Vísir - 04.01.1956, Síða 6
8
(TfR í ►
Miðvikudaginn 4. janúar 1956
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
í - .
f Auglýsingastjóri: Kristjan Jónsson.
ij Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. **
í Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
!■ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
í Lausasala 1 króna. ^
| Félagsprentsmiðjan h.f. §
Hermann og kommúnistar.
Þjóðviljinn hefur bersýnilega ekki tekið neina ákvörðun um
þessi áramót að verða heiðarlegra blað, en hann hefur
verið til þess. Þó er það venja margra aS taka ákvörðun um að
byrja nýtt líf á slíkum tímamótum, gerast betri menn en áður,
en Þjóðviljinn telur enga ástæðu til slíks — það mátti sjá á
honum í g'ær. j
í gær var það aðalfyrirsögn Þjóðviljans á fvrstu síðu, að
Ólafur Thors hafi hótað því í áramótaávarpi sínu til þjóðar-!
innar, að öllum kjarabótum, sem unnust í verkföllunum á
síðasta ári, skuli verða rænt, og síðan er vitnað í Hermann
Jónasson, sem sagði í sínum áramótaboðskap að Sjalfstæðis-^
flokkurinn skipulegði verðbólgu í þágu braskai-a og spákaup-;
manna,.Þar komst hnífur Þjóðviljans að sjálfsögðu í feitt, enda
ver hann mörgum dálkum til að birta spakmæli Hermanns.
Hvergi í frásögn Þjóðviljans er birt einasta orð eða orðrétt
setning úr ræðu forsætisráðherrans, hvergi gerð tilraun til að
færa sönnur á, að hann hafi raunverulega viðhaft einhverjar
hótanir við einn eða annan. Það, sem hann gerði, var að endur-
taka varnaðarorð sín frá áramótunum 1954—55 og benda á,
að hækkanir á vörum og þjónustu, svo og auknar álögur hins
opinbera, vegna aukinna lcrafna af hendi einstaklinga þjóð-j
félagsinsj hefðu nú senn etið upp allar kjarabæturnar, sem fram
yoru knúðar í verkföllunum á síðasta ári. Ef Þjóðviljinn hefðij
verið eitthvað í ætt við heiðarleg blöð, - hefði hann reynt að
finna þeim orðum stað, sem í fyrirsögninni stóðu, en það var
eitt af því, sem ekki mátti gera, því að þá hefði sézt, hversu
heiðarlegur hann var. I
) En Þjóðviljanum er ekki eins meinilla við alla og Ólaf Thors,
því að formaður Framsóknarflokksins, annars stjórnarflokksins,
finnur fullkomna náð fyrir augum kommúnista — þessa stund-
ina. Hermann Jónasson fær eins mikið rúm í Þjóðviljanum og
hann þarf á að halda, því að hann fær um það bil hálfa fyrstu
siðuna til umráða, auk þess sem nokkrir dálkar eru látnir í té
5nni í blaðinu. Og það verður ekki sagt, að Hermann kunni ekki
lagið á að skrifa í Þjóðviljastíl. Ef höfundarnafninu væri breytt,
í stað Hermanns Jónassonar kæmi nafn Brynjólfs Bjarnasonai’
eða Einars Olgeirssonar, mundu menn ekki telja neitt óvenju-
lega til orða tekið —- greinin er skrifuð svo fyrir smekk og þarfir
Jcommúnista.
' Það er rauiiar ástæðulaust að býsnast yfir því, að Hermann
skuli skrifa eins og hann gerir. Þeir, sem hafa fylgzt með stjórn-
málaferli hans (og öðrum ferli) um undanfarin ár, vita að
maðurinn er haldinn sýki, sem lýsir sér í því, að hann vill fá
að stjórna. Hann telur, að ísland verði ekki stjórnað nema
Hermann Jónasson sé eitthvað við stjórn landsins riðinn. Og
harm telur ekki, að íslandi verði stjórnað vel, nema Her-
mann Jónasson sé stjórn landsins. Á þessu byggist það, að
Hermann Jónasson hefur nú um árabil verið hinn blíðasti við
kommúnista, og talið, að helmingur þeirra væri ágætis fólk.
