Vísir - 28.12.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 28.12.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn -28. desember 1955. f !8I« L Sftakesgiaare: “ 'Wali©r i Enn einu Shakespeare-leik- riti hefur verið bætt á íslenzka sýningarskrá — að þessu sinni Jónsmessudraumnum. En áður hafa verið sýnd hér í Reykja- vík fimm leikrit eftir Shake- speare: Vetrarævintýrið, Þrett- ándakvöld, Hamlet, Kaupmað- urinn í Feneyjum og Sem yður þóknast, og eitt flutt á útvarp: Macbeth. Þjóðleikhúsið frumsýndi Jónsmessudrauminn í fyrra- kvöld í þýðingu Helg'a Hálf- danarsonar og undir stjórn há~ menntaðs ensks leikhúsmans, mr. Walter Hudds. Uppsetn- ing ieiksins sýndi, að þar hafði enginn viðvaningur um vélt. Eitt af snillibrögðum Shake- speares er að láta leikrit sín gerast á mörkum hins raun- hæfa og óraunhæfa, vöku og draums. Hvergi kemur þetta betur fram en í Jónsmessu- draurrmum, enda gerist hann að sumu leyti meðal álfa og dísa í hulduskógi ævintýra og þjóðsagna, en að öðm leyti meðal hirðgæðinga og hand- verksmanna í heimi raunveru- leikans, þar sem duttlúngafull •örlög ráða hlutskipti manna. Leikurinn gerist í Aþenu ög í skógí þar í grennd. Persónur eru tuttugu og ein, auk fylgd- arliðs og ballettdansara. Þesevs, hertoga í Aþenu, leikur Jón Sigurbjömsson. — Hann hefur fyrirtaks leiksviðs- málróm og ágæta framsögn. Var leikur hans hinn prýðileg- asti. — Egevs, aðalsmann í Aþenu, leikur Valur Gíslason. Hlutverkið veith- þessum ágæta leikara fá tækifæri, en þau fáu, sem gefast, eru vel notuð. Lýsander og Demetríus, unga aðalsmenn í Aþenu, leika þeir Benedikt Árnason og Helgi Skúlason, báðir mjög þokka- lega. Sömuleiðis Jón Aðils, sem leikur Fílóstratus, veizlumeist- ara Þesevs. Hippólítu, drottningu skjaldmeyjanna, brúði Þesevs, leikur Regina Þórðardóttir af smekkvísi og hófsemd. Hermíu, dóttur Egevs, leikur Herdís Þorvaldsdóttir með hressilegum tilþrifum. Helenu, aþenska mey, leik- ur Katrín Thors af öryggi og sköruleik. Óberon álfakonung' leikur Rúrik Haraldsson af miklum glæsileik og álfadrottninguna, Titaníu, leikur Guðbjörg Þor- bjarnardóttir af næmleik og innlifun. Skógarálfinn Bokka, öðru nafni „Hróa Heillakarl“ laikur Lárus Fálsson og er leikur hans ágætur að öðru leyti en því, að málrómur og göngulag minnir talsvert á leik hans í hlutverki erkióvinarins í Gullna hliðinu. Skrípaskop leiksins bera þeir uppi: Gestur Pálsson í hlut- verki Kvists timbrara og minn- ist undirritaöur ekki, a'5 hafa séð Gesti takast. öllu betur upp á leiksviði nú um langan tíma, Róbert Arnfiimsson sem Spóli vefari og er leikur hans stór- glæsilegur og Bessi Bjarnason í hlutverki Hvins físibelgja- stagara, og er leikur hans bráð- skemmilegur. Þá fara þeir einnig skemmtilega með hlut- Rúrik sem öberon kóngur. verk sín Klemens Jónsson, sem Snikki klénsmiður, Baldvin Halldórsson sem Stútur Ketil- bangari og Indriði Waage sem Sultur skraddari. Tónlist er eftir Mendelsson— Bartholdy og stjórnaði dr. Victor Urbancic hljómsveitinni af smekkvísi,, öryggi og festu. Lárusi Ingólfssyni ber mikið lof fyrir glæsileg leiktjöld og Erik Bidsted ballettmeistari á mikinn heiður skilið fyrir á- gæta frammistöðu dansaranna, en hann samdi og æfði dans- ana. Okkar gamli og góði eld- glæringameistari, Hallgrímur Bachmann, annaðist ljósagald- urinn af sinni alþekktu tækni- legu kunnáttu. Ef maður færi að láta í lj ós nokkra skoðun á þýðingunni, sem maður hefur aðeins heyrt einu sinni og auð''dtað ekki getað greint meira en helming téxtans í hröðum leikfluíningi væri það einungis gabb við lesendur, leikhúsgestum til hneykslunar, þýðandanum til aðhláturs, manni sjálfum ti skammar og andskotanum ein- um til skemmtunar. En til að gefa lesendum aðeins örlítinn smekk af þýðingu Helga Hálfdanarsonar, skulu hér til- færðar fáeinar Ijóðlínur úr upphafi leiksins, sem vér náð^ 1 um á hlaupum og geta þeir þá sjálfir gert sér ofurlitla hug- mynd um þýðinguna: „Þes. Nú nálgast óðum okkar brúðkaupsstund, inndæla Hippólýta; fjórir dagar upplyfta nýjum mána; og þó finnst mér ;em gamli máninn minnki alltof hægt, haiui tefur mína þrá sem aðals-ekkja, stjúpa, sem lengi tærir ungs manns tekjur. Hip. Brátt drekkja fjórir