Vísir - 21.01.1955, Blaðsíða 3

Vísir - 21.01.1955, Blaðsíða 3
Föstudaginn 21. janúar 1955 vlsm 9 ♦ Holluista og heilbrigði ♦ Læknaði „óiæknandi" húð- sjiíkdém með dáleiðslu. Allar lækningatilraunir híöfðu reynzt árangurslausar. Enskum dáleiðingarmeistara liefur fyrir nokkru tekizt að lækna húðsjúkdóm einn, er talinn hafði verið ólæknandi með ÖIIu. Fyrir rúmum 18 árum fædd- ist sveinbarn í Lundúnum, sem þegar í fæðingu þótti hafa furðulega þykka húð. Eftir því, sem barnið eltist, varð húðin dekkri, og varð að lokum eins og svartur harður skrápur um allan líkamann, nema á and- liti, brjósti og hálsi. Húðin var stökk, og ef hún rifnaði vall út blóðvökvi. Vsslings barnið átti ekki sjö dagana sæla, eins og nærri má geta, og einhverjir leikfélagar þess nefndu það í óvitaskap sínum „fíladrenginn". Læknar sögðu, að hann hefði fæðzt með „ichtyosis“, eða eins konar ,,hreistursveiki“, sem enginn vissi nein deili á né kunni læknisdóm við. Drengurinn var fluttur í ýmis beztu sjúkrahús Lundúna, en allt kom fyrir ekki. Reynt var að flytja heilbrigt hörund frá brjósti hans á lófann, en sá húðflipi varð óðara svartur og hornkendur eins og hörundið í kring. Drengurinn sótti skóla, en það var honum mikil raun, eins og nærri má geta, þar sem við borð lá, að hin börnin hefðu á honum hálfgerðan viðbjóð. Þetta olli því, að drengurinn varð einmana og feiminn. Þá heyrði dáleiðarinn dr. Albert Abraham Mason um drenginn. Fyrir hálfu öðru ári gerði hann merka tilraun á drengjunum í sjúkrastofu einni á spítala í East Grinstead 1 Sussex, í viðurvist tólf efa- gjarna lækna. Dr. Mason fékk drenginn til þess að falla í dásvefn. Síðan mælti dr. Mason við hann: „Vinstri handleggur þinn verð- ur eðlilegur“. Um það bil fimm dögum síðar tók hið horn- kennda hörund á handlegg drengsins að flagna af. Undir því var húðin rauðleit, en brát-t tók hún á sig eðlilegan lit. Eftir tíu daga var handleggur- inn, allt frá öxl og niður að úlnlið með éðlilegum hætti. Næst tókst dr. Mason að lækna hægri handlegginn, og að mestu læri drengsins og fót- leggi. Bak drengsins varð að 9/10 með eðlilegri húð. Húðsjúkdómasérfræðingar, sem lásu frásögn af þessu í brezka læknablaðinu ypptu öxlum, en ekki varð þetta vé- fengt, því að mörg vitni gátu borið um þessa undursamlegu lækningu. 0 * Hljómbylgjur við liðagigt. Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið ráð til þess að linna kvalir, er stafa af liðagigt og skyldum sjúkdóm- um. Þeir nota til þess hljóðbylgj- ur, en þær hafa svo háa tíðni, að mannlegt eyra getur ekki greint þær. (Þær eru það sem nefnt er ,,ultra-sonic“). Þessar hljóðbylgjur geta farið nokkra þumlunga inn í líkamann og geta á þann hátt bæði -þrýst saman eða teygt úr líkamsvefj- um. Dr. E. P. Reese við Her- sjúkrahúsið í Hot Springs í Arkansas telur hljómbylgjur þessar merkustu framfarirnar, sem orðið hafa j meðferð liða- gigtar. -----«----- Fimmtugar konur geta notið lífsins sem aðrar. Bandarískur íæknlr ráðleggur notkmn kynhormÖna. Félagsskapur bandarískra lækna, sem einkum fást við ellisjúkdóma, vinnur mikið starf til þess að létta hlutskipti þeirra, sem árin færast yfir. Nýlega flutti ellisjúkdóma- læknirinn E. Kost Shelton við læknadeild Kaliforníuháskóla, erindi á ársþingi fyrrnefnds fé- lags, þar sem hann lýsti yfir því, að bandarískar ömmur þyrfti ekki að kvíða elliárun- um, a. m. k. ekki í einu tilliti. „Nú þarf hún ekki lengur að horfa á eftir manninum sínum, fleiri konur nú af þeim sökum, er estrogen-gjafir séu algengar en fyrir 25 árum. Hann leggur því til, að nota beri estrogen áfram, einnig eft- ir þetta tímabil, þrátt fyrir hina gömlu fordóma um, að það sé „gangur lífsins“, að konur fari úr barneign og kynhvötin dofni. „Það er ámóta gáfulegt", segir Shelton, „eins og þegar svip- aðar viðbárur voru notaðar, er um var að ræða svæfingu við barnsfæðingar, eða þá varalit og notkun andlitsdufts". Taka hjartað- úr sambandi. Skurðlæknum í Lundi hefir nú tekizt að gera hjartaskurði á ungbörnum, sem höfðu með- fædda hjartabilun. Nota þeir við þá bandaríska aðferð, sem virðist hafa gefið mjög góða raun. Er hún í því fólgin, að barninu er gefið blóð meðan á aðgerðinni stendur með þeim hætti, að æðakeitci Námskeið fyrir vísinda- menn í meðferð ísotopa. Island fullnægir skilyrðum til að fá slík efni til notkunar. Ekki alls fyrir löngu til- kynnti formaður Kjarnorku- nefndar Bandaríkjanna að lok- ið væri undirbúningi að sér- stöku námskeiði, sem fjalla á um meðferð og notkun ísotópa (geislavirkra efnasambanda). Hingað til hefur verið nauð- synlegt að, takmarka fjölda er- lendra þátttakenda í slíkum námskeiðum vegna takmarkaðs aðbúnaðar og mikillar aðsókn- ar af hálfu Bandaríkjamanna. En þetta námskeið er sérstak- lega ætlað erlendum vísinda- mönnum frá þeim 48 þjóðum, sem fram að þessu hafa full- nægt skilyrðum til þess að fá til sinna afnota geislavirk efna- sambönd, er framleidd hafa verið í Bandaríkjunum, en ís- land er eitt þar á meðal. Námskeið þetta er einn liður í áætlun þeirri, sem lýtur að því að komið verði á fót al- þjóðlegri kjarnorkusofnun sam- kvæmt tillögum Eisenhowers Bandaríkjaforseta um aukna notkun kjarnorkunnar í frið- samlegum tilgangi á sviði al- mennra vísinda, læknavísinda, landbúnaðar og iðnaðar. Kjarnorkurannsóknarstöðin í Oak Ridge, Tennessee, mun hafa framkvæmd þessa nám- skeiðs með höndum. Rann- sóknarstöð þessi er starfrækt sameiginlega af 32 háskólum í suðurfylkjum Bandarikjanna samkvæmt samningi við kjarn- orkunefndina. Fyrsta námskeiðið, sem skip- að verður takmörkuðum fjölda erlendra nemenda, mun hefjast þess er tengt æðakerfi annars manns, er hjarta þess sjálfs er bókstaflega tekið úr sambandi á meðan. Tæmist hjartað blóði, en skurðlæknirinn sér vel til við aðgerðina. Hafa skurðlækn- ingar þessar vakið mikla at- hygli í Svíþjóð. 2. maí n.k. og stendur yfír í 4 vikur. Umsóknareyðublöð verða afhent í sendiráði fslands í Washington D.C. og í sendi- ráði Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, Reykjavík. Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiði þessu eru þau, að viðkomandi umsækjandi sé á aldrinum 22—35 ára, hafi lokið háskólaprófi og öðlazt æfingu og starfsreynslu í þeirri grein vísindarannsókna, sem hann hyggst nota ísotópana við. Tíl þess að gera erlendu umsækj- endunum hægara um vik að sækja námskeiðið, verður öll- um náms- og dvalarkostnaði stillt mjög í hóf. Einnig er það tilskilið, að umsækjandi hafi góða kunnáttu í ensku. -----+------ Sviar bóhsetja gegn lömunarvelki. Menn gera sér góðar vonir um, að nú sé fiiægt að heyja baráttuna gegn lömunarveiki með betri árangri en áður í Svíþjóð. f næsta mánði verður hafizt handa um bólusetningu gegn lömunarveiki. Ve'rður notað sænskt bóluefni og bólusetn- ingin mjög víðtæk. Það er efna- rannsóknastofa sænska ríkisins, sem framleiðir bóluefni þetta, sem er sagt sterkara en það, sem Bandaríkjamenn eru tekn- ir að nota. í fyrravor var gerð tilraun með því að bólusetja 500 böm með hinu nýja bólu- efni, og ekkert þeirra varð fyr- ir neinum skaðvænlegum á- hrifum. Með bóluefninu, sem þá var notað, er talið, að ekki séu menn ónæmir fyrir löm- unarveiki nema 1—2 ár, og ætti því að þurfa að bólusetja menn annað hvert ár. Nú vona menn, að með hinu nýja bóluefni verði ónæmið miklu langvinnara. sem hún hefur elskað frá æsku- árunum, í klærnar á ungu ekkjunni hinum megin við göt- xina“, sagði hann meðal annars. „Fyrir hálfri öld eða svo“, mælti Shelton læknir, „var al- mennt litið svo á, að konur um fimmtugt væru úr leik og yrðu að draga sig í hlé. Nú Refur meðalaldur kvenna í Bándaríkjunum hækkað úr 48.7 árum í 72.4 ár á þessu tímabili, og þess vegna getur amma verið vongóð. Amma vorra daga ætti því að vera al- gerlega ný persóna, miðað við f-yrri tíma.