Vísir - 27.04.1955, Qupperneq 4
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson-
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
AfgreiBsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.P.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan hX
Viðsjárnar í Færeyjunt.
fullvíst má telja, að fáar eða engar fregnir hafa vakið jafn-
mikla athygli hér í bænum undanfarnar vikur og atburðir
þeir, sem eru að gerast með frændum okkar Færeyingum. Meira
að segja liggur við, að eitt hið mesta verkfall, sem háð hefur
verið á íslandi, hafi horfið í skuggann, þegar talið berst að
Klakksvíkurmönnum og tíðindum þeim, sem þar hafa gerzt.
Þ,etta er í sjálfu sér ákaflega eðlilegt. Færeyingar eru náskyldir
okkur, og af þeim höfum við mikil og góð kynni. Þeir hafa
sótt á íslandsmið á skútum sínum um langt árabil, stundað
sjóinn með íslenzkum staxfsbræðrum á togurum og vélbátum,
unnið hér í landi, og hafa alla tíð verið miklir aufusugestir.
Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að íslendingar fylgist vel
með, er óvenjuleg tíðindi gerast í landi þeirra.
Það er góður siður að skipta sér ekki af eða leggja dóm á
það, sem kemur manni ekki við. Þess vegna verður hér enginn
dómur á það lagður, sem raunverulega er að gerast í Færeyjum.
Mál þetta er færeyskt innanríkismál, nánar tiltekið vegna ráð-
stöfunar á héraðslæknisembættinu á Norðureyjum, og virðast
skiptar skoðanir um það, sem þar er að gerast. Hitt er svo annað
mál, að samkvæmt þeim fregnum, sem hingað hafa borizt,
virðast menn einhuga um að mótmæla afskiptum erlends lög-
regluliðs af innanlandsmálefnum eyjarskeggja, og sýnist því
málið vera komið yfir á annað svið með komu lögreglumann-
anna dönsku.
Það er vitað, að Halvorsen læknir í Klakksvík, sem íbúar
þar vilja hafa á staðnum, þrátt fyrir aðrar skoðanir færeysku
landsstjórnarinnar, hefur átt í einhverjum útistöðum við dönsku
læknasamtökin síðan á hernámsárunum. Mun Halvorsen hafa
verið dæmdir til að greiða 600 króna sekt, en standa ella utan
við samtök danskra lækna. Þe.tta fé hefur Halvorsen neitað
að greiða, og þess vegna er hann í eins konar banni danskra
lækna.
Færeyska Ianusstjórnín ákvað, að Halvorsen skyldi ekki
sitja í embætti sínu til frambúðar, en þangað mun hann hafa
vérið ráðinn til bráðabirgða. Hins vegar telja Klakksvíkingar,
að það sé þeirra einkamál, hverjum þeir trúi fyrir lífi sínu og
limum, og má segja, að báðir hafi nokkuð til síns máls. Vafa-
lítið hefur færeyska landsstjórnin lagalegan rétt til þess að
að skipa annan mann í embættið, en hitt sýnist meira en
vafasamt að sækja það mál af svo miklu kappi sem raun ber
vitni.
Uíanaðkomandi mönnum sýnist, að það sé vafasöm ráð-
stöfun að 'reyna að fjarlægja Halvorsen lækni, þvert ofan í
vilja Klalcksvíkinga, svo eindreginn sem hann er. Enginn hefur
borið brigður á hæfi-Halvorsens sem læknis, svo að kunnugt
sé, og þess vegna verður að álykta, að hann sé fullkomlega fær
um að gegna læknisstörfum þar, enda virðast Klakksvíkingar
bera til hans óskorað traust.
Þá Iiggur 'það í hlutarins eðli, að það er meira en lítill ábyrgð-
arhluti að stofna til borgarastyrjaldar eða byltingar,. en við
borð liggur, að svo sé málum komið í Færeyjum. Oft veltir
lítil þúfa þungu hlassi, segir þar, og hér virðdst það máltæki
æ.tla að sannast áþreifanlega. Gera verður ráð fyrir, að stilltir
menn og góðviljaðir beri klæði á vopnin og sjái um, að ekki
verði barizt í Færeyjum. Mál þetta ætti að mega leysa, og þyrfti
enginn að hafa skömm af því að hafa getað firrt vandræðum.
