Vísir - 16.11.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 16.11.1955, Blaðsíða 4
fft VÍSIR Miðvikudaginn 16. nóvember 1955’ Bezt að listamenn séu sem ólíkastir - og eftiröpun á engan rétt á sér. Rabbað \ið €nðmund Einarsson Usíamann írá Miðdal, Guðmundur Einarsson frá Miðdal er í hópi fjölhæfustu listamanna vorra. Honura er jafn lagið að móta og mála, gera höggmyndir, málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Hann er og listrænn Ijósmyndasmiður, er hví er að skipta og ágætur rithöfundur. Nú eru 40 ár liðin frá því er ' Guðmundur heigaði sig listinni og á allar þessar listgreinir hef- ir hann lagt görva hönd. í til- efni þessa afmælis hefir Vísir beðið Guðmund að segja les- endum sínum örlítið frá fyrstu árunum og samskiptum sínum . við aðra listamenn hérlenda. — I byrjun aldarinnar var , ekki jafn auðvelt að leggja út á i listabrautina og nú. Eg held, að eg hafi byrað að teikna og skera myndir í móhellu um leíð og eg gat haldið á teikniáhöldum og hnífi. Sérstaklega í hjáset- unni. Þegar rollurnar voru spakar( þá var gaman að lifa. En eg var elztur og hét í höf- uðið á þeim mikla fjárbónda, Guðmundi afa mínum, og þar að auki skírður Miðdal með það fyrir augum, að verða mik- ill búhöldur. En það væri synd að segja, að eg hefði vit á fé. Ef eg átti að smala til beitar — Þá var gaman að vera listamaður og í skóla hjá Þór- arni Þorlákssyni og Stefáni Eiríkssyni. Aldrei hef eg fyrir jþitt jafn ágæta teiknikennara. | Öll listamannaefni sem lærðu! hjá þeim gátu hiklaust tekið | próf á lisíaháskólanum í Höfn, ef þeir höfðu numið flatarmál- fræði jafnframt, og svo rúm- i : málsfræði. Þá voru gerðar meiri j kröfur til inntöku í listaháskól- í en nú. Þar var kennd. lík- j amsfræði (anatomi) í 2—3 ! P Guðmundur Einarsson. lokum gat lagt af stað til Reykjavíkur til að nema list- ina — þá tvítugur að aldri —. Var vonglaður unglingur með sítt hár og 45 krónur í vasan- um. Ýmsir ættmenna minna húsanna var eg viss með að lofuðu að hjálpa mér. Að heim- koma með ærnar af næstu bæj- um. Jafnvel hundarnir litu mig hornauga fyrir bragðið. En hestamir voru ávallt mitt yndi. Sjósókn og fþegnskylda. Við bræðurnir urðum að vinna mikið og stunda veiði- mennsku allan ársins hring. Margar mínar beztu æskuminn- ingar eru frá þeim ferðum um jtil að hrekja gesti með ýmsum fjöll og heiðarvötn. Sjómensk- glettum, og aldrei máttum við an fékk eg þó hina mestu bless un. En það voru góðar óskir og ráð foreldra minna. Draugur var herbergisfélagi. Eg bjó fyrstu 2 árin í Thom- senshúsi í litlu herbergi með Eiríki föðurbróður mínum og draug. En eins og frændi sagði, ,,þetta var allra skemmtilegasti draugur“. — Hann hafði það an er sá skóli, sem endist til áhrifa allt lífið. Eg held, að sjó- loka hurðinni hjá okkur. Ef við gerðum það þá hrökk hurð- sókn ætti að vera þegnskylda in jafnharðan upp, og héldu allra ungra manna innan 25 ,þar engir lásar hversu traust- ára aldurs. lir sem þeir voru. Draugnum — Hvenær lá leið þín hing- að til Reykjavíkur í því skyni, að helga líf þitt listinni? var uppsigað við kvenfólk en hann var sérlega bamgóður. — Þú hófst hér jafnframt Það var 1915, sem eg að listnám? Sjö myndir á 2 árum. — Var svo langt þangað til að þú gerðir þín fyrstu lista- verk á eigin spýtur? — Fyrstu tilraunir til að vinna sjálfstætt gerði eg 1917 er eg