Það er sennilega sá helmingur kommúnista, sem Þjóðviljanum
stjórnar, er telst til flokks hinna góðu kommúnista, og er því
samdrátturinn kominn lengra en margan grunaði.
Sú var tíðin, a'ö ekki var til neiim heiðarlegur maður hér á
landi annar en Hannibal Valdimarsso-n. Hann var jafnvel heið-
arlegri en kommúnistar — kaþólskari en páfinn. Ef ýtt var við
honum í einhverju blaði, rak Þjóðviljinn upp skræk mikinn.
Það var hverju orði sannai-a, að Þjóðviljinn vildi honum allt
hið bezta, en ástir kommúnista á Hannibal urðu þeim ógæfu-
sama manni að íalli. Hann valt úr valdasessi vegna dálætis síns
á kommúnistum og er nú förumaður stjómmálanna.
i Það verður fróðlegt að heyra hversu hátt Þjóðviljinn skrækir
á næstunni, ef einhver blakar við Hermanni Jónassyni. Kom-
únistar finna það, að með þeim er nokkur skyldleiki — báðir
sækjast eftir völdunum valdanna vegna, og sinna því ekki,
hverjar afleiðingarnar verða. Kommúnistar hirða ekki um það,
þótt þeir hafi fyrir fáum árum kallað Hermann afturhaldssegg
og margt verra- Ef hann getur komið þeim í valdaaðstöðu, þá
er hann góður. En Hermann heldiu-, að hann níiihi sleppa betur
en Hannibal, og ástir kommúnista verði sér ekki hættulegar.
Hann hefur löngum verið talinn. undii’hyggjumaður, og kann
að vera rétt, en valdafíkn hans mun liafa slegið hann blindu.
En fari hann í slóð Hannibals, verður þó einum loddaranum
færra í stjórnmálum íslands.
Vélbátafiotinn stöðvaður.
*
UfvegsmeiMt failast ekki á
tillögu rikisstjérstarinnar.
Tilkynning þessi frá ríkis-
stjóminni barst Vísi í gser.
Undanfarna mánuði hefur
ríkisstjórnin ásamt ráðunaut-
um sínum unnið að því að
greiða fram úr vandamálum
sjávarútvegsins. Þar sem ekki
hafði náðzt samkomulag' við
Landssamband íslenzkra úí-
vegmanna þann 30. f. m. um
lausn þessa máls, ritaði for-
sætisráðherra I.andssamban-
inu bréf svohljóðandi:
„Ráðuneytið skírskotar til
viðræðna milli fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar og fulltrúa Lands
sambands íslenzkra útvegs-
manna um starfsgrundvöli
bátaflotans á næsta ári. Mái
þetta er það umfangsmikið að
fyrirsjáanlegt er, að ekki mun
takast að ráða því til lykta fyr-
ir áramót, en innflutningsrétt-
indi bátaútvegsmanna ná að-
eins til fiskafurða, sem aflað
hefur verið á þessu ári.
Til þess að útgerð geti hafizt
með eð'lilegum hætti í vertið-
arbyr.jun í næsta mánuði, hef-
ur ríkisstjórnin ákveðið að
framlengja innflutningsrétt-
indin fyrst um sinn til janúar-
loka óbreytt frá því sem nú er
og þá jafnframt samþykkja að
núverándi álag á B-skírtéini
haldist.
Ríkisstjórnin mun leggja á
það höfuðáherzlu að samning-
ar takist við Landssambánd ís-
lenzkra útvegsmanna um við-
unandi starfsgrundvöll báta-
flotans svo snemma í janúar
sem auðið er.
í þessu sambandi vill ríkis-
stjórnin taka það fram að
framangreint fyrirheit um
framlenging innflutningsrétt-
indanna er bundið því skilyrði
að Landssamband íslenzkra út-
vegsmanna leggi til við félags-
menn sína að róðrar hefjist á
venjulegum tíma.“
Næsta dag, þann 31. f. m.
barst forsætisráðherra svar-
bréf frá Landssambandi ís-
lenzkra út\*egsmanna svohljóð-
andi:
„Véi’ höfum móttekið heiðr-
að bréf hæstvirtrar ríkisstjórn-
ar dagsett 30. des. 1955 og sam-
þykkt að leggja það fyrir full-
trúaráðsfund L.Í.Ú.' til úrskurð-
ar og verður sá fundur haldinn
3. janúar n. k.
