Vísir - 24.10.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 24.10.1955, Blaðsíða 10
Stórkostlegasta flugblað Norðurlanda. Flytur sögur af mestu hetjuvcrkum heimsins, VISIB Hjartmu Eftir Graham Greene. 32 I ............. Scobie starði á setningu, sem hljóðaði svo: „Aldi’ei mun égj ;gleyma því, þegar ég sá í fyrsta sinn landið, þar sem ég átti • eftir að starfa þrjátíu beztu ár ævi minnar." Hann las: „Frá þeirri stundu, er þeir fóru í'rá Bermuda hafði skipið elt þá. Skipstjórinn var sýnilega áhyggjufullur, því að hann var alltafl að horfa á þetta ókunnuga skip í sjónauka. Þegar myrkrið datt á, var hið framandi skip enn þá í kjölfari, og þegar dagaði, j var skipið það fyrsta, sem þeir sáu. Getur það verið, að ég sé að ná takmarkinu, hugsaði Arthur. Er þetta Svratskeggur sjálf-; ur, foringi Bantúmanna, eða er þetta hinn blóðþyrsti liðs- foringi hans.... Hann fletti blaði og þá blasti við honum mynd af biskupinum í fullum skrúða. —• Haltu áfram, sagði drengurinn. .... Betty Davis, sem varð viti sínu f jær, þegar hann reiddist. Sýnilegt var, að Buller skipstjóri átti von á hinu versta. Allt í einu heyrðist skothvellur, og kúlan féll í sjóinn, svo sem tuttugu metra frá skipinu. Buller skipstjóri brá sjónaukanum fyrir augun og kallaði til Arthurs: — Skollinn sjálfur. Það er Roger káti. Hann var eini maðurinn af skipshöfninni, sem vissi um hið leynilega erindi Arthurs. Frú Bowles kom skyndilega inn. — Svona, nú er nóg lesið. Kappnóg í dag. Hvað var hann að lesa fyrir þig, Jimmy? — Biskup meðal Bantúmanna. — Ég vona að þú hafir haft gaman af bókinni. , — Hún er töfrandi. 1 —• Þú ert skynsamur snáði, sagði frú Bowles. — Þakka yður kærlega fyrir lesturinn, majór Scobie, var sagt í hinu rúminu. — Ætlið þér að lesa fyrir okkur á morgun? —- Hafið engar áhyggjur af majór Scobie, Helena, sagði frú Bowles. — Hann er að fara aftur til hafnarborgarinnar. Ef hann er ekki á sínum stað, drepa þeir allir hver annan. — Eruð þér lögreglumaður? j — Já. — Einu sinni þekkti ég lögreglumann.... Það var í borg- ínni, sem ég átti heima.... Hún þagnaði og höfgi seig á hana, Hann gekk að rúminu og horfði á andlit hennar. Anditið var eins og spil spámanns. Það sýndi, svo ekki var um villzt, hið liðna: sjóferð, skiptapa og veikindi. Hann tók frímerkjabókina og opnaði hana fremst. Þar stóð „Til Helenar á fjórtán ára af- mælisdegi hennar, frá pabba.“ Því næst opnaðist bókin af tilviljun og við blasti-opna með skrautmyndum frá Paraguay, •eins og þeim, sem börn safna. — Maður verður að útvega henni ný frímerki, hugsaði Scobie. 5. Wilson stóð úti fyrir og beið eftir honum. Þegar Scobie kom út, sagði hann: — Ég hef verið að bíða eftir yður síðan jarðarförin fór fram, majór Scobie. — Hvernig líður fi*ú Rolt? — Það er álitið að hún hafi það af — og drenghnokkinn líka. —- Já, drengurinn, það var nú það. Wilson sparkaði í stein, sem lá fyrir framan tærnar á honum og sagði: — Ég þarf að j.leita ráða hjá yður, majór Scobie. Ég er dálítið áhyggjufullur. — Hvað er að? — Þér vitið að ég hef verið hér að endurskoða íbúðina okkar. Þar er mikið af niðursuðuvörum, sem ekki hafa komið frá út- .flytjendum okkar. — Er ekki málið augljóst — segið manninum upp! • | — Er þ&ð nú ekki heldur illa gert að hengja bakara fyrir smið? Eigum við ekki heldur að reyna að láta hann hjálpa okkur til að ná í aðalglæpamanninn? Annars ráðið þór þessú alveg. Wilson þagnaði andartak, en því næst sagði hann, — Þér vitið að hann fékk viðbótina frá umboðsmanni Yusefs. — Það hafði ég ekki hugmynd um. — Þér hefðuð átt að vita það, eða er ekki svo? ; — Já, ef til vill. En þér verðið þó að viðurkenna að um- boðsmaður Yusefs er ekki sama og Yusef sjálfur. Það krafta- verk getur skeð að Yusef sé saklaus af þessu. Að vísu skal ég játa, að það er ósennilegt, en möguleikinn er fyrir