Vísir - 28.01.1955, Síða 11

Vísir - 28.01.1955, Síða 11
Pöstudaginn 28. janúar 1955. vísm n Nehru gengst fyrír sam- kemulagi í Kínadeilunni. Hefir rætt við sendiherra Kína í N.-Dehli. Ræðir við Edeo í dag. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Samkvæmt fregnum frá Nýju Dehli ræddi Nehru forsætisráS- herra við sendiherra Kína þar fyrir burtför sína á samveldis- ráðstefnuna í London, og ræðir við Eden þar.þegar eftir kom- una þangað. Kunnugt er, að Nehru ræddi við sendiherrann möguleikana á samkomulagi um að hefja viðræður til að koma á friði í Kína, og að hann ræðir sama mál við Eden. í London er taiið, að Nehru kunni að hafa hinar nnkilvæg- ustu tillögur á prjónunum og segja blöðin, að enginn stjórn- málamaður hafi eins góð skilyrði til að miðla málum sem liann. Afstaða Ástralíu og Nýja Sjálands. Nýja Sjálandsstjórn hefúr boð- að, að lnin muni undir engum kringumstæðum verða þátttak- andi í neinum átökum um Kina. Merizies sagði við fréttamenn við komuna til London i gær, að nú er saiöveldisráðstefnan kæmi saman væru horfur uggvænlegar og einkum blika á lofti yfir Asíu. Flugyélar og hérskip til Formósu. Bandarískar flugvélár, 75 tals- ins eru komnar til Form'ósu og’ hafa bækistöð á flugvelli sunnan höfuðborgarinnar. Sabre-flug-! vélarnar reyndust Mig-flugvél-; unum skæðaj' í Kóreu. — Her-; skip, beitiskip og flugvélaskip,; eru á leið frá Midvvay-ey til For- ; mósu, en áður voru bandarísk herskip lögð af stað þangað frá Filippseyjum, — Kyrrð ríkti að mestu á Formósusvæðinu í « morgun. Hættuleg stefna. Brezk blöð ræða um stefnu Eisenhowers og telja suip liana hættrilega. Times telur þó rétt, að Bandarikin verji Formósu ineðan, samkomulagsumleitanir; fari fram, og rétt hafi verið að breikka bilið milli kommúnista og þjóðernissinna, með því að. ákveða að flytja burt lið frá smá- j eyjum við Kínastrendur. Daily! Herald telur stefnu Eisenhovr’ers varhugaverða og jafnvel hættu- lega og segir, að í Kina verði fólkið sjálft að fá að láta álit sitt í ljós, en Daily Mirror telur stefnu Eisenhovvers liættulega og ranga, og sé hún afleiðing þeirrar reg- infirru, að spyrna stöðugt gegn þvi, að Pekingstjórnin fái þann sess, er lienni ber, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. — r ve;. sprensjiHtum. Ástralíumenn reyndu nýlega að nota sprengjur gegn há- hyrningum, en mistókst. Ráðast háhyrningar oft á hvali, sem ástralskir hval- fangarar hafa skotið, og valda miklu tjóni. Sprengjur hafa verið reyndar gegn þeim, en bera ekki árangur, því að há- hyrningarnir læra fljótlega að forða sér, þegar þær koma í sjóinn, en ráðast svo á hval ina aftur, þegar sprengingin er um garð gengin. Skrifaðu mér. Margir eru þeir, sem á þess- um dögum eru uggandi, hver dagur er þrunginn óvissu, hvert er stefnt. Eg hefi reynt það í starfi mínu meðal sjúkra og gamal- menna, að mikil bless.un og styrkur er þeim, þessum mín- um kæru vinum í Jesú Ki'isti, sem oft virðist eini vinurinn, sem ekki hefur gleymt þeim. En fleirúm en sjúkum og gömlum bregst vinátta manna og þrá haldgóðan grundvöll til að byggja á, og leita hans. Oft reynast peningar eftirsóknar- verðir og líklegastir „ailra meina bót“, en reynslan er stundum dapurt geð, og skrælnandi bein, þeir duga ekki. Eg skrifa þér af því, að eg þekki af eigin reynslu Hellu- bjarg. „Komið allir til mín, þér sem erfiði og þunga eru hlaðn- ir og eg mun yeita yður hvíld“, Matt. 11, 28. „Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum, þá mun Kristur lýsa þér,“ E. 5, 14. Svo mælti Drottinn: „Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo þér finnið sálum | yðar hvild“, Jer. 6, 16. Eg vil koma til þín og segja þér hvernig eg náði fótfestu, á kletti, sem aldrei bifast , á heimili þitt, á sjúkrahúsið eða fangelsið, leitast við að aðstoða þig bréflega, og með því að biðja fyrir þér. Með öllum ráðum og tækjum, sem Guð gefur mér, vil eg hjálpa þér í leitinni að ljósinu, Jesú Kristi, sem einn gefui' frið. En lífið, sjálft lífið breiðir út hendur sínar og hrópar: Koimð allir! Komið allir til mín, þér sem erfiði og þunga eru hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. Matt. 1 11, 28., því að eg fyrirverð mig 1 ekki fyrir fagnaðarerindið: 1 Því að það er kraftur Guðs til ! hjálpræðis hverjum þeim, er trúir, Róm. 1, 16. Skrifaðu mér, með bróður- kveðju. Stefán Runólfsson, Laugavegi 28 C, Rvík. Eg hefi samkomu á sunnu- daginn kl. 5 í Betaníu, og þú ert velkominn. liiiml knaldeíhur : R.vik-Naínar- fjorður. í kvöld hefst að Hálogalandi handknattleikskeppm milli Reykjatdkur og Hafnarfjarðar. Verður keppt í kvöld og é stmnudagskvöld, í öllum flokk- um. í kvöld verður keppt í 3. fl. karla, 2. fl. kvenna og 2. fl, karla Keppt verður um bikar, sem Ásbjöm Ólafsson stór- kaupm. hefir gefið. Keppnin hefst kl. 8. • Önnur urnræða um staðfest- ingu Parísarsanminganna fer fram í Bonn 24. febrúar. Fulltiúadeild belgiska Jþjóð- þingsins hefir fullgilt þá með yfirgnæfandi meirí hluta atkvæða. © Mendes-France hefir gert nokkrar breytingar á stjóm sinni, í samræmi við áður tiíkynntar fyrirætlanir. Læt ur hann af embætti utan- ríkisráðherra, en við þvr tekur Faure f jármálaráðþ. Astvínír fangsnns fá ekk! vegabréf tsS Kíná. Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt, að fólk sem áformi að fara til Kína að hehnsækja bandarísku fangana, fái ekki vegabi^éf. Dulles utanríkisráðherra sagði í tilefni þessarar tilkynn- ingar, að hann harmaði að geta ekki orðið við óskum þeirra, sem vildu heimsækja ástvini sína, en hann teldi ekki rétt að veita neinu bandarísku fólki vegabréf til Kína nú. — Það var Dag HammarskjöM framkvæmdastjóri S.þ., sem færði boðin um, að ættingjum og vinum hinna bandarisku fanga, væri velkomið að heim- sækja þá. Félag íslenzkra hijóðfæraleikara. Frá og með 1. febrúar 1955 köma eftirfarandi breytingar á kauptaxta Félags íslenzkra hljóðfæraleikara til fram- kvæmda. 1. Tímakaup haldist óbreytt (kr. 40,50 pr. klst. grunn- kaup) kr. 55,92 með öllum uppbótum,' samkvæmt nú- verandi vísitölu. 2. Á hátíðisdögum þjóðkirkjunnar, öllum laugardögum, öllum almennum frídögum (öðrum en óbreyttum sunnu- dögum) skal greiða 25% álag á almennt tímavinnukaup. 3. Almennir frídagar teljast: Sumardagurinn fyrsti, 1. maí, fyrsti mánudagur í ágúst og 1. desember. — 17. júní og gamlárskvöld haldist óbreytt frá því sem veriS hefur. 4. Yfirvinna reiknast frá kl. 2 eftir miðnætti alla laugar- daga, en frá kl. 1 eftir miðnætti alla aðra daga ársins og greiðist hún með sama álagi eins og verið hefuy. 5. Fyrir plötuupptöku skal greiða kr. 250,00 lágmarks- gjald ,á plötusíðu fyrir hvern hljóðfæraleikara, og er innifalin í því greiðsla fyrir 2% klst. æfingu og upp- taka. Fari vinna við æfingú og upptöku frani úr 2(4 klst., skal greiða fyrir hverja byrjaða % klst. sam- kvæmt gildandi kauptaxta félagsins. 6. Taxti sá, sem um getur í 5. lið skal ná yfir 500 eintök af plötum. Ef steyping skyldi fara fram úr því, skal greiða hljómsvéitinni 5% af útsöluverði plötunnar af hverri plötusíðu og deilist sú upphæð jafnt á alla hljóð- færaleikara sem inn á plötuna leika. Miða skal við isteypingu á plötum en ekki sölu. 7. Kauptaxti félagsins haldist að öðru íeyti óbreyttur. 8. Kauptaxti félagsins ásamt framangreindum breytingum gildir til 1. júlí ,1955. Uppsagnarfrestur skal vera einn mánuður. Sé taxtanum ekki sagt upp samkvæmt fram- ansögðu framlengist hann um sex mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Reykjavík, 28. janúar 1955. Félag íslenzkra hiíóðfæraleíkara. Höfum nú fyrirliggjandi mikið urval- af allskonar SKRIFSTOFUVÖRUM og SKÓL Númerastimplar 6 cifra. Heftivélar enskar og þýzkar, 4 gerðir og stærðir. Vasaheftivélar í plastkössum, mjög hent- ugar fyrir sölumenn og til að hafa í ferðalögum. Eorðyddarar enskir og amerískir, 2 gerðir. Gatarar 3 gerðir. Stimpilstativ fyrir 12 stimpla með bréfaklemmubakka. Þerrirúliur ásamt aukarúllum í þær. Minnisblokldr á borð, ásamt aukarúll- ,um í þær. Dagsetn.stimplar stimpilpúóar Pelikan. Kalkierpappír frá Pelikan, 4.teg. bæði í kvart og folio. Cellotape %” og %•” margar gérðir og litir. Stílabækur með þunnum og þykk- um spjöldum. Nótupinnar Vætusvampar, Blýantsgormar á borð. Ritvélahönd (Pelikan). Blekeyðir ýPelikær). Reghistikur margar gerðir. Reikningsstokkar Þýzkir Rietz, Darmstadt o. fl. bæði 15 og 30 cm. MæKkvarSar 1:2,5,1:5,1:10,1:20. Mælikvarðar 1:20, 1:25, 1:50, J:75. 1:100, 1:125. JÍætíkvarðar 1:100, 1:200, 1:250, 1:300, 1:400, 1:500. Bréfaklemmur margar gerðir og stærðir. Teiknibóiur margir litir. i Litlar bréfavogir sem eru pappírshnífur um leið. Blakrít og rauðkrít, pappír i reiknivélar skrííblokkir margar tegundir. Umslög flug- hvít- skjala. Spiral vasablokkir og margt margt fleira. i* Litid r giuqgana og setmfærist um ad úsvaiið er mikið Geymið auglýsinguna og pantið eftir henni þegar yður vanþagar um eitthvað af þessum vörum. Sfmi 4281. 't.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.