Vísir - 24.02.1955, Síða 7
- Kmmtudasmn 24; febrAar 1955.
VlSIR
jze>
lEIKSDPPUR
Eftir ROBIN MAUGHAM
Cr'r.
lágri röddu. „Eg hefi verið að kynna mér feril yðar fram á
þenna dag.... “
Hann hafði meira að segja lesið ýmsar greinar, sem John
hafði skrifað, meðan hann stundaði nám í Oxford, og hann
vissi um ailt, sem birt hafði verið á prenti eftir John upp á
síðkastið.
„Það er fyrir mestu að mínum dómi, að þér búið yfir sann-
færingu! Og að þér séuð ekki hræddir við að láta hana í ljós,
að þér séiið ekki hræddur við að kynna alþjóð vilja yðar....
Eg hefi engan áhúga fyrir vitrum öldungum, sem slá mn sig með
gömlum og sútnum vígorðum. Við þörfnumst ungra manna
með hugsjónir og eld í æðum. Eg vil, að þér skrifið á hverri
viku grein fyrir „Kvöldpóstinn“... .‘
Hann hallaði sér aftur á bak í sæti sínu og krosslagði hand-
leggina á brjóstinu.
„Um h-svið á eg að skrifa?“
Drewell breiddi úr höndunum. „Um hugsjónir yðar! Um
það sem þér trúið á. Segið þjóð yðar, á hvað þér trúið, og
hvers vegna þér trúið á það. Þér eruð kristinnar trúar, er það
ekki? Nú, en hvernig er hin kristna trú yðar? Það er alveg
út í hött, áð nota aðeins orðið kristinn, því að það er að heita
má orðið merkingarlaust á vorum dögum.... Þér trúið vænt-
anlega einnig á frelsið? Hvers konar frelsi? Og hvers vegna
trúið þér á það? Jæja, hverju svarið þér?“
John hikaði. „Mætti eg skrifa hvaðeina, sem mér flygi í
hug.“
' „Þá, það er einmitt það, ungi maður! Nú komum við einmitt
að því! Eg óska eftir nýjum hugmyndum! Eg óska éftir nýjum
anda! Lesendur verða að taka eftir því, að yður er frjálst að
slrxifa hvað eina, sem yður kemur til hugar.“
Nú varð þögn í fáeinar sekúndur. En John þótti það verst,
að síminn þagði líka. Og. nú var stmidin komin, þegar John
þurfti að svara.
„Eg þakka yður kærlega fyrir tilboð yðar,“ mælti hann
feimnislega. „Má eg hugsa mig um?“
Blaðakóngurinn hleypti brúnum. „Vitanlega . . . En eg verð
að biðja yður um að tilkynna eigi síðar en eftir viku, hvaða
ákvörðun þér hafið tekið.“ Harrn varð næstum reiðilegur á svip.
„Auk þess vexð eg að taka stranglega fram við yður, að ekkert
má vitnast um tilboð það, sem eg hefi gert yður í þessu efni.“
„Mig fýsir þó að ræða það við tiltekinn mann.“
„Drewell varð aftur vinsamlegur á svip. „Vitanlega er eg
því ekki andvígur að þér ræðið tilboð mitt við móður yðar,
þvi að hún mun áreiðanlega geta gefið yður heilræði. Ef þér
gangið að tilboði mínu, mun aðalritstjóri minn Blake, ganga
frá samningi við yður. Þér munuð þá verða þess vísari, að það
er venja okkar að greiffa mönnum vel fyrir ómak þeirra.“
Drewell reis á fætur og lagði höndina á öxl Johns.
„Viljið þér gera svo vel að færa móður yðar kveðju mína
og segja henni jafnframt, að mér þyki ákaflega leiðinlegt að
getá ekki borffað hjá henni á fimmtudag. Verið þér sælir.“
„Verið þér sælir,“ svaraði John og gekk eins ög í leiðslu út
úr herberginu, en þar beið vinsamlegur ritari, er fylgdi honum
að Rolls Royce-bifreið blaðakóngsins.
Þegar bifreiðin var komin í gremid við borgina, lét John
bifreiðarstjórann nema staðar fyrir utan veitingastað, en þaðan
hringdi hann síðan til Peters vinar síns.
Það var enn meira én klukkustund, þar tiJ hann átti að
hitta Pat, eins og um hafði verið talað, og honum lá svo mikið
á hjarta vegna samtals síns við, að hann varð að tala um það
við einhvern. Og hann lagði einnig til að tala um Pat við Peter.
Peter var heima, og John lét þess vegna ekki aka sér aftur
til skrifstofunnar heldur beina leið til heimilis Peters í
Viktoria-hverfi.
Vitanlega byrjaði hann á að segja frá samræðum sínum
við blaðakónginn. Honum veittist það auðveldara.
„Það liggur þannig í þessu, að Drewell er með stórmennsku-
brjálæði," sagði John. „En það er þó nokkuð vit í því, sem
hann segir. Mundir þú líta svo á, að eg væri bjáni, ef ég
tæki tilboði hans?“
„Eg mundi telja þig asna, ef þú hafnaðir boði hans,“ svaraði
Peter hiklaust. „Hverju getur þú tapað?“
„Eg hugsaði.... að þú mundir vera því mótfallinn, áð eg
gengi í þjónustu hans.“
„Af því að eg hefi fyrirlitningu á þessum blaðakóngi? Það
er engin frambærileg ástæða. Ef allir blaðamenn veigruðu
sér við að skrifa fyrir blaðaeigendur, af því að þeir hefðu
óbeit á þeim, þá mundi öll blaðaútgáfa. leggjast niður.“
„Hvers vegna hefur þú fyrirlitningu á honum?“
„Af því að hann er feitur, sjálfsánægður og ósannur í alla
staði! Þessi sókn hans er ekkert annað en bragð til að auka
upplag blaða hans. Hún mun standa í nákvæmlega þrjá mán-!
