Vísir - 15.02.1955, Síða 6

Vísir - 15.02.1955, Síða 6
vism Þriðjudaginn 15. febrúar 1955 var með brotna mjaðmagrind á meira en ejnum stað. Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir barnið og útgjöld tryggingafélaganna að hin fyrsta meðferð eftir slysið, sem gerð var af góðum hug, var algerlega vanhugsuð? Mér kemur í hug annað slys þar sem' lítjll drengur varð fyrir bíl og mænan í barninu skadd- aðist. Drengurinn verður alla æfi öryrki og slysið kostaði tryggingafélagið hátt á fjórða hundrað þúsund krónur. Hafa tryggingafélögin haft nokkra forystu um það, að gefa út lítinn bækling, sem komið væri inn á hvert heimili á land- :inu, með leiðbeiningúm um fyrstu hjálp, þegar slys ber að höndum. Hafa tryggingafélögin rekið leiðbeiningastarfsemi um þessi efni á öðrum vettvangi. Eitt vitni um ömurlegt menningarástand vissra manria í þessu landi eru brotin og eyðilögð hættumerki við þjóð- vegina. Þessi merki eru þó eins og vinur, sem stendur við veg- inn og réttir út höndina til við- vörunar og leiðbeiningar veg- iaranda. Stór viðurlög ber að „leggja við skemmdarverkum á merkjum þessum. A meðan á hernáminu stóð setti herinn upp sérstök hættu- merki víða meðfram vegum í landinu. Merkin voru góð að því leyti, að þau sýndu hásk- ann, sem fram undan var. Hefur þessum merkjum verið haldið við? Nei. Því miður. Hvaða hafa tryggingafélögin jert? Öllum er það vitanlegt að nokknr staðir eru sérstakir slysastaðir bæði hér í borginni og á þjóðvegunum. Hvað hafa tryggingafélögin gert til þess að minnka áhættuna á þessum stöðum? Hafa þau reiknað út, hvað þessir staðir kosta félög- in árlega? Hafa þau lagt slikar niðurstöður fyrir þá, sem krefja ber lagfæringa á hætt- unni? í níu ár hafði eg skrif- stofur í húsinu nr, 23 við Hafnarstræti. Út um gíuggana blasti við rafmagnsskiptistöðin, sem stendur þar í miðri götu. Á þessum tíma var vörubif- reiðastöðin Þróttur og benzín- afgreiðsla og smurstöð fyrir ’bíla norðan við þetta litla hús, austari við það var bifreiða- stöði-n Geysir, síðar Hreyfill, vestan við það Aðalstöðdn og allir strætisvagnarnir í hala- rófu að sunnan. Var það nokkur furða þótt við værum orðnir svo vanir árekstrunum á þess- 'um stað, að við vorum hættir að lita út um gluggana þegar við heyrðum hávaðann af þeim. Hvað er þetta litla hús búið að kosta tryggingafélögin og okkur bifreiðaeigendur mörg hundruð þúsund krónur frá fyrstu tíð? Geta tryggingafé- lögin upplýst það? Og ennþá stendur þetta litla hús þarna eins og náttröll á miðjum mesta umferðarstað í bænum og lokar allra átta útsýn fyrir vegfaranda. í allri Reykjavík er aðeins eitt lítið torg. Yfirvöldum bæj- arins hefur þóknast að gera það að stöðli fyrir strætisvagnana, og beina næstum allri umferð þeirra á þennan litla blett. — Hvað er þessi ráðstöfun búin að kosta tryggingafélögin og allan almenning mikið fé? Brotin brúahandrið. I Allir þeir sem aka um þjóð- vegi landsins hljóta að hafa tekið eftir brotnum brúar- handriðum og sködduðum handriðastólpum eftir árekstra. Hvernig halda menn að farar- tækin líti út, þegar margra ára steypan lætur svo á sjá. Hvers vegna sendir ekki vegagerðin að vorlagi loftpressubíl til þess að mölva niður þessi handrið, sem valda stórtóni árlega og eru í mörgum tilfellum mikill farartálmi? Þekkja