Vísir - 20.04.1955, Page 11

Vísir - 20.04.1955, Page 11
Miðvikudaginn 20. apríl 1955. vísm II stjóri Le Havre. Að vísu var hann álitinn heiðarlegur, stund- vís og áreiðanlegur, en hitt duldist honum ekki, að hann átti upphefð sína konu sinni að þakka. Þegar Roubaud var búinn að opna sardínudósina, byrjaði hann að vera óþolinmóður. Konan hans hafði lofað því að koma klukkan þrjú. Hvar gat hún verið? Hún gat ekki verið heilan dag að kaupa eina skó og nokkra nærkjóla. Þegar hann gekk' fram hjá speglinum, sá hann að hann var brúnaþungur. Heima í Le Havre datt honum aldrei í hug að efast um dyggð henhar, en hann leit á París sem spillingarfen og lastabæli. Blóðið steig honum til höfuðs og hann kreppti hnefana. Hann varð grimmur ,sem dýr, óvitandi um sitt eigið afl, og hefði getað kramið hana í blindri heift. Allt i einu stóð Séverine hlægjandi í dyrunum. — Hér er ég! hrópaði hún. — Þú hlýtur að hafa haldið, að ég væri týnd. Hún var há vexti, full yndjsþokka, beinasmá, en sívöl. Við fyrstu sýn virtist andlit hennar of langt og munnurirm of stór, til þess að hægt væri að segja, að hún væri lagleg, en ef nánar var aðgætt, leyndust miklir töfrar í leyndardómsfullum.bláum augunum. Þegar bóndi hennar svaraðd henni ekki, en hélt áfram að stara á hana gremjufullu augnaráði, sem hún kann- aðist vel við, hélt hún áfram: — Ég hef hlaupið. Það gekk enginn strætisvagn og ég vildi ekki eyða peningum í bíl, svo að ég hljóp alla leiðina. Finndu, hvað mér er heitt. — Þú heldur þó ekki að þú fáir mig til að trúa því, að þú hafir hlaupið alla leiðina frá Bon Marché! sagði hann reiði- lega. Með barnslegrí bliðu tók hún utan um hálsinn á honum og lagði hendina á munn hans. — Vertu rólegur, slæmi strákur! Þú veizt mæta vel, að ég elska þig. Hún talaði af hreinni einlægni, og honum var ljóst, að hún var saklaus. Hann þrýsti henni fast að brjósti sér. Þannig endaði það alltaf. Hreyfingar hennar lokkuðu hann til að gæla við hana, og hann hlóð á hana kossum, sem hún endurgalt ekki. Honum var það sífellt áhyggjuefni, hvað þetta stóra barn var hlutlaust og kalt í ástum. — Svo að þú hefur keypt upp allar vörurnar á Bon Marché, var það ekki? — Jú. Ég skal segja þér frá því. En við skulum borða fyrst. Þú hefur ekki grun um, hvað ég er soltin. Ég er með ofurlitla gjöf handa þér. Segðu: „Komdu með gjöfina mína!“ Hún hló og greip um einhver hlut í vasa sínum, en tók hann ekki upp. — Svona nú! Segðu: „Komdu með gjöfina mína!“ Hann hló góðlátlega og lét undan henni. — Komdu með gjöfina mína! Hún hafði keypt handa honum vasahníf vegna þess,, að hann hafði týnt vasahníf hálfum mánuði áður og séð mikið eftir honum. Hann dáðist mjög mikið að hnífnum. Henni þótti vænt um, hversu hrifinn hann var af hnífnum og hún sagði, að hann yrði að gefa sér smápening, svo að ekki slitnaði upp úr milli þeirra. — Við skulum borða, endurtók hún. — Nei, ekki að loka glugganum. Mér er hræðilega heitt. Hún hafði gengið til hans út að glugganum, hallaði sér á öxl hans og horfðd út yfir stöðina. Nú var reykurinn horfinn FjárhagsáætBun Húsavtkw. Frá fréttaritara Vísis. Húsavík í gær. Fjárhagsáætlun Húsavíkur- kaupstaðar var nýlega lögð fram. Aætluð útsvör nema 1,4 millj. króna. Aðalútgjöld eru 760 þús. kr. til skólabyggingar, þar af er 500 þúsund króna lán, sem liær- inn tekiu'. Tíí sundlaugar eru 150 þúsund, til slökkvistöðvar og verkfæra- húss 75 þúsund, til sima og vega- gerðar 230 þúsund og menntaT mála 142 þúsund. Mtírarar kannast ekki við Jón D. Jónsson. Reykjavík. 20. Iíérrá ritstjóriý apríl 1955. . í tilefni af frásögn blaðsins Vísir í gær um verkfallsmenn, er stöðvuðu vinnu við útskipun á brotajámi, skal þess getið, að Jó D. Jónsson, Laugavegi 24 B, er ekki meðlimur Múrarafélags Reykjavíkur, enda mun hann ekk; ha-fa nein réttindi í múr- smíði og því ekki rétt að nefna hann múrara. F. h. Múrarafélags Reykjavíkur Ásmundur J, Jóhannsson ritari. eóilecjt áunicir. Verzlunin Brekka, Ásvallagötu 1. eóileat óumar ! r Verzlunin Skeifan, Snorrabt'aut 48. 'eSilecjt óumar ! Verzlun Benónýs Benónýsssonar. eóileqt óumar l Toledo. eóilecjt óumar ! Bókabúð Lárusar Blöndal. eóiíecjt óumar! Sigurður Kjartansson, Laugavegi 41. eoiíejt óumar f Reiðhjólaverksmiðjan öniinn. eóitecjt óutnar ! Guðm. Þorsteinsson, guHsmiður Bankastræti 12. eóií'icj t óumar ! Þökk fyrir veturinn. Stórlioltsbúð, Stórholti ltí. / eóitetjt óumar / Skóbúð Reykjavíkur, Garðastræti 6, Aðalstræti 8, Laugavegi 20. hajj'í . j ntíöhLji eSiíecjt áumar i Hótel Borg'. eóilegt áumar! í Geysir h.f. eoiiecjt óumar! f Síld og fiskur, Bergstaðasíræti 37. Bræðraborgarstíg 5. eSilejt óumar f Ullarverksmiðjan Framtíðfn. eóueqt óumar Veizlunin Grund. eSilecjt óumar! í H.f. Shell á íslandi. r eSiletjt óumar! Gamla KompanÉið h.f. eSiteqt óumar! f Marteinn Einarsson & Co. Verzlunin Edinborg. Heildverzlun Ásgeir Sigurðssonar. Veiðarfæragerð íslands. eSitecjt óumar! f Efnalaugin Glæsir, Háfnarstræti 5, Laufásvegi 19. itecjt óumar / ' 'PC>2-'VX':‘ : Lúllabúð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.