Vísir - 07.10.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 07.10.1955, Blaðsíða 10
Föstudaginn 7. október 1955. 10 V1SI R «*«*»*****#%*•*•*•*••*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•** HjartahA mat Eftir Graham Greene. — Já, sagði lögreglustjórinn að fá vegabréf, Scobie. líka það. Hann kom líka til n. Þegar Louise og Wilson komu aftur yfir ána og til Bumside var orðið þreifandi dimmt. Framljósin á lögreglubíl ljómuðu upp opnar dyrnar, en þar gengu menn út og inn með böggla. Á kvöldvökunni. Emest Hemingway var '■ staddur í samkvæmi, þar sern hópur ungra kvenna þyrptist utan um hann og spurði hann Hvað er nú um að vera? hrópaði Louise og hljóp af stað i um allt milli himins og jarðar. 19 Hann opnaði til hálfs og gægðist inn. Harris lá í rúminu. Wilson spurði lágt. — Eruð þér vakandi? — Hvað viljið þér, gamli vin? — Mér þykir fyrir þessu í gærkveldi, Harris. — Það var mér að kenna, gamli vin. Eg hef fengið snert af hita. — Nei, það var mín sök. Þér höfðuð á rétta að standa. — Við skulum varpa hlutkesti um það, gamli vin. — Eg kem aftur í kvöld. — Ágætt. En að lokum morgunverði gleymdi hann Harris, því að hann hafði fengið annað um að hugsa. Hann hafði skroppið inn í skrifstofu lögreglufulltrúans, og á leiðinni út rakst hann Scobie. — Góðan dag, sagði Scobie. — Hvað emð þér að gera hér? — Ég þurfti að tala við lögreglufulltrúann viðvíkjandi vega- bréfi. Það eru svo mörg vegabréf, sem maður þarf að hafa í þessari borg. Mig vantaði vegabréf á hafnargarðinn. — Hvenær ætlið þér að heimsækja okkur aftur, Wilson? —• Eg vil ekki vera að ónáða fólk. — Vitleysa. Louise langar til að tala meira við yður um skáldskap. Eg les ekki bækur sjálfur. — Eg geri ekki ráð fyrir, að þér hafið mikinn tíma til þess. — Ó, maður hefur nógan tíma hér á þessum stað, sagði Scobie. — Eg hef bara ekki smekk fyrir bækur, það er allt og sumt. Komið með mér inn í skrifstofuna snöggvast, meðan eg hringi í Louise. Hún mundi hafa gaman af að sjá yður. Það væri gaman ef þér gætuð farið með hana í göngutúr. Hún hreyfir sig of lítið. — Það þætti mér gaman, sagði Wilson og roðnaði ofurlítið. Hann litaðist um. Þetta var skrifstofa Scobie. Hann kanna£i hana, eins og hershöfðingi, sem er að athuga orrustuvöll. Og þó var erfitt að Kta á Scobie sem fjandmann. Það glamraði í ryðguðum handjárnunum á veggnum, þegar Scobie hallaði sér aftur á bak, meðan hann var að hringja. — Gaman þætti mér að vita hvers vegna þér komuð hingað, sagði Scobie. — Þér virðist ekki vera sú manngerð. — Ó, maður lendir í ýmsu, hraðlaug Wilson. — Það kemur aldrei fyrir mig, sagði Scobie, Ég lendi aldrei í neinu af tilviljun. Eg ákveð allt fyrirfram. Eg geri meira að segja áætlanir fyrir aðra. Hann byrjaði að tala í sím- ann. Loks lagði hann niður símaáhaldið. — Það er gott, sagði hann. — Málið er útrætt. — Mér finnst þetta ágæt ráðstöfun, sagði Wilson. — Mínar ráðstafanir eru alltaf góðar, sagði Scobie — Þið iarið saman í göngutúr og þegar þið komið aftur, skal eg hafa vín tilbúið handa ykkur. Borðið hjá okkur í kvöld, bætti hann við. — Okkur þykir gaman að hafa yður hjá okkur. Þegar Wilson var farinn, gekk Scobie inn til lögreglustjórans. ílann sagði: — Eg var einmitt á leið til yðar, þegar eg mætti Wilson. — Já, sagði lögreglustjórinn. — Hann kom til að tala við mig um einn af bátsmönnunum. — Eg skil. Hlerarnir voru fyrir gluggunum til að varna morgunsólskini að skína inn. Scobie sagði: Hann sagðist hafa komið til að útvega sér vegabréf. upp veginn. Wilson hljóp á eftir henni. Ali kom út úr hús- inu hlaðinn pinklum. — Hvað í dauðanum hefur komið fyrir, Ali? — Húsbóndinn er að fara í ferðalag, sagði hann. Inni í setustofunni sat Scobie með glas í hendinni. — Það var gaman að sjá ykkur aftur, sagði hann. — Ég hélt, að ég yrði að skrifa þér bréf. — Hvað í dauðanum er á seyðí, Henry? —- Eg verð að fara til Bamba. — Geturðu ekki beðið eftir lestinni á föstudaginnn? — Nei. — Get eg komið með þér? — Nei, ekki í þetta sinn, því miður. Eg verð að taka Ali með mér og skilja snáðann eftir hjá þér. — Hvað hefur komið fyrir? — Það eru einhver vandræði út af Pemberton. — Er það alvarlegt? — Já. — Hann er svo mikill kjánL Það var vitleysa að senda hann á þangað. Scobie lauk úr glasinu sínu og sagði: — Mér þykir það leitt, Wilson, en þér verðið að bjarga yður sjálfur. Náið í sódaflösku í ísskápnum. Þjónarnir eru önnum kafnir við að láta niður. — Hvað verðurðu lengi, vinur? — Ó, ég kem aftur ekki á morgun heldur hinn daginn. Hvers vegna ferðu ekki til frú Halifax og verður hjá henni? — Það verður ekkert að mér, vinur. — Ég héfði tekið þjóninn og skilið Ali eftir hjá þér, en strákurinn getur ekki eldað svo eg verð að taka Ali. — Það er betra fyrir þig að hafa Ali með þér, vinur. Það verður eins og í gamla daga, áður en eg kom. — Það er bezt eg fari, sagði Wilson. — Mér þykir leitt eg skyldi halda frú Scobie svö lengi úti. — Ó, ég hafði engar áhyggjur, Wilson. — Má ég hella aftur í glasið yðar, Scobie? Svo ætla ég að fara. —: Henry drekkur aldrei nema eitt glas í einu. — Það er sama. Eg held eg fái mér glas í viðbót í þetta skipti. En farið ekki, Wilson. Verið Louise til skemmtunar ofurlitlá stund enn þá. Eg verð að fara, þegar eg er búinn úr glasinu. Eg fæ engan tíma til að sofa í nótt. -— Hvers vegna getur ekki einhver af yngri mönnunum farið? Þú ert orðinn of gamall til að fara í svona ferðalög, Ticki. Þú þarft að aka í alla nótt. Hvers vegna sendirðu ekki Fraser? — Lögreglustórinn bað mig að fara. Þetta er eitt af þeim tilfellmn, þar sem verður að viðhafa gætni og háttvísi. Það er ekki hægt að senda ungan mann í þeim erindagerðum. Hann drakk úr glasinu og Wilson horfði á hann. — Ég verð að leggja af stað. — Ég fyrirgef Pemberton þetta aldrei, sagði frú Scobie. — Enga vitleysu, vina mín, sagði Scobie. — Við mundum fyrirgefa flest, ef við þékktum aðstæður. Hann brosti til Wilsons: — Lögreglumenn ættu að vera allra manna fljótastir að fyrirgefa, ef þeir komast að hinum réttu aðstæðum. — Ég vildi að ég gæti orðið til hjálpar. —- Þér getið það. Verið héma kyr, og drekkið fáein staup með Louise og verið henni til skemmtunar. Hún fær ekki oft tækifæri til að tala um bækur. Þegar hann nefndi bækurnar, sá Wilson, að hún kipptist við á sama hátt og Scobie, þegar hún kallaði Iiann Ticki. Nú, í fyrsta sinri skildi hann, hvílíkir Hemingway tók þessu öllu með mesta kæruleysi og svaraði þeim spumingum, sem hann komst yfir að svara. Einni stúlkunni lá mjög á 1 hjarta að vita hvort það værí satt, sem sagt væri, að ljón og tígrisdýr réðust ekki á fólk sem bæri kyndla. „það fer allt eftir þv, hve hratt kyndillinn er borinn,“ sagði Hemingway. Sagt er frá því er tveir arki- tektar hittust á Riviera-strönd- inni, annar franskur, en hinn amerískur( og veðjuðu um hvor yrði fljótari að byggja hús. Nokkrum vikum síðar fekk Frakkinn eftirfarandi skeyti frá Ameríkumanninum: Aðeins f jórtán dagar til við- bótar og þá er húsið búið. Þá sendi Frakkinn svarskeyti, sem hljóðaði þannig: Aðeins fjórtán formúlur í viðbót, þá getum við hafið verkið. í samkvæmi einu í Hollywood fekk leikarinn frægi Stewart Granger sem sessiunaut blaða- konuna Louellu Parsons, sem þekkt er orðin fyrir blaðaskrif sín um einkamál kvikmynda- leikara. Að sjálfsögðu fór hún að reyna að rekja úr honum gai-nirnar um hneykslismál, en hafði lítið upp úr krafsinu. Hún gat vai'la leynt vonbrigðum sínum, er hún sagði við hann: Þú ert sannarlega ekkert upp lífgandi í dag. Ekki einu sinni smá hneykslissaga. Já, sagði hann og hallaði sér brosandi í áttina til hennar, en hver veit nema eg geti sagt þér eitthvað, ef eg hugsa mig um, hvíslaði hann að henni í lágum tón og það er meira að segja um mig sjálfan. Segðu það, ó segðu það, sagði hún áköf og greip skrifblokk- ina sína í írafári. Það komið dálítið fyrir mig, sagði hann alvarlegur. Eg elska út af lífinu konu eina, sem þar að auki er gift. Ó, hver er það? Konan mín, svaraði Stewart hlæjandi. S4/WVUVWVVVWWVVVWWV1r%ftlV,^\/WVWVrt^V\,'WWS WW^VWWWW- £ & Bu*mt$hA imim 1921 Þegar Tarzan hafði króað Aved sjóræningjaskipstjóra af í horni einu snerist hann til varnar með ótta- blandinni grimmd .... og jnú hófst æðisgenginn bardagi. Tarzan hjó sverði sínu í áttina til Aved í þeirri von að sigra hann í fyrstu lotu, .... én Aved beygði sig snöggt saman........ --- og stökk síðan að Tarzani, fim- ur eins og köttur með sverðið á lofti .... og hjó því af miklu afli í handlegg Tarzans, svo að blóðið fossaði úr honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.