Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 8

Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 8
VlSIK er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. 9 Fimmtudaginn 31. marz 1955 Þeir, sem gerast baupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Simi 1660. Aldarafmælis frjálsrar verzl- unar miiuizt á morgun. Vegleg hátíðahöld í stærstu kaup- stöðum landsins. r Aldarafmælis frjálsrar verzlun- S»r á íslandi verður minnzt á morgun um land allt, en aðalhá- tíðahöldin verða hér í Reykjavík. Verzlanir, skrifstofur og bankar verða lokuð allan daginn, sýning- iargluggar skreyttir og margt til hátíðar. Síðdegis verður haldin í Þjóðleikhúsinu hátíðarsam- koma, veglegt minningarrit verð- ur gefið út, kvöldveizla hald- 3n að Hótel Borg og loks verður dagskrá útvarpsins að verulegu leyti helguð afmælinu um kvöld- íð. Þess er vænst, að fánar verði idregnir að hún um allt land þenn an dag, Hátíðarrit dagsins nefnist „ís- lenzk verzlun" og hefur Vilhjálm ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri rit- að það, en i því eru einnig nokk- ur ávarpsorð í tilefni aldarafmæl- isins frá forseta íslands. Dagskrá hátiSarsamkomunnar i ÞjóSleikhúsinu vérSur á þá lund, að formaður liátíðarnefnd- ar, Eggert Kristjánsson aðalræS- ismaSur, setur hátíðina, Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra flytur ræðu, Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri flytur ræðu, en ávörp flytja þeir Erlendúr F.in- arsson forstjóri fyrir Samband isl. samvinnufélaga. Kristján Jóns son kaupmaður fyrir Samband smásöluverzlana, Guðjón Einars- son fulltrúi fyrir Verzlunar- mannáfélag Réykjavíkur og Égg- «rt Kristjánsson fýrir Verzlunar- ráS íslands. Þá syngur Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sigurð- *r Þórðarsonar en Guðrún Á. Símonar og GuSmundur Jónsson syngja tvísöng og einsöngva. For- seti íslands, ríkisstjórn, sendi- herrar erlendra ríkja og margt annarra gesta verða viðstaddír hátíðina og verður henni útvarp- að. Um kvöldið flytja þeir ræður yfir borðum á Hótel Borg Stein- grímur Steinþórsson, félagsmála- rá'ðherra, Sigurður Sigurðsson I yfirlæknir og Björn Ólafson fyrr verandi viðskiptamálaráðherra. ,í dagskrá útvarpsins verður samfelld dagskrá um verzlúnar- hætti fýrr og riú, en auk þess flytja þeir ávörp Steingríinrir, Steinjrórsson, Sigurður Sigurðs- son og Björn Ólafsson. Verzlvinarstéttin stendur lieil- steypt að þessum hátíðahöldum. Hér í Reykjavík eru það Verzl- unarráð íslands, Samband ísl. samvinnufélaga, Samband smá- söluverzlana og Yerzlunarmanna félag Reykjavíkur, sem tóku höndum saman um að lirinda þeim í framkvæmd. Samtímis þessum liátíðahöldum liér i Rvik fara fram hátíðahöld í stærri kaupstöðum landsins, þar scm sami háttur er á hafður um fyrir- komulag þeirra. -----*----- Handlærabátar vetða fyrir bæjarnsarkað. Línubátar frá Reykjavík munu hafa farið síðasta róður sinn í gær, en verða nú stöðv- aðir vegna verkfaBsins. Ekki mun þetta þó hafa nein áhrif á fisksöluna í bænurn, þar eð línbátarnir hafa aðallega lagt upp hjá frystihúsunum, en fiskbúðirnar fá sinn fisk frá bátum, sem eru á handfæra- veiðum. Allmargir bátar eru nú byrjaðir