Vísir - 03.05.1955, Blaðsíða 8

Vísir - 03.05.1955, Blaðsíða 8
VfiS er ódýrasta Maðið eg þó það fjöl- breyttasta. — Hringiö f síma 1660 ®g gexist áskrifendur. Þelr, sem gerast kaupendur VtSIS eftlr 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypi* tii mánaðamóta. — Sími 1669. Þriðjudaginn 3. maí 1955. Sþ vilja auka ferða- log landa á milli. Efnahags- og félagsmálaráð þeirra ræða þetta mál. Efnaiiags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna iieíir hvatt til aukinna ferðalaga manna milli landa og gert sam- |>ykktir er miða að því að auð- velda mönnum ferðalög. Sautján af 18 fulltrúum ráðsins samþykktu tillögur um þessi mál er bornar voru fram sameiginlega af fulltrúum gentínu, Indlands og Bandaríkj Egyptalands, Frakklands, Ar- amía. Fulltrúi Ástralíu einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna vegna þess, að hairn sagði, að löggjöf um ferðalög væri í hönd um einstakra héraða í Ástralíu og gæti stjómin því ekki gerzt aðili að samkomulagi, er væri Tbindandi á einn eða annan hátt. Ýtarfegar ráðstafanir fyrirhugaðar. Allir voru fulltrúar ráðsins gammála um, að ferðafólk væri mikil búbót fyrir þau lönd, er nytu heimsókna þess, og að nauðsynlegt væri að gerðar yrðu ráðstafanir til að gera tnönnum sem auðveldast fyrir að ferðast til annarra landa. Fulltrúi Frakka gat þess t. d., að um 3.000.000 ferðamanna ’kæmu til Frakklands árlega og margt væri gert til þess að auð- velda ferðafólki dvölina. Enn mætti þó bæta og auka ráðstaf- anir, sem miðuðu að því að gera ferðafólld dvölina ánægjulega og þægilega. Franski fulltrúinn gat þess m. a., að í mörgum löndum væru strangari fyrir- mæli um ferðalög manna en verið hefðu fyrir 1914, og að viða um heim væri heilum hóp- um manna meinað að ferðast til annarra landa. Sumir ráðsfulltrúanna bentu á, að það væri ekki eingöngu fjárhagslegt atriði, að fá sem fiesta til að ferðast milli landa heldur væri það og menningar- mál, að þjóðir hefðu sem mest gagnkvæm samskipti og sæktu hverjar aðrar heim til að kynnast og skiptast á skoðun- um. Ráðið samþykkti, að fára þess á leit við skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, að hún rannsakaði ýtai'lega allar hliðar á þessum málum og gæfi ráðinu skýrslu um niðurstöður sínar. Fyrsti landhelgisdóimir skv. flugvélarmæliiigu. BíveHinn tópp í Hæstarétfi i anorgun. Ftnuhir boftaður í já í næstu vlku. Varsjá í Varsjá hefur verið boðaður fundur í naestu viku. Sækja hann fulltrúar Rússa og þeirra þjóða, sem fylgja þeim að málum. Fundurinn er í framhaldi af fundinum, sem haldinn var í Moskvu s.l. haust, þar sem ókveð- ið var, að Austur-Evrópulöndin hefði sameiginlega hcrstjórn, ef Parísarsamningarnir yrðu full- giltir. Rússar, Pólverjar, Ung- verjari Rúmenar, Búlgárar og Al- banir sitja fundinn og kínverskir kommúnistar senda þangað á- heyrnarfulltrúa. Bæjarbrtini « Skagafirði, f gær brann bærinn að Syðri Hofdölum í Skagafirði til kaldra fcola. Þetta var garaall timburbær, og kom eldurinn upp um kl. 12, og varð bærinn brátt alelda. Slökkvi liðið kom frá Sauðárkróki, en fékk ekki ráðið við neitt. Hins vegar tókst að vérja fjós og hlöðu, <en þau voru rétt hjá bænum. —- Bærinn og innanstokksmunir var ióvútryggt. Sóttu tækninám- skeið vestra. Nýlega koniu hingað til lands níu Islendingar, sem verið liafa á verklegum námskeiðum í Bandaríkjunum. Þeir Eyjólfur Andrésson og Hans Bemdsen lærðu raf- magns-tæknifræði, Sigurður Guðbrandsson, Oddur Guð- mundsson, Jón