Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 4
1 VÍSIR Fimmtudaginn 31. marz 195-S wfisawl . I D A G B L. A Ð . i Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssön. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. HúsnæÖísmólin. Ríkisstjórnin hefur nú Iagt fyrir Alþingi frumvarp að miklum lagabálki, sem fjallár um húsnæðismál landsmanna, og er gert ráð fyrir, að með framkvæmd þessarra laga muni verða fundin viðunandi, varanleg lausn í þessum efnum. Hefur nefnd manna unnið við samning frumvarpsins undanfarna mánuði, en þegar núverandi stjórn var mynduð, var um það samið milli flokkanna, sem að henni standa, að lagt yrði kapp á að koma húsnæðismálunum í lag. Var komizt svo að orði um þetta í málefnasamningi flokkanna: „Tryggt verði aukið fjármagn til íbúðabygginga í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum, lögð áherzla á að greiða fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem nú eru í smíðum og lagður grundvöllur að því að leysa þetta vandamál til frambúðar.“ En nú fyrsta skrefið stigið í þessum tilgangi. Það er litlum vafa bundið, að húsnæðismálin eru meðal þeirra mála, sem nauðsynlegast er að finna sem öruggasta lausn á. Fyrsta verkefni þjóðfélags er að afla sér framleiðslu- tækja og efla þau, sem mest má verða, en síðan að búa svo að þegnunum, hvað húsnæðið snertir, að þar geti hver einstakling- ur notið mannsæmandi hibýla. Ekki verður annað sagt en að landsmenn hafi lyft Grettistökum á sviði atvinnulífsins, því að fyrir hálfri öld mátti þjóðin heita allslaus, en nú er hún ekki verr búin að þessu leyti en margar þjóðir, sem framarlega hafa staðið á öllum sviðum um aldir. Óhemju fjármagni hefur verið varið til uppbyggingar atvinnuveganna á undanförnum ára- tugum, og miklu fé hefur einnig verið várið til húsabygginga, þótt ekki hafi það nægt til að fullnægja þörfunum. Að undanförnu hafa verið gerðar ýmsar ráðstáfanir til að hjálpa mönnum við íbúðabyggingar, því að lánsfjárskorturinn hefur verið mjög bágalegur og raunar sifellt vandamál. Nú er hinsvegar gert ráð fyrir, að með þeim lagabálki, sem nú hefur verið lagður fýrir Alþingi, verði þetta mál tekið fastari tökum en áður, og reynt í eitt skipti fyrir öll að koma því á traustan grundvöll. Er um ýmis nýmæli að ræða, svo sem að sett verði á laggir húsnæðismálastjórn, er beiti sér fyrir umbótum í hyggingamálum, komið á fót almennu veðmálakerfi til íbúða- bygginga, og verði hámarkslán á íbúð hundrað þúsund krónur. Ef að lögum verður, er hér eitthvert merkilegasta mál, sem þingið hefur fengið til meðferðar á þessu sviði, og mun leysa vanda margra, sem nú sjá litlar líkur til að komast í eigin húsnæði af eigin rammleik. Væntanlega kemst þá einnig skriðiu- á að útrýma heilsu- spillandi húsnæði, enda gert ráð' fyrir því, í ofangreindum lögum, að varið verði allt að þremur milljónum króna á ári d þeim tilgangi gegn jafnháu framlagi frá viðkomandi bæjar- og sveitarfélögum. Ber mjög að fagna þessu frumvarpi ríkis- s.tjórnarinnar, og mun það almannaipál, að hún hafi markað stefnuna af stórhug. Olíufhitnmgarmr. TTndanfarið hefur einna mest verið deilt um olíu og olíu- ^ flutninga í sambandi við verkfall það, sem nú stendur. Tilkynntu verkfallsmenn á sínum tíma að þeir mundu setja olíuskip olíufélaganna í bann vegna verkfallsins, svo að ekki mundi verða hægt að losa þau úti um land, enda þótt þau væru send með olíu til ýmissa hafna, sem voru komnar í þrot að þessu leyti eða því sem næst. Með því móti ætluðu verkfalls- menn að knýja fram stöðvun framleiðslunnar á enn fleiri stöðum en verkfallið náði til, svo að öngþveitið yrði sem mest og víðtækast. En svo hefur brugðið við, þar sem skipin hafa komið með oliuna, að þeim hefur verið tekið þar opnum örmum, ef svo má að orði komast, og hafa menn úti um land því haft bamr verkfallsmanna að engu. Þeir hafa enga löngun til að hætta vinnu, þótt kommúnistár og kratar hér á suðvesturlandi ákveði að gera verkfall, og virðast líta svo á, að verkfallið sé einka- fyrirtæki þeirra manna hér syðra, sem hafa hrundið því af ístáð, svö áð ékki sé ástíéða til að það vinni tjón yíðar en hér aim slóðir.’ Er það heilbrigð og skilfanleg afstáðá. ÞingsáiyktimartiHaga um „postgiro-"stofnun hér. Slík stofnun talin greiða greiða fyrir reiknings- viðskiptum og föstum greiðslum manna. Fram er komin á alþingi þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að láta framkvæma aíhugun á því, hvört hagkvæmt. muni að koma hér á póstafgreiðslufyrirkomu- Iagi eins og því er mjög tíðk- ast erlendis og kallað er „postgiro“ á Norðurlöndum, en það felst í því að auðvelda öll reiknhigsviðskipti og fastar greiðslur mamia. Flutningsmenn þingsálykt- unartillögunnar eru Sigurður Bjarnason, Ásgeir Bjarnáson og Gylfi Þ. Gíslason, og er hún flutt samkvæmt ósk Neytenda- samtakanna, sem aflað hafa sér víðtækra gagna um „postgiro“- stofnanir á NorðmTöndum. Þingsályktunartillögunni fylg- ir svo hljóðandi greinargerð: „Kjarni þessa fyrirkomulags er sá, að stofnanir og' einstakl- ingar geta opnað reikning hjá „postgiro“-stofnuninni og ávís- að greiðslum þaðan og þangað. Þeim mun fleiri sem slíka reikninga hafa, þeim mun meira verður um hreinar milli- færslur að ræða milli reikn- inga, og það er stærsti kostur fyrirkomulagsins. Það sem á- vinnst, er m. a. þetta: 1. Reiðufé þarf ekki að nota, þegar slíkar greiðslur eru innt- ar af hendi. Þannig verður komizt hjá allri áhættu við Skömmu eftir nýár í vetur auglýsti hestamannafélagið Léttir á Akureyri tamninga- stöð. Byrjað hún starfsemi sína 1. febrúar og mun hún standa til maíloka. Tamningargjald er 265 kr. á mánuði og eiga eig- endur að leggja til fóður. Á stöð þessari eru nú 24 hross. Tamningamennirnir eru tveir, þeir Þorsteinn Jónsson, sem er stjómandi hennar, og Þorvaldur Pétursson. Fara þeii- daglega með 10—12 hross í smáferðir í nágrenni bæjaiúns og slást þá oft í förina hesta- menn, sem eru að liðka hesta sína. Frá þessu er sagt í ágætri giæin í síðasta tbl. Dags á Ak- ureyri og segir þar ennfremur: „Með stuttu millibili er áð og hnakkur lagður á nýjan reið- skjóta. Oft er gaman að sjá ungviðin stíga sín fyrstu spor með hnakk og mann á baki. Mistök við þetta tækifæri geta ráðið úrslitum um framtíð hest- anna. —• Tamningamaðurinn verður að vera gæddur þolgæði og vaskleika, og hann verður að vera við öllu búinn. En oft- ast gengur þetta árekstralaust. Tíminn líður fljótt og degi tek- ur að halla fyrr en varir. Hér lítur enginn á klukku, og ekk- ert er eftir henni farið. Hér er komið út fyrir hin vanabundnu störf, er bundið hafa okkur við klukkuna frá morgni til kvölds. — Þó líður daguT að kveldi og heim er haldið. Menn eru þreytt ir og héstahópurinn auðsveip- ur og feginn grænni tuggu og geymslu peninga og engin hætta verður á mistalningu, þar eð engin peningatalning þarf að fara fram, ef einungis er um millifærslur að ræða. Bókhald og endurskoðun reikningshafa verður einnig einfaldara. 2. Menn geta greitt hvers konar gjöld á fyrirhafnarlítinn hátt, sérstaklega þeir, sem hafa ,,postgiro“-reikning, en hinir geta einnig greitt gjöld sín öll á einum stað til þeirra aðila, sem reikning hafa, en það mundu. að sjálfsögðu verða allar opinberar stófnanir. Fyr- ir alménning yfði það mikið ■hagræði hjá því sem nú er, að geta greitt skatta, iðgjöld, rafmagns- og símareikninga. o. s. frv. á þennan hátt. Þá mundi þetta kerfi og spara margar vinnustundir, sem nú er sóað í það eitt að inna af hendi lögskipuð gjöld, sem aðeins er veitt viðtaka á al- mennum vinnutímum. Hvað rekstrinum á „post- giro“-stofnuninni viðkemur, hefur mikill hágnaður verið af þéim erlendis víðast hvar, og stofnanir þessar hafa getað lánað út verulegt fé, í Svíþjóð hefur undanfarið verið um tveggja milljarða sænskra króna innstæða að jafnaði í ,,postgiro“_ stofnuninni.“ Úrslit í tvímenningskeppni Bridgefélags Reykfavíkur..... I gær var spiluð síðasta um- ferð í tvímenningskeppni Brid- gefélags Reykjavíkur, þar sem keppt var um þátttökurétt í Barometerkeppni Bridgesam- hands íslands, er háð verður hér í Reykjavík um páskana. Stigatala 14 efstu paranna varð þessi: Jón Stefánss. — Þórh. Þor- steinss. 