handfæraveiðar frá Reykjavík og hefir afli þeirra verið sæmilegur, t. d. fekk einh 4 smál. í gær. Verði gæftir sæmilegar, og afli líkt og und- anfarið er búizt, við að hand- færabátarnir veiði nægilegt fyiT Reykjavíkurmarkaðnn. Bretar flytja herafla sinn frá Irak, sem fær yfirráð flugvalla sinna. írak og Stóra Bretland hafa gert með sér nýjan sáttmála, er kemur í stað jiess, er í gildi hefir verið siðan eftir styrjöld- ina. Flytja nú Bretar lið sitt frá frak £ áföngum, en írak fær yfirráð flugvalla sinna. Sir Antliony Eden gerði grein fyrir hinum nýja sáttmála í neðri málstofunni í gær. Kvað hann samkomulagsumleitanir haí'a verið lengi á döfinni, en írak hefði óskaá þess að fá yfir- aráð flugvallanna i sinar hendui', en Bretai’ hefðu haft þau til ör- yggis landvörnum í þessum iiluta heims. Nú hefði það gí'eitt fyrir lokasámkomulagi, áð írak væri tengt vömum frjálsu þjóð anna með vamársáttmálanum við Tyrkland, er væri aðili að Norður-Atlantshafs varnar- bandalaginu. Gert er ráð fyrir, að Bretar flytji burt % liðs síns í mai næstkomandi, % í október næst komandi, og það sem eftir er verður flutt í marz á næsta ári. Bertar veita tæknilega aðstoð til viðhalds tækjum og mairn- virkjum. og til leiðbeiningar, og samvinna verður áfram milli Breta og írakmanna um skipu- lag og áætlanir á sviði land- varna. Á fundi sameináðs þings í ír- ak voru gerðir ríkisstjómarinn- ár í hiálinu samþykktar ein- róma. Skipstjori Chur- Danski herinn liefur tekið upp kennslu í ýmsu því, er lýtur að kjarnorkuhernaði. Hér sést hermaður kanna, hvort fallbyssa, sem velt hefur verið, sé geislavirk. Hæringarskortur veMur imkSuiin barnadauBa í M.-Ameríku. Aimttð liverí bitrn iiiisii deyjii þajr ur næringarskoríi. N. York. (A.P.). — Bama- hjálparsjó'ður Sameinuðu þjóð- anna hefir látið fram fara rann- sókn á mataræði manna í fimm Mið-Ameríkuríkjum. Hefir hún leitt í ljós, að nær- ingarskortur er mjög algengur í þeim, og mikill mannfellh' af hans völdum, en einkum kemur hann niður á börnum, eins og nærri má geta. Ríki þau, sem hér er um að rseða, eru Guate- mala, E1 Salvador, Honduras, Nicaragúa og Panama. Hefir dr. Charles G. King, prófessor í efnafræði við Columbiaháskól- ann, ferðast um öil rikin óg gef- ið skýrslu um athuganir sínar. Böm undir 5 ára aldri verða verst úti, en hinsvegar héfir næringarskorturinn ekki eins mikil áhrif á mæður þeirra. Komst dr. King meðal annars I að því, að annað hvert bam, sem deyr í; sjúkrahúsum þessara landa, deyr beinlínis vegna næringarskorts. Allskonar sjúkdómar og bæklun eru, vegna þekkingar- skorts, talin stafa af slæmu ViðsRIpt! við Dani. í dag, hinn 30. marz, var und- irritað í Reykjavík samkomu- lag um viðskipti milli Islands og Danmerkur, er gildir fyrir tjmabilið frá 15. marz 1955 til 1*4. marz 1956. Er það samhljóða viðskiptasamkomulaginu inilli landanna frá 11. júní 1954, sem féll úr gildi hinn 14. þ. m. Samkomulagið undirritaði fj-rir íslands hönd dr. Kristinn Guðmundsson utarii-íkisráðh. bg fyrir hönd Danmerkur frú Bodil Begtrup, sendiheira Dana á ís- landi. hreinlætisástandi og innvortis kvilíum. Nákvæmar rannsóknir hafa hinsvegar leitt í ljós, að næringarskorti er fyrst og fremst um