Vísir - 04.04.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 04.04.1956, Blaðsíða 10
-10 VÍSIR . Miðvikudaginn 4. apríl 1956. t (hereóa ChaMeá, 2G Préfraun áAtarímar Ég fanri. til hræðilegs magnleysis hið innra með mér. Þegar ég heyrði rödd hans, var eins og tími og rúm hefðu aldrei skilið okkur. Mér fannst ég ekki lengur vera eins og afturganga, held- úr lifandi, — lifandi í kvöl, hungrandi í að fá að heyra rödd hans. Ég hafði ekki vitað hvernig ég átti að fara að því að leggja frá mér tólið. „Há? Jú, það er Felicity. Hvað segir þú? Hver tók símann? Ó, það var ungfrú Smith, nýí ritarinn minn. Já, þú vilt ekki, hvað? Nei, en þetta er heimskulegt, kæri vinur! Þú hefur ekki séð hana ennþá. Hún er aðlaðandi. Róleg og kyrrlát. Ég er viss um, að hún er ágæt í stöðuna. Nei, í alvöru að tala, þetta er Vitleysá. Þú ert að ímynda þér eitthvað.“ Svo varð löng þögn. Ég barðist af örvæntingu við að láta hjartslátt minn hjaðna. Skyldi Mark Igafa þekkt rödd mína aftur? Nei, Það gat ekki verið. Hvernig ætti hann að þekkja hana aftur? Fyrir tilverknað Kötu frænku var hún allt öðru vísi en rödd stúlkunnar, sem hann hafði þekkt. Á hemii var enginn mállýzkuhreimur. Hún var líka dýpri en áður. Rödd konu, ekki ungrar stúlku. ■ „Jæja, góði. Ég skal athuga, hvað ég get gert, en ég hef nauman tíma. Ég verð þá að vera hér eina nótt í viðbót. Föður þinn grunar ekki, hve mikiíl tími fer í að kaupa hinn nauð- synlegasta varning. Og ég efast um, að nokkur vinnukona geti hugsað sér að fara frá London til St. Cyr.... Jú, ég skil, en mér finnst, að hann hefði getað beðið. Þetta er svo erfitt án herbergisþernu.... og Iris kemur um hlgina.... Nei, auðvitað get ég ekki sent henni afboð, og þú myndir verða fyrir mikl- ®m vonbrigðum ef ég gerði það. Jú, það myndir þú. Og pabbi þinn líka. Heyrðu mig, Mark, vertu nú ekki að gera mér erfitt fyrir.... Jæja, vertu blessaður, góði.“ Hún lét heyrnartólið á símann. Bresturinn í því var eins og högg. Hún hafði rofið sambandið. Ég heyrði ekki lengur daufa rödd hans. Síminn var dauður. Ég greip andann á lofti. Hungur mitt var óþolandi. Þarna hafði hann verið hinum megin á þræðinum. í fyrsta sinn eftir öll þessi ár hafði ég heyrt rödd hans.... og nú var hann aftur utan heyrnarmáls. Ég kreppti hnefana. Það var út í bláinn að taka þessu svona. ... að fyllast æsingu. ... bara við að heyra rödd hans. Þetta var brjálæði. Hvað var hann mér núna.... eða ég hon- um? „Svei-svei. Ósköp geta karlmenn verið þreytandi,“ sagði lafði Felicity. „Nú er herbergisþernan farin. Hún hafði látið fötu standa í stiganum, og maðurinn minn hrasaði um hana. Auðvitað varð hann reiður. Hann jós yfir hana skömmum, og. ... já, hún virðist hafa labbað sína leið. Það kom sér mjög iila.“ „Já,“ svaraði ég dauflega. „Stjúpsonur minn hringdi til þess að segja mér, að faðir hans óskaði eftir því, að ég næði í nýja herbergisþernu og tæki hana með mér. Ég veit bara ekki, hvernig ég ætti að fara að því.“ „Þér skuluð reyna vinnumiðlunina.“ „Ég verð víst að gera það, en ég þarf að kaupa svo mikið en hef svo nauman tíma. Maðurinn minn kvartar undan því, að ég sé ekki nógu smekkvís í fatavali, en hann skilur ekki, hve þreytandi er að verzla, þegar maður notar ekki þessar venjulegu stærðir." „Það er vinnumiðlun í verzlunarhúsinu þar sem ég vinn. Ég skal spyrjast fyrir um þetta, ef þér viljið,“ sagði ég hikandi. „Viljið þér vera svo væn? Kærar þakkir. Þá gerið þér mér greiða,“ og það birti yfir henni. „Ég er svo fegin því, að þér skulið vera komin til okkar, ungfrú Smith. Þér eruð svo rösk og áreiðanleg.11 „Stjúpsonur yðar —“ byrjaði ég, en hugsaði mig svo um. Hvað hafði Mark sagt um mig? Eitthvað var það, það var áreiðanlegt. Eitthvað lítilsvirðandi, eftir svari hennar að dæma. „Ó, já!“ Hún hló stuttum, þvinguðum hlátri. „Það var kjána- legt. ... en ég hafði varað yður við því, að hann væri dálítið óútreiknanlegur, var það ekki? Svo virðist, sem rödd yðar hafi komið róti á hug hans. Ég skildi ekki almennilega, hvers vegna. Má vera, að síminn hafi afbakað hana.“ „Vildi hann ekki, að þér réðuð mig?“ „Hvaða vitleysa! Hann hefur ekki einu sinni séð yður. Ég er viss um, að honum mun geðjast að yður. Og þó að svo verði ekki, þá skiptir það engu máli. Þér hafið ekki neitt að honum að segja, nema við máltíðirnar. Bezt er að anza ekki duttlungum Marks, ég hefi komizt að raun um það.