Vísir - 18.05.1956, Síða 3

Vísir - 18.05.1956, Síða 3
Föstudaginn 18. maí 1956. VÍSIR S Brandur Stefánsson í Vík fimmtugur: Úk fyrstur manna um vegleysur og yfir óbrúuð jökulvötn í Skaftafellssýslu. Lenti í svaðilförum en farnaðist alltaf vel. Á hvítasunnudag, 20. þ. ni., er Brandur Stefánsson í Vík í Mýr- dal fimmtugur. Brandur er mik- ill garpur. Ekki hvað sízt dá Mýr- dælingar hann fyrir baráttu hans við jökulvötnin á meðan þau voru óbrúuð, en Brandur varð fyrstm manna til að leggja bil- um í þau. Brandur er umsvifamikill mað- ur og mikilhæfur. Hann hefur verið og er enn umsjónarmaður vega austur þar fyrir Vegagerð ríkisins, hann á mikinn bílakost og heldur uppi bifreiðasamgöng- um og áætlunarferðum milli V.-Skaftafellssýslu og íteykja- víkur, hann á gistihús í Vík og starfrækir það. ásamt konu sinni með miklum dugnaði og hatih er formaður flugb j örgunarsveitar- innar í Vík. Fréttamaður frá Visi, sem átti leið um Vik hitti Ragnar að máli fyrir skemmstu og bað hann að segja blaðinu nokkuð frá sevi sinni og starfi i stórum dráttum. — Þér eruð Skaftfellingur að uppruna? spyr blaðamaðurinn. V — Ég er fæddur að Litla- Hvammi í Mýrdal 20. maí 1906. Þar ólst ég upp í föðurgarði og vandist allri algengri sveita- vinnu. Átján ára að aldri íór ég þó til sjós, fór til Vestmannaeyja og stundaði þar róðra í 4. vertið- ir. Ég hafði gaman af sjósókn. — Er langt síðan þér byrjuðuð að ferðast? — Ég var 16 ára þegar ég Jagði upp í fyrstu langferðina. Þá fór ég ríðandi vestur a8 Garðsauka en á bíl þaðan til Reykjavíkur. Þá var engin spræna brúuð úr Mýrdalnum og að Garðsauka nema Jökulsá á Sólheimasandi, sem þá var nýbrúuð. Enn er mér minnisstætt hvað mér fanst bíll- inn — en það var fölksbill frá 1 Steindóri, og sá fyrsti sem íyrir augu mín hafði borið — merki- legt farartæki. Við höfðum lagt heimanað árla morguns, en kom- um síðla nóttina eftir til Reykja- víkur og þótti það ævintýralega fljót ferð. — Hvenær vaknaði áhugi yðar á þvi að eignast bíl? — Það var á þeim tíma sem ég stundaði róðra i Vestmannaeyj- um. Tvítugur aö aldri fór ég til Reykjavíkur til þess að læra á bíl og keypti um leið Ford-bif- l'eið — eins tonns — semr kost- aði þá 2600 krónur. Þennan bíl flutti ég í stykkjum á skipi aúst- ur til Vikur og setti hann hér saman. Notaði hann svo til að byrja með til þess að flytja vör- ur á honum úr fjöru og upp i vörugeymslu i Vík. Fyrir það fékk ég kr. 1.55 á hverja iest og komst hæzt í 18 krónur á klst., en það var allmikil tekjulind i þá daga. — Notuðuð þér bílinn ekkert í ferðalög fyrst um sinn? — Fyrsta sumarið komst ég lengst vestur að Hafursá og aust- ur að Kerlingardalsá, en hætti mér ekki með bílinn í vatnsföll. En það mun hafa verið vorið Vík í; Mýrdal eins og þorpið lítur út nú. í baksýn Reynisfjall. Brandur Stefánsson. eftir í aprílmánuði að ég fór í fyrstu ferð mína vestur að Markarfljóti. Þótti það nýlunda mikil og næstum viðundur að sjá bíl á ferð undir Eyjafjöllum, enda komu allir í veg fyrir mig sem vettlingi gátu valdið til þess að skoða þetta hjólaskrimsli. Ferðin vestur að Markarfljóti tók mig ekki nema 3 klukku- stundir, sem þótti ofsahraði á þeim tíma, enda var lítið í öllum ám. Eftir þetta fór ég að fara einstöku sinnum með fólk og flutning frá Vik vestur að Mark- arfljóti. Fyrir