byrjaði að gjöra mynd- inar í húsi Nathans & Olsens (nú Reykjavíkur Apótek). Aldrei hefi eg skilig hvaðan eg fékk áræði til að byrja á slíku verki án þess að hafa lært nokk- uð í höggmyndalist. Það tók 2 ár að gjöra þær 7 myndir. í tómstundum vann eg að íþrótta kennslu og skíðasmíði hjá Johnson hinum norska. Þá var haldið skíðanámskeið í Reykja- vík. Kennarinn var Lorenz Muller en nemendurnir voru aðeins þrír, auk mín Tryggvi heitinn Magnússon og Herluí Clausen. — Ríkti klíkuskapur og sund- urlyndi á þeim árum meðal listamanna bæjarins? — Félagslyndir voru hinir fáu listamenn og listnemar þeirra tíma. Einar Jónsson og Ásgrímur voru okkar hæsti- réttur. Varð ekki lengra til jafnað — og eg held að enn sé svo. Síðar kom Listvinafélagið til skjalanna, það vann rnikið menningarstarf. Matthías Þórð- arson, Sigurður Guðmundsson árkitekt og fleiri fræddu okk- ur um margt. Thorvald Krabbe hafði m. a. forgöngu um byggingu Listvinahússins, áður vóru Templarahúsið og „Vinaminni“ höfð til sýninga. Listsýningar voru geysi vin- sælar þá( fyrsta sýning er eg sá var í Vinaminni. Ásgrímur sýndi þar margar undurfagrar myndir. Eg held að hver bæjar- búi sem vettlingi gat valdið hafi séð þá sýningu. Kassinn var alltaf tómur. — Seinna stofnuðu lista- mennirnir svo til samtaka sín á milli? — Þegar fyrri hefmsstyrjöld- inni lauk, þá tvístraðist hinn skemmtilegi hópur í ýmsar áttir. Margir sóttu til Danmerk- ur en aðrir til Fraltklands og Þýzkalands. 1925—28 komu flestir heim aftur afskaplega lærðir en ósammála um flest. Það var 1928 sem allar greinar listarinnar sameinuðust í fé- lagsskapinn Bandalag ísl lista- manna. Fyrsti formaðurinn, Gunnar Gunnarsson, bjó í Danmörku, ritarinn Jón Leifs í Þýzkalandi. Gjaldkerastörfin hafði eg með höndum fyrstu árin, en kassinn var ávallt tóm- ur. Reyndar höfðum við nokk- ura styrktarfélaga sem borguðu 40 krónur árlega, en fengu. ekkert í aðra hönd. Jafnvel lögfræðingur bandalagsins, Stefán Jóh. Stefánsson, borgaði. brosandi 40 krónur árlega og fékk aldrei eyrisvirði fyrir margvíslega aðstoð. Þega mikið lá við var aldurs- ráð kallað saman. Eru mér minnisstæðir fundir með Einari Kvaran, Sigfúsi Einarssyni og Einari Jónssyni. Engan mann hefi eg vitað tillögubetri en Einar Kvaran. Er leitt að fund- árgerðabók bandalagsins frá þeim árum týndist síðar. Málverkið hékk öfugt. Þegar tízkulistaverk komu hér fj^rst á sýningar, þá fengu höfundarnir bágt fyrir. Stund- um tókst líka óbjörgulega með uppsetningu þeirra. Eitt sinrr (hékk t. d. eitt listaverkið öfugt .vikulangt í Miðbæjarbarnaskól- anum. Það hét „Hestar í skógi“. Hélt sýningarnefndin að fætur hestanna væru trén! „En svo má illu venjast að gott þyki** Framh. a' 9. síðu. Ólympíueldurinn. grafin í jörðu einhversstaðar.“ „Hafið þið aldrei leitað að þeim?“ spurði eg. „Ekki eg,“ sagði hann blátt áfram. „Ef til vill erum við eyjarskeggjar ekki eins ágjarn- j ir og þið landmennirnir; þen-' ingar eru ekkert aðalatriði hjá; okkur. Ef yður langa til að leitaj að auðæfum Nutts á meðan þér| dveljist hér, er það velkomiðð — en eg vara yður við að veva of bjartsýnn í því efni! Og nú skulum við halda áfram heim að veitingahúsinu.