Vísir - 20.01.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagiim 20. janúar 1955
vlsm
Göngumaður, sem kom að í þessum svifum, tók undir þetta
og mælti: "
„Slíkum piltum er heldur aldrei að treysta. Sumir eru örg-
ustu þorparar. Eg hef orðið fyrir barðinu á þeim og fór ég þó
með friði og ýfðist ekki við þá á nokkurn hátt. Þér ættuð að
kvarta, herra minn, fyrir hönd ferðamanna, við lögreglustjór-
ann í Reading, svo að menn geti óhultir farið ferða sinna.
Hraðboðinn grunaði nú ekki lengur, að þeir félagar hefðu
illt í hyggju. Hann lát reiðskjóta sinn skokka til þeirra og þeir
sneru hestum sínum og riðu samhliða honum, meðan hann út-
skýrði fyrir þeim, að þeir gætu fengið óþreytta hesta á leigu
í „King’s Head“-gistihúsinu í vesturhluta borgarinnar. Hann
sagði, að gistihússtjórinn væri einnig póstmeistari bæjarins, og
mundi hann kannske geta lánað þeim pósthesta, en leigan fvrir
þá væri 6 pence, nema þeir hefðu skírteini frá Hennar- Hátign
upp á,'að þeir mættu fá hesta á leigu fyrir minna gjald,
„Og nú, herrar mínir, þar sem ég get ekki látið ykkur frékari
upplýsingar í té, og mér ber að hraða mér, verð ég að kveðja
vkkur. Eg hef nefnilega mjög mikilvægt erindi að reka.“
Hann leit á Francis, eins og hann byggist við einhverri þókn-
un. Þeir voru nú komnir þar fram hjá, þar sem bugða var á
veginum, og frámundan var auð brautin um hálfa mílu vegar,
og mátti aðeins eygja þorpahópinn í talsverðri fjarlægð, og
lest enn fjær, sem kom í áttina til þeirra.
Francis greip til pyngju sinnar, eins og hann ætlaði að taka
úr henni pening, og streymdu þakkarorðin af vörum hans,
sveigði aðeins frá hesti hraðboðans, sem greip sem snöggvast
í húfu sína og bjóst svo til að taka við peningunum, og hallaði
hann sér fram um leið, en í sömu svifum greip Francis heljar-
taki um úlnlið hans og kippti honum úr hnakknum.
„Taktu við taumunum á hesti hans,“ kallaði Francis til Johns,
og því næst sneri hann sér að hraðboðanum, sem skalf á bein-
Linuiíi. jf hræðslu:
„Hafðu þig hægan, maður sæll, ef þú viít ekki að ég risti
upp kvið þinn með rýting mínum.“
Um leið greip hann um skeftið á hníf, sem hraðboðinn bar í
belti sínu, dró hann úr slíðrum, og henti honum langa leið í
burtu.
„Stígðu á bak, ef þú vilt lífi halda.“
Hraðboðinn þorði ekki annað en hlýða, og svo teymdu þeir
undir honum inn í runnaþykknið. Eigi námu þeir staðar fyrr
en þeir komu í rjóður, þar sem var svigrúm nokkurt. Þar stigu
þeir af baki og notaði Francis belti mannsins til þess að binda
hendur hans. Mannauminginn hafði búizt við, að þeir myndu
bana honum þegar, og óx honum nú hugrekki, svo að hann
fékk mælt.
„Ykkur verður hegnt fyrir þetta — sem væruð þið landráða-
menn.“
Francis, sem var að opna tösku hraðboðans, snerist að hon-
um svo heiftarlegur á svip, að jafnvel John brá, en við lá að
hraðboðinn hnigi í yfirlið.
„Þú átt á verrá von, hóruson, ef þú egnir mig frekara. Það
gæti verið, að ég gleymdi miskunseminni, og skjldi þig eftir
dinglandi á trjágrein, væskilmennið, sem ert þe>ss óverðugur
að bera ljónsmerkið. Virtu mig vel fyrir þér, svo að þú getið
lýst mér fyrir dómara og böðli, skyldir þú halda líftórunni, en
minnstu þess, að þú getur ekki sagt frá því, sem þú hefur séð
og reynt, ef ég skyldi skera úr þér tunguna."
