Vísir - 08.03.1955, Side 5

Vísir - 08.03.1955, Side 5
Þriðjudaginn 8. marz 1955. vlsm Tjón og tryggingar III l\lá ekki verja hluta iðgjald- anna til umferðarslysavarna ? Ef það er óheimilt, hví má þá greiða fé til umferðarkvikmyndar ? Þegar eg hófst handa og ritaði tvær greinar í Vísi uni umferðarmálin í bænum, var það fyrst og fremst hugmynd mín að koma af stað umræðum um þessi miklu þjóðfélágslegu vandamál. Hinu bjóst ég ekki við, að bæði dómsmálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík mundu bregða svo skjótt við, sem raun hefur sýnt um upphaf aðgerða til úrbóta. Eg er báðum þessum mönnum þakklátur fyrir þeirra skjótu viðbrögð og vona að þeir fylgi málunum eftir til farsælla Iykta. í fyrri grein minni í Vísi iagði eg fram nokkrar tillögur, sem eg taldi að gætu orðið til bóta í umferðarmálunum, en í hinni síðari bar eg fram nokkra gágnrýni á starf þeirra trygg- ingafélaga í bænum, sem tekið hafa að sér bifreiðatryggingar. Eg bjóst við, að tryggingafélög- in mundu sameiginlega birta yfirlýsingu um þessi mál, en svo hefUr ekki orðið. Aftur á móti hefur deildarstjóri bif- reiðadeildar Sjóvátrygginga- félags íslands, hr. Runólfur Þorgeirsson, gert nokkrar athugasemdir við greinar mín- ar, en þó ekki til þess að svara þeim spurningum, sem eg lagði fyrir tryggingafélögin um þá þjónustu, sem þau veita okkur bifreiðaeigendum. — Gagnrýni minni, sem sett var fram í spumarformi, er að mestu ó- svarað enn. Við Runólfur í Sjóvá höfum oft áður eldað grátt silfur saman um þessi mál, og satt að segja hefi eg ekki löngun til þess að ræða þau persónulega við hann á opinberum vettvangi, en mun þó taka til athugunar nokkur atriði í grein hans, þrátt fyrir það, þótt þessi mál séu nú komin á þann heppilega rek- spöl, að réttara sé að snúa sér til hinna þegar skipuðu nefnda, sem eiga að hafa þessi mál með höndum, heldur en að skrifa mikið om þau í blöðin. Heimild eða ekki. R. Þ. segír, að engin heim- ild sé til fyrír tryggingafélögin samkvæmt núgildandi lögum að taka af hinum tryggðu með ið- gjöldum fjárhæðir, er vaxið sé til umferðarslysavarna. Eg hefi heldur hvergi séð það í lögum að tryggingafélögunum sé bannað að leggja fé til slíkra hluta, og ef svo væri, hvaða heimild hafa þau þá haft til þess, að láta nokkrar krónur ganga til umferðarmyndarinn- ar, sem er verið að sýna? — Sannleikurinn mun vera sá, að tryggingafélögunum sé gefið nokkuð frítt olnbogarúm í þessum efnum, og mun það fai'a að mestu eftir þjónustuvilja þeirra við þjóðfélagið og trygg- endur. Þegar eg gagnrýni tryggingafélögin, þá er það ekkí af vantrausti eða andúð á þeim, heldur af hinu, að eg álít að sú þjónusta sem þau veita okkur með bifreiðatrygg- ingunum sé fyrir neðan allar hellur, og þjóðfélagið geti héldur ekki við það unað. Það hafa komið fram raddir margra rriatma tím það, að vegna þesis- reiðaeigendur sjálfir áð stofna sitt eigið tryggingafélag. Þess- ari hugmynd hefi eg.verið mót- fallinn, en eg vil þvinga fram miklar umbætur á starfi þeirra manna, sem með þessi mál fara fyrir tryggingafélögin. Þeir hefðu átt að skilja. R. Þ. telur, að ekki sé fyllí- lega Ijóst, hvaða hlutverki eg áliti að tryggingafélög eigi að gegna í umferðaslysamálum. Eg hélt að eg hef.ði talað svo skýrt um þetta í síðari grein minni í Vísi, að jafnvel starfs- menn ti'yggingafélaganna hefðu skilið það. En í stuttu máli er álit mitt þetta: Eg vil heldur hafa bílinn minn heilan heldur en viðgerð- an eftir árekstur. Eg vil held- ur vita sjálfan mig og aðra heilbi'igða heldur en lemstraða eftir bifreiðaslvs. Eg vil held- ur lifa og vita aðra lífa heldur en missa lífið í umferðaslysi. Þess vegna er það slcoðun mín í þessum efnum, að vöm sé betri en lækning. Þ.ess vegna vil eg að tryggingafélögin verði skylduð til þess með laga- ákvæði, fyrst þau telja sig ekki hafa til þess heimild, að leggja fram fé tií þessara slysa- vama, vissan hluta af þeim peningum, sem við greiðum þeim