hendi. Þér vitið ekki annað en það, sem búðarmafV.rinn hefur gert. — Mun lögreglan skerast i leikinn, ef sannanir eru fyrir hendi? Scobie varð orðfall. — Hvað eigið þér við? Wilson roðnaði og stamaði: — Það er sagt, að Yusef njóti vérndar. — Þér hafið verið hér nógu lengi til að vita, hvað er að m-arka orðróm. — Þetta er altalað. — Annað hvort er það Tallit sem ber þetta út eða Yusef sjálfur. — Misskiljið mið ekki, sagði Wilson. — Þér hafið verið mjög vingjai’nlegur gagnvart mér og konan yðar líka. En ég held að þér ættuð að fá að vita, hvað sagt er um yður. — Ég hef verið hér í fimmtán ár, Wilson. — Veit ég það, sagði Wilson hrokafullur. — En fólk talar mikið um páfagauk Tallits. Það segir að Yusef hafi sett þetta á svið til að reyna að koma Tallit úr úr borginni. — Ég hef heyrt þetta. — Það er sagt, að þið Yusef heimsækið hvor annan. Auð- vitað er það lygi, en..., — Það er dagsatt. Ég og heilbrigðisfulltrúinn heimsækjum | líka hvór annan, en það mundi ekki koma í veg fyrir að ég sækti hann til saka, ef hann ynni til þess.... Hann þagnaði skyndilega, hugsaði sig vel um og ságði síðan. — Annars ber mér ekki skylda til að standa yður skil á neinu. — Ég hélt bara að yður væri fyrir beztu að fá að vita þetta, sagði Wilson. — Þér eruð of ungur fyrir yðar starf, Wilson. — Mitt starf? , — Já, hvert sem starfið er. ! í annað sinn kom Wilson honum á óvart. Hann sagð'i: -— Ó, þér eruð óþolandi. Þér eruð allt of heiðarlegur fyrir þetta líf. Hann var eldrauður í framan af reiði: — Þér ættuð að hafa hatt á höfðinu, Wilson, var allt og su.mt. s°m °',''hie sa,rði — Til að verjast cólirs’'4 . HR74M Mánudaginn 24. október 1955 ■ * - ... A kvöld /ö fc ini. Fjöiskyldan var í fyrsta sinn á veiðiferð í skóginum, en ár- ángurinn varð ekki upp á marga fiska. Fyrst kom faðirinn með höndina í fatla. Svo kom son urinn haltrandi, síðan dóttirin með sárabindi um höfuðið og loks eiginkonan og móður með öll skotvopnin. — Hvemig gekk? spurði skógarvörðurinn, þegar fjöl- skyldan kom að bústað hans. — Eins og þér sjáið, svaraði heimilisfaðirinn og andvarpaði. — Nú, ekki sem verst, sagöi skógarvörðurinn uppörfandi og beniti á poka með einhverju i, sem sonurinn hélt á. — Hann hefur þó hitt eitthvert dýr. — Já, svaraði faðirinn — það er hundurinn okkar. • í samkvæmi einu barst talið að málgefnum konum, og kom- ust karlmennirnir að þeirri nið- urstöðu, að kvenfólk gæti ekki þagað yfir leyndarmálum. „Það þykir mér þó kynlegt/ sagði ein frúin, sem viðstödd var. „Eg hef t. d. engum sagt aldur minn síðan ég var 28 ára gömul.‘ „Þá megið þér vera vissar um, að þér gloprið því út úr yður einhvern daginn,“ sagði einn karlmaðurinn. „Það held ég nú síðuf,“ svar- aði frúin. „Eg er nú búin að þegja yfir því í 20 ár, svo að ég ætti eins að geta þagað yfir því framvegis." • Og hér er ein auglýsing úr dálkinum: „Tapað og stolið“: „Veski með myndum, mikils- verðum bréfum og 450 dollur- um hefur horfið. Þjófurinn eða finnandinn má eiga veskið og bréfin, en peningunum er hann beðinn að skila á lög- reglustöðina." Sonur leikara eins stóð sig ekki sem bezt í skólanum, og þegar prófinu var lokið fékk hann þann vitnisburð, að hann yrði að sitja eftir í bekknum. Honum féll þetta að sjálfsögðu þungt, og átti erfitt með að segja föður sínum frá því, en allt í einu fékk hann góða hug- mynd, veifaði prófseðlinum og sagði: „Eg hef fengið samningnum við bekkinn minn framlengdan um heilt ár!“ 1931 votta yður þakklæti mitt, sagði Já, eg heiti Olga. Bg ætlaði ;áð i stúlkan. — Það er ekkert að þakka, fara og heimsækja föður minn, sem sagði Tarzan. — Var þetta yðar flug- , , er veiku^. , ^ Tarzan si,eig ofan á þaö sigir hrós- andi og rak upp öskur. — Eg veit ekki hvernig eg á að Eftir fáeinar minútur gafst ljón- íð upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.