Vísir - 06.02.1956, Síða 10

Vísir - 06.02.1956, Síða 10
Ið VÍSIR Mánudaeinn 6. febrúar 1®M* Oi(JtV««.6i Copr. IM3, Bd«»r Rlc« Burrouth*. lnt.—Tm. R*j. C.S. P»l. OC Distr. by Unlted Feature Syndlcate, Jnc. til ffifaf E FTJ R JENNIFER AMES og hafði baðað sig og farið í kjólinn, hafði henni tekist að hrinda þessum tilfinningum á burt. Hún var svo ung og nú var hún á leið út til að dansa í dásamlega græna taftkjólnum. Dansa við Dirk, og þó að hún væri ekki ástfangin af honum varð hún að játa í laumi, að hún var mjög hrifin af honum. Nina var fokreið sjálfri sér eftir að Anna var farin. Ekki svo mjög af þvi að hún gerði sér Ijóst að hún hafði komið upp um sig, heldur af því að hún hefði hagað sér illa. En hún gat ekki að því gert að það hafði sært hana mjög, að Dirk hafði boðið Örinu út með sér fyrsta kvöldið sem hann var heima. Ég hefði aldrei átt að láta það eftir honum að taka stúlkuna sem ritara, hugsaði hún með sér, og var gröm. En hún fann jafnframt, að henni þótt mjög værit um Önriu. stundum meira en lítið flókið. vegna þarf lífið að vera svona erfitt stundum? hugsáði sér og skálmaði eirðarlaus um stofuna. hafði eiginlega hugsað sér að sitja í ró og næði heirna kvoldið, en nú fann hún að hún gæti það ekki. Tilhugsunin ura heita laug, kvöldverðinn borinn fram í svefnherberginu og góða bók, var alls ekkert freistandi núna. Hún varð að taka upp á einhverju, sem gæti varnað henni að hugsa. Og svo gerði hún það sem hún hafði gert stundum áður: hringdi til fornvinar síris, Binks, þ. e. a. s. Andrews ofursta. „Hvernig líst þér á að spretta úr spori í kvöld, Binks?“ sþurði hún. Hann svaraði ekki strax. Sannast að segja beið hún svo lengi eftir svarinu að hún var farin að hrista heyrnartólið og loks sagðihún: „Biriks, fórstu frá, éða heyrðirðu ekki hvað ég sagði?“ ,,Víst heyrði ég hvað þú sagðir, Nina, en þyi miður hef ég ekki ástæður til að fara út í kvöld.“ Það var éiris og röddin kæmi úr fjarlægð og var ókunnugleg. „Er þetta alvara?“ spurði 'hún vonsvikin og röddin æstist. „Kvers vegna geturðu það ekki, Binks? Ertu búirin að lofa þér annarsstaðar?“. . ; „Nei, ég er ekki við neitt bundinn, Nina,“ svaraði hann róléga, „en hvað sem öðru.líður langar mig ekki til að fara út með þér.“ „Hvers vegna ekki?“ sþurði hún og baétti svo við dauflega: „Góði Binks, þú ert ekki vanur að vera svona afleitur.“ „Ég skal segja þér alveg eins og er, Nina, jafnvel þó að þér þyki ekkert gaman að heyra það,“ svax-aði hann eftii’ augna- bliks þögn. „Hefurðu ekki hugleitt það, að þú erhaldrei vön að.biðja mig um að koma út með þér, nema þegáreinhver annar hefur gert þér gramt í geði? Ég heyri það á ról|!inni, að þessu er'svona varið í kvöld lika. Þetta er ekki beini^is skemmtilegt fyrir. mig, eða hvað finnst þér?