Vísir


Vísir - 21.10.1955, Qupperneq 10

Vísir - 21.10.1955, Qupperneq 10
>ÁVA*. 3« VISIR Föstudaginn 21, október 1955. f íartanA wál. Eftir Graham Greene. 30 fingri hennar. Franski foringihn sagði: — Þegar þessi skollans 'tstyrjöld byrjaði, hlýtur hún að hafa verið í skóla. Scobie gleymdi því aldrei, þegar hún var borin í land með' lokuð augun. 3. Um kvöldið komu þau aftur saman yfir glasi, en þau voru í daufu skapi. Jafnvel Perrot reyndi ekki að gera sig stóran. Druce sagði: — Jæja, á rnorgun ætla ég að fara. Ætlið þér að Jcoma með, Scobie? — Ekki býst ég við þvi Frú Perrot sagði: — Hafið þér fengið allt, sem þér þarfnist? — Já, allt. Vélstjórinn var allra bezti náungi. Hann hafði þetta í höfðinu. Ég hafði varla undan að skrifa. Þegar hann var búinn, seig hann saman. Það var þetta, sem hafði haldið honum xippi. Ábyrgðartilfinning hans. Þér vitið að þau höfðu gengið í fimm daga til að komast hingað. — Sigldu þau án herskipafylgdar? spurði Wilson. — Þau lögðu af stað I skipalest, en það varð vélabilun hjá þeim á leiðinni. Og þér vitið, að það er ekki beðið eftir biluðum skipum nú orðið. Þeir voru tólf klukkutímum á eftir skipa- lestinni og voru að reyna að ná henni, þegar skotið var á skipið. Kafbáturiim kom upp, foringi kafbátsins sagði þeim, hvert þeir ættu að stefna og sagðist hefði tekið þau í tog, en það væri flotadeild að leita að sér, svo að hann þyrði ekki að vera ofan sjávar. Það er því ekki hægt að saka neinn um þetta. Scobie sá fyrir hugsjónum sínum, barnið með opin munninn. Hann "^.gði: — Ég geri ráð fyrir að læknirinn líti hér inn, ef hann fær tækifæri til. Hann var eirðarlaus, gekk fram á svalimar og lokaði á eftir sér hurðinni. Ljós loguðu í sjúkraskýlinu, sem stjórnin hafði komið upp til bráðabirgða. Scobie fannst öll ábyrgðin hvíla á sínum herðum. Læknirinn kom upp stigann, sem lá upp að veggsvölunum. — Sælir Scobie, sagði hann. — Það er ekki holt að vera úti í kvöldloftinu á þessum slóðum. — Hvernig líður sjúklingunum. — Það deyja tveir í viðbót, hugsa ég. Ef til vill aðeins einn. — Telpan? — Hún verður dáin í fvrramálið, sagði læknirinn stuttaralega. — Er hún með meðvitund? — Ekki fullkomlega. Hún spyr stundum eftir pabba sínum. Hún heldur ef til vill að hún sé enn þá í bátnum. — Getur hún ekki hugsað sér að þér séuð faðir hennar. — Nei, hún sér að þér eruð skeggjaður. —■ Hvernig líður kennslukonunni? spurði Scobie. — Henni frú Malcott? Henni batnar áreiðanlega. Ég hef gefið henni nægilega mikið bróm til að vera róleg. Og það er allt og sumt, sem hún þarfnast. Og hún er áreiðanlega ekki til langferðar. Þér hafið ekki rúm fyrir hana í lögreglubílnum, eða er það. Ég held það sé bezt að skilja hana eftir. — Það er aðeins pláss fyrir Druce, mig, þjónana okkar og barnið. Við sendum nákvæma skýrslu svo fljótt sem við getum. ‘ Þeir sem geta gengið eru við góða heilus, er ekki svo? — Þeir eru færir ferða sinna. — En drengurinn og gamla konan? -— O, þau hafa það af. '— Hver er drengurinn? — Hann var í gagnfræðaskóla í Englandi. Foreldrar hans halda að honum líði betur hér. Scobie sagði hikandi: — En unga stúlkan með frímerkjabókina? Það var frímerkjabókin, sem hann gat ekki gleymt, og gifting- arhringnum sem var orðinn allt of víður á grönnum fingrunum. — Eg veit það ekki, sagði læknirinn. — Ef hún lifir af næstu nótt, þá er ekki vonlaust. — Þér eruð dauðþreyttur, er ekki svo? Farið inn og fáið yður staup. — Já, c-g kæri mig ekki um, að moskítóflugumar éti mig upp til agna. Læknirinn opnaði dyrnar á veggsvölunum, en moskítófluga settist á Scobie. Hann hugsaði aldrei um að verja sjálfan sig. Hann gekk hægt niður stigann. Það glamraði í lausri mölinni undir fótum hans. Honum varð hugsað til Pembertons. Hvílík regin firra var það að vanta hamingju í veröld, sem var svo full af þjáningu. Þegar hann kom að sjúkraskýlinu nam hann staðar Það log- uðu Ijós inni og allt bar vott um frið og rósemd. — Jæja, major Scobie. Það var kona trúboðans sem ávarpaði hann. Hún var í hvítum fötum eins og hjúkrunarkona. — Kömið þér til að líta á sjúklingana? spurði hún. — Já, sagði hann. Hann gat ekkert annað sagt. Hann gat ekki sagt frú Bowles frá eirðarleysi sínu, sýnunum, sem hann sá, hinni hræðilegu ábyrgðartilfinningu og hinni máttlausu meðaumkun. — Komið inn, sagði frú Bowles, og hann gekk á eftir henni eins og hlýðið barn. Það voru þrjú herbergi í sjúkraskýlinu. í einu