Vísir - 13.04.1955, Qupperneq 5
Þriðjudaginn 12. apríl 1955
VÍSIH
Magsaysay hærftist á fyrsta
ári forsetadáms síns.
Telifir það meginskyldu sisiaað
hjálpa smæSingjuní.
Þegar Ramon Magsaysay
varð forseti Filipseyja 1954, en
'iann er nú 47 ára, var hár
hans tinnusvart. Nú er hann
farinn að grána, en það er mjög
fátítt, að hár Filippseyinga taki
að grána, fyrr en menn taka
allmjög að eldast. Vitanlega
em það áhyggjurnar, sem for-
setaembættinu eru samfara, sem
fjölga gráu hárunum.
Magsaysay er maður fram-
takssamur og starfsamur og ber
ireiðanlega hag og velferð
þjóðar sinnar fyrir brjósti, og
nann tekur sjálfur svo virkan
þátt í öllu umbótastarfi og er
svo milcU leiðtogi, að margra
ætlan er, að framtíð eyjanna
sé að verulegu leyti undir því
komin, að þjóðin njóti starfs-
krafta hans og hæfleika sem
lengst.
Robert Alden, einn af frétta-
riturum New York Times, hefur
nýlega skrifað um Magsaysay.
Segist honum svo frá:
Malacan.
Herbergin í forsetahöllinni
eru feiknastór og nefnist for-
setahöllin Malacan. Þar eru
gólf lögð marmarahellum.
Krystallsljósakrónur gríðar-
stórar hanga þar í lofti, og tré-
skurðarmyndir fagrar eru á
stoðum og stólpum. Forsetahöll-
in var eitt sinn heimili spænsks
aðalsmanns, sem var forríkur.
Seinna varð hún bústaður
spænska landstjórans, og
stjómarfulltrúa Bandaríkjanna
enn siðar.
Olíumálverk
af öllum stjórnarfulltrúum
Bandaríkjanna, sem verið hafa
á Filippseyjum, hanga í her-
berginu, sem er aðalstarfsstofa
Magsaysay, sem er maður stór
og þrekinn af Filippseyingi að
vera. Hann virðist vera allæst-
ur á taugum, er hann ræðir hin
flóknu vandamál, sem hann á
við að stríða, gengur um gólf
og ýmist kreppir eða opnar
hnefana.
Tekur sjálfur
í taumana, ef--------
,,Ég verð að vei-ja þremur
klukkustimdum á hverju
kvöldi til að lesa bréf og skeyti
frá fólki, m. a. frá fátækum
bændum, sem setja allt sitt
traust á mig. Enginn getur
svarað nerna ég sjálfur, eða
rekið erindi þess. Fólkið snýr
sér til forsetans og ætlast til
þess, að hann sjálfur greiði götu
þess“.
Iðulega kemur það fyrir, að
einhver umkvörtun kemur svo
við forsetann, að hann leggur
af stað til einhvers fjarlægs
þoi'ps, til þess að rétta hlut ein-
hvers smælingja. Þessu til sönn-
unar er eftirfarandi
hjá öðrum. Loks sneri hann
sér að skrifstofustjóra nokkrum
og mælti:
„Ég sendi mann, er var
hjálparþurfi, á yðar fund í vik-
unni sem leið. Þér voruð svo
önnum kafinn, að hann gat ekki
fengið að tala við yður. Mér
virðist, að fyrst ég gat séð af
stund til þess að ræða við mann-
inn, hefðuð þér getað það líka.“
. I
saga úr daglega
lífinu.
Leiguliði kvartaði yfir því við
landsdrottin sinn, að hann
hefði tekið meira af hrísgTjóna
uppskeru sinni en heimilt er.
Landsdrottinn lætur nokkrar
bullur lumbra á manninum
fyrir umkvörtun hans til yfir-
valdaruia, Forsetinn heimsækii'
manninn, sem liggur veikur og
illa haldinn eftir barsmíðina á
fleti í kofanum, sem hann kall-
ar heimili sitt. Forsetinn fyrir-
skipar að taka jarðeigandann
fastan og að málið skuli tekið
fyrir í rétti, svo að hann og
þorparar þeir, sem réðust á
leiguliðann, fái makleg mála-
gjöld.
Slíkar sögur eru sagðar um
allar Filipseyjar, og þess vegna
treystir þjóðin forsetanum.
F ory stuhæf ileikar.
Magsaysay hefur mikla for-
ystuhæfileika —• og óvanalega.
