Vísir - 06.01.1956, Page 10

Vísir - 06.01.1956, Page 10
10 VÍSIR Föstudaginn 6. janúar 1956 m Hm4u a^tw tii tníhf jUtaMaga E FTI R JENNIFER AM ES Ertnilöngunin skein úr stóru, dökku augunum, og kippir komu í þykkar varirnar. „Elsti aðdáandinn minn,“ sagði hún hátíðlega. Hann kreppti hendurnar í vösunum og hnykl'aði brúnirnar. Hann var of ungur og ástfanginn til að geta leynt tilfinningum sínum. ,]Þeir eru auðvitað margir, aðdáendurnir,“ sagði hann stutt. „Já, fjöldi,“ sagði hún. „En hann er dálítið sérstakur, þessi sem sendi mér blómin. Hann er kallaður Gamli Bengu — ég hef kallað hann svo, síðan ég var smástelpa. Hann er að minnsta kosti sjötugur. Hann var garðyrkumaður heima hjá okkur fyrrum, áður en pabbi dó og eignin var seld.“ Skuggi kom á andlit hennar rétt í svip. „Hann hætti þegar heimilið mitt var selt, en heldur áfram að xækta krysantemum, sem hann selur á torginu. heima. Hann sendir mér blóm við og við. Hann man enn hve vænt mér þótti ’ um blómin heima.“ Það hýrnaði ótrúiega yfir Cyril. „Hann hlýtur að vera allra bezti náungi, þessi gamli maður,“ sagði hann. „Ég hefði gaman af að hitta hann einhvernííma.“ „Þetta er skrítið,“ sagði hún, „en oft er það svo, að þegar jnaður missir allt, finnur maður aðsvona fólk, eins.og til dæmis hann, eru beztu vinir manns." Hún brosti afsakandi og sagði: „Því miður get ég ekki boðið þér neitt að drekka — ég á ekkert til heima.“ „Hvernig gæti maður ætlast til þess,“ flýtti hann sér að svara. „Við fáum okkur glas hjá Buttery, áður en við borðum.“ Þegar hún settist við háa afgreiðsluborðið hjá Buttery, í víða samkvæmiskjólnum, leit hún út eins og málverk eftir Gains- borough, fannst honum. Hún svaraði í rauninni alls ekki til nú- tímans eða umhverfisins. Þau drukku „White Lady“. Cyril sagði að ungum stúlkum félli „White Lady“ vel, en Anna hafði ekki nægilega reynslu til þess að geta rökrætt það við hann. Svo fóru þau í miðdegisverðinn. Það sýndi sig að Cyril kunni vel skil á mat, en hann afsakaði að hann hefði lítið vit á vínum. Honum stóð eiginlega alveg á sama hvaða tegund hann drakk. Hann bað um kampavín. Það voru nóg meðmæli ef nafn þekkts innflytjanda var á flöskunni. Þau fóru að engu óðslega og gáfu sér góðan tíma til að tala saman meðan þau voru að borða, og kampavínið gerði þau létt og kát. Þess vegna kpmu þau nokkuð seint á dansleikinn. Félag- ar Cyrils þyrptust kringum þau forvitnir, og vildu láta kynna sig fyrir Önnu. Og Cyril varð að sætta sig við. að hún varð svo eftirsótt, að þau gátu ekki dansað nema einn eða tvo dansa saman fyrir kvöldverðinn. Hvílk hörmung! Hvers vegna gátu félagar hans ekki dansað við sínar eigin stúlkur? Hann vildi ekki dansa við þær. Hann vildi ekki dansa við neina stúlku í veröldinni nema Önnu. Hún var svo fyrirferðarlítil en svo töfrandi þegar hún var í faðminum á honum. Þau dönsuðu ágætlega saman -— eða svo fannst hónum. Og hún var vélritunarstúlka á skrifstofunni hans, þessi töfr- andi, dökkhærða stúlka, sem bar af öllum hinum á dansleiknum. til að skellihlægja. En í rauninni var hún nú engin venjuleg vélritunarstúlka. Ef faðir hennar hefði ekki misst eignir sín- ar.... En hann tók sig á. „Mikill hégómadindill ertu!