Vísir - 04.04.1956, Page 12
Þeir, sem geraist kaupendur VlSIS eftir
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
Miðvikudaginn 4. apríl 1956.
wesui almennt gó
— en treg veiði á línu.
Aflabrögð - eru vfirleitt betri .næstur er Guðmundur Þórðar-
við suðurströndina heldur en í ] son með 427.290 kg. og' þriðji
FaxaflÖa og er afH Grindavík-jí röðinni Kópur með 393.302
ur- og Vestmannaeyjabáta í,kg.
lieiiit! feetri Heldur en í hinum
verstöðvuranm.
Víðasthvar veiðist mun betur
í het heidur eri á línu, og má
segja að ,a£)i netabáta sé yfir-
leitt góður en lélegur á línu.
Þó hafa Kefiavíkurbátar ekki
veitt vel í net.
Akraaes.'
Hjá iínubátunum var aflinn
tregur í gær, frá 2 og upp í
tæpar 7 lestir á bát. Aftur á
móti voru netabátar með góð-
an afla flestir. Böðvar var
þeirra hæstur með 28 iestir,
Fram var með 24, Farsæll 18,
Freyja tæpar 12 og Hrefna 5.2
lestir. A31s bárust 163 lestir af
fiski á land á Akranesi í gær.
Heildaraflinn í marzmánuði
var allt að því helmingi minni
heldur en i sama mánuði í
fyrra. Nú var hann 2763.895
kg., en í fyrra tæpar 5 þúsund
lestir. Mestur afli einstakra
báta í marzmánuði var 372 lest-
ir hjá Böðvari, Höfrungur var
með 370 lestir og Guðmundur
Þorlákur 351 lest.
Togarinn Bjarni Ólafsson er
væntanlegur til Akraness um
hádegið í dag með fullfermí.
Keykjavík.
Aflinn var tregari í gær held
ur en dagana næstu á undan.
Hjá línubátum var nær eng-
inn afli, komst allt niður í 1
lest á bát. En aftur á móti
veiddu netabátar dável og
komust upp í 14—15 lestir hjá
þeim sem hezt veiddu.
Háfnarfjörður.
í gær komu 5 línubátar að
og voru með 3—4 lestir hver.
í nótt komu þrír netabátar úr
útilegu með 40—80 lestir eftir
5 lagnir. Fagriklettur var
þeirra afiahæstur.
Togarinri Júní kom af veið-
um í gær með 215 lestir af ís-
íiski. í dag er togarinn Ágúst
væntanlegur, en ekki vitað um
afla hans.
Keflavík.
Þar var veiði ívið betri held-
ur en dagana fyrir páska. Línu-
bátarnir voru flestir með 5—6
lestir. Sá hæsti, Kópur, fékk
11 lestir. Hjá netabátum var
treg véiði, tæpar 8 lestir (af
óslægðu) hjá 'þeim sem bezt
veiddu.
Frá vertíðarbyrjun hefur
Hilmar fengið mestan afla
Keflávíkurbáta eða 432.880 kg.,
Sandgerði.
Þar var enn treg veiði í gær,
flestir með 3—7 lestir, þó fékk
Mummi 15 lestir. Flestir bát-
anna sækja djúpt.
Heildarafli Sandgerðisbáta
frá vertíðarbyrjun er nær 6
þúsund lestir. Af þeim er
Mummi hæstur með 510 lestir
og Víðir næstur með 505 lestir.
Grindavík.
Netabátar öfluðu yfirleitt
ágætlega í gær, en í morgun
var ekki vitað um heildarafl-
ann. Hæsti báturinn, Arnfirð-
ingur, var með 35 lestir, Stella
var næst með 26.7 lestir og Þor
geir þriðji í röðinni með 25
lestir.
Línubátarnir voru almennt
með 8—9 lestir hver.
Heildarafli Grindavíkurbáta,
það sem af er vertíð er 6167
lestir. Af einstökum bátum er
Hafrenningur hæstur með 565
lestir og Hrafn Sveinbjarnar-
son næstur með 553 lestir.
Vestmannaeyjar.
Aflinn var heldur minni hjá
Vestmannaeyjabátum í gær
heldur en í fyrradag. Veiðin
var mjög misjöfn en allgóð hjá
mörgum bátanna, allt upp í 30
—40 lestir á bát.
★ Opinberir starfsmenn í
Bretlandi í lægstu launa-
flokkum fá nú Iaunaliækk-
un. Útgjöld ríkissjóðs af
þessum Iaunahækkunum
nema 30 millj. stpd. árlega.
★ I Tékkóslóvakíu hefur ver-
ið tilkynnt verðlækkun á
ýmsum vörum og lækkun
flugfargjalda um 30%.
Hvirfilvindar
valda
Hvirfilvindar bafa valdið
miklu tjóni sl. sólarhring í
Bandaríkjunum suðaustanverð-
um. Hafa a. m. k. 40 menn
beðið bana af vöklum sex
hvirfilvinda, en uni 200 meiðst
alvarlega.
