Vísir - 25.06.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 25.06.1955, Blaðsíða 4
 vtsm Laugardaginn 25. júní 1955. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfgrtóSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). tJtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSm H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Sá getur talað. 1%/j'eðal ræðumanna við hátíðahöld, sem fram hafa farið að undanfqjrnu í San Francisco vegna tíu ára afmælis Sam- einuðu þjóðanna, var Molotov, utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Eins og gefur að skilja var ræðu hans beðið með nokkurri eítirvæntingu, ekki sízt þar sem fyrir höndum er fundur helztu L iðtoga þjóðanna, sem eru í fylkingarbrjósti í herbúðum aust- urs og vesturs, og menn gerðu ráð fyrir, að eitthvað mundi mega ráða af ræðu Molotovs, hvort einhver stefnubreyting htfði átt sér stað hjá stjórn Sovétríkjanna upp á síðkastið. Þegar til kom lagði Mdotov fram tillögu í sjö liðum til að Ibeeta sambúð þjóðanna. Lar er vitanlega gert ráð fyrir sam- kcmulagi á ýmsum sviðum, því að ella verður að sjálfsögðu ekkert gert, en það er harla broslegt að fulltrúi sovétstjórnar- :innar skuli leggja svo mikla áherzlu á það atriði. Hingað til liafa það einmitt verið fulltrúar hins alþjóðlega bófafélags krmmúnista, sem hafa á öllum sviðum komið í veg fyrir, að semkomulag gæti orðið um nokkurt atriði, sem mikilvægt get- ur.talizt. Þeir hafa aðeins viljað samkomulag um þær tillögur, sem þeir hafa lagt fram, og þess vegna hefur hver ráðstefnan aí annari strandað. í seinni tíð hafa þeir að vísu slakað lítið citt til eða breytt um stefnu, en það er enn á huldu, hver.su langt þeir vilja teygja sig til samkomulags um aðalatriði, svo sem af- vepnunarmál, kjarnorkumál o. s. frv Meðan óvíst er um það, rnun mannkynið ekki geta varpað öndinni léttara. Grímsey læknislaus. T7ísir sagði frá því fyrir nokkrum dögum, að slys hefði orðið ’ við hafnargerðina í Grímsey nóttina áður. Voru strax gerð- ar ráðstafanir til að koma hinum slasaða manni í sjúkrahús, cg var fengin flugvél alla leið héðan úr Reykjavík til að sækja hann og flytja hingað, en á staðnum var í rauninni ekkert hægt að gera, því að læknir er enginn í Grímsey, og mun sjaldnast hafa verið. Nú er unnið að því að gera höfn í Grímsey, eins og Vísir hefur skýrt frá, og er unnið af miklu kappi við þessar fram- kvæmdir eða nótt og dag um þessar mundir, meðan skilyrði eru sem hagstæðust. Flugbraut hefur einnig verið gerð á eynni svo að auðveldara er að hafa samband við land en áður. Er hvort tveggja að sjálfsögðu gert til þess að eyjan verði betri samastaður fyrir þá fáu menn, sem þar búa, og leggist ekki alveg í auðn. En það virðist einnig nauðsyn, að eyjarskeggjar þurfi ekki að vera læknislausir lengur, því að þótt vel hafi tekizt til nú í vikunni, er slysið varð, er öldungis óvíst, að aðstæður til að hjálpa verði eins hagstæðar næst, hvort sem um slys eða hættulega sjúkdóma er að ræða. Yfirvöldin verða að búa svo nm hnútana, að læknir verði að staðaldri í eyjunni, þótt hann þurfi ekki að sinna fjölda manns, að minnsta kosti að vetrar- lagi, þegar oft getur verið ófært þangað vikum saman. Spjöil á Þlngvölium. I^að virðist því miður orðin regla, að einhver spiöll sé unnin á Þingvöilum á hverju ári, og stundum oft á ári. Síðast gerðist þetta nú í vikunni, er þrír ölóðir Reykvíkingar lögðu leið sína austur þangað og hegðuðu sér þann veg, að ekki var urri annað að ræða en biðja lögregluna hér ásjár, svo að hún fór austur og handtók þá, sem þarna voru að verki. Vísir hefur oft hreyfí því, hver skömm það sé, að ölóðir menn spilli friði á Þingvöllum, helgasta reit þjóðarinnar. Blaðið hefur bent á, að nauðsyrilegt sé, að þar sé löggæzla jafnvel strangari en víða annars staðar svo að girt verði fyrir aaurgun staðarins. Að þessu sinni hafa níðingar verið þarna íyrr á ferð en venjulega á undanförnum árum, og ætti það að vekja menn til umhugsunar um, að gera verður nauðsynlegar ráðstafanir til að friða þjóðgarðinn fyrir skepnum í