Vísir - 07.03.1956, Qupperneq 10
10
VISIR
- -MiSvdkjitlaginn:7, .marz
^Tliereia
C’harlei
fíréfrauH
áAtariHHar
reiðzt mér fyrir eitthvað. Það var honum eðlilegt að gxípa til
ofbeldis. Mágur hans var ekki eini maðurinn í þorpinu, sem
hafði fengið að kenna á þungum hnefum hans. En nú var ég ekki
neitt bam lengur, sem hægt var að berja þar til ég léti bugast
grátandi.
„Pabbi! Gerðu þetta ekki!“ sagði ég í örvæntingu minni.
„Það er ekki til neins. Þú gerir ekki annað en að lítiliækka
og auðmýkja sjáKan þig og mig.“
„Er ekki til neins? Við ekulum gar.ga úr skugga um það.“
Hann hélt mér niðri með annarri hendinni en beitti ólinni
með hinni, Þungt leðrið skarst gegnum þunnan baðmullar-
kjólinn og sveið á nöktum fótleggjum mínum. Ég beit á vörina.
Ég vildi ekki öskra, ég vildi það ekki. Ég gat ekki varizt tár-
unum, en ekki skyldi hann heyra hósta eða stunu í mér. •
Þegar beltið var hætt að dynja á mér, lá ég hreyfingarlaus
með andlitið ofan í Jkoddanum, ... -
„Þetta ætti að verða-J>ér yíti til varnaí’,“ sagði hann hásri
röddu. ,
Ég heyri þungt fótaták. hans, ér hann gekk til dyra, en'ég
Jágrafkyrr-.Svo heyrðiég hurðina skellast aftur og að lyklin-
um var snúið í skránni,,. .
2. KAFLI.
Það var farið að skyggja þegar Mark kom til kofans. Hann
harði fvrst áð forstófudyrunum, síðan að eldhússdyrum, en fékk
ekkeri svar. Pabbi var farinn út, hvenær og hvert, vissi ég ekki.
.Ég átti hvorki úr né klukku, og allt tímaskyn var mér horfið.
Það gátu eins verið vikur eins og stundir síðan hann skildi mig
eftir barða og með blóðugar rákir á líkamanum og læsti mig
inni.
Ég hafði.þvegið tárvott andiit mitt og baðað rauðu rákirnar
úr köldu vatni úr dældaðri þvottakönnunni á þvottaborðinu.
Svo' hafði ég farið í annan kjól, jafn upplitaðan og slitinn, og
svo hafði ég greitt mér. Síðan var ekki annao fyrir hendi en
bíða. Sv.olítið haíði' ég grátið, én ekki mikið- Hvers vegna ætti
ég*að gráta? Ég sem Mark. elskaði. Ég kénndí meirá í brjósti um
pabba en sjálfa mig.
í bernsku hafði ég látið mig dreymá úin, að pabbi á ein-
hvern hátt myndi snúa sér að mér og fará áð þykja vænt um
jmig. Nú vissi ég, að ekkert gat leitt okkur saman. Ég var og
hlaut að verða áminning um glataða ást haris. Aldrei yrði hann
mýkri í viðmóti. Mér var léttir að því að kannast við þet'fta.
Það táknaði, að hann.yrSi feginn að losna við rnig. Mér þiu’fti
þá ekki að finnast, að ég hefði svikið hanri, þegar ég færi frá
honum, þó að hann væri einn.
„Nellie! Nellie, hvar ertu?“ hrópaði Mark,
Ég var skírð Pertonella Katherine, en allir styttu Petronellu
í Nellie. Þetta var andstyggilegt, hversdagslegt nafn, hugsaði ég
með mér og brosti dauflega. Líklega hæfði það mér. Enginn
, nema Mark gæti látið sér detta í hug að kalla mig Júlíu, eins
og í leikriti Shakespeares.
Ég hljóp út að ophum glugganum, laut út og hrópaði:
„Mark! Ég er hérna!“
Mark stóð á stígnuní-fyri-r neðan, og horfði á mig forviða.
