Vísir - 03.05.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 03.05.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 3. maí 1955. VÍSIR Ágætur árangur af árs starfi AA í Reykjavík. 37% félaganna hafa sigrazt algertegá eiá a5 verulegu Keyti á drykkjuhnelgB. Víðtal við Jonas (iuíVmuitcisson. foruiaiiis AA-samtakannai hei4 Fyrir skermnstu er liöið eitt ár síðan A.A.-samtökin hófu starfsemi sína hér í Reykjavík. Eins og kunnugt er, er hér um að ræða samtök fyrrverandi ofdrykkjumanna, eða manna, sem bindast samtökum til þess að vinna bug á drykkjuhneigð sinni. Slík samtök eru til víða um heim, bæði á Norðurlönd- um 6g eins í Bandaríkjunum, og hvar vetna hefur oi'ðið vel ágengt. Vísir hefur átt stutt viðtal við Jónas Guðmundsson, sem er formaður A.A.-samtakanna hér, og spurt hann, hver árang- ur hefði náðzt hér á þessu fyrsta starfsári samtakanna. „Eg get ekki annað sagt en að árangur verði að teljast mjög góður og athygliverður. Af um 230 manns, sem til sam- takanna hafa leitað, hafa 84 ýmist alveg komizt yfir drykkjuhneigð sína, eða tekið mjög verulegum breytingum til hins betra. Má segja, að um 37% þessarra manna, karla og kvenna, hafi annað hvort ekki bragðað áfengi nær allt þetta tímabil (sumir hafa ekki verið í samtökunum frá byrjun), eða þá minnkað áfengisnautn svo mjög, að hagur þeirra hefur á allan hátt batnað eða orðið allur amrar. Þetta er mjög góð- ur árangur á ekki lengri tíma. Af þessum 84 er um hehn- ingur, sem komizt hefur klakk- laust yfir drykkjuhneigðina, en hinii’ nokkrum sinnum orðið ölvaðir á árinu, en þá aldrei eins lengi, né heldur eins oft og áður. Menn verða að hafa í huga, að af þessu fólki er eng- inn, sem ekki er búinn að gera það upp við sjálfan sig, að hann á ekki samleið með áfengi, og hér er því ekki um neitt tízku- fyrirbæri að ræða. Þá má segja, að um þriðjung- ur þessara 230 manna og kvenna sé enn á byrjunarstigi, eins og við nefnum það, en síð- an er einn þriðji, sem hafa horfið okkur aftur, og við vit- um ekki um, hver áhrif AA- samtökin hafa haft á. Þess má geta, að AA-sam- tökin áttu upptökin að frum- varpi, sem flutt var á Alþingi í vetur, þar sem lagt var til, að heímilt sé að verja úr gæzluvistarsjóði fé til þess að styrkja félög og einstaklinga til þess að koma upp hjálparstöðv- um fyrir drykkjusjúka og starfrækja þær, eða upptöku- heimili fyrir diykkjusjúka. AA-samtökin líta svo. á, að félagsskapurinn geti ekki kom- ið að verulegum notum fyrr en hann hefur komið sér upp slíku upptökuheimili eða sjúkrahúsi, og að því verður unnið sleitu- laust. Loks skal þess getið, að AA- samtökin hafa skrifstofu í Að- alstræti 12, og þar skiptast nokkrir félagar á um að vera til viðtals fyrir þá, sem þangað vilja leita, kl. —7 alla virka daga nema laugardaga og sunnudaga, en sími þar er 7328.“ Að lokum sagði Jónas Guð- mundsson þetta: „Um þessar mundir er verið að ganga frá sambandi AA- félaganna á Norðurlöndunum fimm, og fyrir. skemmstu var ráðstefna haldin í Kaupmanna- höfn, sem fjallaði um það mál. Þangað kom einn fulltrúi okk- ar, Guðmundur Jóhannsson, en hann er einn af stofnendum AA-samtakanna hér, og hefur unnið mikið og gott starf.“ Vísir er kunnugt, að AA- samtökin hafa þegar orðið mörgum að liði, og að þar er unnið mikið og óeigingjarnt starf, og eiga samtök þessi því alla góðvild borgaranna skilið. Tommustokkar Slaghamrar á tmaewt BIYKJAVÍK WSMmMi uppreimaðir og lágir strigaskór. Ailar stærðir. Skósalan Laugavegi 1. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir h.f. Sími 5000 SK1PAUTG6RÐ RIKISINS Atli fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. ® Fyrverandi sjóliðsforingi í Tyrklandi hefir verið hengd ur fyrir njósnir í þágu Rússa. tlaejlvifit t TótneusttB'hfstjet £0 upiss hi. 3—30 «*.h. Aöýanfijiir ókerpís, MÁ LNSNG ttUSL Halígrímur Lúðvtgs»on lögg. skjalaþýðandi í eosku og þýzku. — Sími 80164. Garðyrkjtih áhöld NftíOMIÐ: Stunguskóflur, Stungugafflar Malarskófhir Sementsskófíur Píöntuspaðar Plöntupinnar Garðhrífur f 1f Káíkhppur Graskíippur Ljáir, norskir Ljábrýni Heyhrífur Vinroubtixnr Verð kr. 93,08. Fischerssundi. X* aupv ffulí ocf &ufur Vörðui* — Hvöt — Heirrodalksr — Oðinn Spiímk véiítl fM§ Wmrfagnmð halda Sjállstæðisfélögin í Reykjavík í Sjáífsfcæðishúsinu og ao Hótel Borg, miðvikud. 4. maí kl. 8,30 stundvíslega 1. Félagsvist. 4. Gamanf>áttur. 2. Ávarp: Sigurður Bjamason alþm. og 5. Happdrætti. N ;l Friðleiíur Fríðriksson, bifreiðastj. 6. Einsöngur: Guðm. Jónsson, óperusöngvari. 3. Afhencling verðlauna. 7. Dans tii kl. 1. Husið opnað khikkan 8. Húsinu lokað khikkan 8,30. Ath.: Sætamiðar verða afhentir í sltrifstofu S jálfstæðisflokksins eftir klukkan 5 í dag. Alít Sjálfstæðisfólk velkomið með húsrúm leyiir. — Mætið stundvísiega. SÖASTA SPItAKVÖUMB. Siálfeteíisfélögiii í Rtykjavik. * 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.