Vísir - 10.03.1955, Side 7
. Fimmtudaginn 10. marz 1955.
VlSIB
%
■5s>.
1®
LEffiSDPPUH
Eftír ROBIN MAUGHAM
©?
yfirlætislegu framkomu vina þinna gagnvart henn, mundi hún
aldrei geta fyrirgefið slíka framkomu. Og þú mundir heldur
aldrei geta gleymt því, að hún hefði eyðilagt mikinn og glæsi-
legan starfsferil, sem þú átt fyrir höndum.“
,,Það getur verið, að þú hafir rétt fyrir þér,“ svaraði John
og leit hugsi í kulnandi glæðurnar á arninum. „Kannske svo
fari, að eg elski hana ekki framar, þegar aldurinn færist yfir
hana. En það er mér ekki til neinnar hjálpar. ... Ef til vill
förumst við í næstu styrjöld, og svo getur farið, að annað
hvort okkar deyi á næsta ári. En eg er að hugsa' um nútímann,
daginn í dag, þetta augnabilk, þegar eg elska hana öllu öðru
fremur, og þegar er þjáist svo, að ekki verður með orðum
lýst, ef eg get ekki verið með henni öllum stundum.“
Móðir hans spennti greipar og leit þegjandi og undrandi á
hennar eigið hold og blóð, son sinn, sem þarfnaðist hennar nú
allt í einu ekki, sem var orðinn sjálfstæður, lét ekkert hafa
áhrif á sig, og var allt í einu orðinn svo fjarlægur henni.
„Eg skil tilfinningar þínar, elskan mín,“ sagði hún blíðlega.
„Þú ættir aðeins að vera dálítið skynsamari og eyðileggja ekki
íramtíð þína í hugsunarleysi. Þú skalt bara hitta hana, úr
því að svo verður að vera. En farðu gætilega! Láttu ekki al-
menning sjá þig með henni — farðu ekki með henni á opin-
bera staði, þar sem kunningjar þínir geta komið-^uga á ykkur.
Og gerðu það fyrir mig, drengur minn, að koma ékki framar
með hana hingað, því að ekki er að vita, hver yrði var ferða
ykkar hér. Viltu heita mér því?“
„Já, mamma.“
Móðir hans reis tígulega á fætur úr sæti .sínu. „Þú mátt
ekki líta svo á, að eg sé geðstirð gömul kona, sem blandar
sér í mál annarra að ástæðulausu.“
John kyssti hana létt.
„Þú ert óhlýðinn drengur. Góða nótt, elskan, og sofðu rótt!“
NÍUNDI KAFLI.
Þrem vikum síðar stóð John á uppfyllingunni í Bournemouth.
Hann hallaði sér fram á handriðið, starði ofan í blýgráar öld-
urnar, sem byltust upp að stálþilinu og var gramur yfir að
hafa farið frá London.
Það var ekki hann heldur Pat, sem hafði fengið þá hug-
mynd, að þau ættu að fara til Bournemouth og vera þar þann
vikutíma, sem Barker ætlaði að vera í viðskiptaerindum í
Briissel. John hafði aldrei séð Pat svona einbeitta. Vinsamlega
en einarðlega hafði hún kollvarpað öllum viðbárum hans.
Vitanlega gæti hann verið fjarverandi úr skrifstofu sinni í viku-
tíma, og auk þess þyrfti hann að> hvílast og safna kröftum.
Auðvitað mundi enginn verða þess áskynja, að þau væru þar
saman, einkanlega ef þau leigðu herbergi í litlu gistihúsi. Vit-
anlega gæti hann sagt foreldrum sínum, að hann væri ekki
hress, svo að hann yrði að taka sér nokkra hvíld.
Ákefð hennar hafði verið smitandi, og horfurnar á að vera
með henni í heila viku höfðu verið mjög freistandi.
Mánudag nokkurn, þeg'ar þau höfðu snætt hádegisverð sam-
an og drukkið drjúgum með, flaug Barker til Belgíu, er hann
hafði óskað þeim alls góðs á skemmtiför sinni.
Þau höfðu orðið ásátt um að borða kvöldverð saman í
London, og fara svo til Bournemouth morguninn eftir.
John hafði í mörgu að snúast í skrifstofunni, áður en hann
gæti farið þaðan, til nokkurra daga dvalar, og- þegar hann
komst þaðan, var orðið of framorðið, til þess að hann kæmist
heim til að hafa fataskipti, áður en hann ætti að hitta Pat í
Hirtinum klukkan hálf átta.