292.5, Árni M. Jónss. — Jón Guðmundss. 281. Eiríkur Baldvinss. — Pétur Halldórss. 262. Halldór Símonars. — Júlí- us Guðmundss. 255. Sveinn Helgas. — Ingi Eyvindss. 251.5. Karl Jónss. — Grímar Jónss. 284. Ingólfur Isebai'n — Kristj. Kristjánss. 244. Símon Símon- ai'son — Þorgeir Sigurðss. 242. Hermann Jónss. — Stefán Sör- enss. 241. Bernli. Guðm. — Ámi Guðmundss. 239. Sigurjón Sigurbjs.. - Jónas Bjarnas.238.5 Hersveinn Þorst.ss. — Ingvar Kjartanss. 233.5. — Sölvi Sig- urðss. — Marínó Erlendss. 233.5 Ekki er fullráðið hve mörg af þessum pörum fá rétf til þátt- töku í Barómeterkeppninni. Fer það að nokkru eftir því, hvað þátttakendur utan af landi rnæta vel til keppninnnar. Þess má geta, að Barómeterkeppmn -hefir aðeins einu snni áður ver- ið háð hér á iandi, Það var ár- ið 1953, og gekicst. Bridgesaro- band íslands einnig fyrir heiini. Fyrir nokkrum dögum hirtisf hér í dálkinum bréf frá ungura manni sem. gerði það að tillögu sinni að tekinn væri upp sá hátl- ur að nota sérstakar skikkjur, ei’ væru í eigu kirkna, þegar svo bæri við að kistur væru bornar við útfarir úr og í kirkju. Stakk' bréfritarinn upp á þvi, að skikkj- ur þessar væru svartar. Þetta bréf hefiir fengið misjafnar undirtejit- ir, en nokkrir lcsendur hafa liringt til'min og rætt við mig um málið. Er að leggjast niður. Sóknarprestur cinn héðan up bænum átti tal við mig og sag'ðisfc hreinskílnislega vera andvigur hugmyndinni, og taldi ekki rétí: að hafinn væri neinn áróður fyr- ir því að kirkjurnar færu að c.iga slikar skikkjur. Benti hann rctti- lega á það, að varla myndi notk- un þéirra verða mikil, þvi nií þegar flestar parðarfai’ir fara fram frá Fossvogskirkju, kæml það ekki til að kistur væru born- ar úr eða i kirkju. Útfararathafn- ir eru með nokkru öðru sniði frá Fossvogskirkju, en tiðkast hcfup áður, og þykja einkar smekkleg- ar og látluasar, eins og vera ber. Um þetta atriði háfði livorki bréf* ritarinn eða ég liugsað. Hvítar skikkjur. Þó voru ýrjisir, er leizt vel á! tillöguna um skikkjurnar, en kona ein hringdi til mín og var hug- niyndinni mjÖg meðmælt. En liún var andvig þvi að skikkjur þess- ar væru hafðar svartar, og sagði að sér fyndist nægilega drítnga- legt yfir siíkum athöfnum, þótí: ekki væri reynt að gera það enn drungalegra með 6—8 mönnum, er klæddir væru svörtum skikkj- um. Hún lagði til að skikjurnar væru livitar. Það kann að vera að hún liafi rétt fyrir sér, svo finnst mér að minnsta kosti. Ere vera má aftur á móti að þessi siður að bera kistur við útfarir eigi eftir að leggjast alveg niður, og þá kemur varla til að skikkjup verði notaðar í neini mynd. Eiga ekki fötin. Annars er það injög algengþ.aS karlmenn eigi ekki slíka viðbafn- arbúninga sem kjóliot eða „smók- inga“. Enda fer notkun slíkra fata minnkandi, og finnst ýmsum í of mikinn kostnað lagt að kaupa >sér dýr föl, sem varla eru notuð nemá nokkruni sinnum á ári hverju. Hér liefur það ckki komizt á, sein. mun alsiða erlendis, að hægt sú að fá slík föt leigð gegn endui’- gjaldi fyrir leiguna. Yæri eigin- lega ekki vanþörf á því, að þaíi væri hiegt. Menn láta sér nægja að eiga dökk föt, scm nægilegt cr i flestum tilfellum. Það væri verkefni fyrir þá, sem verzla með notuð föt að athuga livort ekki sé grundvöllur fyrir að liefja útlán. á kjólfötum og „smókingum", þótfc ég þykist nú fyrirfram viss um, að liér á landi séu men of „finir'* til þess að nota sér slikt. — kr. ----★------ © Höfuðmálgagn kommúnisíai í Austur-Berlín segir, aci hafin sé víðtæk þjálfuia verksmiðjufólks og æsku- lýðsfélaga í * vopnaburði, vegna fyrirhugaðs enclnr- vígbúnaðar í V.-Þ. • Til orða hefur komið, að ut- anríkisráðherrar Bretlands, Bandaríkjanna og Frakk- lancls korhi saman á ráð- stefnu am Indókína, og mura sainkomulsig hafa náðst i' grundvállaiftttriðum, j Tamningastöð á Akureyri. l'iii4 eiii eiii 24 folai* í úuiiiiiiioii.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.