Danska lögregluliðið, sem sent hefur verið til Færeyja, hefur
fengið vandasamt og vanþakklátt hlutverk. Menn verða að
hafa það í huga, að það var færeyska landsstjórnin, sem bað
um, að danskt lögreglulið yrði sent til eyjanna, og danska
ríkisstjórnin varð við þeim tilmælum. Það eru því.lögleg yfir-
völd Færeyinga sjálfra, sem hér bera ábyrgð á komu danska
lögregluliðsins, en ósennilegt má telja, að Danir kæri sig um
að beita þarna valdi að fyrra bragði.
Annars er margt á huldu um þetta mál, og þess vegna
skynsamlegast og á allan hátt réttast að varast að fella dóm
um það. Vonandi bera Færeyingar gæfu til að leysa mál þetta
með friðsamlegum hætti, en hins vegar fer ekki hjá því, að við
íslendingar fylgjumst af áhuga með því, sem þar gerist.
Færeyingar eru rólyndir menn og vafalaust seinþreyttir til
vandræða. Þetta mál er óvenjulegt, og vafalaust er það marg-
þættara og flóknara en virðast kann í fljótu bragði. En hita-
mál mikið er það, miklu meira en nokkurn gat grunað, enda
'verið lengi á döfinni, unz sauð upp úr.
Komið upp um hómó-
pata í sænska útvarpinu
Þóttist geta greint sjúkdóma með
því að horfa í augun á fólki.
Frá fréttaritara Vísis.
Enn er til fjöldi manns í
Svíþjóð, sem leitar til hómó-
pata og „viturra öldunga“ til
þess að fá lækmngu meina
sinna.
Er þetta næsta ótrúlegt á
þessari öld þekkingar og tækni.
Á undanförnum árum hefir
komizt upp um fjölda hómó-
pata og skottulækna, bæði
sænskra og erlendra, og hafa
sannnast svik og prettir á þá
alla. Þrátt fyrir þetta er all-
fjölmennur hópur manna, sem
hefir trú á slíkum loddurum og
lætur sér ekki seggjast. Fj'rir
fáum árum komst upp um slik-
an „lækni“, sem seldi „undra-
töflur“ við háu verði. enda þótt
sannað væri. að í töflunum var
áðallega sykur.
Fyrir skemmstu komu í út-
varp læknir og. „undralæknir“,
sem taldi sig geta sagt til um
sjúkdóma manna með því að
horfa í augu þeirra. Ýmsir telja,
áð þessi dagskrá verði reiðar-
slag öllum hómópötum og
,,vitringum“ í Svíþjóð.
Yfirlæknir við sjúkrahús í
Gautaborg lagðj ýmsar spurn-
ingar fyrir ,,augnaskoðarann“,
en hann gat ekki greint einn
einasta sjúkdóm rétt. Fyrsti
sjúklingurinn var hálfsjötugur
maður, sem kvaðst hafa „maga-
þembu“. Skottulæknrinn tók
upp stækkunargler og horfði i
augu mannsins, en sagði síðan.
að ekkert væri að maga manns-
ins, heldur að lifrinni. Hins veg
ar hafði röntgenmynd leitt í
ljós, að maðurinn var með
krabbamein í maga. Þar næst
kom kona, 35 ára, sem kvartaöi
undan bakverkjum. Þessi kona
hafði gigt, sagði skottulæknir-
inn. Læknirinn upplýsti þá. að
könan var með krabbamein í
móðurlífi. Þá kom maður, sem
skottulæknirinn sagði að hefði
botnlangabólgu, en sá var með
garnaflækju og átti að skera
hann upp við þeim sjúkdómi.
Loks kom kona, sem var með
alvarlega hjartabilun, en skottu
læknirinn sagðj að hefði slæma
húðöndun.