Þegar hann kom inn í veitingastofuna, sá hann, að hún v-ar
ekki ein. Stórvaxinn, ungur maður, sem John hafði aldrei
séð, sat hjá henni. Hann var með þykkt, hrokkið, svart hár,
herðabreiður og miðmjór. Andlit hans var grófgert og rauð-
birkið, og hendurnar svo risavaxnar og rauðar, að hann hefði
vel getað verið hafnarverkamaður eða hnefaleikamaður.
Það var eiginlega alveg eins og hann mundi sprengja fötin
utan af sér.
John tók eftir undrún Pat, þegar hann gekk að borðinu til
þeirra.
„Fékkstu ekki símaskilaboðin frá mér?“ spurði hún.
„Nei.“
„Eg hringdi heim til þín og bað þjónustustúlkuna fyrir þau.“
„Eg komst ekki heim,“ sagði John stuttur í spuna.
Ungi maðurinn starði á hann. Rétt sem snöggvast ríkti ó-
WVVVWVVWWWVVWtfVWWVW/VWVWVVWWVVVVVVWVV
Hoover-handryksugan
Ódýrust-Handhægust
Á kvöldvokimni.
Dr. Albert , Schweitzer, sem.
margir álíta heilagan, getur oft;
verið gamansamur.
í samkvæmi nokkru, þar sem,
hann var staddur, var rætt um
grafskriftir. Þá sagði hann:
— Ef það ætti fyrir mér að
liggja að verða étinn af mann-
ætum í Afríku, vona ég að vjlli-
mennirnir reisi mér stein með
áletruninni:
„Hér hvílir Albert Schweií-
zer. Hann var góður til síðustu
stundar.“
Dóra litla kom heim úr skól—
anum og sagði við móður sína
sigri hrósandi:
— Ég stóð mig bezt í nátt-
úrufræði í bekknum í dag.
Kennarinn spurði, hvað strút-
urinn hefði marga fætur og ég
sagði þrjá. ,
-— En hann hefur aðeins tvo
fætur, sagði móðir hennar.
— Véit ég það, sagði Dóra,
en allir hinir nemendurnirr
sögðu, að hann hefði fjóra.
Hinn mikli kvennatöfrari
Maurice Chevalier er nú orðinu
talsvert. við aldur, en hefur
ennþá sömu tök á kvenfólki og
áður. Nýlega sagði ma'ðúr við
hann:
—- Þú ferð nú vonandi að
hætta þessu kvennafari, maður
kominn á þennan aldur.
•— Því þá það, sagði Maurice
.... eða er nokkur í þinni fjöl-
skyldu, sem hefur kvartað
undan mér?.
Kfoovei’s-h a n.di*yk sn tgani
VERfí kr. 435,00
HOOVER-handryksiigur eru sérlega heppilegar
viS ræstingu stiga, husgagna, fataskápa og
smáteppa.
Þótt þér eigið stærri gerðir af HOOVER-ryksugum
eru mikil þægindi aS eiga líka
HOOVER-HANDRYKSUGUNA.
3ÆsBfjaeis föjjaran
Umboðs- og. heiídverelún.
yw-wwtwwvvv
Enn er til eitthvað af I®
^ ódýru vörunum
svo sem:
Kvenbuxur og bolir á
18,00 kr. stk. Undirkjólar
úr prjónsilki á 60,00 kr.
Kvenbuxur úr prjónsilki á
17,50 og 20,00 kr. Rayon
kjólaefni 115 cm. breitt á
29,50, — 27,00, — 24,00, og
20,00 mtr. Kvenkápur úr
góðum efnum mjög ódýrar.
H. Taft
Skólavörðustíg 8 Sími 1035
BEZT AÐAOGLYSAIVISI
c a. BurmtykA! — TARZAM
1773
Ccpr itSJ.JCítiirnieitniirrouíla*.Jnc,—T(B.Re*.u.G.P»t.Osr. >
tnstr. by United Feature Synaicate, Inc.
— Þetta kemur þér ekki við,
strákur, hreytti hahn út úr sér.
Tarzan reyndi að slíta af sér
böndin, en það lánaðist ekki.
Milo fylgdi eftir með því að
sparka í brjóst honum.
Allt í einu sagði ungur varðmaður:
—Iíægan húsbóndi! Það getur verið
að hann kunni ekki að tala. -