dagar sér í nóttum, og fjórar nætur farga tíma í araumi; þá mun nýr máni benda silíurbogann á bláum stjörnuhimni og . glaður líta brúðkaupsnótt okkar. Þes. Farðu, Fílóstratus, vektu hvern ungling Aþenu til leiks, til hreinnar gleði, gáskafullrar kæti, en rektu deyfð og drunga | í jarðarför, — þeim fölu gestum hafnar í hátíð vor. | . Hippölýta, ég ber fram j bónorð mitt á sverðsoddi; ég sótti þínar ástir með ofríki; nú kveður kvonbæn mín við annan tón í gleði og veizluglaumi." Sviðsetning og leikstjórn hins brezka leikhúsmeistara náigast opinberun. Það þarf snilling t.il að skilja og túlka snilling. Einn slíkur snillingur er mr. Walter Hudd. Karl ísfeld. Úr leik handverksmannanna. Ballett í Jónsmessunæturdraum. Friðfgfrsþjöld «jsg Hvarvetna í Austur-Berlín getur að líta hverskonar aug- ! jlýsingar — og áróðursspjöld með „slagorðum“, tií ’þess fölin- um að villa almenningi sýn. | Dorothy Thompson, amerígk- 'ur fréttaritari, er þar var fyrir | nokku, nefnir nokkur dæmi hér um. J „Vér viljum ekki þýzka end- urvopnun, heldur allsherjar af- vopnun.“ Á þetta get eg vel fallizt, segir hún, en brátt kom hún að „íþrótta- og tæknihöllinni11. Ungmenni flykktust inn um jdyrnar. Við innganginn g'at að líta auglýsingu um sýningu, j sem þar var haldin, með mynd af íþróttamanni í skriðdreka! | — Mér flaug í hug, að ef til vill 'væri búið að finna hér upp „nýtt sport“, þ. e. hraðkeppni í skriðdrekum, en nú komst eg að raun um, að sýningin var um „hernaðarlegar íþróttir". Ennfremur gat að líta til- vitnum úr stjórnarskránni, að herþjónusta væri þjóðarskylda, sem sérhverjum austurþýzkum !borgara væri skylt að inna af hendi ■—■ og önnur, að austur- þýzka lýðveldið væri eina lög- lega stofnaða ríkið, sem fylgdi stefnu varðandi framtíð alls Þyzkalands. Af þessu varð ekki dregin önnur ályktun en sú, að jtengsl væri milli herþjónustu- skyldunnar og kröfunnar til alls j Þýzkalands. — Á 20 mínútna fresti var komið með nýjan flokk skóla-ungmenna og leið- sögumenn útskýrðu allir fyrir þeim. Ennfremur gat að líta þar þessi orð: „Menn mega ekki búast við, að friðurinn komi fyrirhafnar- laust. Menn verða að vera við því búnir_ að berjast fyrir hann. Verið viðbúnir að verja friðinn, á hverri mínútu, hverri sek- úndu.“ Ennfremur voru hvatn- ingarorð um nauðsyn þess, að hafa full tök á öllum hervísind- um og vopnum, og þarna fengu menn upplýsingar um, að styrj- aldir væru „góðar“ og „slæm- ar“ og að þær, sem háðar væru í hinum góða tilgangi, væru fyrif friðinn. Styrjöldinní 1813 var lýst sem „Réttlætanlegri styrjöld", þár sem Prússar, eins og Rússar, söðluðu um til að berjast gegn Napóleoni, en að þeir þannig börðust með sama mark fyrif augum og Br’etár, var ekki nefnt. Með sögulegum fölsunum var því lýst sem fyr- sasin*® irmynd að „alþýðuhernum“, er prússnesk ungmenni niður að 17 ára aldri voru tekin í her- inn, þótt ekki væru til handa þeim einkemiisbúningar. í sér- hvert sinn, er Þýzkaland samdi frið við vestrænar þjóðir, var því lýst sem föðurlandssvikúm. — en ekkert urn það,. er mikiD hluti Austur-Þýzkalanas komst undir rússnesk yfirráð eftir séinustú heimsstyrjöld né held- ur um þau miklu landsvæði, sem komust undir pólsk yfir- ráð. — Og seinast en ekki sízt fengu ungmennin tækifæri til að iðka skotfimi (sex skot fyrir 40 pfenninga), en þar var þessi áletrun: „Sérhvert skot í miðdepil er tákn skots í hjartastað stríðs- æsingamanna.“ Fá menn af þessu öllu nokkra hugmynd um hvað átt sé við með „friði“ austan tjalds. IMýtt stödenta- félag Biyrðra. Nýlega var stofnað á Blöndu- ósi Stúdentafélag Norðvestur- lands, og voni stofendur 36 að t-ölu. Var félagið stofnað í hinu nýja hérað'sheimih Húnvetn- inga, en þar býr Páll Kolka héraðslæknir. Stúdentar úr báðum Húnavatnssýslum og Skagafirði eru hlutgengir í fé- laginu. í stjórn voru þessir kjörnir: Hafsteinn Pétursson, Gunn- steinsstöðum, en hann var ald- ursforseti fundarins 49 ára stúdent, síra Birgir á Æsustöð- um, Björgvin Bjarnason, bæjar- stjóri á Sauðárkróki og síra Árni Sigurðsson í Hofsósi. Yngsti stúdentinn er írá sl. vori. brjár tegundir, faliegir, ódvrir. Sólir. m o% Bankasíræti 14.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.