ekki allir bifreiða- stjórar hættuna, sem stafar af og stuttum sm(ábrúm á þjóð- vegunum? Hvað hefur þetta kostað mikið í tjónum? — Hafnarfjarðarvegurinn er fjöl- farnasti vegur á landinu. Á þessari leið hafa átt sér stað mörg banaslys og önnur stór- tjón. Þessi vegur er ekki nema rúmir 10 kílómetrar á lengd, en þó er hann ennþá óupp- lýstur. Hér hefi eg getið aðeins ör- fárra atriða, sem fallið gætu undir verksvið sérstaks manns í þjónustu tryggingafélaganna. Ótal önnur atriði eru ónefnd. Finnst nú ekki mönnum, sem þessar línur lesa, að það vanti einhverja forustu í þessum málum, og hvaðan á hún að koma? Eg er þeirrar skoðunar, að hún eigi að koma frá þeim aðilum, sem krefja okkur bif- reiðaeigendur áiið 1955 um 15 til 16 milljónir króna fyrir það, að gæta hagsmuna okkar í um- ferðinni. Vantar ekki lífið í þénnan líkama, sem við köllum bif- veiðatryggingar á íslandi? Aron Guðbrandsson. J\cuipi CfuilOCj íi tfur Fœdi Eg undirri.... óska að gerast áskrifandi Vísis. * Nafn .......................................... Heimili . ................................. Mánaðargjald kr. 15,0Ð. 5 & .1 -- fJSrifrl® Sendið afgr. blaðsms þenna miða útrylltan eSa hríngið í síma lfiOfl og tilkyanið nafn og heimilisfang. FAST FÆÐI, lausar mál- tíðir, ennfremur veizlur, fundir og aðrir mannfagnað- ir. Aðalstræti 12. — Sími 82240. (291 Á SUNNUDAGSMORG- UNINN tapaðist kvengull- armbandsúr á leiðiimi frá Grettisgötu upp á Baldurs- götu.. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 6729 eða skila því á Lög- reglustöðina. Góð fundar- laun. ' (285 DRENGUR tapaði 300 krónum í Ingólfsstræti í gær. Góðfúslega skilist Smiðju- stíg 6, gegn fundarlaunum. TAPAZT hefir sígarettu- veski úr leðri frá Mjólkur- bar austurbæjar að Stór- holti. — Finnandi vinsaml. hringi í síma 3895. (305 M EINHLEYPA stúlku vantar herbergi og eldunar- pláss strax eða í vor. Til- boð, merkt: „Vor —* 86“ sendist blaðinu fyrir mið- vikudagskvöldið. (286 RÓLEG, miðaldra kona óskar eftir herbergi innan Hringbrautar. Uppl. í síma 1534. (287 TIL LEIGU upphitaður bílskúr. nálægt miðbæ, hiti rafmagn. Uppl. í síma 2900. HÚSHJÁLP. Tveggja— þriggja herbergja íbúð ósk- ast nú þegar eða 14. maí. — Aðeins þrennt fullorðið. — Gæti látið í té húshjálp eftir samkomulagi. Tilboð, merkt: „50—88“ sendist blaðinu fyrir föstudag. (293 SKRIFSTÖFUSTÚLKA óskar eftir . herbergi sem næst miðbænum.»—■ Uppl. í síma 5945. (302 TVEIR menn í góðúm stöðum, sem sjaldan eru heima, óska eftir tveimur samliggjandi herbergjum. Tilboð, merkt: „Piparsveinar — 89“ sendist blaðinu. .(300 RÚMGÓÐ þriggjk her- bergja risíbúð, á góðum stað í bænum, er til leigu með húsgögnum og öllum hús- búnaði í 3—4 mánuði, frá 1. apríl nk. Lysthafendur leggi nöfn sín og heimilisfang inn á afgr. blaðsins fyrir föstu- dagskvöld, merkt: „91.