“ Nú yarð þögn í símanum áftur — talsvert ldhgi. Svo svaraði hún rólega: „Það er leiðinlegt. Ég skil vel hvemig þér finnst það, Binks. Það var gott að þú sagðir mér það hreinskilnisleg^é' bætti hún við og sleit sambandinu..Hún fleygði sér á rúníj t.jTá símanum og íór að gráta. Hún hafði misst Binks, hann va*Ú*2ti vinurinn hennar. Hún var svo einmana, aldrei hafði hún verið svona einmana á æfi sinni. Þetta er máske mér að kenna. Ég hef haldið dauðahaldi í von- lausa ást árum saman, hugsaði hún með sér, beiskjufull. Hve margar konur hafa ekki gert þetta sama, hugsaði hún með sér — gerspiltu allri æfinni með því að vera ástfangnar af mönnum, sem ekki gátu endurgoldið tilfinningar þeirra. Var þetta einhverskonar píslarvættiástríða, eða aðeins heimska? En eftir dálitla stund stóð hún upp úr rúminu og fór að þerra af sér tárin. Það stoðaði lítið að gráta, en hvað sefn öðru leið átti hún langt kvöld framimdan. Að vísu átti hún marga aðra kunningja, sem hún gat símað, en hana langaði ekkert til að gera það. Dirk þurfti ekki á henni að halda, Blinks þurfti ekki á henni að halda.... Fólk sagði að hún væri svo vinsæl í sam- kvæmislífinu og öllum þætti vænt um hana, en hún gat ekki stillt sig um að brosa beisklega er hún hugsaði til þess, því þegar allt virðist erfiðara en áður, þýðir aðdáun fjöldans það, að aðdáunin sé ekki til — að enginn hollur vinur sé til. Konan þarf að njöta ástar og aðdáunar einhvers útvalins, því að án þess ér hún mesti einstæðingur sem hægt er að hugsa hér í veröldinni. Hún stóð við gluggann og starði út þegar dyrabjöllunni var hringt. Hún heyrði að stúlkan lileypti manni inn. Á næsta augnabliki stóð Binks í stofudyrunum. Hann brosti og leit glettnislega til hennar, Hún sneri sér snöggt að honum. „Binks!“ hrópaði hún. „Þú komst þá þrátt fyrir allt!“ Hann kinkaði kolli og brosti, „Já, ég er ekki jafn grimmur og ég hélt mig vera, Nina. Ég kom af því — það er bezt að ég segi sannleikann — af því að ég gat ekki annað, væna mín.“ Nina hljóp til hans og kæfði niðri í sér óp. Eftir augnablik hafði hann faðmað hana að sér. Hún hallaði sér að honum og andvarpaði sæl. Það var dásamlegt að elska einhvern takmarka- laust, hugsaði hún með sér, en á þéssari stundu fann hún líka, að það gæti verið enn meira virði að. eiga einhvern að, sem þætti óendanlega vænt um hana -r- að vera elskuð heitt af manni, sem væri eins og Binks. ,-,Fórstu í græna kjólinn mín vegna, Anna?“ spurði Dírk bros- andi og horfði í augun á hehni í dansinum. „Það er ekki vert að þú verðir hreykinn af þyí,“ sagði hún hlæjandi, „þetta er nefnilega eini boðlegi kvöldkjóllinn sem ég á, og af því að hann var dýr verð ég að nota hann í mörg ár.“ „Það skiptir engu máli,“ sagði hann. „Ef manni fellur vel kjóll á ungri stúlku, skiptir það engu máli hve oft hún er í honum. Því oftar sem maður sér hana £ hónum, því betur líður manni. Það er líkast og að hiita gamlan kunningja aftur.