“ Stuttu síðar komum við að litl- um dyrum á rammgerðri bygg- ingu, er virtist vera úr til- höggnu graníti, og komum brátt inn í lítið herbergi, er fullt var af tóbaksreyk. Sex eða sjö eyj- arskeggjar c— þéttvaxnir ná- ungar — sátu á tómum tunnum og drukku heimabruggað öl. Þeir voru allir klæddir í dugg- arapeysur og með húfur og tveir jþeirra voru í klofháum vað- stígvélum, svo að samkund-. an minnti mig ósjálfr'átt á, gamlar sjóræningjasögur. Gade sjóliðsforingi bað um, hljóð og kynnti mig síðan sem( „Kristofer Kólumbus annan“. j Svo bað hann um ölföng handai öllum viðstöddum. Útskýrði | hann síðan komu mína með þessum orðum: „Héðan í fráj ætlar hr. Nolan að taka við störfum mínum á meðan eg er í | sumarleyfi, og eg óska að þið| framkvæmið skipanir hans.“ j Þessu var vel tekið, svo aðj mér fannst mér bera skylda tilj að panta í glösin aftur. Þettaj fór með það sem eftir var af| ferðasjóði mínum; til allrarj hamingju nægði sjóðurinn, þótt smár væri, og eg átti hálfa pennyið eftir! „Og heyrið nú, piltar,“ hélt vinur minn áfram, „hver ykkar á aukapeysu og brækur? Hr. Nolan hafði ekki rúm fyrir far- angur í bátnum‘sínum, og mín för eru auðvitað allt of stór. — Talið ekki allir í einu!“ Allir voru ákafir að gera bón vinar míns, og brátt var eg kominn í eins föt og hinir og var að þeirra dómi( alveg eins og hreinræktaður Lundeyingur! Kvöldverðinn borðaði eg á heimili „vísikonungsins“ og hitti hina ágætu húsfreyju, er sýndi það bæði í móttökum og matartilbúningi. Eg fæ ennþá vatn í munninn, þegar eg minn- ist þessa kvöldverðar. Það var máltíð sem hæfði konungum, hvað þá heldur „vísikonung- um“! Eg var einmitt nýbúinn að kveikja í ilmandi vindli, þegar barið var að dyrum og einn eyjabúa kom og sagði þær fréttir, að loftvogin félli ugg- vænlega. „Þetta verður stórviðri,“ sagði hann og hristi höfuðið. „Jæja, það er bezt þú fáir piltana til að hjálpa þér við að loka gluggahlerunum,“ sagði Gade sjóliðsforingi. „Við verð- um að gera öryggisráðstafanir, eins og þér skiljið," bætti hann við og sneri sér að mér. „Hér verður oft hvasst.“ í birtingu morguninn eftir, var hálfdimmt af gulu mistri og Ioftvogin stóð niður undir 28 þuml. Loftið var svo kyrrt, að vindhaninn á húsinu hreyfðist ekki, en brimhljóðið hafði auk- izt mikið og þungur undirsjór svarraði á vesturhleinunum og boðaði ofviðri í aðsigi. Hátterni þúsunda sjófugla,— máfa, álkna og teistna, er þöktu svörðinn á stóru svæði í skjóli við grjót- garðana á suðurodda eyjunnar vissu líka á illviðri. Eftir morgulwerð sagði „vísi- konungurinn“ við mig: „Nú gætuð þér tekið með yður byssu og reynt að skjóta nokkrar geit- ur. En farið ekki langt frá hús- inu, því annars gætuð þér orðið fyrir barðinu á illviðrinu, sem Skellur á þá og þegar.“ Eg fékk léða byssu, lagði af stað og tók gamlan veiðihund með mér. Eg hélt í norður; mér var sagt að geitumar héldu sig norður frá. Landið, sem eg fór um, var hæðótt graslendi víða vaxið hvítu og rauðu lyngi. Leiðin var krókóttur götuslóði, er mei'ktur var með granít- klettum með reglulegu milli- bili. Bráðlega hvarf gi’óðurinnt og tóku þá við stórir urðarflák- ar úr veði’uðu, Ijósu grjóti, en.’ hér og þar voru hvítar haus- kúpur og leggir af dádýrum. og geitum. Eftir nokkurn tíma breyttist landslagið enn og við tók lágvaxið kjarr milli hárra klettadranga og djúpir skorn- ingar með miklum gróðri og mannhæðarháum grasbrúsk- um á stangli. Framh. i I BOTASAUGWSAlVISi VVftWU’WVWyWWAft/VWVWiM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.