Vísir - 25.06.1955, Page 5

Vísir - 25.06.1955, Page 5
Laugardaginn 25. júní 1955. vlsm £ LDUgai'xlargssaga WUIS ° JWtiötAh SBBttésaija. STALVÁSKAR Það var góður spölur frá brautarstöðinni til hallarinnar. Louis Avenel naut ökuferðar- iniíár þangað í bifreiðinni, sem send hafði verið eftir honnm. Hauströkkrið var óðum að taka á sig svip næturinnar. Letracy, vinur hans, tók á móti honum af miklum inni- leik en honum hafði verið boð- ið til hallarinnar til þess að taka þátt í haustveiðunum. Honum var þegar vísað til her- bergis þess, sem'honum hafði verið ætlað. „Jæja, vinur. Eg vona, að þú kunnir vel við þig hér hjá okk- ur. Ef hér er eitthvað, sem þér feilur ekki við, þá máttu til með að láta okkur vita. Við miðdeg- isverðinn hittir þú konu mína og hina gestina. Þú þekkir að minnsta kosti fjóra eða fimm þeirra. Nú ætla eg að leyfa þér að vera í friði, svo að þú getir þvegið þér og haft fataskipti, og þegar þú ert tilbúinn, förum við að borða. En eitt ætla eg að biðja þig um: Talaðu fyrir alla muni ekki um sjálfsmorð, hjónaskilnað eða skammbyssu, því að það væru mistök . . . . “ „Mistök? Hvernig þá?“ „Það «r vegna Lucy Artois, frænku konu minnar. Hún var aðalpersónan í ástarharmleik, sem mikið var um rætt á sínum tíma. Eg skal segja þér nánar frá þessu eftir miðdegisverðinn, en mér þótti réttara að taka þér vara fyrir þessu . . . . “ Louis Avenel var fljótur að þvc sér og skipta um föt, en einhvern veginn var honum ó- rótt meðan á því stóð. Hann gat ekki að því gert, að hann var sífellt að hugsa um Lucy Artois. , Hann varð fyrir vonbrigðum, er bann sá hana síðar. Tvær eða þrjár liinna kvennanna voru miklu fegurri en hún, og því fór fjarri, að útlit hennar bæri bess vott, að hér væri á ferðinni svo háskaleg lcona, sem gefið' var í skyn. Ekki var and- lit hennar hinn óræði, stirði svipur, sem skýla átti taum- lausum ástríðum, eins og Louis Avenel hafði helzt búizt við. Hún var fáskiptin, kurteis, og menn urðu að virða hana tvisv- ar fyrir sér til þessað veita því athygli, að hún var smekklega búin, og að hún hefði fíngert andlit, fagrar hreyfingar og grá, blíðleg augu. „Jæja. Þú ert búinn að sjá Lucy Artois“, mælti Letracy síðar við Avenel, er þeir voru orðnir einir. „Hvað finnst þér um hana?“ „Hún er ósköp tilkomulítil að sjá.“ „Hún er ekki öll þar sem hún er séð. Oft er djúpt í lygnu vatni! Þessi tilkomulitla kona hefir valdið því, að taumlausar ástríður brutu af sér öll bönd, og þessu lákik' méð Sj*álfsmorði: Hún hét áður Lucy llepréulier. Já, var það ekki? Nú rennur upp fyrir þér ljós. Hún átti sér elskhuga, Serge Hozier að nafni, sem skaut hana, en gerði þó ekki annað en að særa hana skotsári, en síðan framdi hann sjálfsmorð í viðurvist hennar. Hvers vegna? Líklega vegna afbrýðisemi gagnvart manni hennar, eða þá vegna annarra elskhuga, sem hún hafði um sama leyti. Og þetta gerðist heima hjá henni. Þetta var reginhneyksli. Öll dagblöðin fluttu langar frásagnir af þessu. Lepreulier krafðist skilnaðar. Hann var líka örvita af afbrýð- issemi, og menn urðu að hafa nákvæmar gætur á honum til þess að hann stytti Lucy ekki aldur.