þetta tók ég tiu krónur á hvern farþega, en í því var inniíalin reiðsla yfir Markar- fljót og Þverá yfir í Fljótshlíð, og fyrir það borgaði ég 3 krónur á mann. Úr Fljótshlíðinni kost- aði svo fargjaldið til Reykjavík- ur aðrar 10 krónur, eða 20 krón- ur samtals frá Vík til Rvilcur. — Hvenær hélduð þér svo fyrst austur á bóginn? ■— Það var haustið 1927 að ég komst í fyrsta skifti austur í Skaftártungu. Það vildi þannig til að gamall maður, sem þurfti að komast austur yíir bað mig að freista þess að fara með sig yfir Múlakvísl og austur á Mýr- dalssand, en þangað hafði hann gert ráðstafanir til þess að fá hesta á móti sér. Þá var Kerling- ardalsá, Múlakvísl og Þverkvísl- ar á Mýdalssandi allar óbrúaðar. Samt komst ég þetta og þegar austur á Sandinn kom mætti maðurinn okkur með hestana handá farþegum mínum. En hann neitaði með öllu að fara úr bílnum — svo gaman þótti hon- um — og lét mig aka sér að Flögu í Skaftártungu, en lét hest sinn ganga lausan á eftir. Lengra varð svo ekki komizt því Tungu- fljót var óbrúað og með öllu ó- fært bifreiðum. Var þetta fyrsti bíllinn sem ekið hafði verið yfir Mýrdalssand og austur i Skaftár- tungu. — Gekk ekki oft illa að kom- ast yfir jökulárnar? — Ég vandist því smám sam- an og oft fór ég yfir Múlakvísl þótt slæm væri yfirferðar. Ég festi mig sjaldan, en þó kom það fyrir. Meðal annars var það eitt sumarið 1928 að ég fór með Pál Sveinsson menntaskólakenn- ara og tvær eða þrjár konur austur í Skaftártungu. Múlakvísl var nokkuð mikil að venju og þegar bíllinn var kominn út í hana miðja bilaði hann og það sem verra var — hann byrjaði að grafa si gniður, enda er botn- inn viða laus í ánni. Ég bar kon- umar yfir í skyndi en sneri mér jsíðan að Páli og bið hann að stýra bílnum á meðan ég ýtti á. Páll kvaðst illa kunna til þeirra hluta því hann hafði aldrei sezt undir bílstýri áður. Ég tók þá að mér að kenna honum það sem nauðsynlegast var, en kennslan gat ekki orðið löng því bíllinn var sem óðast að síga niður. í fyrstu mistókst Páli eitthvað benzíngjöfin, en í næsta skifti tókst betur til, Páll spýtti vel í og bíllinn komst á land. En það er ekki allt fengið. með því, þar eð mér hafði láðst að kenna Páli að stöðva bílinn og nú varð ég að hlaupa hann uppi til þess að hann æki ekki frá mér og konunum austur allan Mýr- dalssand. Þannig geta ýmis smá* atvik orðið brosleg og spaugileg þegar maður lítur þau í því ljósi. — Áttuð þér þenna fyrsta bH yðar lengi? — Nei, hann entist skammt, og þó ef til vill vonum lengur þvl vegirnir voru sannarlega ekki ætlaðir bílum eins og þeir voru þá. Ég átti hann í þrjú ár, en þá var hann mjög slitinn orðinn. En árið 1930 átti ég orðið þrjá bíla, Buick fólksbíl með blæjum, Ford vörubíl af nýrri gerð ert þann sem ég átti áður, og loks fimm manna Ford fólksbíl. Um þetta leyti ætlaði ég að hafa einn bílinn vestan vatna, þ. e. Markarfljóts, og láta hann vinna fyrir sér bæði í Reykjavík og eins á leiðinni milli Reykja- vikur og Markarfljóts til þess að sækja farþega og flytja, sem ég tæki síðan við fyrir austan Markarfljót. 