Hvirfilvindar þessir fóru víða
yfir og voru sumir feikna harð-
ir. Á einum stað sópuðu þeir
með sér kirkju og 3—4 nálæg-
um húsum, og smáþorp jafnað-
ist við jörðu. í verksmiðju
nokkurri stóð aðeins einn vegg-
ur uppi, er hvirfilvindurinn
hafði farið yfir, og meiddust
17 stúlkur, sem þarna unnu.
Þá er sagt frá því, að kona
nokkur hafi setið í ruggustól á
svölum úti. Hófst hún á loft í
stólnum og bar hvirfilvindur-
inn hana 70 metra vegarlengd.
Miklar skemmdir haía orðið á
síma og rafleiðslum og húsum
einstaklinga og fyrirtækja.
Síðari fregnir herma, að um
50 manns hafi beðið bana, en
um 300 meiðst alvarlega. Einna
mest manntjón er í Michigan.
Hvirfilvindarnir hafa nú tekið
stefnu í áttina til Nýja Eng-
lands fylkjanna.
Ný minningabók.
Akureyri £ morgim. —
Ný falleg minningabók er
komin út hér á Akureyri.
Hér er um að ræða endur-
minningabók Guðmundar Jóns-
sonar garðyrkjumanns, er dval-
izt hefur um 20 ára skeið við
garðyrkjustörf í Danmörku.
Bókin heitir „Heyrt og séð
erlendis“, er 132 síður að stærð
í Skírnisbroti og frágangur all-
ur hinn vandaðasti og smekk-
legasti. Útgefandi er Bókafor-
lag Odds Björnssonar á Akur-
eyri.
Handknattleikur:
Ármann íslandsneistarí í
flokki kvenna.
Tvísýn barátta í meistarafl. karla.
Handknattleiksmeistaramót Fimleikafélags Hafnarfjarðar.
Pineae fer til
Dullles mtanríkisráðhíerra
Bandaríkjanna . hefur . boðið
Pineau til WasMngton í júní.
Pineau hefur þegið boðið. —
Eætt mun verða á fundi þeirra
í Washington um Evrópumál-
in almennt.
íslands hefur nú staðið yfir frá
því 9. marz s.l. og er tekið að
síga á seinni hlutann enda þótt
enn séu margir leikir eftir og
í mörgum tilfellum mjög tví-
sýnt um úrslit.
Alls mun nær 50 leikjum
vera lokið í mótinu, en þeir
verða um eða yfir 80 talsins.
Mótinu lýkur 22. þ.m.
Þriðjudaginn 27. marz s.l.
voru háðir þrír leikir. Þá vann
Þróttur Fimleikafélag Hafnar-
fjarðar í 3. fl. karla A (a-riðli)
með 9 mörkum gegn 7. í meist-
arafiokki karla vann K.R. Vík-
ing 34:13 og Fram vann í. R.
í sama flokki með 22 mörkum
gegn 20.
Á mánudagskvöldið 2. apríl
var háður leikur í 2. flokki
kvenna milli Ármanns og
Ármannsstúlkurnar sigruðu
með 14 mörkum gegn 2 og hafa
þar með tryggt sér íslands-
meistaratitilinn í 2. flokki
kvenna.
Sama kvöld sigraði K.R.
Fram í meistaraflokki karla
með 26 mörkum gegn 13 og
Valur vann Í.R. með 24 mörk-
um gegn 14.
I meistaraflokki karla er
staðan nú þannig að þrjú félag-
anna, F.H., K.R. og Valur hafa
engum leik tapað og virðast öll
hafa nokkura yfirburði yfir
hin félögin. — Úrslitasennan
virðist því munu verða á milli
þessara þriggja aðila og verður
fyrsti leikurinn — milli K.R.
og Vals — á föstudaginn kem-
ur. K.R. og F.H. keppa 14. þ.m.
og Valur og F.H. 22. þ.m. n.k.
VÍSIR er ódýrasta Maðið og þó það fjiffl-
breytasta. — Hringið í síma 166® «g
gerist áskrifendur.
íijfsjófar fiandteknir.
SIvs og misfer’ií um páskana.
Auk feeirra slysa, sem Vísir'
skýrði frá að hafi átt sér stað
hér í bænum um páskahelgina,
urðti nokkur minni háttar síys
og meíðslí á fólki.
Einna mesta slysið mun hafa
verið er maður varð fyrir bif-
reið aðfaranótt annars páska-
dags á Laugaveginum móts við
Mjólkurstöðina. Maðurinn fót-
brotnaði illa á vinstri fæti og
varð að flytja hann á sjúkra-
hús.
Á páskadag varð harður á-
rekstur milli tveggja bifreiða á
mótum Sogavegar og Réttar-
holtsvegar. Við áreksturinn
meiddist drengur sem var far-
þegi í annari bifreiðinni, en
ekki voru meiðsli hans talin
alvarleg.
Á skírdag varð 9 ára gamall
drengur fyrir bifreið innarlega
á Hverfisgötu og meiddist
nokkuð, aðallega á augabrún.