Svo heiftarlegur var hann á svipiim, að hraðboðinn efaðist
ekki um, að hann mundi gera það, sem hann sagði. Francis
rauf óhikað innsiglin á skjölum þeim, sem hraðboðinn hafði
meðferðis, og las þau, án þess svipbrigða vrði vart í andliti hans.
Loks mælti hann við John:
„Við höfum það hér allt saman, svart á hvítu, lávarður minn.
Hér er handtökufyrirskipun frá ráðinu, stíluð til fógetanna í
Gloucestershire. Þeim er fyrirskipað að taka höndum Sir Hilary
og Ann, Hér eru dfrit af tilskipuninni, þar sem þú ert lýstur
föðurlandssvikari, og hér er fyrirskipun og hvatning til fógeta
og allra löghlýðinna borgara að taka höndum þorparann Francis
Killigrew, og, aha, þetta varðar okkur báða, hér er fyrirskipun
frá Ráðinu rmdirrituð af Otterbridge lávarði, um að taka eign-
arnámi allar jarðeignir fyrrnefnds jarls og föðurlandssvikara.
Lagabálkar eru furðulegar vélar, herra minn, svo mikil furðu-
smíð, að höfundar þeirra og þeiiy sem þeirra eiga að gæta, eru
í mesta vanda oft og tíðum, á hvern hátt skal stýra þeim. Svei
þeim öllum. Jæja, það er ekki annað í töskunni, sem okkur
varðar.“
John leit í skyndi yfir skjölin.
„Hér er engin fyrirskipun um að taka Anthony höndum.“
„Eg taldi aldrei líklegt, að þeir myndu fyrirskipa handtöku
hans. Þeir geta ekki sakað hann um neitt nema þátttöku í
Canterbury-ævintýrinu, og' meiri hluti kviðdómenda myndi án
vafa hafa samúð með honum, að minnsta kosti undir niðri. En
um mig og þig er allt öðru máli að gegna. Hefurðu lokið lestr-
inum, lávarður minn? Eg ætla að láta þau aftur í töskuna,
áður en við göngum aftur til hraðboðans. Eg vil ekki, að hann
haldi, að þú sért þjónn minn. Því er nú fjandans verr, hvað
hann er litill og væskilslegur, — ella hefðuð þið getað haft
fataskipti.“
Þessi orðaskipti höfðu átt sér stað í skjóli hestanna, en skammt
frá lá hinn bundni hraðboði.
„Skipta um föt við hann? Þér getur þó ekki dottið í hug, að
ég leiki hlutverk hraðboða drotíningar? Auk þess væri það ný
áhætta. Og þú?“
„Eg mun ríða með þér sem góður og geg'n þegn, eins og ég
mundi hafa riðið með hraðboðanum. Um áhættuna verð ég að
segja, að játa ber að hún er talsverð, en athugaðu einnig, hver
hagur okkar gæti orðið að þessu. Við gætum fengið hesta með
hægara móti þannig alla leið til Hungerford og Marlborough.
Við ættum að geta komizt hratt leiðar okkar — við getum rutt
okkur leið með vopn í hendi, ef í það fer.“
„Francis, einhvern veginn ve'’ðiirðu gáfaður um of og' það
verður okkar bani, en þangað_____.aun ég fylgja þér.“
Francis hló kaldfanálega, mundaði rýting sinn, og færði sig'
nær hraðboðanum. Mannauminginn engdist sundur og saman
og varir hans bærðust, eins og hann ætlaði að æpa, en gæti ekki
komið orði eða hljóði yfir sínar varir.
„Dragðu andan með ró, manngarmur. Það er einkennið þitt,
sem við þurfum á að halda. Eg ætla ekki að gera þér mein,
ef ....“
Hann notaði hnífinn til þess að losa um ljónsmerkið, sem
saumað var í jakka hraðboðans, og rétti John það.