1 þessu skyni stofn* aði ég ásamt öðrum manni bif- reiðastöð í Reykjavík, en bifreið- arstjórinn sem ók fyrir okkur brást mjög vónum okkar þannig að tekjurnar af akstrinum urðy ekki nema fyrir kaupinu til hans, Varð það til þess að ég tók bíl* inn eftir skamma stund austur yfir vötn aftur. — Lentuð þér ekki stundum í slarki og hrakningum á þessum ferðum yðar? — Ekki er því að leyna. Haust- ið 1929 var ég á ferð undir Eyja- fjöllum í blæjubílnum mínura Framh. á 9 síðu. Gistihúsið í Vík, en þa'ð' hefur Brandur Stefánsson síarfrækt ura 13 ára skeið með miklum myndarbrag. Fyrir framan gistihúsi® sést nokkuð af bílakosti Brands. . Framh. var eftir. Hún gát eltki gehgið lengur; það vafð þvi að skjóta hana. Kjöt af söltnuhi húndum er léleg fæða, en þeir félagar rifu í sig allt sem nokkur leið var að koma niður, þar á með- al lappirnar, ‘ sém þeir suðu í mauk, og heilann^ sém þeir atu með trésleif. 5. janúar höfðu þeir komizt í 160 kílónietra fjarlægð frá Commonwealthflóa, en Mertz Magnleysi hans, er einnig var ^vo uppgefinn og tærður, fylgdú sárar innvortis kvalir, seinkaði för þeirra mjög. Öðru hverju hristist tærður líkami hans af krampadráttum. 1 tvo daga lá’ hann í svefnþöka síiiúm með: hita og iórá'ði. Einu sinni þegar • bráði' af honum, kallaði Mertz til félaga síns: „Eg er búinn, Doug. Skildu við mig hérna. Þú h.efur ennþá möguleika." ,En Mawson varð kýrr. 7. janúar hurfu kvaladrættirnir af andliti Mertz. Hann hafði látizt rólega í svefni. Mawson hlóð með- þungum hug stórum snjóköggl- um umhverfis iík vinar síns og félaga og íautaði nokkur .bæn- arorð. Mawson var nú aleinn eftir á kaldasta og afskekktasta stað veraldarinnar. Hann .vissi að eina þjöfgunafvon hans var a'S brjótast áfram — stöéUgt áframhald, þangað- til ' hann kæmist á leiðarenda eða færi sömu leið og félagar hans. Seinni endirinn virtist mikiu líklegri. Hann skildi nú eftir allt nema -þaö nauðsynlegasta, skar sleð- ann í tvennt og hlóð svefnpoka sínum, tjaldþakinu, skóflu og þeim óverulegu matvælum, sem eftir vorut á sleðann. Hann batt ^leðataumnum um mittið' og lagði af stað í þessa 160 kílói- metra löngu heljargöngu, yfir óþekkt ísklungur — vel vitandi, að eftir öllum líkindum að dæma niyndi hann aldrei kom- ast alla leið. En hinn ódrepandi kjarkur og sálarþrek þessa manns neitaði að gefast úpþ. ;;! Mawson var naumast þominn mílu áleiðis, þegar hann fann mikinn verk og stirðleika í fót- unum. ITann fór úr sokkunum, leit á fætur sína og brá ilia við þá sjón er mætti honum. Skinn- þykkildið neðan á iljunum var losnað frá holdinu í heilu lagi og va.tnsieitur vessi vætlaði úr skinnlausu holdinu. Honum varð hálfflökurt á meðan hann var að lireinsa sárið og smyrja með lanolín, —- en hann átti, til allrar hamingju, talsverðar birgðir af. Hann batt svo skinn- þykkildið yfir sárið aftur^ án þess að kveinka sér, fór í sex pör af þykkum ullarsokkum og stígvél sín utan yfir og lagði a£ stað að nýju. Dag eftir dag þokaðist harin áfram; ' sumá' dagári'á kótnst hann nokkrar mílur, aðra daga neyddist hann til að. liggja um kyrrt í litla tjaldinu. sínu meðan stórhríðir geisuðu og ó- mögulegt var að brjótast á- firam, en skafreniiingvirinn hlóS háa skafla að tjaldi hans. Maw-. son va.r oft svo þreyttur eftir! dagsþrammið’, að það tók hann klukkustundir að setja uppi tjaldið og' hlaða að því vind- skýli úr snjóhnausum, áður ewi hann gat tekið sér hvöld. Ekk- ert var framundan annað e»| kvalir, þrældómur, og kuld^

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.