“ (313 Skagfirðingar — - Húnvetningar! Sá, sem fékk Ijósgráan hatt, stórt númer, í misgrip- um á föstudagskvöld s. 1. skili honum vinsaml. í fata- geymsluna Hótel Borg. (298 ÞJÓÐDANSAFELAG REYKJAVÍKUR. Unglngafl. Æfing í Eddu- húsinu í kvTd kl. 6.30. Sýn- ingarfl. Æfing í samkomu- sal Gagnfræðaskólans, Hring foraut 121 t kvöld kl. 8. ASalfundur Skógarmanna verður miðvikudaginn 16. febr. kl. 8.30 í húsi K.F.U.M. Venjuleg aðalfundai'störf. Skógarmenn eldri en 12 ára fjölmennið — Stjórnin. KONA óskast til eldhús- starfa nú þegar. Uppl. Vita- Bar, Bergþórugötu 21. (315 GERI VIÐ allskonar fatn- að. Tek menn í þjónustu. — Sími 2866. (303 STÚLKA ráðsett og reglu- söm óskar eftir ráðskonu- stöðu og sérherbergi um næstu mánaðamót eða 14. maí. Tilboð sendist afgr. Vísis fyrir fimmtudag', — merkt: „Herbergi —■ 90“. UN GLIN GSSTÚLK A óskast til aðstoðar á hái-- greiðslustofu. Uppl. í Löngu- hlíð 19, III. h. t. v. kl, 7—9 í kvöld. (296 GÓÐ stúlka óskast í vist. Sérherbergi. Uppl. í Löngu- hlíð 19, III. h. til vinstri, kl. 7—9 í kvöld. (295 LAGHENTUR maður ósk- ar eftir vinnú á kvöldin og um helgar. Er vanur fré- smíði og innivei’ki. Kaup eftir samkomulagi, Mai-gt fleira kemur til greina. TU- boð leggist á afgr. blaðsins fyrir kl. 6 á miðvikudag, —■ m^rkt: „Laghentur — 88“. (204 VIÐGERÐIB á heimilis- vélum og mótorum. Ráflagn- ir og breytingar raflagna Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852 Tryggvagata 23, sími 81279 TIL SÖLU 18 feta trUla með sem nýrri vél. 10 rauð- maganet geta fylgt. — Uppl. í síma 81692 eftir kl. 7. (316 HARMONIKA,. Terenelli, til sölu á Barónsstíg 18, uppl eftir kl. 6. (312 BORÐSTOFUSTOLAR. Fornverzlunin, Grettisgötu 31. Sími 3562. (J308 FATASKAPAR. — Forn- verzlunin, Grettisgötu 31. — Sími 3562. (309 EIKAR borðstofuskápar. Fornverzl'unin, Grettisgötu 31. Sími 3562. (310 SKRIFBORÐ og skrif- stofustóll úr eik. Fomverzl- unin, Grettisgötu 31. Sími 3562. — (311 BARNARÚM, sundurdreg in. Fomverzlunin, Grettis- götu 31. Sími 3562.. (307 DIVANAR, ódýrir. Forn- verzlunin, Grettisgötu 31. — Sími 3562. (306 PÍANÓ eða píanetta ósk- ast. Uppl. í síma 80757. (304 GET SELT nokkra hesta af heyi, ódýrt. Sími 6978, eftir kl. 2. (292 PÍANÓ óskast til kaups. einungis vandað hljóðfæri kemur tU greina. — Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld, — merkt: „Gott píanó — 87“. (290 SEM NYR vetrarfrakki á grannan, meðal mann, enskt efni til sölu. Sími 81169. — (288 KOLAKYNTUR mið- stöðvarketill til sölu. — Karfavogi 34, blásari og mótor getur fylgt. Selst ó- dýrt, . (297 BARNAVAGN tU sölu í Samtúni 10, kjallax-a. Verð kr. 400,00. -283 SAMÚÐARKORT Slysa- varnfélags íslands kaupa flestir. Fæst hjá slysavarna- sveitum um land allt. — I Reykjavík afgreidd í síma 4897. (364 KAUPI frímerki og frí- merkjasöfn. — Sigmundur Ágústsson, Grettisgötu 30. _______________________(374 SVAMPDÍVANAR fyrir- liggjandi í öHum stærðum, — Húsgagnaverksmiðjan, Bergþórugötu 11. — Sírnl 81830. (473 HÚSGAGNASKÁLINN, Njálsgötu 112. Kaupir o:g selur notuð husgögn, herra- fatnað, gólfteppi og fleira. Sími 81570. (48 SÍMI 3562. Fornverzlunin Grettisgötu. Kaupum hús- gögn, vel rpeð farin karl- mannsföt, útvarpstæki, saumavélar, gólfteppi o. m. fl. Fornverzlunin Grettis- götu 31. (133 DÍVANAR fyrirliggjandi. Húsgagnavinnustofan, Mið- stræti 5. Sími 5581. (118 SELJUM fyrir yðujr hverskonar listaverk og kjörgripi. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12. Sími 3715. (331 MUNIÐ kalda borðið. Röðull. SELSKABSPÁFAGAUK- UB-til sölu. SSmi 4463; (284 PLOTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötúr á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 2« (kjallara). —Sími 6120.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.