„HvaS á þetta að þýða? Hvar er faðir þinn?“ spurði hann.
„Ég veit það ekki. Kannske hann hafi farið á knæpuna, eða
: hann hefur farið að leita nýrrar málmæðar, en það gerir hann
stundum á björtum nóttum. Að minnsta kosti er hann ekki
bér,“ svaraði ég. „Ég sagði honum, að þú myndir koma, en það
var tiigangslaust. Hann vill ekki tala við þig.“
„Fjárinn hafi það!“ Hann strauk um ennið með þreytulegum
svip. „Hvað er að Treyarnion-fjölskyldunni? Það munaði
minnstu, að pabbi fengi slag, þegar ég sagði honum frá ráða-
hagnum. Er þetta ekki fáránlegt? Komdu níður, vina mín! Við
skulum koma okkur burtu.“
„Ég get það ekki. Pabbi hefur læst mig inni og tekið með sér
]ykilinn.“
„Drottinn minn dýri!“ Hann horfði á mig í rökkrinu og pírði
augun. „Segðu mér eitt. Hvernig líður þér? Þú ert svo föl. Var
hann reiður? Skammaði hann þig?“
„Hann barði mig,“ svaraði ég stuttaralega.
„Hvað? Hveniig dirfðist hann að gera það? Nú er mæliririn
fullur,“ sagði Mark reðiur. „Þetta skal hann fá borgað.“
„Það gerði ekkert til,“ flýtti ég mér að segja. Ég var feginn
því, hve reiður hann var en um leið sá ég eftir því að hafa
sagt honuin það.
Ég vissi, er ég sá, hvernig hann kreppti og opnaði hnefana á
víxl, að hann var ofsareiður. Ég varð gripin skelfingu. Ef
pabbi kæmi heim núna — ef pabbi og Mark hittust, myndu j
þeir fljúga hvov á annan,- Annar eða báðir gætu meiðzt háska-
lega, og ég, lokuð þama inni, gæti ékki gengið í milli.
„Þetta gerir út um málið. Ég læt þig ekki vera hér."
Andlit Marks var hörkulegt og breytt. Allt í einu virtist
hann eldri, eins og mjúkir drættir hins unga manns hefðu
stirðnað. Hann strauk hendinni um hárið. Nú sá ég S fyrsta
sinn, að hann var sannur Treyarnion, einn hixma „svörtu,
Treyamiona“, eins og þorpskerlingamar gömlu kölluðu þá.!
Hjá honum birtist ný haxka og myndugleiki, sem einkenndi
föðui’ hans og föður minn.
„Hvað getum við gert?“ spurði ég, og blóðið streymdi örar
í æðum mínum.
Oft höfðum við borið ástarævintýr okkar saman við hið ódauð-
lega leikrit „Rómeó og Júlíu". Þetta kvöld fannst mér ég vera ný
Júlía í raun og sannleika. Var þetta ekki nútímaútgáfa af
„svalasenunni" í leikritinu? Enginn Rómeó hefði getað verið
fegurri og ósveigjanlegri að heyra en Mark var nú. Ég laut!
langt út um ghzggann og gleypti hann með augunum. Blóðið
svall í æðum mér og rnér létti innanbrjósts. Kvalimar og'
geðshræringin eftir hin hræðilegu viðskipti okkar pabba hurfu I
mér. Ég var ekki nema 17 ára og átti auðvelt með að laga migi
eftir kringumstæð'um.. , !
„Ég sæki um leyfisbréf á morgun. Jafnslcjótt og bað kemnr
höí.dum við af stað. Seirnia.... þú ert svo ung til þess aO
standa á eigin fótum, en það er þó skárra en að vera hér. Þú
færð styrk og ég skal senda þér allt sem ég get. Þú ættir að
geta komizt af með það,“ isagði hann hægt.
„Já, já, auðvitað. Hafðu engar áhyggjur af því, Mark. Ef
ég er konan þín....“ röddin brást mér, en ég harkaði af mér.
„Ó það verður eins og í himnaríki! Allt annað verður einskis
virð'i."