“ „Já. Nú man eg þetta. Og það var þessi tilkomulitla kona sem vakti tvo taumlausar ást- ríður?“ „Sú hin sama, kæri vin. Og finnst þér hún ennþá vera til- komulítil, ómerkileg? Óþarft er að segja þér, að öllum hurð- um var skellt á nefið á henni. Hins vegar tókum við á móti henni vegna þess, að hún er írænka konunnar minnar, sem er brjóstgóð. Þegar við erum í París, sjáumst við aðeins heima hjá okkur og þá eru engir gest- ir aðrir. En hérna úti á landi er allt frjálslegra, eða finnst þér það ekki?“ „Hefir þessi kona haldið áfram þessu viðburðaríka líf- erni sínu?“ „Það er ómögulegt að vita! Þetta er blóðheit kona! En hún hefir lært af reynslunni og ber sínar áhyggjur í hljóði til þess, að ekki sé fleiprað um hana. Hún býr í snoturri smáíbúð í Auteuil og lifir á vöxtum af eignum sínum. Já, ef veggir þeirrar íbúðar mættu tala!“ „Segðu mér, Letracy, hefir þú kannske sjálfur ....?“ „Ertu vitlaus, maður? Eg er sómakær borgari, og eg elska konu mína. Og auk þess er eg fjarska lítið fyrir þessar geig- vænlegu konur, sem með á- stríðuofsa sínum steypa mönn- um í glötun. Eg er friðsamur borgari, sem ann kyrrð og ró og vil ekki vita af neinu uppi- standi. Eg er ekki rómantískur eins og þú, leitandi æsilegra at- burða, elskhugi háskalegra kvenna. Ónei, vertu ekki að mótmæla neinu, — eg þekki þig. Játaðu heldur, að Lucy Artois hefir gagntekið hug þinn.“ „Engan veginn,“ sagði Louis Avenel, og reyndi að láta sem ekkert væri, enda þótt hann fvndi, hve fjarri mótmælin voru veruleikanum, og að hann vissi, að daginn eftir myndi hann neyta allra bragða til þess að nálgast þessa háskalegu konu, kynnast hemri eins vel ogj kóstúi' værr á,:til þeös að skýggnast ‘ undir hina blíðu grímu hinnar blóðheitu örlaga- dísar. Hann gekk að þessu með oddi og egg, en í fyrstu varð, honum fjarska lítið ágengx. Konan unga virtist alls ekki taka eftir þessum tilraunum hans, og það var varla, að hún svaraði honum, er þau hittust. Annars kom hann vel fyrir, v.-rr ávallt kurteis við hana og £ gætti þess, að hún kæmist ekki ^ á snoðir um, að hann þekkti £ sögu hennar. Hann óttaðist, að, í hún væri reið við sig og vildi ekkert hafa með hann að gera. | í Nokkrum dögum síðar hættiK hann á að tjá henni ást sína, fyrst í stað með óljósu orða- lagi, en síðan fullurn fetum. Þessi barnslegi svipur, þessi hreinleiki og sakleysi, sem hafði orðið manns bani, æstij Hann hélt vist, að hann hefði Louis Avenel furðulega. Hann| drepið mig og skaut sjálfan sig var fastur í sínu eigin neti. Hann bað hennar því næst með allri þeirri ástríðu, sem hann átti til, en lét um leið liggja að því, að hann þekkti fortíð hennar. Lucy leit á hann blíðum, gráum augum. „Vitið þér, hvað komið hefir fyrir mig?“ .spurði hún. „Já, en mér stendur alveg á sama um það.“ „Já, en yður má ekki standa á sama um það. Og þér eruð svo hjartagóður, að þér viljið samt kvænast mér. En eg verð að segja yður alla söguna. Eg vil ekki, að þér teljið mig vera í sök.