Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 31.03.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn. 31. marz 1955 VÍSIR ■i.h.mWi ■ ii. iVi' LEIKSDPPUR Eftir ROBIN MAUGHAM 38 ,,Þér megið ekki fara frá mért“ Barker hélt enn um handlegg Johns föstú táki. „Verið þér ekki að æsa yður þannig. Eg mun setjast hjá yður. En ef þér ætlið að fara að hegða yður eins og kjáni hérna xnni, þá er eg farinn.“ ; Barker gekk þreytulega aftur að borðinu. Hann leit við á leiðinni til að ganga úr skugga um, hvort John kæmi nú areiðániéga 'á- éftir honum. Þeir settust við borðið. „Jæja segið mér þá, hvað fyrir hefur komið!'“ ,,Pat er farin. ... Hún hefur hlaupizt á brott frá mér,“ stamaði Barker og fór nú fyrst að kjökra fyrir alvöru.. „Þér verðið að reyna að jafna yður!“ „Eg hefði ekki haft neitt út á það að setja þótt hún hefði búið með yður, ef hún hefði aðeins komið oft í heimsókn til mín, eins og hún hafði heitið mér,“ stundi hann og gerði til- raun til að bæla niður grátinn. John starði á hann, án þess að skilja upp eða niður í orðum hans. „Eg skil yður ekki“, sagði hann taugaóstyrkur. Barker hugsaði sig um nokkra stund, áður en hann svaraði, Og John fékk ákafan hjartslátt af kvíða. „Á sama augnabliki og eg vissi, hversu illa hafði farið með hlutabréfin, gerði eg mér grein fyrir því, að Pat mundi hlaup- ast á brott til yðar. Eg var við því búinn,“ sagði Barker síðan og strauk um leið tárin úr augunum. ,;Hvers vegna eruð þér þá að æsa yður þannig?“ „Einmitt -þáð,“ tautaði Barker þá eins og með sjálfum sér. -„Einmitt það . ... Eg hefði eiginlega átt að geta gert mer það í húgarlund.“ „Hvað er eiginlega að? Segið mér það — gerið það fyrir alla rtiuni — er hún dáin?“ „Nei, hún er ekki dáin.“ Barker tók silkiklút upp úr vasa sínum og þerraði tár, sem hafði komizt fram á nefbroddinn á honum. „Hvar er hún þá niður komin? Hvers vegna er hún ekki hér?“ „Hún hefur unnið veðmál á kappreiðahest. Eg hélt, að þér munduð vita það.“ „Hvar er hún?“ „Eg hefi ekki hugmynd um það.“ John létti við þessi orð Barkers. „Þá hefur hún sennilega aðeins farið til gistihússins, þar sem við sétlum að búa í nótt.“ „Nei, John... . Hún hefur ekki farið þangað,“ sagði Barker og stundi þungan um leið. ,,Hún hitti Jack fyrir hádegi.“ „Bróður .sinn?''' „Jæja, svo að.hún hefur einnig talið yður trú um það,“ sagði Barker með hægð. „Nei, hún.hefm- ekki hitt. brcður sinn! Hann-er ekki bróðir hennar. .. . Viljið þér glas af víni, John?“ Nú varð John skyndilega innanbrjórts,, eins og jörðin hefði opnazt við fætur hans, en Bárkér virtist gleyma trega sínum, .þegar. hann sá, hve. ógurleg áhrif þefta haiði. á.Joím. Þegar þeir voru búnir að láta bera sér whisky, virtist Bai'ker jafna kig aftur. . ’ „Eg gerði ráð fyrir, að þér vissuð það.. . . Ef við hefðum aðeins verið einlægir hvor við annan, John, þá hefi eg getað orðið yður að liði.“ „Eg hefi ekki hugmynd um, um hvað þér eruð eiginlega að tala.“ „Jack er ekki bróðir hennar! Hann er viðhaldið hennar! Hún kynntist honum fyrir tveim árum, og síðan hefur hún verið alveg snarvitlaus í honum.“ „Þáð ér lygi!“ „Eg vildi óska, að svo væri!“ Barker leitaði nú í vösum sínum með titrandi höndum og fann loks miða, sem hann rétti John. John bar kennsl á rithönd Pat: - ,JC<pri Reg! ' j ' Eg kem enn einu sinni tií að sœkja það af dótinu mínu, sem er eftir hjá þér. Þú getur svipast um eftir annari stúlku, ef þig langar til að skemmta þér. Eg fer til Jacks . . . .“ „Nú er hún loltsins búin að krækja í hann,“ stundi Barker. Það var eins og rödd hans héyrðist úr miklum fjarska. And- litsdrættir hans voru afskræmdir, og John sá hann aðeins í þoku. Blóðið sté John til höfuðs og það ólgaði og sauð í eyrum hans. Honum léið svo illa, að hann hélt að hann mundi fá upp- köst þama, svo að hann lokaði augunum. „Nei... .