• - „Elskan min.... yndið mitt“, sagði hann hásum rómi. „Það
verða vítiskvalir að fara: frá. þér, en kannske verður það ekki
mjög lengi. Ég kem aftur til þín. Og þá, þegar styrjöldinni er
lokið, fáum við okkar eigið heimili einhversstaðar. Ég skal
■íé vinnu. :. . “
„Kemur þú ekki hingað aftur? Ég hélt, að þú myndir vinna
■við námarekstúrinn með föður þíhrim?“ sagði ég steínhissa.
„Því er öllu lokið núna,“ sagði ,hann stuttur í spuna. „Við
pábbi erum skildir að skiptum. Þú giftist ekki syni ríks manns
og erfingja. Leiðist þér það?“
„Auðvitað ekki. Nema....“ Hjartað barðist í brjósti mér,
þegar það: rann upp fyrir mér, hvað fólst í orðum hans. „Ó,
Mark, þú hefur rifizt við pabba þinn? Mín vegna?“
„Hann reyndi að nota auðæfi sín eins og svipu til þess að
koma mér á kné. Fjandinn hirði peningana!" mælti hann reið-
ur. „Ég get unnið fyrir konu minni, eða er það ekki?“
„Jú, en.. nei,“ sagði ég örvingluð. „Ég hefði ekki viljað
meiri hatur og beiskju. Pabba þínum og mömmu þykir svo
vænt um þig og þau eru svo hreykin af þér. Var nauðsynlegt
að lenda í deilu við þau?“
„Ég deildi alls ekki við þau. Ég sagði þeim hreinskilriislega,
að ég ætlaði að kvænast þér áður en ég færi. Þau höfðu enga
afsökun fyrir því að þjóta upp eins og þau gerðu. Þau. . .
Hann þagnaði allt í einu og herpti saman munninn.
„Þau sögðu, að ég væri ekki nógu góð handa þér? Já, það
Á kvsMwÉusníL
Margir munu kannast við S!g»
urfojöm Jóhannsson frá Fót®=
skinni. Hann var Þingeyingura
kenndur við bæinn FótaskinÉB
(nú Helluland) í Aðaldal í Su@=
ur-Þingeyjarsýslu. Hann vaS
fátækur einyrkjabóndi, fluttistl
til Vesturheims og þar voru ge®«
in út ljóðmæli han.s 1902, pren&a
uð í prentsmiðju Lögbergs 8
Winnipeg. Sigurbjörn var faði®
Jakobínu Johnson skáldkoma,
Eitt sinn var Sigurbirni úé«
hýst, ásamt fleiri, saM®
þrengsla. Þá orti hann: j-
Héðan frá þótt hrekjast meguíSia
heims hvar þjáir vald,
skála háan allir eigum f
mppheims bláa tjald.
II
Eftírfarandi vísur orti SigttJ’®
björn hjá Sveini veitingamanatfl
á Húsavík:
Ölvaguðs að grátum kraup
gjarnan breizkur maðtir.
Láttu Sveinn á lítið staup
liifs þá nýt ég giáður.
i.í
1
Kannske djúpt mér verði y®§?
víns á gleði þingi. . . . |
Margur staupi stefnir að ; jlj
stuttum hagyrðingi, .]y|
Maður hét Friðfinnur, kal2«
aður Finni. Gerðust margir ti3
að kveða flím.um hann. Þá ortfl
Sigurbjörn: ^
Finna safnast kvæðin klúi% 1
Kroppa jafnir svínum
mammons hrafnar augun ú®
eðlisnaína sínum, *
Eftirfarandi vísu nefnir Síg->
urbjöm Vetxarkvöld á íslandáS
Tungls ég glætu fölva fina ]
fanna stræti prýða, S
hrærast lætur huga minn |i
himnesk næturblíða, í
* ¥
W-VWWWWVVVVWVWWíWWWUWAnA-.
0 afðuþvottai
er í landinu eru og 03É)
VVVVVVVVVVVVVVVV^fVVVVVVVWVVVVVWVVVWI