Vísir - 04.04.1956, Blaðsíða 6

Vísir - 04.04.1956, Blaðsíða 6
VlSIE Miðvikudaginn 4. apríl 195ð. N1 riij'í «i. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. VI ,Uu Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm LtnxirD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Lausasala 1 króna Félagsprentsmiðjan h/f omdu CL' H i/eÉast d ... Þora ekki að tala ' 1 kommúnistaþinginu í Moskvu í febrúarmánuði voru meðal annars tveir „íslenzkir" fulltrúar, eins og menn vita af skrifum blaðanna. Hefði því mátt gera ráð fyrir, að ekki skorti fullkomnar skýringar og túlkun á þeim sjónarmiðum, sem þar komu fram hjá yfirboðurunum, svo að „íslenzkir“ kommúnistar þyrftu ekki að vaða í villu og svíma, frekar en trúbræður þeirra í öðrum löndum, sem var fljótlega gerð grein fyrir, því hver veðrabrigði hefðu orðið. En 'því miður bólaði næsta lítið á því, að kommúnistar hér á landi fengju greið og fullnægjandi svör við þeim spurning- um, sem á þá leituðu vegna þess, að trúin á Stalin var að engu gerð. Mönnum var að vísu sagt, að nú ætti að dæma Stalin að verðleikum, en engin skýring gefin á því, hvort breyting hefði orðið á mati þeirra verðleika, sem hann hafði verið dæmdur eftir áratugum saman. Kommúnistablöðin fóru kringum þetta mál eins og köttur í kringum heitan graut, og fulltrúarnir, sem á Moskvuþingið fóru, hafa steinhaldið sér saman, svo að ekki eru dæmi um aðra eins þögn hjá þessum mönnum á stundum mikilla viðburða. En Þjóðviljinn hefur fengið aðra til að taka til máls fyrir þá. Sunnudaginn 25. marz birtir þetta vesalings blað fregn eftir kommúnistablaðinu enska, Daily Worker, þar sem sagt er frá fundahöldum í Sovétríkjunum til þess að kenna mönnum hin nýju sannindi, hina nýju línu, sem Krúsév og kunningjar hans ákváðu, að upp skyldi tekin. Þetta enska kommúnistablað er furðu berort um ástandið, eins og það var í Sovétrikjunum undir stjórn 'Stalins, og það staðfestir í einu og öllu þær fregnir, sem bárust út um heiminn í byrjun síðasta mánaðar. Þjóð- viljinn kallaði þær fregnir aðeins „kviksögur“ um þær mundir og vildi engu trúa. Á fimmtudaginn er svo Palmiro Togliatti látinn taka til máls í Þjóðviljanum, en hann var á margnefndu flokksþingi í Moskvu, og hefur senniiega fengið að heyra meira en peðin frá Jslandi, sem ekki þóttu nothæf til annars en að gala dálítið á útifundi, og fengu ekki aðfylgjast með í helztu málum.Togliatti fylgir að sjálfsögðu stjórninni í Moskvu að málum í afstöðunni til Stalins, en vill þó ekki skera minninguna um hann alveg niður við trog, enda mun mörgum verða bumbult af því í þeim löndum, þar sem mönnum er enn heimilt áð hugsa frjálst. í ríkjum kommúnista er litlum vandkvæðum bundið að innræta mönnum hina nýju trú umsvifalaust, því að „flokksvélin“ er einmitt til slíks ætluð. En utan kommúnistaríkjanna verður að fara að þessu með hægð til þess að mönnum ofbjóði ekki. Þá aðferð ætlar Togliatti sýnilega að hafa, og allt bendir til þess, að „íslenzkir" kommúnistar telii slíkt einnig hyggilegast, til þess að sem minnst beri á undirlægjuhætti þeirra. Engin hætta er á 'því, að kommúnistaflokkurinn ,,íslenzki“ segi skilið við húsbændurna í Moskvu. Til bess er hann of háður húsbændunum, er sjá honum fyrir skotsilfri, þegar nauðsynlegt er að stækka Þjóðviljann eða kaupa húseignir hér og víðar. Ef þessi „íslenzki" flokkur óhlýðnast boðunum frá Moskvu, mun hann fljótlega veslast upp, því að fylgi sitt byggir hann á