Á fundi stjórnar og Verð-
iagsráðs L.I.Ú. í dag kom fram
eim-óma álit um það, að æski-
legast væri að halda bátagjald-
eyriskerfinu áfram, hins veg-
ar var framkomin tillaga ríkis-
stjórnar ekki talin fela í sér
þær hagsbætur, sem nauðsyn-
legar væru til þess að útvegs-
menn gætu hafið róðra á kom-
andi ári.“
Atvinnumálaráðuneytið, 3.
janúar 1956.
31. f.m. barst forsætisráð-
herra svar frá LÍÚ, þar sem
sagt var, að samþykkt hefði
verið að leggja bréf ríkis-
stjórnarinnar fyrir fulltrúa-
ráðsfund LÍÚ 3. janúar.
Á fundi stjórnar og verðlags-
ráðs LIÚ kom fram einróma
álit um að æskilegt væri að
halda bátagjaldeyrisfyrirkomu-
lag'inu áfram, en framkomin
tillaga ríkisstjórnarinnar ekki
talin fela í sér þær hagsbætur,
sem nauðsynlegar væru til þess
að útvegsmenn gætu hafið
róðra á komandi ári. — Þetta
álit stjórnar og verðlagsráðs
staðfesti fulltrúaráðsfundurinn.
Þjóðaratkvæði í Súdan fer
að iíkindum fram í marz
næstkomandi, Bretar og
Egyptar hafa nú imdirritað
samkomuiag um það, en það
fer fram við eftirlit al-
þjóðanefndar.
Mirt&jUgvstmir skriiar:
Hvenær á söfnuðurinn að
standa upp?
Kvöldsöngur í kirkjum bæj-
arins mun oftast fjölsóttur og
svo var á aðfangadagskvöld
síðastliðið í Dómkirkjunni. Sú
kirkjuathöfn er unaðsleg í
margra augum og ber margt til,
hátíðaskap^ kirkja skrýdd ijós-
unr og greni og síðast en ekki
sízt góður söngur. Hátíðasöngv-
ar síra Bjarna Þorsteinssonar
eru svo hrífandi fagrir, að ís-
lendingar mega hugsa til hans
með þakklæti í hvert sinn, sem
þeir syngja þá eða heyra.
Á síðari áxum hefir þess orð-'
ið vart, að fólk er tekið að
standa upp fyrir stólversinu,
sem stundum er sungið hér í
Dómkirkjunni. Þetta er mjög'
óviðeigandi og' er ekki að vita
hvernig' á þvi stendur, í ís-
lenzkum kirkjum hefir það
verið siðui’, að sýna orðum ritn-
ingarinnar þá lotningu, að
hlusta á þau standandi, svo og
að sjálfsögðu blessunina.
Venjulega hefir því verið svo
hagað, að presturinn ber fram
Jbænina strax og hann er stíg-
j inn í stólinn og þar næst hefir
j stólversið verig sungið og síðan
|er guðsjallið lesið og á meðan
, á söfnuðurinn að standa, en ekki
þó að stólvers sé sungið. —
I Síðastliðið aðfangadagskvöld
sté dómprófasturinn í stóiinn.
Flutti hann fyrst fagra bæn og
síðan las hann guðspjall dags-
ins, Datt þá sumum í hug, að
hann ætlaði að koma í veg fyrir
að staðið væri upp fyrir stól-
versihu í þéttá sinn, enda stóðu
allir á fætur éf guSspjallið var
lesið, svo sém véra ber, Siðan
séttust allir. En viti menn!
Þegar farið vaf að syngja stól-
versið', stendur einhver eða ein-
hverjir upp, og þá þurfti söfnuð
urinn a'ð fai-a að dæmi þeirra.