“ sagði hann við sjálfan sig. „Hvaða máli skiftir það hvor hún er vél- ritunarstúlka eða ekki?“ Það skifti eiginlega engu máli fyrir hann. En skyldi faðir hans setja það fyrir sig? Faðir hans hafði svo einkennilegar hugmyndir run hjónabandið. Hann var svo hræddur um, að Cyril mundi lenda í sömu fordæmingunni og hann hafði gert sjálfur, og giftast konu, sem ekki væri við hans hæfi. Var ekki hlægilegt, að nokkur skyldi geta ímyndað sér, að Cyril hefði ekki dómgreind til að velja sér konu? Hann hafði ekki. þekkt hana lengi, hélt hann áfram í hug- anum. Eiginlega hafði hann þekkt hana allt of stuttan tíma, en skifti það eiginlega nokkur máli? Síðan hann sá hana fyrst hafði hann fundið, að hún var rétta stúlkan handa honum. Hún var sú eina. Hann þóttist ekki hafa of miklar hugmyndir um sjálfan sig, en þó fannst honum að hún mundi vera talsvert hrifin af honum líka. Hún roðnaði til dæmis alltaf svo fallega, þegar hún tók eftir að hann var að horfa á hana — roðnaði svo rækilega að hún var rjóð út undir eyru. „Áður hef ég alltaf litið niður á stúlkur, sem roðna út af engu,“ hugsaði hann með sér, „en nú vil ég ekki fyrir nokkurn mm að hún hætti að roðna.“ „Hefurðu lofað mörgum dönsum eftir matinn?“ spurði hann aibrýðisamur. Hún leit á hann og hló. „Já, því miður hef ég víst gert það, en nokkra hef ég geymt handa þér.“ „Það var einstaklega hugulsamt af þér,“ svaraði hann ergi- legur. „Hvaða gagn er í að geyma nokkra dansa handa mér. Ég vil dansa hvern einasta dans við þig — ég vil ekki sleppa þér úr fáðminum eitt augnablik. Mér er óbærilegt að hugsa til þess, að þeir séu að dansa við þig, allir hinir.“ Bros fór um varir hennar, en henni tókst að verða alvarleg. „En þetta eru vinir þínir,“ sagði hún blítt. „Þú -hefur kynnt þá fyrir mér.“ „Jú, víst er það!“ hreytti hann úr sér. „Maður kemst ekki hjá því. Ég er ekki að áfellast þá fyrir að þeir vilja dansa við þig. En það var þó ég, sem bauð þér á dansleikinn.“ Og nú lék brosið aftur um varirnar á henni. „Vitanlega gerðir þá það?“ muldraði hún. „Hlustaðu nú á það sem ég segi, hélt hann áfram. „Langar þig til að dansa við þá?“ Auðvitað var það ekki — hana Iangaði ekki til að dansa við aðra en hann, en hún hefði verið öðru vísi en stúlkur gerast, ef hún hefði ekki verið ofurlítið ástleitin. „Því ekki það?“ sagði hún lágt. „Margir þeirra dansa Ijóm- andi vel.“ . „Betur en ég?“ spurði hann hvasst. „Auðvitað ekki. Þú mátt ekki spyrja svona flónslega.“ Það var svo að sjá sem hann hefði mýkst í skapi, „Heyrðu,“ sagði hann þegar hljómsveitin þagnaði og þau stóðu og töluðu saman og biðu eftir að nýtt danslag byrjaði. „Mér datt dálítið í hug. Getum við ekki brugðið okkur frá dá- litla stund. — Það er eiginlega ekki gaman hérna. Við getum ekið dálitla stund og fengið okkur hreint loft.“ Hann horfði á hana á báðum áttum og bætti við: „Eða ertu ein af þessum stúlkum, sem ekki þola að gustur leiki um þær?