“ Shelton læknir segir, að ýmsir læknar noti sérstaka kyn-hormóna, svonefnda estrogens á þeim tíma, er konan er að fara úr barneign, en ekki lengur, vegna þess, að þeir óttast, að áframhaldandi notkun þessara hormóna geti, valdið krabbameini í brjóstum og legi. Shelton er ekki á sama máli. Hann fuUyrðir, að ekki látist Einar J. Helgason: Týndir úr náttstað. Svo bar við eitt sinn í fjall- ferð úr Biskupstungum, meðan varðmenn vegna mæðiveiki- varna voru enn á Kili, að ung- lingspiltar tveir týndust úr náttstað í Gránunesi. Varðmennirnir, sem dvalið höfðu um sumarið við Foss- rófulæk, skammt austur frá Gránunesi, komu að vanda til okkar fjallmannanna í Nesið til að fá fréttir úr byggðinni og heilsa upp á kunningjana. Þeir voru tveir saman; aldrað- ur maður, sem hafði verið á verði, frá því að fyrst var farið að hafa vöro á þeim slóðum, og unglingspiltur. Meðal fjallmannanna , voru tveir strákar lítið yfir ferm- ingaraldur, sem aldrei höfðu farið til fjalls áður. Þeir voru eitthvað lítils háttar kunnugir varðmanninum unga og gáfu sig brátt á tal við hann. Því var enginn gaumur gefinn, allir hugsuðu um það fyrst og fremst að ná sér í matarbita og kaffisopa eftir langan dag, og að því búnu var kominn tími til að flytja hestana þangað, sem þeir venjulega eru hafðir yfir nóttina og gefa þeim heyið sitt. Þegar allir höfðu lokið við að flytja og við vorum að ganga heim að tjöldunum aftur, tók eg eftir því, að 4 hestar voru enn ófluttir og sá brátt, að það voru hestar þeirra tveggja stráka, sem áður getur. Kom þá í ljós, að strákarnir voru horfn- ir, og það eitt vissu menn síð- ast til þeirra, að þeir höfðu sést fara með varðmanninum af stað austur Nesið. Var þess getið til, að þeir mundu hafa tekið það fyrir að fylgja hon- um austur í Fossrófur og sjá híbýli hans þar án þess að hafa orð á því við aðra félaga sína. Þótti okkur nú vandast mál- ið. Það var þegar að skella á sunnanlagsveður með roki og rigningu, og myrkrið var einnig dottið á þá og þegar. Það var heldur ekki svo langt síðan, að þeir höfðu lagt af stað, að það væri von á, að þeir gætu verið komnir aftur, jafnvel þó að þeir hefðu 'haft hraðann á. Það var því eins líklegt, að þeir mundu villast, báðir ókunnugir og ekkert, sem vísaði veginn, þeg- ar dimmt var orðið. Ekkert nema g/ýttir eyðimelar yfir að fara og mishæðójtir að auki. Þar við bættist svo það, að báðir höfðu þeir farið kápu- lausir og berhentir og því illa undir það búnir að lenda í villu í slíku óveðri, og það um nótt. En úr því sem komið var, varð ekki bætt. Verið gat, að varðmennirnir hefðu vit fyrir strákunum og annað hvort ’fylgdu þeim langleiðina eða hefðu þá hjá sér um nóttina. Tilgangslaust var að fara nú að leita þeirra í slíku náttmyrkri og óveðri. Það var ekki gott að gizka á það, hvert ætti að leita, og þó að maður reyndi að kalla og hrópa eins og maður hafði þrek til, þá kafnaði það allt í rokinu og rigningunni, sem nú var að fullu skollin á. Það skal og fúslega viður- kennt, að við vorum alls ekki í skapi til þess að fara að brjótast í því í náttmyrkri og óveðri að leita þeirra upp á von og óvon, þar sem þetta var i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.