Þessi dagskxá leiddi í ljós,
hve háskalegt það er veiku
fólki að snúa sér ekki til mennt-
aðs læknis, enda vakti hún
feikna athygli.
Læknirinn, sem hér kom við
sögu í útvarpinu, skýrði frá
því, hvernig menn telja að þessi
augnskoðun vegna sjúkdóma sé
upp runnin:
Fyrir um það bil 100 árum
réðist örn á þýkan Iækni og
læsti lclónum í hann. Læknirinn
var nógu æðrulaus til þess að
taka upp hníf sinri og skera
fæturna af erninum. Meðan því
fór fram horfði örninn framan
x hann. Þegar læknirinn skar
af vinstri fót amarins, sá hann
ljósopið í. hægri auga hans
bi*eyttist, og þegar hann skar
hægri fótinn af, bi'eyttist Ijós-
opið í vinstri auga hans.
Stórhuga fyrirætlanir Fáks
r •
uan nyjan
Verðwr hann mjög fúllkominn,
með hringbrauf o. fl.
Hestamannafélagið Fákur hélt
aðalfund sinn í fyrrakvöld. í
félaginu eru nú um 250 manns,
og hestaeign félagsmanna
nemur okkuð á fjórða hundrað.
Samkvæmt upplýsingum, er
Vísir hefir fengið hjá foi-manni
félagsins, hefir Reykjavíkur-
bær afhent félaginu til umráða
um 6 hektara land við Elliða-
árnar, þar sem gamli skeiðvöll-
urinn er. Þar hyggst félagið að
koma upp fullkomnum skeið-
velli, með hringbraut. Enn-
fremur er í ráði að reisa þar
hesthús fyrir hesta félags-
manna, svo og hlöður, og loks
félagsheimili og æfingahús
fyrir inniæfingar, ens og mjög
tíkast erlendis, þar sem hestar
eru látriir leika ýmsar listvr.
Gerir félagsstjórnin sér vorur
um að geta byrjað að girða
landið í sumar, ef búið verður
í tæka tíð að ganga frá útmæl-
ingu þess. Hafa þegar verið
gerðir uppdrættir að skeiðvell-
inum, félagsheimilinu og öðr-
um marinvirkjum á svæðinu.
Eins og venjulega munu veð-
réiðar Fáks, fara fram á annan
í hvítasunnu, og munu þær að
þessu sinni fara fram á gamla
skeiðvellinum við EUiðaárnar.
eins og hann er nú, því að ekki
vinnst tínú tiL þess., að ,ggr,a
neinar breytingar eða endur-
bætur á homxrn að þessu sinni.
Fákur hefir undanfarin ár
haft Geldinganesið sem sumar-
beit fyrir hesta félagsmanna,
en þar er tæplega hægt að hafa
nema 100—130 hesta, og hafa
um sínum fyrir annars staðar
menn því orðið að koma hest-
t. d. á ýmsum stöðum í Mos-
fellssveit. Þá hefir félagið og
haft til afnota afgirt svæði í
Breiðholti þar, sem hestar hafa
verið geymdir um helgar.
í stjórn Fáks eru þessir
menn Þorlákur Ottesen formað-
ur, Þorkell Einarsson ritari,
Jón Brynjólfsson gjaldkeri og
meðstjórnendur Kristján Vil-
hjálmsson og Óli ísaksson.
Blöð í Vestur-Berlín hafa
gagnrýnt Bandaríkja-
menn fyrir meðferð 'þeirra
á Lysikov-málinu, þ. e.
vússneska piltsins, sem baðsl
hælis sem pólitískur flótta-
maður, en var um síðir af-
hentur foreldrum sínum.
Eitt mesta bankarán, sem
sögur fara af, var framið
fyrir nokkru í New York.
Ræningjamir kornust á
brott með um 305 þúsund
dollara úr Queens-bankan-
lun,
Miðvikudaginn 27. apríi. 1053 ■
Bergmál.
Eí'tirfarandi bréf barst Berg-
máli nýlega og hcfúr það beðið
meðal annarra, sem ekki hafí^
kornist að enn.