mannsmynd. Hann er þegar friðaður fyrir kvikfé, en það nægir bersýnilega €klci. ^ _______ . í ....................... Huglefðingar út af gagnrýni á hátíðahöldum Sjcmannadagsíns. Grein þessi var send Morg- unblaðinu til birtingar þ. 13. þ. m., en vegna rúmleysis eða af öðrum ástæðum hefur það ekki séð sér fært að birta hana fyrr en í gær og þá ekki nema nokkurn hluta hennar, svo greinin þannig bútuð i sundur verður tilgangslaus, og hefur Vísir góðfúslega lofað að birta hana. Með þökk fyrir birtinguna. Þorv. Björnsson. „Velvakandi“ birtir í Morg- unblaðinu þ. 11. þ.m. bréf frá „Ungum sjómanni". Er þar látin í ljós óánægja með hátíða- höld sjómannadagsins, og fyrir- komulag hans yfirleitt. Hinn „Ungi sjómaður" segir: „Sjómannadagurinn er varla orðinn annað en nafnið tómt, enda fjöldinn allur af sjómönn- um hættur að lita á hann sem „sinn dag“. Greinilegur vottur þess kom fram í sjómanna- skrúðgöngunni hér í Reykjavík s.l. sunnudag, hún var fámenn- ari og aumlegri en nokkru sinni fyrr. Áður fyrr var það venja, að einn þáttur hátíðahaldanna færi fram uppi á íþróttavelli. Þar þreyttu sjómenn ýmsar íþróttir og leiki, það var farið í „splæs“, netabætingu, reiptog og fleira og þótti jafnan hin bezta skemmtun. — Hvers vegna hefur þetta verið lagt niður og hvers vegna yfirleitt allar sjómannaíþróttir, sem setja ættu svip á þennan dag?“ ★ Fyrir hönd sjómannadagsins og annarra þeirra, er að há- tíðahöldum dagsins stóðu, vil ég segja hinum unga sjómanni þetta: Þegar til Sjómannadagsins var stofnað og ákveðinn dagur valinn, var hugsunin sú, að sem flestir sjómennirnir væru í landi, og gætu notið dagsins saman og með ástvinum sínum. Á þennan hátt kynnzt betur hver öðrum, rætt um sín sam- eiginlegu áhugamál, vakið at- hygli almennings á hinum þýð- ingarmiklu störfum þeirra fyrir land og þjóð, en þó um leið hættulegu. Fyrstu árin eftir að til Sjó- mannadagsins var stofnað mátti heita svo, að flest fiskiskipin væru í höfn, veiðunum var þá þanriig háttað. En nú síðari árin er það frekar tilviljun að nokk- urt hinna stærri skipa séu í höfn, því hjá þeim eru engin vertíðaskipti orðin. Hin smærri skipin hafa aftur á móti sín gömlu vertíðaskipti og eru því flest í höfn. Þetta þýðir það að sjómennirnir geta ekki, nema að litlu leyti, isótt hátíðisdag sinn, og fer hann því að verða með allt öðrum svip. Þá var skrúðgangan þétt- skipuð starfandi sjómönnum, en nú sést einn og einn sjómaður á stangli, og er alls ekki með neinn ánægjusvip, því þeir sjá svo fátt af félögunum frá sjón- um, og finnst þeir alls ekki eiga heima innan um fólk sem ekki heyrir stéttinni til, en sem bæði af góðvild og forvitni slæðist með í skrúðgönguna. , Sama er að s^gja upi kapp- rþðrána. Áður naættu.tij kaþþ- róðranna allt að 16 skipshafn- ir og stöðugar æfingar síðustu vikuna fyrir daginn. Þá var líf og fjör í tuskunum. En fyrir síðasta Sjómannadag mættu að- eins 5, þar af ein frá Hafnar- firði, og hafa þeir þó kapp- róður þar. Að þessir 5 fengust var eingöngu fyrir stöðugan auglýsingaáróður og beiðni Um stakkasund og björgunar- sund er það sama að segja. Áð- ur mættu margir við bæði sundin og keppnin var oft hörð. ★ En á síðasta Sjómannadegi mætti enginn. Tveir gáfu kost á sér, báðir utanbæjarmenn. Á Sjómannadaginn í fyrra mættu tveir til sunds er syntu bæði sundin, svo keppnin var ekki ýkja hörð og verðlaunin viss. Eigi að hafa reiptog eðá aðrar íþróttir á íþróttavellin-', um, verður að fastsetja hann löngu áður, því um þetta leyti árs eru alltaf íþróttamót og allskonar íþróttasýningar, svo það væri ekki vel séð, ef Sjó- mannadagurinn væri búinn að fastsetja íþróttavöllinn þennan dag, og öðrum vísað á bug, en svo mætti enginn frá sjómönn- um til þess að framkvæma aug- lýst atriði. Reiptog það er framkvæmt hefur verið seinustu 2—3 Sjó- mannadagana er varla hægt að kalla reiptog þó margur hafi haft ánægju af því. Það hefur verið milli 6 manna úr stjórn Sjómannadagsins og 12 kvenna úr Slysavarnafélagi íslands og öðrum kvenfélögum er á eirin eða annan hátt veittu aðstoð við undirbúning