þyí, hversu mikið fé hann heíur handa í milli, og það er ekki fengið hjá íslenzkri alþj'ðu. á-bandabglð 7 ára. dag eru liðin sjö ár, síðan Atlantshafsbandalagið var stofnað til að stemma stigu við frekari ágangi kommúnista í Evrópu. Síðustu árin á undan höfðu þeir gleypt hvert ríkið af iiðru austan til í álfunni og ekki var annað sjáanlegt en að þeir mundu halda áfram vestur eftir álfunni, ef ekkert- yrði að gert. Það var því knýjandi nauðsyn að koma bandalagi þessu á laggir, og árangurinn af stofnun þess og starfsemi hefur birzt í því, að nú er jafnvægi komið á, kommúnistar treystast ekki til að halda áfram sókn sinni í Evrópu á sama hátt og áður. Alþingi sendi öðrum bandalagsþjóðum afmælisgjöf í síðustu viku, og gerði sig líklegt til að rjúfa varnavegginn, sem ætla má að hafi tryggt oss frið og frelsi, eins og öðrum þjóðum, er stafar hætta af kommúnismanum. Það er skemmtilegt hlut- skipti — eða hitt þó heldur — fyrir utanríkisráðherra íslands, formann ráðherranefndar ráðsins, að hafa átt hlut að slíku atferli. Af tilefni bréfs Einars Guð- j mundssonar og fyrriparts hans: „Hrefna byltist á bárum bátur er knúinn árum“ hefur blaðinu borizt eftirfar- andi bréf frá Gunnari Krist- inssyni: „í tilefni af þessum þætti 7.—3.—56, og vísum Einars Guðmundssonar, langar mig til að leggja orð í belg. •Ófært þykir mér, að birtar séu heilar vísur, og ætlast sé til að botnaðir séu fyrripartar þeirra: Nýir höfundar verða um of háðir hugmynd, og jafn- vel orðalagi frumhöfundar. Að þessu slepptu, vil eg aðeins geta þess, að fáir þættir í dagblöð- unum hafa verið mér jafn kær- komnir og þessi nýi þáttur Vísis. Viðvíkjandi vísuhelmingi þeim, sem birtur er í þættinum, og ætlast er fyrst og fremst til, að botnaður sé, vil eg geta þess, að hann gefur ýmsa möguleika, en eftir nokkra yfirvegun og eftir að hafa orðið ýmsir seinni- partar á vörum, læt eg þennan fjúka: Lognalda í löðursárum. ljómar af sólar hárum. Hér vil eg þó tilfæra botninn, sem mér datt í hug, um leið og eg las fyrripartinn. Ljárinn skefur úr skárum skúmið, af Ýmis hárum.. '! | Að lokum vil eg aðeins geta þess, að samkv. greinarmerkj- | um blaðsins, virðist höfundur fyrri partsins ætlast til þess, að fyrsta hendingin standi sem sjálfstæð umsögn, en önnur hendingin sé umsögn, sem ljúki í seinnipartinum, og getur það að sjálfsögðu verið ágætt. En að öllu athuguðu virðist mér, að bezt sé, að hver hending standi sem sjálfstæð umsögn, eins og fyrsta, og jafnvel önnur hendingin gefa tilefni til.“ Nokkrir fleiri botnar hafa borizt, svo sem eins og' þessi, eftir É. S.: „Lít ég á Græðis gárum . gnægðir af sunnu-hárum.“ I Ennfremur þessi, eftir Óskar Jóhannsson: „En máfur í svöðusárum svamlar í fleytugárum.“ Ij Loks kemur hér svo botn Einars Guðmundssonar sjálfs: „Hafið gullskreytir gárum ■ glóey á himni klárum.“ Fleiri botnar við þennan fyrripart verða ekki birtir að sinnt. -v- Þá kemur hér ofurlítið kvæði, sem heitir „í ágúst“ og er eftir höfund, sem nefnir sig Björn Braga: Gullnum sólargeislúm stráð grasalaut og móar. Engin þoka er um láð, úti smali hóar. Vötnin bláu blíka skært, bergmál hljóma í fjöllum. Allt er loftið undurtært uppi í klettahöllum. Tina börn í berjamó, brosa fljóð til sveina, allt er vafið ágústró. Ó, sú fegurð hreina! Láttu, ágúst, lífsins þrá leika þér við hjarta. Þínum dögum ástar á enginn þarf að kvarta. Þá er hér eftirmæla- vísa, gerð um mann, sem síðar reyndist lifandi. Fyrstu