Vísir - 22.01.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 22.01.1955, Blaðsíða 7
laugardaginn 22. janúar 1955 vlsm 7 htœhir 72 JEHE WHEELWRIGHT orðinn svo feitur, að enginn hestur komst úr sporunum með á baki sér. Já, eg man þegar eg fór í fyrstu ferðina. Eg var kvaddur inn og íesinn yfir mér heilmikill iestur um hvernig fara mundi fyrir mér, ef eg væri of tungulipur, og svo yrði eg að hafa hraðan á, því að — tja, mér var gefið í skyn, að örlög lands og þjóðar væru í veði, ef eg færi ekki sem fuglinn fljúgandi. En það liggur sjaldnast neitt á. Og hraðboðar og póstmenn mega ekkert vita, það eru svo mikil leyndarmál, sem þeir fara höndum um, en eg get sagt þér það, að það eru engin leyndarmál, sem hraðboðar og póstmenn vita ekki um — þeir eru fróðari um allt en nokkur önnur stétt Englands........ — Er það svo?.......var sagt hrokalega i gættinni og gest- gjafinn kipptist við. Francis, með gula skó á fótum, var þarna kominn, og með fyrirlitningar- og öryggissvip virti haim gest- gjafann fyrir sér frá hvirfli til ilja. Það eru engin leyndarmál örugg í póstinum, ha? Hvernig mundi yður líða, ef hafin væri rannsókn í tilefni þessarar staðhæfingar, og þeir í Kastalanum fengju það hlutverk, að hafa upp úr yðiu' um hve mörg ríkis- leyndarmál yður er kunnugt? og hverjum hafíð þér sagt þessi leyndarmál? Og hvaða hraðboðar hafa gerst sekir? Eg krefst þess, að fá vitneskju um nöfn þeirra....... — Ekki svo snauður, að það geti freistað yður að afla yður óleyfilegra upplýsinga, sem þér gætuð hagnast á. Hæ, þjónn færið mér mat og gott vín, og þér, maður sæll, segið hesta- sveini yðar að hafa til hesta, hina beztu, sem þér ráðið yfir, handa mér og hraðboða þessum, sem virðist isvo sannarlega vera hinn eini, sem Hennar Hátign getur treyst í hraðboðastétt. Allt hafði þetta tilætluð áhrif. Gestgjafinn var á þönum og menn hans til þess að þóknast þeim í hvívetna. Krásir voru a borð bornar og gómsætt yín og beztu hestarnir fram leiddir. Francis gleypti í sig matinn og skvetti í sig úr hverju glas- inu af -öðru og leit aldrei til dyra, en John var allt af að líta þangað við og við. Francis gætti þess þó, að hafa alltaf korða sinn við höndina. Og er þeir höfðu matast var hið seinasta, sém hann kallaði til gestgjafans: — Þér munuð heyra frá mér, maður sæli, þótt síðar verði. Skiljanlega, eins og allt var i pottixm búið, áræddi enginn að spyrja þennan valdsmannlega mann neitt um það, hvaða heimild hann hafði til þess að krefjast hestanna handa sér og hraðboðanum. — Þetta hlýtur að vera einhver hinna háu herra í ráðinu, hugsuðu margir i auðmýkt. Og hestasveinninn horfði á eftir þeiip með óttablandinni ánægju, er þeir riðu út úr húsgarðinum í áttina til Newbury. En það var allt annað uppiit á mönnum tveimur klukku- sfundum síðar, þegar Nat Thirwell hraðboði, í rifnum klæð- um og aumlegur á svip, kom til bæjarins, en bóndi nokkur hafði fundið hann og lofaði honum að sitja fyrir aftan sig. Og þótt hann væri einkennislaus, hestlaus og töskulaus, var gest- gjafinn ekki í neinum vafa um það, hver hann var. Og brátt þustu menn í allar áttir til þess að leita að fóget- anum. XIV. Sir Edward Lee, einn af yfirfógetum Hennar Hátignar í Berkshire-greifadæmi, strauk skegg sitt hugsi á svip, en hann gat ekki leynt því, að honum var skemmt undir neðri. Gegnt honum sat stéttarbróðir hans, Sir Daniel Hames, aumlegur á svip, þótt bikar víns hefði verið lagður fyrir hann. — Fari það allt fjandans til, kveinkaði Sir Daniel, og losaði um kragann á jakka sínum. Hann var eldrauður í framan, gramur og móður. Sannast að segja náði hann ekki upp í nefið á sér fyrir reiði. Eg gekk af þremur hestum uppgefnum, kvaddi mér til aðstoðar eftir því sem þörf krefði alla vinnu- og vopnfæra menn í tveimur greifadæmum, og var leitað allt til Marborough, og hvað hafði eg upp úr þessu? Aðeins þá dýrkeyptu reynslu, að maður á mínum aldri og af mínum gild- leika, ef svo mætti segja, ætti að forðast að ríða hestum, sem hann er óvanur, um vegi, sem hann hefur aldrei farið. Það þurfti fjögur væskihnenni til að lyfta mér úr hnakknum, þegar eg kom aftur til Newbury. Þessir ungu Englendingar