„Festu það á þig, einhvern veginn, því að okkur skortir nál
og þráð. Hjálpaðu mér svo til að draga stígvélin af fótum hans,
því að þau verðurðu að notast við, hvort sem þau eru þér mátu-*
leg eða ekki. Hraðboði drottningar getur ekki ferðast stíg-
vélalaus.“
Þeir höfðu fataskipti, John og hraðboðinn, sem ekki þorði að
hreyfa neinum mótmælum. Er þessu var lokið horfði Francis á
John gagnrýnandi augum.
— Þetta gæti verið verra, og allt gæti blessast, ef þú gætir
alltaf dottið á viðeigandi sögu, til þess að bjarga þér úr hverjum
vanda. Þú ert tæplega nógu vel klæddur til þess að vera hrað-
boði sjálfrar drottningarinnar, en við látum það heita svo, að
þú sért nýliði, og þetta sé fyrsta ferð þín vestur á land. Já,
Á kvoldvökunni.
Þau vonr á brúðkaupsferða-
lagi, og gistu í stóru hóteli. Þau
höfðu komið sér saman um, að
láta engan sjá það á sér, að þau
væru gift, en þegar yfirþjónn-
inn rétti þeim matseðilinn
fyrsta morguninn, og eiginmað-
urinn bað einungis um glóðað
brauð og te, gat unga konan
ekki orða bundizt, og sagði:
„Almáttugur, er þetta allt og
sumt, sem þú borðar á morgn-
ana?“
•
Lítill piltur fór með móður
sinni í verzlanir til innkaupa.
Þau fóru búð úr búð og alltaf
bættist við bögglana. Pilturinn
varð þreyttur. ,,Mamma,“.sagði
hann. „Ef eg sting upp á dálitlu
við þig, viltu þá gera það?“
„Hvað er það?“ spurði móðir
hans. „Eg ber alla bögglana
fyrir þig,“ sagði sá li+li -í ein-
lægni, „en þú ber mig!“
Elsa Maxvell í Hollywood,
alkunn blaðurskjóða, fór til
tannlæknis þar. „Það er þessi
tönn þarna,“ sagði hún við
tannlækninn. „Ef eg kem við
hana með tungunni kennir mig
svo afskaplega til.“ Tannlækn-
irinn skoðaði tönnina. „Það er
svo sem ekkert,“ sagði hann,
„örlítil skemmd.“ „Já, en
hvernig stendur þá á því,“
sagði Elsa, „að eg fæ svona ó-
skaplega kvöl í tönnina, þegar
þetta er svo sem ekki neitt?“
„Góða frú,“ sagði tannlæknir-
inn, „sennilega er það tungan
í yður, sem er þessu valdandi.
Hún hefir orð fyrir að vera ó-
trúlega hvöss.“
Einu sinni fór Dieter Borsche
með syni sína í hringléikahús.
Þegar hlé varð á sýningu fór
hann að skoða sig um ásamt
sveinunum litlu. Hjá Ijónabúri
sáu þeir gæzlumann og var
hann klæddur vinnubuxum að-
eins, en ber á brjósti og var
það mjög flúrað í mörgum lit-
um og skrautlegum. Piltarnir
litlu horfðu hugfangnir á allt
flúrið og linntu ekki á spurn-
ingum um það. Relluðu beir
þindarlaust við pabba sinn bar
til hann sneri sér að gæzlu-
manninum og sagði: „Segið mér
eitt, góði vin. Hverfur ekki
litaflúrið þegar menn þvo sér?“
„En sú spuming!“ svaraði
gæzlumaðurinn og fussaði.
„Hvemig ætti eg að vita þáð?“
Sumufks,
- TARZ4IM
1732
Það var árangurslaust með öllu, Þá beið Zutag ekki boðanna, þreifi
en konan örvita af hræðslu. konuna og þaut af stað. . ,
nni í . einu hætti kliðiir apanna,
ög þeir nálguðúst kóhu Storbs.
Zutag reyndi að gera henni skilj-
anlegt, hvað þeim bjó í brjósti.