ljóð- línuna orti Friðrik Jónsson, en hinar þrjár Karl Jónasson spít- alahaldari á Seyðisfirði: Aldurhmginn féll að fold, felldu margan örlög köld. Sjaldan hef eg svartri mold seldan vitað betri höld. -v- „Hagyrðingur úr hópi les- enda“ hefir sent blaðinu eftir- farandi fyrripart og biður um botna við: Maddanna Framsókn málefnum trú miklast af eigin fórninni. Nú skulu aðrir hagyrðingar í hópi lesenda spreyta sig! og vélstjóra vantar strax á mb. Þórarin, sem liggur við Verbúðabryggjui’. Uppl. um borð í bátnum. ! TM mblm j 22 feta bátur. Nokkuð af rauSmaganetuni getur l fvígt. Einnig braut og vagn. Uppi. í síma 5087 )! eftii: kl. 6. Sumir kunna að segja, að, eftirfarandi vísa sé birt „eftir dúk og disk“, en það er eftir- mælavísa, ort post festum og: þarf ekki skýringar við: ■- • ‘ I I K U N N A R Nú er Stalin farinn til sinna feðra um feigðís'sjá. Ætli hiuin verði jafn aðsópsmikill þar neðra og austur frá? Aquila. í dag verð ég að hefja lestur- inn á þvi að leiðrétta sjálfan mig. Það vildi nefnilega svo illa til, að nokkrar linur féllu aftan af Bergmáli í blaðinu í g'ær. Sein- asta mólsgreinin átti að vera þannig: Það fer auðvitað ekki hjá því, að oft kemur það sér illa að þurfa að greiða nokkurt gjald, þar sem t. d. er verið að senda viðtakanda eitthvað, scm hann hefur ekki Búizt við og kærir sig ekkert um að fá, en tollpóststoí- an verður i þeim sem öðrum til- fellum að gera skyldu sina. Vona ég svo, að einhverjir geti haft gagn af þessum upplýsingum. — kr. Það var nauðsynlegt, að niður- lagið fylgdi með og því kemur það hér. Ferðir í Skíðaskálann. Lesandi Bergmáls bað mig fyr- ir orðsendingu til SVR á þá leið, að þegar voraði ættu strætisvagn ar að ganga lengra upp í sveit- ina en að Lögbergi, helzt i Skiða- skálann. Taldi liann íargjöld með þeim vögnum, er fara þar fram- hjá of dýr, en væri gerður sam- anburður á fargjöldum SVR að Lögbergi, væri hægt að liafa gjaldið mun lægra. Eg kem þessu hér með á framfæri. Sennilegt þykir mér samt, að SVR hafi liaft hliðsjón af því hve margt fólk býr vetrarlangt i námunda við Lögberg og þess vegna séu vagn- arnir ekki látnir ganga lengra. Hitt er svo annað mál, hvort ekki megi láta þá ganga lengra yfir sumarmánuðÍHa, að minnsta kosti um helgar. Þvi satt er það, að þeir sem vilja bregða sér út úr bænum um helgar og eiga ekki bíl, verða fyrir talsverðum út- gjöldum, liafi þeir stóra fjöl- skyldu á sínum snærum, eins og fyrirkomulagið er nú. Dýrt að ferðast. Það er reynslan, að strætis- vagnafélög með fastar ferðir gets oftast haldið uppi ódýrusti ferðum. Og nú er orðið dýrt af ferðast innanlands með bílum finnst manni. Skipulagðar ódýr ar helgarferðar yrðu sjálfsag! mikið notaðar, en eru al'tur í móti alltaf nokkuð hættuspil fyr ir þá, sem þær hafa ó hendi vegna þess hve veðrið er oftas ótryggt. En þjónusta strætisvagi anna hefur líka strandað á því að rekstrargrundvöllur liefur ve: ið hæpinn lengi vegna of lágr: gjalda, og það hefur auðvitaí gengið út yfir vagnana og endur nýjun á tækjunum. Nú liefii! þétta eitthvað breytzt og cr þ: ekki að vita hvað strætisvagn arnir geta leyft sér. Ödýrar ferð ir úr bænum eru alltaf velþegn ar af a'menningi. — kr. Bústaðahverfis- búar Ef þið þurfið að setja smáauglýsingu ; dagblaðið VÍSI, þurfið þið ekki að fara lengra en í Bókabú5ina \ Hólmgarði 34. Þar er blaðið einnig selt. Smáauglýsingar Vísis borga sig bezt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.