010 Þórey Bjarnadóttir, frú, Bankastr. 8, sími 3048. Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdimar Long, kaupm., Strandg. 39, sími 9288. Verzl. Þorvalds Bjarnasonar, Strandg. 41, sími 9310. 35000 númcw' — 11333 vittnínijnn Vinningar samtals kr. 5 880 000,00 A t h u g i ð : Viðskiptamenn hafa forgangsrétt að fyrri númerum sínum tii 10. jan gegn framvísun 12. flokks miðanna. Eftir þann dag er umboðs- mönnum frjálst að selja öll númer. Þar sem happdrættið var nálega uppselt síðastliðið ár, hafa umboðs- menn mjög fáa miða handa nýjum viðskiptamönnum. Þeir munu því neyðast til að selja þá miða, sem ekki verða teknir í síðasta lagi 10. jcinúar, strax á eftir. Vitjið miða yðar í tæka tíð. — Látið ekki happ úr bendi sleppa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.