Sveinbjömsson og Þórður Sveinbjörnsson lögðu stund á blikksmíði, en þeir Sophus Nielsen, Lárus Eggerts- son og Bogi Hallgrímsson sóttu námskeið í björgunartækni. Enn er fyrir vestan hópur manna, sem þar sækir nám- skeið, sá síðasti að sinrii, og kemur hann hirigað um 29. maí næstkomandi. Kattpsfaður « Kópavogi, Alþingi samþykkti endanlega í gær sem lög frumvarp um stofnun kaupstaðar í Kópavogi. Var frumvarpið samþykkt ó- breytt i efri deild með 11 atkvæð- um gegn 2. Hinn nýi kaupstaður verður sérstakt lögsagnarum- dæmi, sem stjórnað verður af bæjarstjórn, og bæjarfógeti verð- ur skipaður. Fyrst um sinn fer lireppsnefnd Kópavogs með stjórn kaupstaðarins, eða þar til bæjarstjórnarkosningar hafa far- ið fram, en það verður svo fljótt sem auðið er. Kommúnistar börð- ust heiftarlega gegn þessum lög- um og beittu eindæma málþófi á þingi til þess að tefja framgang málsins, en allt kom fyrlr ekki. • Byltingarráðið svonefnda í Suður-Vietnam er sagt hafa náð undirtökunum í Saigon, en hershöfðingi sá, sem lýsti sig stuðningsmann Bao Dais með byltingartilraun, er flú i»n loftleiðls. Alois Hiller, veitingamaður í Hamborg, hálíbróðir Hitlers, sem lékk leyfi til að gera smábreyt- ingu á ættamaíni sínu áiið 1948, virðist ekki taka breytinguna alltol hátiðlega. Hann er i stjóm lítils stjómiuálaíioliks, og notar þar alltaf undirskriltina Hiller. En þegar hann er beðinn um að gefa rithandarsýnishom imeð nafni sínu, skrifar hann jaínan Hitler. Englnn Seki k§mmn að King So3. í vikunni sem leið var mjög mikið brim á söndunum fyrir austan, þar sem togarinn King Sol liggur, og braut yfir skipið. Við það kom töluverður sjór í togarann, en enginn leki hefur komið að honum, eins og áður hafði vérið álitið. Tvelr menn frá Hamri hafa unnið að því að dæla sjónum úr skipinu, og er því nú lokið. Jijörgunartilraun mun ekki gerð fyrr en síðar í mánuðinum, þegar straumur stækkar. Viðsktpfajöfnuður óhag- stæður um 8.7 miilj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn reynd- ist óhagstæður um tæpl. 8.7 millj. króna í marzmánuði s.l. í þeim mánuði voru fluttar út vörur fyrir samtals 68.784.000 kr„ en innflutningurinn nam 77.482.- 000 krónnm. Það, sém af cr þessu ári hafa verið fluttar út vorur fyrir 204.984.000, en innflutning- ur hefur numið 231.516.000, og er þvi óhagstæður jöfnuður á tíma- biliriu jan.—marz er nemur rúm- lega 26.5 millj. króna. Á sama tímabili í fyrra var viðskiptajöfn- uður óhagstæður um 20.8 Jnillj. króna. Tregur affi íutdanfar!5 á Griuufarfirði. Grundarfjarðarbátar hafa ró- ið að staðaldri síðústu viku, en afli verið fremur tregur, eða frá 5—8 lestir á bát í róðri. Meðalafli bátanna jrfir ver- tíðina er um 620 lestir. Meðan verkfallið stóð horfði til vandræSa með geymslurúm í frystihúsinu, sem var að verða örðið fullt, en fyrir skörrimu kom Vatnajökull og tólc all- miflð &f frystum fiski. f morgun kl. 10 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu Ákæruvaldið gegn Helga Kjart- anssyni, skipstjóra á b.v. Uran- usi, sem talíun var hafa verið að veiðum innan landhelgi og tek- inn 5. apríl 1954. Er þetta mjög iriérkur dómur vegna jæss, að þetta er i fyrsta skipti sem togari er tekinn eftir sextantmælingum gerðum úr flugvél. Akærði var dæmdur í héraði, en mjög itarleg framhaldsrann- sókn fór síðan fram að tilhlutan verjanda fyrir Hæstarétti. Samkvæmt dóniinum hefur komið fram í réttinum, að "sjó- kort landhelgisgæzlunnar og út- setning hcnnar á það reyndist