“ „Þú kannt lagið á að hugga fátæka stúlku, sem vinnur fyrir sér sjálf,“ sagði hún með glampa í augunum. Hún ljómaði af áhægju er hún horfði á hann. Hún var beinlínis sæl í kvöld, svo einkénnilega og ótrúlega sæl. Ungverska hljómsveitin lék dillandi Vínarvals og þau liðu út á gólfið. Þetta var lag, sem beindi huganum aftur í tímami til glæsilegra gæfutíma. Anna hafði ekki verið til þá, en henni fannst að hún sæi þá öld í huganum — það var eitthvað í lag- iriu, sem kom henni til að hugsa sér glæsilegan danssal í Vín fyrrum daga, fullan af dansandi fólki. Hún sá dásamlega fagrar konur í silkikjólum með löngum dragfaldi og með hanzka upp fyrir olnboga, líða um gólfið í örmum ungra manna i einkennis- búningum. Ef til vill var Íífið rómantískara áður fyrr, hugsaði hún með sér. Vafalaust. En nú tók hún eftir að Dirk hoidði á hana aðdáunaraugum og datt þá í hug, að kannske væri nútiðin eins rómantisk. „Hefurðu saknað min, Anna?“ spurði hann með viðkvæmni. Hann roðnaði ofurlítið er hann hafði spurt og varð gramur við sjálfan sig. Hann hafði aldrei sagt neitt jafn flónslegt við nokkra unga stúlku. Þetta var alveg eins og skólapiltur hefði sagt það við fyrstu stúlkuna, sem hann yar skotinn í. „Jú, ég hef saknað þín, Dirk,“ svaraði hún rólega. . . . „Við erum svo góðir vinir.“ Á kvöldvökunni. Flóttamenn segja margar gamansögur, er til urðu vi tS dauða Stalíns. Þessa komu þein með að austan rétt eftir dauða- hans: Snemma morguns hinn 6. marz 1953, var sankti Pétur ónáðaður, og barið var harka- lega á dyr himnaríkis. Úti fyrir* var Stalín. Sankti Pétur sagði við hann: „Hér átt þú ekki aSS vera. Farðu niður.“ I Næsta morgun var aftur bar- ið harkalega á dyr himnaríkis» Sankti Pétri var ekkert um þetta ónæði, en fór þá .til dyra. ,Þar stóð Kölski sjálfur. „Hvaða erindi átt þú hingað? spurði sankti Pétur. „Eg er fyrsti pólitíski :flótta- maðurinn frá helvíti,“ -sváraði hann. Hér er svo gamansaga um sköpunargáfu. rússnedera vrtr- inga. Tveir Ungverar virtu fyrir sér ísilagðar götur Búdapest- borgar. „Þetta er til skarnmar,‘* sagði annar þunglega. „Hvenær ætla þeir að ryðja þessum ís af götunum?“ . 1 „Hvað er þetta maður,“ svar- aði hinn. „Hefurðu ekki heyrt, að þeir eru farnir að nota nýju áðferðina, sem Rússarnir fundu upp?“ „Og hvað í ósköpunum getur það nú verið?“ spurði sá fyrsti undrandi. „Það er sólin, vitanlega!“ Ekki er allt gull sem glóir, segir máltækið og svo má segja um lýsingar kommúnista á sælu lífinu austan tjalds. Hér er saga af tveim búlgörskum tatörum, sem voru að skoða myndir af Suðureyjabúum, sem ekki höfðu annað utan á sér en strápils. Þá varð öðrum þéirra að orði: „Þarna sérðu, að við höfum það' ekki svo slæmt. Kommúnistar hljóta að hafa verið miklu leng- ur við völd þar.. en hér í Búlg- aríu.“ • Óbrigðult ráð við timbur- mönnum: Taka skal hráa eggja- í rauðu, hræra hana út í vodka og angosturu og drekka á fast- andi maga. Ef þ&ð dugar ekki, má reyna vænt staup af dönsku kornbr enniví ni.' £ & Sutnuykó: - TARZAN 2008 Innan stundar var búið að koma Jílunum í röð. Og samkvæmt skipun beygðu fílarnir höfuð sín yfir hinn stóra trjábol. Hinri stóri trjábolur þokaðist hægt áfram. Unz hánn að lokurn rann fram a£ bakkanum og ofan í fljótið með miklum gusugangi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.