Vísir - 28.01.1955, Side 3

Vísir - 28.01.1955, Side 3
Föstudaginn 28. janúar 1955. vísm 3 Hugrekki er fyrir mestu. Disney gerir mynd eftir einni af sögum Vernes. iamas Masoi teiktnr i&m skipstjóra í „20.000 tnfiur itslansjávar/' Daniel M. Angel, óháður kvikmyndaleikari í Bretlandi, er dæmi hess, að menn eigi ekki að láta hugfallast. Fyrir níu árum var hann í bre'zka hernum í Burma, fékk lömunarveiki og var fluttur hekn í sjúkrakörfu. Þegar heim kom, fékk hann 125 sterlingspund að láni hjá vin- um sínum, leigði sér litla skrifstofu fyrir tvö pund á "viku og byrjaði á töku fræðslu- myndar, sem kostaði 2000 sterlingspund. Nú er hann tvímælalaust einn mikilvirkasti óháði kvik- myndaframleiðandinn í Bret- landi. Hann ætlar t. d. að verja 700,000 sterlingspundum í nýjar myndir á þessu ári. — Hann segir sjálfur, að'hann sé bara heppinn — hann og al- menningur hafi sama smekk, að því er kvikmyndir snerti! Enginn ber brigður á það, að Walt Disney er einhver mesti listamaður, sem við kvik- myndagerð hefur fengizt. Allir kannast við Andrés önd og Mikka mús, Mjallhvít og dvergana og fleiri persónur, sem hann hefur skapað. Þótt mest beri á stuttum teiknimynd um frá honum, sendir hann þó við og við frá sér stærri mynd- ir, og einna þektust þeirra mun Fantasia vera. Fyrir nokkru var ný stór mynd frá hans hendi frumsýnd í New York. Gestirnir voru af „versta tagi“. Þeir voru nefni- lega al^ir kvikmyndahúseig- endur og það er erfitt að gera þeim til hæfis. Að minnsta kosti gæta þeir þess vandlega að leyna hrifningu sinni, því að ef hún kemur of greinilega í ljós, mega þeir eiga von á því, að kvikmyndaframleiðandinn krefjist hærri leigu fyrir mynd sína en ella. En það kom í ljós á þessari sýningu, að Walt Disney hafði ekki mistekizt frekar en áður, og áður en sýn- ingar hófust fyrir almenning, höfðu fimm stórar kvikmynda- húsakeðjur greitt um 50 millj. króna í leyfi fyrirfram. Full- trúar þeirra voru ekkert hræddir um, að myndin mundi ekki ganga. Bardagi við kolkrabba, Þ-að var 85 ára gömul skáld- saga, sem Disney gerði mynd- ina eftir — furðusaga Jules Vernes „20 mílur neðansjávar“, en þar er aðalpersónan Nemo skipstjóri, sem leikinn er af James Mason. Aðrir leikarar eru prófessor Aronax, (Paul Lukas) og franskur vísinda- maður, og Conseil aðstoðar- maður hans (Peter Lorre). — Hvalskutlarann syngjandi leik- ur Kirk Douglas. Allir hafa orðið hrifnastir af þeim þáttum myndarinnar, sem gerast neðansjávar, enda er víst, að Disney og menn hans beittu þá allri tækni, sem völ var á í þessu efni. Það var ekki Framhald á bls. 9. -----9------ Peck milli kvenna. Gregory Peck hefur nýlega fengið skilnað frá konu sinni, en er bó ekki kvenmannslaus. Nýiega flaug hann hér yfir iandið á leið vestur um haf til Lt>s Angeles. Ferðafélagi hans var frönsk blaðakona, Verin- ques Passani, sem hefur verið mikil vinkona hans síðustu vikur, þótt hvorugt vilji segja um það, hvort þau ætli áð ganga í hjónaband. Ný og eftirtektarverð mynd um ævi SCrists. Þar ber ekki á venjuiegum Hðiiywood-íburði. Frægust allra trúarlegra anna, sem vildu gera uppreist kvikmynda, sem gerð hefir verið í Bandarikjimum, er tví- mælalaust „Konungur kon- unganna.“ Sú kvikmynd varð gerð árið 1927 og nú, meira en aldar- fjórðungi síðar, er enn verið að sýna hana víða um heim. Skipta áhorfendur hennar hundruðum milljóna, og munu fleiri hafa séð hana en nokkra aðra. En síðan hún var gerð, hafa hljóm- ar, litir og breiðari sýningar- tjöld gerbreytt kvikmynd- unum svo að margir fram- leiðendur hafa reynt að skapa kvikmyndir um æv Krists, sem hæfðu betur breytt um tímum. Meðal þeirra e1 prestur nokkur í Kalifomiu, sr James K. Frederick, sem hefi' verið að gera stuttar kvikmynd ir um trúarleg efni undanfarir fimmtán ár. Síðasta suma' réðst hann í það verkefni, ser erfiðast hefír verið. Heiti kvikmyndin, sem hann hefi gert, „Dagur sigursins“. í kvikmynd þessari er æ-' Krists sýnd með augum Zadok; eins af foringjum vandlætar Stærsta kvíkmynd Indverja vínsæL Eins og Kvikmyndasíðf Jiefir skýrt frá, framleiða IiM verjar gríðarlegan fjol’da kv;í mynda árlega, en fæstar þeí: eru útflutningsvara. Nú er hinsvegar veriB að sýna vestan hafs kvikmynd, 'sem er hin stærsta. er Indverj- ar hafa gert, og áhorfendur að henni eru eirmig orðnir fl'eirf en að nokkurri annari ihd- verskri kvikmynd. Kvikmynd þessi heitir Chandra, og kost- aði að taka hennar um 16 millj. kr., en tekjumar eru þegar orðnar tífallt meiri og 