röng, mið það, sém gæzlumenn töldu flugvélina hafa verið í, og staðir þeir, sem mælt var til, snust ekki. Dómur Hæstaréttar var svo- liljóðandi: Eítir að dómur gekk í héraði hefur margvíslegra gagna verið aflað í máli þessu. Yfii-menn og loftskeytamenn á ýmsum togur- um, sem voru að veiðum á sömu slóðum og togarinn Úranus um og eftir hádegi apríl 1954, hafa komið fyrir dóm sem vitni Sam- kvæmt beiðni verjanda ákærða hér fyrir dómi voru þeir Jónas Sigurðsson, skipstjóri og kenn- ari við Stýrimannaskólann, og Páll Ragnarsson - sjómælinga- maður dómkvaddir hinn 6. des- embér f. á. til þess „að rannsaka nákvæmni rii&lirigá Við kénni- íéiti á íandi og dýþi á þeim stöðum, sem máli þéssú við lcom“. Er sköðunargerð þeirra dagsett 18. dcsember 1954 og haía þeir staðfest hana fvrir dómi. í bréfi, dags. 2. febniar s. 1., lét Pétur Sigurðsson, forstjóri landhelgisgæzlunnar, upp álit sitt um ýmis atriði í nefndri skoðunargerð. Hinn 14. febríiar s. 1. vom í sakadómi Reykjavík- ur lagðar fram 2 ljósmyndir, sem löggæzlumenn höfðu tekið, er þeir gerðu athuganir sínar um veiðar b.v. Úranrisar hinn 5. apríl 1954, en þær höfðu ekki verið lagðar fram í málinu, áður cn dómur gekk í héraði. Sam- Framhald á 7. síðu. t Sígurjón Pétursson á Áláíossí látijan. Sigurjón Pétursson á Álafossi andaðist í nótt 67 ára að aldri. Með Sigurjóni Péturssyni er til moldar hniginn cinn merkasti íþróttafrömuður þessa lands, at- hafnamaður og ættjarðarvinur. Sigurjón var fæddur 9. rnarz árið 1888 í Skildinganesi. Hann var verzlunarmaður i Reykjavík 1902—1915, en keypti klæðaverk- smiðjuna Álafoss 1919 og í’ak háriá siðan. Þar háíYSi hann og rim árabil merka íþróttastarfsemi. "Hánn var glímukappi íslands ár- rim saman og einn af Ólympíu- förum íslands 1908 og 1912. Sigurjón hafði legið rúmfast- ur undanfarna daga, og lézt í svefni í nótt. Þessa merka iþróttafrömuðaf verður nánar minnzt hér i blað- inu siðar. Afli víðast íregur í gær. Snknir VestmannaieTÍaliátaia* að haktúai. Afli var víðast hvar tregur í gær, bæði hér við Faxaflóa og í Vestmannaeyjum, en þar eru nú sumir bátar ættir veiðum. Reykjavík. Reykjavikurbátar fengu sára- litinn afla i gær, þrátt fyrir gott veður. Voru þeir með 2—3 lestir. Hafnarfjörður. Afli var tregur hjá Hafnar- fjarðarbátum í gær, en allir voru þá á sjó. í dag eru margir bátar í landi. Keflavík. Veiði var fremúr lítil hjá flest- um Keflavikurbátum i gær, eðr frá 4—5 lestir. Nokkrir bátar voru þó með 7—8 lestir og einn komst upp í 9 lestir. í dag eru allir bátar á sjó, Sandgerði. ■ Afli var iriisjafn hjá Sandgcrð- isbátum i gær. Flestir voru með 5—7 léstir, en f jórir bátar fengu 9—.10 lestir. I d«g era allir i sjó. Akranes. í gær var dágóður afli lijá Akranesbátum, eða allt upp i 11 lestir. Handfærabátar mokfiska, en frá Akranesi róa nú orðið um 40 smábátar með liandfæri. í dag eru allir á sjó. Grindavík. í gær öfíuðu 13 Grindavikur- bátar samtals 45 lestir. Hæstur var Frygg með 5,5 léstir. Aðeins fjórir netjabátar sturida enn veið- ar, hinir eru hættir. Tveir' af ver i iðarbátunum . eru komnir á han'dfæraveiðar. Litlu triliúríiar fengu í gær alit upp i tonn á bát. Vestmannáeyjar Sumir Vestmannaeyjabátar fengu sæmilegan afla í gær, eða allt upp i 3000 fiska. Nokkrir tóku net. sín upp og eru nú að hætta. Má búazt við að hver báturinn af öðrum fari nú að hætta, erida er aðkomufólkið farið að ókyrrast, og margir þcgar í'urnir heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.