eru mátt- lausir og gagnslausir. Enginn hefur krafta í kögglum. Þeir létu mig detta eins og saltpoka, sem þeir fengu ekki valdið, og flýðu í allar áttir, áður eg gæti veitt þeim ráðningu með svipu menni. Ned, láttu þjón þinn hella aftur í bikarinn, eg er enn f BRIDGEÞÁTTIJlil VÍSIS JLuusn á Bs'iiiffe-þraut: ♦ 6 7, 5 ¥ Á, 8, 7, 5 ♦ D, 8, 5 * G, 9, 4, 2 A V ♦ * A, 10, G, 3, 2 6, 4, 3 10, 7, 3, 2 5 é G, 8, 4 ¥ K, 9, 2 ♦ 9, 6, 4 * K, 8, 7, 6 A K, D, 9 ¥ D, G, 10 ♦ Á, K, G * Á, D, 10, Suður spilar þrjú grönd og er útspil Vesturs spaða 3, er Austur stingur með gosa. Spurt var hvernig spilið væri örugg- ast unnið. Suður tekur spaðaslaginn með spaða drottningu. Það er ekki hægt að komast hjá því að „svína“ og hefir Suður val á milli tveggja lita, hjarta og laufs. Sjálfsagt er að reyna laufið og spila út lauf níu, ef kóngur er fjórði hjá Austri. Það verður að hindra að Austur komist a. m. k. strax inn og spila þá spaða.Hafi Austur kóng í laufi vinnur Suður án þess að þurfa að hreyfa hjartað, sem hefir meiri hættu í för með sér. Þegar Suður hefir tekið spaða- slaginn með drottningu spilar hann út gosa í tígli og tekur með drottningu í borði til þess að geta spilað laufinu. Hefði Vestri er ekki hægt að vinná spilið, ef komið er út i hjarta og kóngur er hjá Austur. kóngur í laufi verið einspil hjá P-fjörefni, sem umiið er úr sítrónuberki, hefur nú verið tekið í notkun, við geislalækn- ingar á innvortis krabbameini. Dr. Isidore M. Aarons, yfir- læknir geislalækningadeildar Haarlem sjúkrahúss í New York, hefur komist að raun um, að sjúklingar, sem fá þetta fjörefni, þola geislalækning- arnar betur en þeir, sem ekki fá það. Mikið geislamagn getur valdið hörundsbruna, svo að hætta vérður við lækningarn- ar. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í Haaxlemsjúkrahúsinu, með Pfjörefni, hafa gefið svo góðá raun, að allmiklar vonir eru bundnar við notkun þess. 'K kveldvðkitnnL Bankastjóri einn,' sem mjög var nízkur, gisti hjá vinum sín- um um nýár. Hann kvaddi þeg- ar liðið var á aðfai'anótt 2. jan. Þegar hann kvaddi frúna sagði hún við hann lágum rómi, að hún hefði þegar gefið þemu sinni 1 mark í ómakslaun og sagt að það væri frá honum. „Viljið þér ekki svo vel gera, að gefa henni 4 mörk í viðbót,“ sagði gesturinn virðulega. „Eg kann ekki við að þjónustuliðið þar sem eg kem haldi að eg sé einhver nirfill.“ Það kom fyrir í leikhúsi, að maður, sem hafði fengið sér of mikið neðan í því, stóð upp úr sæti sínu, þegar verið var að leika og kallaði: „Er ekki lækn- ir staddur hér í húsinu?“ Leik- urunum varð dálítið hverft eitt augnablik, en héldu þó leiknvun áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Maðurinn stóð enn og bar fram sömu spurningu and- artaki síðar. Þegar haim kallaði í annað sixm, stóð upp maður meðal áhorfenda og sagði: „Eg er læknir.“ Þá brosti hinn út undir eyru- og sagði kankvíslega: „Hvernig geðjast yður að leiknum, lækn- ir?“ Þegar börn láta ekkert á sér kræla þarf það ekki endilega að vera af því, að þau séu að undirbúa einhver spellvirki. Þau geta verið búin að afljúka þeim. Leikkona í Hollywood tók að sér að hjúkra í styrjöldinni og vildi gera sitt bezta á sjúkra- húsinu þar í borg. „Get eg fengið glas af vatni?“ sagði hermaður fyrsta kvöldið sem hún stundaði þetta. sjálfboðastarf. Hana langaði til að reynast vel, færði öllum. vatn, og brosti sætt um leið. Þegar gefið var merki um að öll ljós skyldi slökkt og allir sjúklingar hennar voru sofnað- is, laumaðist hún iim í sjúkra- stofuna og týndi vatnsglösin. |öll saman á bakka og bar þau. fram. Á ganginum var bjart og' þegar hún kom fram ög leit á glösin á bakkanum, sá hún að gerfitennur voru í hverju glasi — og hún hafði ekki hugmynd. mn hver átti hvað! SurwufkSi TARZAN - 1734 Það fór eins og Tarzan grunaði. Mikil og grimmileg hátíð stóð fyrir dyrum. . TarZan ög Storb vorú leiddir'út- á- aðalgötu þorpsins, þar sem bumbur voru barðar. Síðan voru þeir bundnir ramm- lega við sterka staura, og máttu þeir sig' hvergi hræra. Særingamaður var þar Og lét dólgslega, en bersýnilegt var, að eítthvað var í vændum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.