“ ,,Duttlungar.“ Það var ekki líkt Mark, sem ég hafði þekkt. Ég gat ekki hugsað mér Mark geðstirðan, uppstökkan eða tillits- lausan. Hafði hann breytzt svona óskaplega? Hafði hann líka fengið að kenna á því, hvað það er að liggja vikum saman í sjúkrahúsi, svo farinn af kvölum, að manni var sama um, hvort maður lifði eða dæi? Þrír uppskurðir, hafði lafði Felicity sagt. Ég hafði orðið að þola fleiri en þrjár, en ekki hafði verið hætta á, að ég missti sjónina. Meðaumkunarbylgja fór um mig. Mark hlaut að hafa lifað óbærilegar raunir og óvissu, og ég hafði ekki heyrt eitt einasta orð um það. Ég hefði getað verið kona hans og gengizt undir eldraunina með honum. Þess í stað hafði ekkert samband verið milli okkar fyrr en nú. Það var honum að kenna, auðvitað.... eða var ekki svo? Hafði hann bætt við mig af frjálsum vilja, eða hafði hann neyðzt til þess meðan hann var í slíku ásig- komulagi, að hann gat ekki boðið föður sínum byrginn? Ég vissi það ekki. Ég hafði óttast, að ég myridi aldrei fá að vita það. Nú höfðu örlögin boðið mér tækifæri til þess að kom- ast að öllum sannleikanum. Hvernig ætti ég að láta það ónotað? 10. KAFLI. „Elsku Kata frænka,“ sagði ég. „Þú verður þó að minnsta kosti að óska mér til hamingju!“ „Til hamingju? Þú þarft sannarlegt á heppni að halda.“ Hún skotraði augunum að mér, en varirnar voru ekki lausar við titring. Ég hafði grun um, að tárin væru á næstu grösum. „Þú veizt ekki, hvað þú ert að gera, — það er alveg áreiðanlegt. Líttu á sjálfa þig!“ Hún tók í mig og sneri mér til þess að ég sæi spegilmynd mína yfir arinhillunni. „Nú,“ sagði ég óróleg. „Hvað er að sjá mig?“ „Þú lítur út eins og tízkuteikning. Maður skyldi halda, að þú værir á leið til Hollywood, en ekki til St. Cyr.“ „Ég veit það. Þetta er hluti af ráðagerð minni. Lafði Felicity heldur, að ég sé Lundúnabúi. Ég ætla að ýta undir þá trú. Ég má ekki fyrir nokkurn mun láta neinn þekkjá mig aftur.“ „Það er engin hætta á því. Pabbi þinn myndi ekki þekkja þig aftur, ef hann væri á lífi. Það er líklegast mér að þakka,“ sagði hún þungbúin. „Ég hefi. kennt þér, hvernig þú átt að líta út og hvernig þú eigir að hegða þér eins og hefðarkona. Það sorglega er, að þér hefur ekki tekizt að temja þér að beita skynseminni. Nú verður þú að læra, að í lífinu verður aldrei snúið aftur.... og það verður þér ótrúlega dýrt.“ Ég starði á spegilmynd mína án þess að svara. Ég vissi, að ég var búin eins og vera bar, þegar maður fer upp í sveit, en þetta * kitöUvökuHHi 4. Það eru víst einungis Eng- lendingar og aðrir útlendingar, sem drekka viskýið blandað í Skotlandi. Og Englendingur nokkur, sem var staddur í knæpu í Skotlandi bað líka þjóninn afsökunar, þegar hann bað hann að ná í svolítið vatn handa sér út í viskýið. Það er allt í lagi, sagði þjónninn. — Við höfum alltaf vatn hér í kránni, ef það skyldi kvikna í. Blaðakonan E. Maxwell, sem var nýlega í ísrael, hefur sagt eftirfarandi skólasögu frá Tel-Aviv. Það var í sögutíma og kennarinn var að segja frá síðustu styrjöldinni milli Gyðinga og Rómverja. Þegar hann hafði lokið frá- sögn sinni rétti lítill drengur upp höndina. — Var það eitthvað, sem þig langaði til að spyrja um? spurði kennarinn vingjarnlega. — Já, mig langaði til að vita, hvorum megin Ameríkumenn hefðu verið í þessari styrjöid. ★ Hið mikla glæsimenni, Victor Francen, er nú farinn að eldast mjög, en er alltaf sama glæsimennið. Nýlega sagði ung leikkona við hann: — Heyrið þér, herra Fran- cen! Ætlið þér nú ekki bráð- um að fara að skrifa æviminn- ingar yðar? — Nei, alls ekki, sagði hann. — Hvers vegna ekki? spurði hún. Hann brosti og sagði: — Ég hef alltof gott minni til þess. Giímmístígvél Strigaskór uppreimaðir allar stærðir. mLæ w^vwtf^wy»^wwywwwuvvwwwwvwww i. C (%. BunwfykA - imim - 2053 ' „Ef mannabyggðir voru til nálægt Zimbawa, myndum við geta fræðzt mikið um menningu ríkis drottning- arinnar af Saba. Það myndi hafa mikla þýðingu." , Ben mælti: ,Vertu ekki svona bjartsýnn. Hvað getum við gert án burðarkarla og aíls útbúnaðar?“ Tarzan hafði hlustað en mælti nú: „Hvers vegna hlupust burðarkarl- arnir á brott?“ Steve mælti: „Vegna hjátrúar og ótta. Þeir vissu um rústir, en þeir , sögðu þar reimt.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.