Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 1
45. árg. Fimintudaginn 31. marz 1955 75. tbl. ivvm- nrmeistari í skák, en skákþing- jnu lauk í gærkveldi. dwlsisson sfraiMÍe&i iiótL Ingi vann Ólaf Einarsson, Frey Sleinn Þorbergsson vann Eggert Gilfer. Jafntefli varð hjá Jóni Þorsteinssyni og GuSjóni M. Sig- urSssyni, og Jóni Pálssvni og Ar- inbirni Guðmundssyni. Röðin varð þessi: 1) Ingi R. Jó hannnsson, 5 v., 2—3) Arinbjörn Guðmundsson og Jón Þorsteins- son 4% v., 4) Guðjón M. Sigurðs- son 4 v., 5—6) Jón Pálsson og Eggert Gilfer 3% v., 7) Freysteinn Þorbergsson 3 v. og 8) Ólafur Einarsson engan vining. Þetta er i annað sinn, sem Ingi R. Jóhannsson verður skákmeist- ari Reykjavíkur. Bv. Jón Baldvinsson. Metaffi Eyjabáta í gær, imsjafn víb Faxafléa. Hæsti Eyjabatur var með 27 iestir. Strætisvagnarnir á morgun. Akstur strætisvagna hefst ekki fyrr en kL 1 eftir hádegi á rnorgun, vegna afmælis frjálsr- &r verzlunar á íslandi. Verður ekið frá kl. 1 e.h. til 8,40 síðdegis. Hins vegar verða ferðir á laugardag frá kl. 7 f.h. íil 8,40 síðdegis, eins og í dag. VISIR kemur út kl. 8 í fyrramálið vegna hátíðahaldanna í tilefni af 100 ára afmæli frjálsrar verzlunar á íslandi. Þeir, sem jþurfa að koma efni í blaðið á smorgun, eru beðnir að hafa samband við skrifstofur þess ffyrir kl. 7 í kvöld. ---*--- ;# Miklar úrkomu undangeng- in dægur hafa valdið vatna- vöxtum og flóðum í Mid- lands, Englandi. U------------------- Afli var misjafn í verstöðv- umum í gær. í Keflavík og Sandgerði var hann fremur rýr. Hinsvegar öfluðu Akra- nes- og Hafnarfjarðarbátar vel, og í Vestmannaeyjum var met- afladagur. Keflavík. Afli Keflavíkurbáta var mis- jafn í gær og rýr hjá mörgum. Fengu flestir vélbátanna frá 6—7 lestir, nokkrir fengu 10— 11 lestir og einn bátur 16 lestir. Allir bátar eru á sjó í dag. Grindavík. Afli Grindavíkurbáta vár mun meiri í gær en daginn áður, en ekki var búið að vega hann þegar blaðið átti tal við Grindavík í morgun, þar eð vogarmaðurinn var í björgun- arsveitinni, sem fór á strand- stað Jóns Baldvinssonar. Sandgerði. í gær var mjög tregur afli hjá Sandgerðisbátum, eða frá 4—8 lestir. í dag eru allir bát- ar á sjó. Hafnarfjörður. Góð veiði hefur verið und- anfarna daga hjá Hafnarfjarð- arbátum, en þaðan róa nú aft- ur 5 línubátar og 13 eða 14 netjabátar. í gær var aflinn 6—15 lestir hjá bátunum. Seinasta vika Churchills sem forsætisráðherra ? Biðst el tiS vitl Eausnar n. k. þribjudag. Sir Winston Churchill, for- sætísráðlierra Bretlands, lætur menn enn vera í vafa um fyrir- sstlanir sínar, en að margra ætl- an mun hann biðjast lausnar í næstu viku. Tilgátur hafa komið fram um, að þetta muni ganga þann- ig til: Næstkomandi mánudag hafi Churchill boð inni í nr. 10 Downing Street fyrir Elisabetu drottningu og maka hennar, tiertogann af Edinborg, og verð- tir þetta í seinasta skipti, sem Churchill hefir boð inni sem fforsætisráðherra. Næstkomandi þriðjudag gangi Churchill fyrir drottningu í Buckinghamhöll og beri fram lausnarbeiðni sína, sem drottning fallist á, og feli hún því nsést Sir Anthony Eden stjómarforustuna, og hefjist hann þegar handa um endur- skipulagningu hennar. Menn eru sammála um, þótt Churchill sleppi stjórnartaum- unura nú, að persónulegra áhrifa hans muni mjög gæta áfram í brezku stjómmálalífi, end.ist honum líf og heilsa. í þessari viku hafa veríð birt- ar fregnir um þetta í blöðum undir fyrirsögnum slikum sem þessari: „Seinasta vika Churc- bills“. Akranes. Akranesbátar öfluðu vel í gær eða frá 7—16 lestir. Alls bárust á land 230 lestir úr 19 bátum. í dag eru allir bátar á sjó. Vestmannaeyjar. í gær var einn bezti afladag- ur vertíðarinnar í Vestmanna- eyjum. Alls bárust þar á land 700—800 lestir, og var afl&hæsti báturinn með 3100 fiska eða um 27 lesfir. Margir bátanna voru með frá 15—18 lestir. Fiskurinn er nú aðal- lega á