uði, og þá mun honum detta eitthvað nýtt í hug. Þú skalt
þess vegna skrifa allt, sem þéf flýgur í hug, meðan þú hefur
tækifæri til þess.“
„Og hvers vegna gerir hann sér svona mikið umstang vegna
mín?“
„Hann heldur, að það verði góð auglýsing fyrir fyrirtæki
hans að nota þig, af því að þú hefur nýjar, hressilegar hug-
myndir.... Ef þú skrifar raunverulega eins og þér býr í
brjósti munu greinar þínar vekja athygli.“
„En allt það, sem eg hefi fram að færa, mun gera hann
vitlausan af bræði.“
„Þegar svo verður komið, að haim verður vitlaus af bræði,
mun hann hætta að birta greinar þínar. En þangað til getur
þú gert eins og þig lystir. Hann borgar raunverulega vel.“
John hristi höfuðið. „Það nægir mér ekki,“ svaraði hann, „ef
eg hefi það á tilfinnirigunni að eg sé svín, af því að eg vinni
fyrir hann. Óheiðarlegt svín. ...“
„Þú ert þvi aðeins óheiðarlegt svín, ef þú skrifar eitthvað',
sem þú ert ekki sannfærður um. En það vill svo til, að þú
ert sannfærður um alla þá heimsku, sem hann ætlast til að
þú skrifir fyrir blað hans. Þú trúir á frelsið eða þá hið heilaga
ætiunarverk brezka heimsveldisins.... “
„Bara ef hann minnti mig ekki á ljóta og leiðinlega pöddu!“
„Hvers vegna ertu alltaf að líta á úrið?“
„Af því að eg þarf að fara á mikilvægan fund klukkan átta.“
Nú hefði verið réíti tíminn til að segja Peter alla söguna,
en John fannst; að hann væri alveg þufr í munninum. * ,
Hann sagði ekki vini sírium frá neinu.
FIMMTI KAFLI.
John kom tíu mínútum of snemma i Hjörtinn. Pat sat þar
við afgreiðsluborðið og skrafaði við Bob. Hún virtist hin ró-
legasta og brosti til hans.
Það var eins og eitthvað skæri John í hjartað, þegar hann
sá bros heimar.
\ v.
.. Hann gekk mjög hægt til hennar.
„Sæl vertu! Gott kvöld!“ heilsaði hún honum. Og þegar
hann rétti henni höndina, hélt hún áfram: „Hugsaðu þér
bara. . . . Eg vann við veðreiðarnar í dag! Leyfist mér ekki
að bjóða þér í kvöld?“
Á kvölrfvökuftiti.
Ung og falleg stúlka var far-
þegi á skipi. Hún kom upp i
brú til skipstjórans og spurði:
— Hvað er eiginlega langt út
í sjóndeildarhringinn?
— Fimm til sex sjómílur,
sagði skipstjórinn.
— Og hvað skeður, þegar við
komum þangað? spurði stúlk-
an.
Svar skipstjórans er óprent-
hæft.
Prófessor eirm í læknisfræði
var að halda fyrirlestur uni
mannsheilann og lagði mikla á-
herzlu á, að heili karlmanna
væri miklu stærri en heili
kvenna. Því næst sneri haim
sér að kvenstúdent í deildinni
og sagði:
— Hvaða ályktun er hægt
að draga af þessu?
— Að ekki er allt undirr
stærðinni komið, sagði kven-
stúdentinn.
Maður, nýkominn heim frá
Afríku, var að segja frá ævin-
týrum sínum þar.
— Allt i einu vorum vicí
staddir í rjóðri í miðjum frum-
skóginum, umkringdir af villi-
mönnum, sem sveifluðu kylfum
sínum umhverfis höfuðin á
okkur og ráku upp öskur.
— Skyldu mennimir hafa
verið að leika golf, sagði einn
af áheyrendum við sessunaut
siim.
Það var komirm nýr kennari
í skólann, þar sem Kristófer
litli var og þessi nýi kennari
höfðaði oft tií drengskapar
nemendanna. Dag nokkum,
þegar hann kom í bekkinn,
horfði hann haukfránum aug-
um yfir hópinn og sagði:
•— Drengir míriir. Allir þið,
sem hafið ákveðið að vera dug-
legir og iðnir í vetur, gerið svo
vel og standið á fætur til að
staðfesta það,
Allir nemendurnir stóðu á
fætur — auðvitað að undan-
teknum Kristófer.
— Hvað er þettá, Kristófer,
sagði kennarinn. — Stendur þu
ekki á fætur?
— Nei, sagði Kristófer og
horfði með fyrirlitningu á
skólabræður sína. — En hins
vegar kæri eg mig ekki um að
Ijúga, þegar eg þarf þess ekki.
r. Buncuífkbi
- TARZAIM -
1761
Tarzan klifraði upp í trjátopp og
sá ^flugyél - StQrþ? .þv^fa, bak við,
_;fjöllin.v„,iV; ,ííe-u
Því næst snaraði hann sér inn í
. slpginixog kom, niður, á fljótsbakka.
Hann lagaði mjög niikið í fiskinn Eftir nokkrar mínútur brá hanþ
Pisah ogj. hjáð ,tunL,s^nd á fljóts- .... hendiryú .ofan í vatnið og kom up|>
bakkanúm. ••••• .\í f A '' '; n-fcðrfíllff . ‘ f