Þetta er í hæsta máta óvið-
kunnanlegt. Goít væri þó að.fá
að vita, hvort prestarnir hafa
nokkui’n tíina óskað þess, að
þessi háttur væri á hafður; það
er þó ótrúlegt, þar sem pistill-
ian, guðspjaliið óg bléssunin
Árið 1955 endaði með litlum
óspektum hérna í borginni, og
var að því leytinu til ólíkt fyrri
árum. Mun það mega þakka
skynsamlegum undirbúningi
lögreglunnar, sem sá um brenn-
ur víðsvegar um bæinn og
dreifði með því mannfjöldanum.
Það er sýnt, að slíkan hátt þarf
að hafa á í framtíðinni, þar sem
allir viðurkenna að háttalag það,
sem unglingarnir hafa sýnt
í miðbænum á gamlárskvöld ber
lítinn siðmenningar vott. Nú eru
fréttirnar frá lögreglunni á ann-
an veg, og er haft eftir yfirlög-
regluþjóninum að ekki hafi einu
sinni verið brotin rúða. Senni-
legt er líka að veðrið hafi átt
sinn þátt í því að fátt fóík var á
ferðinni úti þetta kvöld, jafnvel
ekki heldur hin venjulegu „úti-
gangshross". bæjarins.
Mikil ófærð.
Og satt er það, úr því ég minn-
ist á veðrið á gamlárskvöld, þá
varð mér um kvöldið hugsað til
þeirra, sem ætluðu sér á dans-
leiki. Það hlýtur að hafa verið
erfitt að komast í samkomuhús-
in fyrir ýmsa, einkum þá, sem
í úthverfum búa. Svo var ófærð-
in mikil að bílastöðvar lokuðu
um skeið um eftirmiðdaginn og
fram yfir kvöldmatartímann, en
einmitt um það leyti hefjast
margir dansleikir. Þá var betra
að vera heima hjá sér og hreyfa
sig hvergi. En mikið skal tii
mikils vinna og vel er þess vert,
segir unga fólkið, að vaða snjó
á móti stórhríð til þess að kom-
ast á dansleik á gamlárskvöld.
Og víðast hvar mun hafa verið
mikil aðsókn, þótt eitthvað muni
þó hafa dregið úr henni einmitt
vegna þess að veðrið var sér-
staklega slæmt.
Hvergi uppselt.
Ungur maður, sem öllum dans
húsum er kunnur, sagði mér að
hvergi myndi hafa verið útselt á
dansleiki, og hægt hafi verið að
fá miða fram eftir kvöldi víð-
ast. Það er líka öðru vísi en vant
er. Það er algengt að fólk,
sem sjaldan eða aldrei fer út úr
( húsi að skemmta sér, fer ein-
, mitt þetta kvöld á dandsleik og
er auðvitað ekkert við því að
segja og mjjög skiljanlegt. En
fylgja gamlárskvöldsins, fylli-
riið, var lieldur ekki áberandi
neins staðar, svo orð sé á ger-
andi. En siður er það margra að
fá sér glas þetta kvöld, þótt þeir
séu annars reglumenn. Þegar
öllu er því á botninn hvolft, hef-
j ur á'rið endað vel.
Nýja árið.
En hvernig byrjar svo nýja
árið? Það virðist ekki blása mjög
byrlega fyrir helztu atyinnuveg-
ínn okkar, ef ekki tekst að semja
um grundvöll fyrir sjávarútveg-
Lnn. Það væri slæmur boðskap-
ur hins nýja árs, ef við ættum
eftir að sjá togarana og bátana
bundna í höfn í stað - þess, að
vera að draga björg í bú. En um
það er nú samið og fylg,ia: þeim
samningum vonir alka hugsandi
manna að vel takist og úr rætist.
Öll afkoma að heita má er undir
því komin að fiskiskipin okkar
stundi veiðar, en til þess þarf
eðlilega að skapa þeim þann
grundvöll, að hægt sé að láta
mætast útgjöld og tekjur. — kr.
eru þau atriði í guðsþjónust-
unni, sem söfnuðurinn á . að
heiðra með því að standa á fæt-
ur. —i- : a . .