djúpmiðum, og er afl- inn þá venjulega betri og jafnari. Mikið athafnalíf er nú í Eyjum. Ehrangajökull er þar að lesta freðfisk. Sklpið ték niðri um kl. 3,50 — öiium hafii verié bjargal heilum á húfi 5 klst. síéar Skipið seimiiega ónVil. endai siórgrýíi á siraiHÍstaðnuni. Enn hefur verið höggvið skarð í togarafíota ís- lendinga, er ,,Jón Baldvinsson“, eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur, strandaði á Reykjanesi í nótt. Skipið strandaði á 4. tímanum í nótt skammt austan við litla vitann á Reykjanesi, en öllum skipverjum, 43 að tölu, var bjargað í land, og gekk björgunarsveitiii „Þorbjörn“ í Grinda- vík vel fram að vanda. Togarinn „Jón Baldvinsson" var að koma af veiðum í nótt, og hafði mikinn saltfiskafla innan- borðs. Um klukkan 3.45 sendi tog- arinn frá sér neyðarskeyti, og gerði loftskeytastöðin hér Slysa- varnafélaginu aðvart, sem þegar í stað tilkynnti slysavarnasveit- inni „Þorbirni“ i Grindavík, •hvernig koniið væri. Þoka var, þegar togarinn strandaði, brim, en ekki hvasst. Útfall var, er skipið tók niðri, klettótt mjög, enda skammt frá staðipim þar sem olíuskipið „Clam“ strandaði um árið, en þar er stórgrýtt og aðstæður allar háskalegar. Þegar falla tók að aftur, losn- aði skipi'ð ekki, heldur brotnaði, og var erfitt fyrir skipvc-rja að hafast við í skipinu og ógerning- ur að dvelja á stjórnpalli. Lengst af var samband við skip ið um talstöð, fyrst meðan ljósa- vélar skipsins voru í gangi, en eftir að sjór komst í vélarrúm, gat loftskeytamaðurinn á ,Jóni Baldvinssyni“ haft samband við slysavarnasveitina með talstöð og straumi frá rafhlöðum. Var skotið linu um borð i tog- arann, og liófst björgunin kl. 6,50. Var hver skipverji af öðrum dreg- inn í land í björgunarstól, og munu þeir ekki hafa lent í sjón- um á leiðinni í land, því að dreg- ið var upp í móti, upp í kletta. Tókst björgunin giftusamlega mjög, og var síðasti maðurinn kominn í land kl. 8.45 í morgun eða eftir 2 tíma. Engan skipverja sakaði. Af strandstaðnum var skip- brotsmönnum ekið til Grinda- víkur, en þar var þeim búin rausnarleg móttaka af hálfu kven félagsins á staðnum, en formaður þess, frú Ingveldur Einarsdóttir og aðrar félagskonur, höfðu heit- an mat og aðra hressingu, er strandmenn komu þangað. „Jón Baldvinsson" var einn af glæsilegustu nýsköpunar- togurum fslendihga, 700 lest- ir að stærð, smíðaður árið 1950 í Aberdeen. Togarinn þótti hið bezta sjóskip og hafði í hvívetna reynzt hið ágæt- asta skip. Vísir átti sem snöggvast tal við Hafstein Bergþórsson, annan f ramkvæmdastj óra Bæj arútgerðar Reykjavíkur, og sagði hann, að litlar horfur váeru á, að bjarga mætti skipinu. Eins og fyrr seg- ir, er grýtt mjög á strandstaðn- um, og skipið þegar tekið að brotna. Er ósennilegt mjög, að takast megi að bjarga því, og er tap skipsins mikið áfall fyrir land og þjóð, — en það var niikil Framh. á 5. síðu. ----*---- ítalir og kjamorkan Viðræðiun Scelba forsætis- ráðherra Ítalíu og Eisenhovvers forseta er lokið. Viðstaddir vom dulles og Martino. í samedginlegri tilkynningu er m. a. sagt, að Bandaríkiu munj veita ítölum aðstoð til friðsamlegrar hagnýtingar- kj arnorkunnar. — Ráðherram- ir voru einhuga um að vinna aS meiri algerri einingu Evrópu- þjóða. ----*---- Eisenhower ésammáia Churchiif. Eisenhover forseti sagði í gær, að hann væri ekki sam- mála Churrhill um, að Jheppilegt væri að fara þá leið til lausnar heimsvandamálum, að helztu stjórnmálameim kæmu samau fyrstir allra. Kvaðst Eisenhower sannfærð ur um, að bezt væri að byrja á jafnsléttu og fikra sig upp eftir tindinum. ----★----: k Kínverskir kommúnístar til- kynna, að þeir ætli að flytja nokkurn hluta herliðs síns frá Norður-Kóreu. Öryggisráðið hefur vítt Israel fyrir árásina við Ghaza og að þessu sinni skarst fulltrúi-Rájð stjórnarríkjanna ekki úr leik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.