dagsins. Og þar sem við úr Sjómannadags- ráði vorum gersigraðir í öll skiptin, gátum við ekki sóma okkar vegna haldið því áfram, enda gáfust konurnar upp líka, þeim hefur víst ekki þótt mik- ið púður í að draga okkur til sín, þar sem við vorum ekki meiri menn en raun varð á. ★ Þetta allt vildi ég nú benda þér á, „ungi sjómaður" og ef þú athugar þess.a aðstæðu í ró og næði, þá vona ég að þú finn- ir ástæðuna fyrir því, sem þér finnst aflaga fara við fram- kvæmd Sjómannadagsins, að það sé ekki allt okkar sok hvernig komið er. Okkur er sjálfum ljóst í hvaða vanda horfir með þetta, og ef þátttaka sjómannanna sjálfra minkar ár frá ári, þá er ekki að búast við deginum glæsilegri, því að án þeirra er Sjómannadagurinn ekki dagur sjómanrianna, ekk- ert annað en nafnið tómt, eins og þú orðar það, ungi sjómaður, ★ , Okkur, se,m höfum undirbún- ing dagsins með höndum, og höf um verið sjómenn áður fyrr og viljum telja okkur með stéttinni áfram, er ljóst að viðhorf okkar til hinna ýmsu mála er snerta daginn; geta verið önnur, en hinna starfandi sjómanna — og sérstaldega hinna yngri — og að þið viljið hafa daginn eins og ykkur þykir bezt við eiga, og er það aðaltilgangur dagsins að hann sé fyrir ykkur og eins og þið yiljið. jEn -þegar þið brggð- 1 > " Frh. á bls. 7. Það fer að líöa að þeim tíma, sem fólk verður latt við það að setjast niður og skrifa Bergmáli bréf, og nennir þá ekki einu sinni að kvarta yfir neinu, hvað þá heldur að hrósa nokkru. Fólk er að komast svona almennt í sumarleyfisskap, eins og vera ber. Ýmist eru menn farnir í sumarleyfið eða þá að undirbúa sig undir að fara, því nú er sá tíminn. Þetta er allt ósköp skilj- anlegt og hlýtur Bergmál að verða að sætta sig við það i bili. Frí í stórhópum. Bráðum fara líka ýmis stór- fyrirtæki, sem hafa margt fólk í þjónustu sinni, að loka vegna sumarleyfa, en sá háttur er nú víða hafður á í stað þess að gefa fólkinu sumaríríið á ýmsum tíma. Og þykir þetta fyrirkomu- lag vera að mörgu leyti heppi- legra, þar sem margt fólk vinn- ur, og betra fyrir afköstin. En auðvitað kemur það líka fólkinu betur, því allflestir, eða þá má að minnsta kosti telja það aðal- regluna, að fólk vilji fara í sum- arfrí í júlí eða ágúst, því þeir . mánuðir eru einustu tryggu sum- armánuðirnir á þessu landi. Lokað með fyrirvara. Maður nokkur leit inn til min í skriístofuna í gær, og spurði mig hverju það myndi sæta, að stjórn arráðið væri lokað í dag. Eg gat að visu leyst úr þeirri spurningu og bent honum á, að stjómar- ráðsdeildir allar myndu lokaðar þann daginn vegna þess, að starfsfólkið væri í ferðalagi. Nú væri sól og surnar, og því ekk- ert undarlega við það, þótt það fólk, eins og annað, vildi bregða sér út í sólskinið. Maðurinn var ekki með á nótunum og vildi fá skýringu á því, hvers vegna þessi stofnun lokaði svo til fyrirvara laust. Þegar loka þarf allri af- greiðslu í stjórnarráðinu, ætti að áuglýsa það með nokkruiri fyrirvara, var skoðun hans. Þcegilegt fyrir uta n bwjarfó l k. Maðurinn, sem var frá smá- bæ í nágrenni höfuðstaðarins, hafði komið í bæinn til þess að hafa tal af einhverjum sérstök- um manni í ráðuneyti, en greip í tómt. Iivort hann hefur rétt fyrir sér í þessu, skal ég ekki fullyrða, en vel getur það verið hentugt fyrir ýmsa, að slikar stofnanir auglýsi með nokkrum fyrirvara, þegar þar ætti að loka, þótt ekki væri nema einn dag. Það eiga margir erindi við stjórn arráðið, déildir þess eða ráðu- neyti, sem stundum er ekki gott að fresta, ef til vijl. Og í hvert skipti, sem slíkri stofnun er lok- að, grípur einhver í tómt þann daginn. En hvað um þáð, von- andi hefur fólkið skemmt sér vel í ferðalaginu og er þá nokk- uð sjájfsagt unnið. — kr. Hraðlest rekst á vörulest. Hraðlestin, sem fer milli Zagreb og Parísar, rakst á vörui'lutningalest í fyrrinótt við Primaxello skammt fyrir vest- an Milano. Eimreiðarstjóri beið bana og nokkrir farþegar meiddust. — Samgöngur á brautinni lágu niðrú . i.ir jnipkk]#, kltdskutím^ vegna slyss þessa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.