— Fyrii' nokkru voru helztu
embættismenn landsins kvaddir
á fund forseta í fundarsal hall-
arinnar. Embættismennirnir
bjuggust við, að forsetinn
mundi ávarpa þá með stuttri
ræðu og því næst yrðu ýmis mál
tekin fyrir til umræðu á öðrum
vettvangi. Þegar forsetinn kom,
gekk hann frá einum embættis-
manni til annars og nefndi
hvern og einn með skírnarnafni,
hældi þeim, sem sýnt höfðu
framúrskarandi dugnað, en
gagnrýndi sleifarlag og mistök
Það, sem
muiia verður.
Svo sneri hann sér að öllum
skaranum:
„Eitt verðið þið allir að muna
framar öðru. Þið verðið að sinna
öllum. þeim, sem til ykkar leita
i og lítils eru megandi. Þeir, sem
mikið eiga undir sér, hafa ein-
hver ráð með að bjarga sér. |
Það er hlutverk okkar, að!
hjálpa þeim, sem raunverulega
eru hjálpar þurfi.“
Svo stikaði hann salinn á
enda og .mælti þaðan:
„Eg veit, að starfsmenn ríkis-
ins eru of lágt launaðir, og ég
mun leitast við að sjá um, að
þið faið launahækkun. Og eg
get lofað ykkur öðru: Enginn
ykkar mun auðgast í þjónustu
ríkisins. Eg veit hverjar eignir
hvers einstaks voru, er hann
gerðist starfsmaður hins opin-
bera, og eg mun vita, hverjar
þær verða, er þið hættið störf-
um.
Þið verðið ekki miklum efn-
um búnir, er þið hættið; þið
verðið gráhærðir og hrukkóttir,
og þið verðið þá mjög teknir að
lýjast; en þið munuð verða
ykkur þess meðvitandi, að hafa
þjónað landi ykkar vel.“
Svo gekk forsetinn snöggt,
einn síns liðs, út úr fundarsaln-
um.
„Próf. Gandolphi gerir uppskurðinn, en þér aðstoðið hann . . . .
En hvers vegna titrar hönd yðar svona, dr. Gerbrand?“ —
Mynd úr kvikmyndinni „Freisting Iæknisins“, er hér verður
bráðlega sýnd;1 Skáldsagan er komin ut á veguin Regnboga-
utyáfunnar.íRr bákin spennaudl og heillandi.
Kaþolskir menn
ofsóttir í Kína.,
í valdatíð kínverskra komm-
únista hafa 9 rómverskkaþólsk-
ir biskupar látið lífið vegna of-
sókna kommúnista, sumir voru
drepnir, en hinir létust í fang-
elsi, en 5 eru í fangelsi.
78 var vísað úr landi. Af um
3000 rómverskkaþólskum trú-
boðum, sem voru í Kína, eru að-
eins 67 eftir. Rómverskka-
þólski kardínálinn af West-
minster, dr.. Griffin, skýrði frá
þessu í stólræðu í tilefni af
fréttum frá Peking' um, að 3000
manns hefðu hlýtt messu í ka-
þólskum kirkjum á páskadag.
Þetta gæti verið rétt, því að
enn væru til kapólskar kirkjur
í Kína, sem ekki hefði verið
lokað, að því er virðist til þess
að láta líta svo út, sem trúar-
bragðafrelsi ríkti, en tölur þær,
sem hann hefði nefnt um of-
sóknir í garð kaþólskra manna
töluðu sínu máli.
N. York (AP). — Innan
skamms verður úr því skorið,
hvort kjarnorka verður látin
knýja járnbrautalestir Banda-
ríkjanna.
Eru þegar til uppdrættir af
„eimreið", sem knúin yrði
kjarnorku, og hefur tveim
dráttarvélasmiðjum verið falið
,að athuga, hversu. heptugt
muni 'vérá‘' ":‘áo v smíoa sííkar
dráttarvagna.
Þetta er ÍR-liðið, sem vann fslandsmeistaratig-nina í
körfuknattleik.
er hús Iðnaðarmannafélagsins við Lækjargötu (gamli
Iðnskólinn). Leigutilboð í allt húsið að undanskilinni
rishseð,. sendist til gjaldkera félagsins, RagnarS Þórarins-
sonar, Túngötu 36, eða Laufásveg 8 fyrir 20. þ.m.
FÉLAGSSTJÓRNIN.
f}¥* |
HRINGUNUM fjf
FRA I
Þar sem VISIR kemur framvegis út árdegis á
laugardögum, þurfa auglýsingar að hafa borizt
blaSinu fyrir
KL, 7 A FÖSTUDÖGUM.
'ezt á au
Vísi.
Eg undirr óska að gerast áskrifandi Vísis.
Nafn ..........................................
Eg undirr. . . . óska að gerast áskrifandi Vísis.
Heimili .....................................
Mánaðargjald kr. 15,00.
Sendið afgr. blaðsins þenna miða útfylltan eða
hringið í síma 1600 og tilkynnið nafn og heimilisfang.