að kenna, og hann á sök á ýmsum dauðsföllum, sem talin eru stafa a£ öði'um orsök- um. Dr. King telur, að mikilvæg- asta skrefið til að bæta heilsu- far manna í löndum þessum sé, að efla sem mest nautgriparækt með mjólkurframleiðslu fyrir augum, og auk þess verði al- menningi kennd sem mest rækt- un matjurta, og loks verði fiskveiðar auknar. Þurfa Sþ. að hlaupa undir bagga með ríkis- stjómum þessara landa, til þess að þétta geti gerzt nógu fljótt. í allan gærdag stóðu yfir I /eshnannaeyjuin réétarhöld /fir brezka skipstjóramim á ogaranum Churchill, og verð- ir þeirn haldið áfram í dag. Skipstjórinn neitar öllur.i ;akargiftum, en sámkvæmt' nælingum varðskipsins var togarinn áð veiðum 0,8 sjó- mílur innan við friðunarlínuna, þegar fyrst sást til hans. Síðar kippti skipið út fyrir línuna og kastaði þar, og þóttist skip- ;tjóranum koma það mjög; á óvart þegar varðskipið kom þar að honum. Brezkt eftirlitsskip, sem var við Eyiar var kallað inn í gær að beiðni skipstjór- ans á Churchill, til aðstoðar við hann í réttarhöldunum. Búizt er við að dómur falli í máli skipstjórans í dag. ----*----- Varnir í vestri uiMÍir kjariiorkH- vopnum komnar. Gruenther hershöfðingi, ýf- irmaðrn- vamarherja vestræim þjóðanna, á meginlandi álfunn- ar, sagði í gær, að þær yrðu að reiða sig á kjarnorkuvopn til varnar, yrði á þær ráðist. Kvað hann m. a. svo að orði, að reginmunur væri á styrkleika herjanna í austri og vestri. — Rússar og fylgiríki þeirra réðu yfir margfallt meiri herafla en vestrænu þjóðirnar. — Gruenther gerði grein fyrir skoðunum sínum um þetta efni, í viðurvist McMillans land- vamaráðherra Bretlands og ým issa sendiherra NA-ríkjanna. B-47. Gruenther ræddl eínnig um B-47, nýjustu sþrengjuflug- virki Bandaríkjanha, seni fljúga hraðara og hærra, en nokkrar sprengjuflugvélar aðr- ar, enda eiga Rússa engin her- tæki enn, sem duga gegn þeim. Bevan dregur úr stóryrðum. Lofar nú bót og betrun. Bevan jhefú* verið tekinn í sátt, eftír að hann hafði lofað bót og betrun. Sleppur hann við að verða rekinn úr flokknum, en brott- vikningin úr þingflokknum gildir fyrst um sinn, og situr Bevan á þingi sem óháður verklýðsþingmaðui'. Pi'amkvæmdastjóm Verka- lýðsflokksins hafði komizt að raun um, að gildar oi-sakir. höfðu l’egið til bi'ottvikningar Bevans úr þingflokknum. — Bevan hefir lýst yfir, að hann harmf það að hafa valdið Cle- ment Attlee leíðtoga flokksins erfiðleilcum, og lofar hollustu og góðri hegðun framv’egis. — Þáð hefir ekki komið með ölíu á óvaint, að Bevan slyppi v;ð brottvikningu, eftir ræðu hans í Sbeffield, þar sem hann lýsti yfir, að flokkurinn stæði alltaf ofar einstaklingnum, og hann kvaðst aldrei mundu leggja lið klofningsflokki. ® Viðskiptasamningur hefur verið un.dirritaðui* milli Júgóslavíu og Kúmeníu. Samkvæmt honum nema ársvi'ðskipti um 100 millj. króna. — Júgóslavía hefur gert viðskiptasammng við flest Kominformlandanna, eftir að ýfingar þessara landa við Júgóslavíu voru látnar niður falla, sam- kvæmt fyrirskipun frá Moskvu. Brezka flugfélagið British Overseas Airways boðar nýj- an farmgjaldataxtal á leiðrim yfir Norður-Atlántshgf á srimri komanda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.