“ Sænskir eldhúsvaskar í einíaldir og tvöíaldir, með og án borðplötu ásamt vatnsiásnm og blöndunartækjum, fyr- liggjandi. \ J. ÞorEákssssi & Hðdknann h.f. \ Bankastræti 11. — Sími 1280. í tveim kúlum í brjóstið. Eg segi yður það satt, að maðurinn var geðveikur! — Svo var sagt, að hann hefði verið elskhugi minn og að eg hefði haft fleiri elskhuga en hann. Það var ótrúlegt, sem skrökvað' var upp um mig. Og maðurinn minn trúði öllum sögunum; hann krafðist skilnaðar, og svo varð reginhneyksli úr öllu saman. Enginn vildi líta við mér, og nú er eg ein míns liðs, útskúf- Eg er stolt og hamingjusöm. yfir því, að þér skulið vilja kvænast mér. Eg hefi verið ákaflega óhamingjusöm, en eg er þess fullkomlega verðug að verða konan yðar. Þér trúið' mér, er það ekki?“ Hún brast í grát og roonaði á nefbroddin- um. Jú. Hann trúði henni. Ein- lægni hennar var hafin yfir all- an efa. Hún var ekki falinn eld- ur undir kyrrum fleti. Hún var engin- „aðalpersóna“ í ástar- ævintýri, hún var miklu frem- uð. Þetta er svo óréttmætt! | ur hálfhlægilegt fórnarlamb- „Já, en mér er nákvæmlega sama um þetta allt.“ „Nei — nei. Þetta er ákaflega mikilvægt. Eg þarf ekki að skammast mín fyrir neitt. Þó hafa menn breitt út hræðilegar sögur um mig. Mér er vel kunnugt um það. Það er óskap- legt, sem dunið hefir yfir mig. Þessi Serge Hozier var geðbil- ur, ruglaður. Öðru hverju reyndi hann að biðla til mín, á milli þess, sem hann hagaði sér eins við aðrar, allt eftir því, hver gállinn var á honum. Hann talaði tóma vitleysu, og eg held helzt, að hann hafi annaðhvort verið áfengissjúk- lingur eða tekið inn eiturlyf. Eg tók þenna mann alls ekki alvarlega. Eg fór aldrei á bak við manninn minn, það get eg svarið. Eg er heiðvirð kona. Svo kom Serge Hözier til mín dag nokkurn. Fyrst tók hann að fimbulfamba um einhverja smámuni, en svo sagði hann allt í einu: ,,Annars hata eg lífið og ætla að stytta mér ald- ur.“ Hann tók skammbyssu upp úr vasa sínum. Eg hélt fyrst, að hann væri að gera að gamni sínu, en svo varð eg hrædd og ætlaði að taka af honum byssuna. Ekki veit eg, hvernig það atvikaðist, en allt i; ieiiiu reíð" skot áí'. ég það: , 'ic.ia in' njírut ■ :rír ii] straukst við oxlina a mer.i Hvað hefi eg til saka unnið? og auk þess dó Serge Hozier alls ekki, hann komst á kreik aftur. En svo skrifaði þessi manngarmur mér bréf þar sem hann segir, að minnstu hafi munað, að eg hefði orðið völd að dauða hans og sé glötuð sál. Hann trúir líka öllum sögun- um, sem um mig eru sagðar. — Þér skiljið þetta, er ekki svo, hvað þetta er óskaplegt, sem yfir mig hefir dunið? En eg er verðug yðar, herra Avenel. slysaíegra tilviljana, sem hún réði ekki við. Hamingjan góða! En hvað- hún var lítilmótleg. Sama kvöldið fór hann burt án þess að kveðja hana. Hún var miður sín af örvæntingu og botnaði ekki í neinu. Full biturleika vegna örlaganna hugsaði hún: Hann trúir mér ekki......Hann heldur, að eg sé lygari, og þess vegna viU hann ekkert af mér vita.......... STUÐLÍÐ aS lækkun iðgjalda með þvi að sýna íylslu varáð við akstur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.