“ „Það fýkur ekkert af mér, ef það er það, sem þú átt'við. Ég er ekki með hárkollu, og augnahárin eru blýföst :líka.“ „Það er ágætt,“ sagði hann. „Ungar stúlkur sem ekki þola gust eru óþolandi. Og yfirleitt eru þær stúlkur óþolandi, sem alltaf eru að hugsa um útlitið sitt. Við skulum setjast i kerruna mína og aka til Richmond. Það er yndislegt þar í kvöld, og þér þarf ekki að verða kalt ef þú ferð í hlýja kápu.“ „Sjálfsagt,‘í sagði hún glaðlega. „Ertu viss um að þér þyki ekki súrt í brotið að verða af dönsunum,’ sem þú hefur lofað?“ Hún hristi höfuðið og brösti. „Ég get sagt að ég sé slæm í höfðinu. Vitanlega vill enginn Síminn hringdi hjá læknin- um. „Þetta er Hansen á Fossvalla- vegi 88. Konan mín fékk heift- uga hálsbólgu fyrir viku síðan og er svo þegjandi hás, að hún. kemur ekki upp nokkru orði. Ef þér ættuð hér leið fram hjá eftir nokkrar vikur,, væri kann- ske ekki úr vegi að þér lituð inn og segðuð mér hvort líkindi séu fif að hún fái málið aftur.“ Honum fannst þetta svo kátbrosleg' tilhugsun að hann langaði þeirra trúa því, en það dugir ekki að fást um það.‘ Á kvöldvðkunni „Er ekki mikið slúðrað á vinnustað, þar sem eintómt kvenfólk vinnur?“ spurði kona ein vinkonu sína. „Jú, en eg tek engan þátt í því. Að mínu áliti á slúðrið að vera tómstundagaman.“ 0 Hann var prófessor og mjög utan við sig en um það hafði hótelstjórinn auðvitað enga hugmynd. - Dag nokkurn hringdi prófess- orinn til hótelstjórans, og kvart aði yfir því, að enginn spegill væri 1 herberginu. Hótelstjórinn fór á vettvang, opnaði skáphurðina og sýndi honum spegil, sem var á henni innanverðri. „Nægir ekki þessi?“ spurði hann. „Neg svaraði prófessorinn. „Eg get ekki séð mig í honum, þegar eg geng út og nú hefi eg þrisvar sinnum farið út úr her- berginu buxnalaus.“ v • Bræður tveirf Hans 11 ára og Pétur 9 ára, lentu í blóðug- um slagsmálum og komu rifnir og tættir inn til mömmu sinn- ar, er byrjaði þegar að yfir- heyra þá og spurði, hvernig þetta hefði byrjað. Hans varð fyrir svörum og sagði: „Það .... það byrjaði svo- leiðis, að Pétur sló aftur.“ • Maður nokkur kom inn í verzlun og bað um eitt pund af rottueitri. „Þóknast herranum að eg sedi það heim?“ spurði af- greiðslumaðurinn. „Nei, borða það hér,“ svaraði viðskiptamaðurinn. ... ■ # ; Mark Twain var ekki sérlega vinveittur bankastjórum eða bankastarfsemi almennt, og eitt sinn sagði hann: „Bankastjóri er maður. sem lánar náunganum reghlíf þegar þurt veður er, en tekur hana aftur, þegar rignir.“ & á,'uwöuqká TARZAN I9S2 3/3 i~r Nú var öllum ljóst, að Olga var svikari, hún var ekki gullinhærð heidur svarthærð. Meira að segja hinir fávísustu Wabulu-p^pnn voru nú sannfærðir um svikin. Tarzan fór niður úr turninum, en fékk Olgu.í hendur hinum hug- hrausta Bolo. : . Copr. 1#SJ. ídgor ínf.— Distr. by Unlttd f eature ByncUcate, Ino. Síðan sneri Tarzan sér að Don, Evans, sem enn lá máttfarinn á jörð- inni. ■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.