Hann var fluttur á Landspítal-
ann til athugunar og aðgerðar.
Á mánudagsmorguninn, 2. í
páskum var lögreglunni til-
kynnt um slys er átt hefði sér
stað í Ingólfsstræti. Þar hafði
drengur orðið fyrir reiðhjóli,
en meiðsli hans voru ekki talin
mikil.
Innhrot.
Á föstudaginn langa var
brotizt inn í skúr á Reykjavík-
urflugvelli og stolið þaðan
ýmsum smíðaverkfærum.
Bifreið rennur á hús.
Á páskadag var lögreglunni
tilkynnt að mannlaus bifreið
hafi runnið á húsvegg Sjó-
klæðagerðarinnar. Líklegt var
talið að tiltæki þetta væri
runnið af rótum krakka.
(Jh un að verki.
Á skírdagskvöld ók ölvaður
maður á Ijósastaur á Klepps-
vegi. Við athugun kom í ljós að
ökumaðurinn hafði stolið bíln-
um. Sem betur fór skemmdist
bíllinn ekki að ráði, en ein-
hverjar skemmdir urðu á
staurnum.
Eitthvað var fleira um ölvun
við akstur um bænadagana
er kom til kasta lögreglunnar.
Dregið í happ-
drætíi DAS.
I gær var dregið í happdrætti
Dvalarheimilis aldraðra sjó-
nianna.
Aðalvinningurinn var nýtízku
einbýlishús við Ásgarð í Bú-
staðahverfi. Kom húsið á miða
nr. 49,865 og reyndist eigandi
hans Guðmundur Guðjónsson,
Skipasundi 11. Er það kvæntur
maður og á eitt barn.
Annar vinningur í 12. flokki
var stór Buickbíll og kom hann
á miða nr. 43,710. Þann miða
átti Karl Pétursson, Berg-
staðastræti 54. Þriðji vinning-
urinn, Vespa, kom á nr. 48,114.
Eigandi miðans var Stefán
Linnet, Melhaga 5.
Söguleger
bílþjófnaður.
Á páskadagskvöld, laust fyr-
ir miðnætti, var lögreglunni
tjáð að bifreiðinni R-2015 haíi
verið stolið héðan úr bænum.
Skömmu síðar tilkynnti lög-
reglan í Hafnarfirði að bún
hefði fundið bifreiðina og tekið
ökumanninn fastan, Hinsvegar
hefðu þrír farþegar í bifreið-
inni komizt undan á flótta. En
lögreglan í Reykjavík handtók
litlu siðar flóttamennina þrjá.
Höfðu þeir tekið sér far með
strætisvagni úr Hafnarfirði fil
Reykjavíkur, en lögreglumenn
sátu fyrir strætisvagninum og
handtóku mennina í honum.
Þessir sömu þrír menn höfðu
rétt áður, eða s.l. miðvikudag
verið handteknir fyrir að ræna
drukkinn mann. Rán þetta
frömdu þeir mánudagskvöldið
í sJ. viku og tóku þá 2000 kr.
úr vasa mannsins á götu úti.
Jafnhliða þessu játuðu þeir að
hafa stolið tveimur bílum og’
auk þess urðu þeir uppvísir að
nokkurum smærri þjófnuðum.
Að játningu þeirra lokinni
var þeim sleppt á miðvikudag-
inn en voru svo handteknir aít
ur, eins og að ofan greinir í
Hafnarfirðinum og á leið þaðan
í strætisvagni til Reykjavíkux'.
Þessir piltar eru allir á aldr-
inum 15—17 ára.
-----•------
Akureyrartogarar
komu af veiðum.
Frá fréttaritara Vísis
Akureyri í morgun.. —
Akureyrartogarinn Harðbafe-
ur, Svalbakur og Jörundur ena
allir nýkomnir af veiðum.
Harðbakur kom í gær með
120 lestir af saltfiski og 10 lest-
ir af nýjum fiski.
Svalbakur kom í morgun, en
ekki var vitað um afla hans.
Þá kom Jörundur í gær með
100 lestir af saltfiski og 10
lestir af nýjum fiski. Hann fer
á veiðar aftur 1 dag.
í nótt var frostkali hér á Ak-
ureyri og gránaði í rót, en í
morgun tók snjófölið upp af
láglendinu. Veður er helduri
hlýrra í morgun, en drungalegt
mjög og hæpið að flogið verði
til Akureyrar í dag nema að
birti til. (
Páfi ávarpar
mannkyn.
Píus páfi ávarpaði á páska-
dag allt mannkyn og blessaðJ
þúsundir manna, sem hlýdste á
mál hans.
Hvatti páfi stjórnmálaleið-
toga og alla menn til þess að
vinna að því, að kjarnorkuvopn
yrðu lögð niður, því að tortxm-
ing alls mannkyns myndi af-
leiðing kjarnorkustyrjaldar.
Páfi mælti á ítalska tungu, en
í ræðulok á ýmsum málum, en
hann er málamaður mikill.