“ stundi hann lágri röddu. John haf&i það á tilfinningunni, að einhver annar hefði sagt þetta en hann. Þetta gat ekki verið rödd hans! Hann gat ekki verið staddur þarná. Þessi veitingastofa, sem var full af reyk, ósmekkleg auglýsingaspjöldin á veggjunum, óhreinir stólarnir, ljótir trébekkir---------hann hlaut að sjá þetta vegna mar- traðar, einhvers ógurlegs draums.... John lauk upp augunum. Barker laut áhyggjufullur fram á borðið. í fyrstu skildi John ekki það, sem hann var að segja. „Við ættum að fara út fyrir og draga að okkur ferkst loft“, mælti Barker. Þéir. rúddu sér í sameiningu braut fram að dyrunum. Það va'r rigning úti fyrir. Þegar John fann kalda regndropa skella á andliti sínu, hvarf doðinn af honum. Hann nam staðar á götunni fyrir, framan Hjörtinn — ekki með Pat, af því að hún var á bak og burt — heldur með Barker, og- Þeg'ar hann leit í afskræmt andlit feita mannsins, horfðust þeir í augu. „Komiö þér með mér upp í íbúðina mína til að fá glas af víni,“ sagði Barker biðjandi. Þegar John leit á klukkuna, sá hann sé til undrunar, að hann hafði aðeins verið tiu minútur inni í veitingastofunni. „Já, eg þakka fyrir!“ Þegar þeir voru búnir að ná sér í leigubíl, gerði John til- raun. til að ná valdi á örvæntingu sinni, en hún helltist yfir hann; á nýjan leik, þegar hann var kominn upp í íbúð Barkers og sá þar gamalkunnugt v.eggfóðrið, ■ krómuð húsgögnin og seglskipið í flöskunni á arinhillunni. Hann gleypti í sig whiskyið, sem Barker hafði hellt í glas handa honum, og reyndi síðan að fylgjast af athygli með sögu þeirri, sem Barker sagði honum. ■ * Frásögn Barkers staðfesti það, sem hann óttazt, en þó vonað, að væri ekki á rökum reist. . Barker 'hafði ekki kynnzt Pat í verzlun. Hann hafði hirt hana upp af götu sinni, ef svo mátti segja, er hann rakst á hana grátandi í kjallaraveitingahúsi nokkru í grennd við Jermyn-stræti. Hún var fíngerð stúlka, einmitt af því tagi, sem. Bai'ker féll bezt í geð. Hún var um það bil átján ára gömui og líkami hennar var hrífandi. Hann gaf sig á tal við hana, lét færa þeim eitthvað að drekka.og spurði hana síðan, hvers vegna hún væri að grátáj j , . Á kvöMvökunni. Leiðinlegt mál kom nýlega fyrir lögreglurétt í París. Vínkaupmaður nokkur, á- kærður fyrir að hafa blandað. rauðvínið með vatni, mætti í réttinum og haf5i tólf ára gaml- an son sinn með sér. — Það er satt, að. vínið var blandað, herra lögreglufulltrúi, sagði vínkaupmaðurinn, — en ég er saklaus. Það var snáðinn þarna, sem blandaði vatninu í vínið. — Það er satt,. sem pabbí segir, sagði snáðinn, ,en ég var bara' að leika. — Og hvað \rarstu að leika? spurði dómarinn. — Vínkaupmann, heiTa dóm- ari, sagði snáðinn. Eftirfarandi atburður skeði í Ameríku. . ■ , í veizlu einni í- „Vilta vestr-- inu“ stóð einn af gestunum a fætur til þess að halda ræðu. En hann fölnaði, þegar hann sá, að sumir gestanna tóku upp tvíhleyptai' skammbyssur og lögðu á borðið hjá sér. En sá, sem sat við hlið hans,: hnippti í hann og sagði: — Verið óhræddur. Það eruð ekki þér, sem þeir ætla að skjóta, heldur sá, sem bauð yður. • Hinn mikli, frartskí rithöf- undur Marcel Pa'grtöl var dag: nokkurn að aka í.bíl sínum eftir. Rue de Rivoli, Hann kom að. vegamótum og á undan honurrfc var bíll, sem kona st-ýrði. Þeg-. ar græna ljósið kom,- sat -konan, kyrr og hreyfði; ekki bílinn. Hann flautaði og flautaði, en allt sat við sama. Loks steig konan út úr bílnum, gekk til hans og sagði: — Ef þér viljið gera svo vel og koma bílnum í gang fyrir mig, skal ég sitja hér á meðan og flauta fýrir yðuf. .laii. £ R. SuwouqhA - TARZAN - 1791 Tarzan var þyrstur og sendi því Manu er hræddur, sagði apinn. Tantor eftir, vatni- í ranann. Hann Sko! Þarná er Dango, hýenan. ■ jsrmv r Wt ;í«a IfnnöSí?''' Ucr M.&M'’rriiiB Mi M.Oi ,1:-; ■ “t jj f -isirno1'!,;::-f4isjks .oófiíT ..fnái.i I .æaöIó’tá3bí8''.níökaai:f!J?5J fji Hræðilega ógeðsleg skepna. nálg- Tarzan varð óttasleginn. Ef skepn- aðist hægt og hægt.! an. uppgötvaði, að hann, var búnd-. ; ' inn^ yrði,^pgrarj.miskunnar að. vænta,; innj yicu.i •fýHv'*' V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.