„Það liefur stundum verið skrig
að i blöðin um það, að m.jög
skorti á, að afgreiðslufólk í sölu-
búðum hér sé eins þjálfað í störf-
um sínum og æskilegt væri. Nií
er það svo, að það, sem iniður
fer i þessum efnum kemst ekki
i lag, þótt að sé fundið. Það þarf
lil dæmis í flestum tilfeliunr
meira en aðfinslur í blaði, tif,
þess að kenna sjálfsagða kurteisi
og alúðlega f'ramkomu fólki sem.
eklci hefur veri'ð kennt þetta ái
heimilum og í skóla. Að nokkrus
gagni koma þó áminningar S
^ blöðum, og ef til vill má einkunx
vænta þess, að atvinnurekendur
sinni slíkuro urpkvörtunuro, ogj
hafi meiri gát á því en nú tiðk-
ast, að afgreiðslufólk.þeirra sýnj
fulla kurteisi.
Eftjrbátar annarra þjóða.
Við íslendingar erum el'tirbát-
ar annarra'þjóða í þessum efnun*
þótt viðurkenna beiri, að margir,
atvinnurekendur hafi á þessu rét tj
an skilning, og margt afgreiðslu-
fólk kpmi óaðíinnanlega l'ram,
Nú á ég ekki við það, að af'-
greiðslulolk temji sér smeðjulegal
yfirborðskurteisi, sem er jafixi
andstyggileg og ókurteisin, held-»
ur að afgreiðslufólk sé viljugt, al-
úðlegt, hjálpsamt, en forðist a®
koma þannig fram, að' viðskipta-
vinurinn liafi á tilfinningunni, aS
hann sé afgrciddur af náð karlsi,
eða konu, sem telja sig upp-yfirt
það hafin að sinna starfi sinu.
Svo mjög bjátar á hjá okkur il
þessum efnum, að fullyrða má, að!
við eigum mikið ólært af öðrunj
menningarþjóðum.
Hvað gerist — stundum?
Hvað gerist hér stundum, efi! •
menn koma inn í sölubuð? Við-
slriptavinurinn býður góðan (lag,
én það er ekki tekið undir kveðju
hans. Piltur eða stúlka, sem hefiiii
hallað sér upp að borði cða hillu,
kemnr letilega og með fýlusvip a<S
borðinu ,og bíður eftir, að við-
slriptayinurinn taki til mál.s, J
stað þess að spyrja kurteislega og
alúðlega livers hann óski. Eg
ætla nú að nefna tvö dæmi málil
þessu til skýríngar, Piliur í verzl-
un, þar sem aðallega eru seldar,
tóbaksvörur, Ixendir yindlinga-
pakka á borðið með þóttasvip,
lekur við scðli og hendir svoi
skiptimynt á borðið. Orðin „ger-
ið þér svo vel“, og „þökk fyrir'*
éru ekki til i orðasafni hans. |;
þessa verzlun kem ég aðeinS
vegn.a þess, að annað starfsfólk eu,
kurteist og kann sín störf. Fram-
koma þessa pilts er jafnan á þessa
lund, að þvi er mér hefur virzt.
Hitt dæmið er úr brauðsölubúð,
þar sem kona hcfur sama báft á,
afgre.iðir alla með þótta, beudir,
peningum á borðið, og ekki lieyr-
ist hún bcldur segja „gerið þéx’
svo vel“, „þökk“, eða neitl I
þessa átt, og ég veit, að það ew
svo með fleiri cn mig, að ég í'orð-
ast að kojna. i þ.essa búð, á þeini
tima sem ég á víst, að fá slika
afgreiðslu, en mér hentar a8
verzla þarna, ög sem betur fer eri
afgreiðslan á öðrum tímum slik,
að engin ástæða er til umkvört-
uuar. ( ;
Vaiið þarf að vanda. ■
Það ínumli setja mciri menn-
ingarbrag á bæinn með þcint
mörgu verzlunar- og afgreiðslu-
stöðum, sem hér eru, cf stjórn-
endur fyrirtækja, þar sem .fram-
árinefnt cða (Svi|>að; A> • sécustað,