40—50 milljónir manna hafa séð hana í ýmsum löndum. gegn veldi Rómverja. Júdas, sem var einn af vandlæturun- um, reynir að fá Krist til að vera leiðtoga uppreistarmanna. Sigurförin inn í Jerúsalem á Pálmasunnudag (sjá myndina) misheppnast. Júdas svíkur Krist þá í þeirri von, að það lelði til uppþota, og hengir sig, ■ þegar fyrirætlan hans mistekst. Jesús rís upp frá dauðum og sannar lærisveinum sínum guð- dómlegan uppruna sinn. Leikarinn, sem hefir hlut- * verk Krists á hendi, heitir Robert Wilson, en Lee J. Cobb og James Griffiths fara með hlutverk Zadoks og Júdasar. Er hið opinbera líf Krists sýnt mjög gineinilega, en myndin er annars mjög blátt áfram og íburðarfaus, og er að því leyti gerólík kvikmyndum þeim. sem Hollywood-féíögin hafa gert um BiMíu-efni. þar sem íburð- ; urinn er alveg taumlaus. Þegar Amy Johnson flaug til Astralíu 1930. Niðurl. sem var óþreytt með öllu, því ferðin frá Samarang hafði gengið betur en margir aðrir á- íangar á leiðinni. Amy bar blóm á barminum og var hin ánægð- asta á svip. En hreyfill flug- vélar hennar gekk ekki framar eins vel og áður. Hættulegasti kaflinn Ihefst. Þegar stúlkan hafði notið nokkurra klukkustunda hvíld- ■ár, fór hún að búa flugvélina undir hættulegustu kafla ferð- arinnar. Eyjar Hollendinga fyrir austan Java liggja í boga .austur að Timor-hafi. Hol- lenzka flugfélagið á nauðlend- ingarvelli hingað og þangað á jþessum eyjum, en að öðru leyti ei-u- þær vaxnar mjög þéttum írumskógum, þar sem ógeming ur er að lenda flugvél, nema með því að brjóta hana í spón. Jafnskjótt og Amy fór frá Surabaja varð hún að fljúga langa vegalengd yfir opnu hafi og var hún þá í sífelldri lífs- hættu, því að það hafði komið í ljós við rannsókn á hreyflin- um daginn áður, að. kveikjan var ekki í sem beztu lagi. Bert Hinkler hafði lent í Bima og byrjað þaðan stökkið yfir Timor-haf, enda þótt af því leiddi, að hann yrði að fljúga 1600 km. í einum áfanga og mikinn hluta hans yfir sjó. Gert var ráð fyrir því, að Amy mundi einnig lenda þama. Hún lagði af stað frá Surabaja klukkan sex árdegs og stundum saman heyrðist ekkert frá henni, fyrr en sást til flugvélar hennar yfír Bima á Sumbawa- eyju. Þá var komið fram undir hádegi, en Amy lenti ekk. Hún var bersýnilega staðráðin í að komast til Atamboea, eyjar nokkurrar í Timor-hafi, en þaðan var hægt að fara í miklu styttri áfanga til Port Darwin. Amy flaug framhjá Bima, eins og fyrr getur og síðan varð dauðaþögn. Ekkert fréttist til hennar það sem eftir var dags- ins né heldur næstu nótt. Menn óttuðust, að hin hugprúða meyja hefði loks heðið ósigur fjnir náttúruöflunum, . sem hún hugðist sigra. Hollenzku yfir- völdin héMu símanum opnum langt fram á nótt, ef ske kynni, að fregrar bærust, en allt kom fyrir e&ki. Ál«Sðis til Port Darwin. En næsta morgun gat heim- urinn andað léttara. Amy hafði lent við afskekkt Jwsrp á eLncii af austlægustu eyjmnum, þorpi sem hét Haliloeiilt og var á Atamboea....... Fólk beið með. ojidina í báls- inum, þegar Arcny lagði upp í síðasta áfangann til Port Dar- win og óskaði þsess innilega, að hún léti sér nægja sigurinn, sem hún var þegar búin að vinna. Um þa>3 skal ósagt látið. hvort Amy var kunsrugt um þessa áhyggjusemi heimsins, en hitt er víst, að hún virtist staðráðnarii í að ftjúga yfir Timor-hatrið en að hlýða nokk- urri anrrari hvöt. Alla leiðina frá Englandi halði hún leitað sér upplýsinga am þenna síð- asta áfanga og sýnir það Ijós- legai, að hún fór ekki í neinar grafgötur um hættur þær, sem mundu verða á vegi hennar þar .... Hinkler var svo forsjáll að hafa lítinn gúmmíbát með sér í flugvélinni, ef svo illa skyldi fara, að hann yrði að nauðlenda í hafi .... Amy hafði engan slíkan bát með sér, en það hlýt- ur að hafa verið henni til nokkurrar hugarhægðar, að olíuflutningaskipið Phorus hafði verið beðið um að hafa gætur á henni. Flugið yfir haf- m gekk ágætlega. Um það bil á miðri leið kom hún auga á Shell-skipið Phorus, sem sendi skeyti um ferð bennar til Port Darwin. Nokkrar flugvélar föru á möti henni þaðan og þegar hún lenti, var saman kominn á flugveUinum meiri mannfjöifii, til að taka á móti henni, én þar hafði nokkru sinni verið í einu. Hún hafði lagt af stað í dögun og var kom- in á leiðarenda klukkan þrjú eftir hádegi. Þetta var nítjándi dagur far- ar hennar frá Englandi og hún hafði flogið samtals um 19.000 km. eða um 1000 km. á dag til jafnaðar. ♦------

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.