herberginu voru þeir, sem gátu gengið. Þeir höfðu fengið svefnskammt og sváfu djúpum svefni. í öðru herbergi voru þeir, sem von var um að lifðu. í þriðja herberginu var telpan og unga konan, sem lá meðvitundarlaus á bakinu og hélt enn þá dauðahaldi um frlmerkjabókina. — Ef þér viljið gera eitt- hvert gagn, sagði frú Bowles. — Þá lítið eftir sjúklingunum fyrir mig andartak! Ég þarf að skreppa í lyfjabúðina. — Lyfjabúðina? — Jæja eða eldhúsið. Maður verður að nota það, sem fyrir hendi er. Það fór hrollur um Scobie. Hann sagði: — Get eg ekki farið fyrir þig? Frú Bowles sagði: — Verið nú ekki fávís. Haldið þér, að þér séuð fær um að velja meðul í apóteki. Eg verð ekki nema ör- fáar mínútur. Ef barnið verður órótt, þá látið mig vita. Ef hún hefði gefið honum tóm, hefði hann reynt að finna einhverja af- sökun, en hún var þegar farin út úr herberginu, og hann hlasaði sér þunglamalega niður á eina stólinn, sem til var. Þegar hann horfði á barnið, sá hann að hvít skriftablæja hafði verið breidd yfir höfuð þess. Hann grúfði höfði í greipa og vildi ekki horfa á barnið. HaHnn hafði verið í Afríku, þegar hans eigið barn dó. Hann hafði þakkað guði, þegar barnið dó. Sérhver mannleg vera varð að súpa hinn beizka bikar. Hann bað í. hljóði: — Ó guð minn! Láttu ekkert koma fyrir, meðan frú Bowles er úti. Hann heyrði þungan óreglulegan andardrátt barnsins. Það var eins og barnið væri að bera þunga byrði upp bratta brekku. Hann hélt áfram að biðja: — Góði guð venda hana. Gefðu henni hinn eilífa frið. Barnið hóstaði og hélt síðan áfram að anda með miklum erfiðleikum. Hann horfði gegnum gripar sér og sá að barnið var með krampadrætti í andlitinu. Hann hélt áfram að biðja: — Góði guð! Gefðu henni þinn eilífa frið, og taktu þá heldur minn frið í staðinn. Hann kófsvitnaði. — Ó, góði guð. Hann heyröi kjökrandi ungbarnsrödd endurtaka: — Góði guð! og þegar hann leit upp sá hann blá og blóðhlaupin augu staræ á tíg. Hann hugsaði með skelfingu. Þetta er það, sem ég hélt, að ég mundi komast hjá. Hann hefði kallað á frú Bowles, aðeins ef hann hefði haft rödd til að kalla með. Hann sá að barnið átti erfitt um andardrátt. Hann gekk yfir að rúminu, laut yfir það og sagði: — Já, vina mín. Talaðu ekki. Ég er hérna hjá þér. Sofðu, vina, sofðu. Ég skal vera hjá þér þangað Á kvöMvðkunnL Enska skáldkonan Sitwell er alls ekki ánægö með tilveruna, frá því hún af tilviljun hitti Marilyn Monroe í Hollywood. Síðan getur hún hvergi látið sjá sig án þess að hún sé spurð um, hvernig henni hafi litist á Marilyn. „Eg skræki upp yfir mig, ef ég heyri þetta nafn nefnt oftar,“ segir hún. „Hún er falleg og hún i er vel komin í heimsókn til mín I ef hún kemur til London, en bara að ég þyrfti ekki stöðugt að heyra nafn hennar hljóma í eyrum mér.“ • Pétur litli var hjá nýrri kennslukonu — og móðir hans spurði hann hvernig hún væri. „Já,“ sagði Pétur, ,.hún er áreiðanlega réttlát..“ „Hvað áttu við, Pétur?“ „Jú, hún er jafnvond við okkur alla.“ • Elskhugamir sátu saman úti í tunglsljósinu, og um leið og hún þrýsti sér upp að honum spurði hún: „Elskar þú mig, Jörgen?“ „Já, ástin mín.“ „Af öllu hjarta?-" „Já, hjartað mitt.1’ „Elskarðu mig eins mikið og Adam elskaði Evu?“ „Mikið meira, ástin mín. Þú verður að gæta þess, aö, hann hafði ekkert um að velja.“ • Stúlka nokkur varð ástfang- inn af bréfberanum, sem bar póstinn út í hverfið, og tók hún því það ráð að skrifa sjálfri sér á hverjum degi og póstleggja bréfið, til þess að geta verið ör- ugg um að sjá bréíberann á hverjum einasta degi. - TARZAM Nina Sæmimdsson. Framh. af 9. síðu. verða vör áhuga og hlýleika hinna mörgu, sem skoðað hafa sýningu mína.“ Á þessa leið fóru listakon- unni orð. Hún hefir borið hróð- ur íslands víða um lönd með snilldarverkum sínum og á vonandi eftir að gera það við vaxandi orðstír um mörg ókom- in ár. Vísir óskar henni fram- tíðarheilla og að henin megi auðnast að sjá þær vonir sínar rætast, að koma heim að vori og njóta hjá þjóð sirmi sólar- sumars. A. Th. 1932 Flugvél hafði hrapað og Tarzan fór að athuga það. Honum var ekki Jjóst, hvort nokkur hefði komizt lífs Áf. Allt í einu kipptist Tarzan við, hann heyrði skerandi hróp. Tarzan þeyttist áfram gegnum fnunskóginn, og þá vissi hann, að ljónið Númi var í veiðihug. Og það sem verra var. Ljónið Númi var í þann veginn að ráðast á hvíta stúlku.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.