fyrir þjónustuna við okk- ur. Eg hefi áður getið þess, hvemig eg vil að, að minnsta kosti sumu af þessu fé verði varið til þess að það komi að sem mestum notum fyi'ir bíla- eigendur og alþjóð. Það er rétt hjá R. Þ., að það er ekki hægt að ætla xnér það, að eg viti ekki um félagsmál þjóðar- innar, svo sem lögreg'lu, slysa- vamafélagið o. fl. Allt þetta þekki eg eins vel og hann. Mér er það líka Ijóst, að þótt mörg lagaákvæði verði sett um þessi mál, þá er alltaf meira um þau að segja, heldur en hægt er að gera í lagagreinunum. Hlutverk grafarans. Ef maður hefur tryggt ,út- förina sína hjá mér, og eg kem síðar að honum, þar- sem hann er að di'ukkna, þá hleyp eg ekki heim til þess að fletta upp í einhverjum paragröffum i lögum, hvort mér beri skylda til þess að bjarga manninum. Eg segi heldur ekki við sjálfan mig: Þig varðar ekkert um þenna mann, fyrr en hann er WWWkVWVVVWVVWWWVVtfWWWWUVVVWVWVVVyWVWil»W Eg get ekki felt mig við þá hugsun, sem fi'am kemur hjá R. Þ. að tryggingafélögin eigi aðeins að leika hlutverk graf- arans. Eg lít svo á, að það sé rétt, að gera menn persónulega ábyrga fyrir hluta af tjóni, sem þeir kunna að valda. R. Þ. telur þetta mjög vafasamt vegna framkvæmdaratriða. .4 þessu þurfa engin vandkvæði að vera í framkvæmd. Ökumaðurinn verði ávallt skyldur að gx-eiða hlut af tjóni sem hann veldur þriðja aðila, en bifreiðin standi sem trygging fyrir greiðslunni. Það verður að gefa trygginga- félaginu heimild til þess að láta taka beifreiðina úr um- fei'ð án umsvifa, ef slík skuld er ekki greidd, á sama hátt eins og nú er lokað fyrir sím- ann okkar, ef við greiðum ekki skuldina, sem á honum hvílir, og eins og gert er ef víð greið- um ekki skattinn af bifreiðinni við skoðun. Þá er hún einfald- lega tekin úr umferð eg seld fyi'ir skuldinni. Jafnframt verði það svo skylt að láta lög- regluramxsókn fara fram 1 öll- um árekstra og slysamálum í umferðinni og þannig ætti að vera Iiægt að fá úr því skorið á hverjum greiðsluskyldan hvílir. Fáist hins vegar ekki glöggur úrskurður um það, þá á tryggingafélagið ekki endur- kröfurétt á neinn. Tryggingafélag á réttri ieið. Sum tryggingafélögin hafa tekið upp þenna hátt á* ti-ygg- íngum að fiokkru. Eg hefi frá fyrstu tíð miimi sem bíleigandi skipt við félag R. Þ. Þangað hiingdi eg fyrir nokkrum dög'- um og spurði hvað kostaði að kaskotryggja nýjan bíl í eitt ár fyrir kr. 100,000,00, og svar- ið var kr. 3,400,00. Þá spurði eg: „En ef eg tek á míg hluta af áhættunni?“ Þá svaraði maðurinn: „Við höfum ekki til slíkt form fyrir tryggingum.“ Þá liringdi eg til annars trygg- ingafélags í bænum og spurði hins sama og þar vár svarið: Iðgjaldið er kr. 3,400,00, en ef þér takið á yður fyrstu 1,000,00 af hverju slysi eða árekstri, þá lækkar iðgjaldið niður í kr. 1870,00, eða um 45%. Að mín- um dómi er þetta trygginga- félag á hárréttri leið. Maður- inn getur tryggt sig fyrir stór- feldu peningatjóni, en hefur það alltaf á samvizkunni, að buddan hans léttist fyi'st og fremst í hvert sinn, sem hann veldur tjóni. Þenna hátt á einnig að taka upp við skyldu- trygginguna og hefði þá verið hægt að lækka iðgjöldin um 4 til 5 milljónir ki'óna um síð- ustu áramót í stað þess að hækka þau um 5 til 6 milljónir króna, því að iðgjaldahækkun- in hefði þá lent á þeim, sem dauður, en þá verður þú að tjóninu valda. R. Þ. staðfestir koma honum í holuna sína. Við svona tækifaéri kæmist aðeins að eln hugsun í huga mínum óg hún er, að gera míha bbrg+ það, að talan, sem trygginga félogin gáfu . blaðamönnunum um utgjöld . félaganna .. vegna bifreiðaáreksstra og/slysa "árið 19S4; hafi-veriS feúm'jsart'býggð VORUR TIL é'- • Cement (vanalegt, fljótharðnandi og hvítt) Steypustyrktarjám Mótavír Bindivír Bindilykkjur Kalk Léttblendi <í steyput Þakpappi Þakjám Pappasaumur Þaksaumur Saumur 1“—7“ Múrhúðunarnet Snowcem W/2—25og50-kg.dk. H. Benediktsson & Oo. h.f

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.