Vísir - 18.05.1956, Síða 10
10
VÍSIR
Föstudaginn xd. maí 1956*
%
m
m
•
%
TL
55
et'am
arleð.
CL
dótaríhHOf
verið meinlaus skopleikur ungrar stúlku, er þú daðraði við
Alistair McRoberts.“
Rödd hans hafði þau áhrif á mig, að hjarta mitt fór að slá
hraðar. Hún titraði, bar því vitni, að hann reyndi að hafa taum-
hald á æstum tilfinningum, sem minntu bersýnilega á afbrýði-
semi hins vilta frumbyggja.
„Daðraði, — sagðirðu það?“ svaraði ég eins rólega og mér
var unnt og gerði mig sakleysislega á svipinn. „Ég var blátt
áfram að inna af hendi fyrirskipun lafði Felicity, sem var á þá
leið, að ég skyldi hafa ofan af fyrir gestunum. Og ég átti sann-
ast að segja mjög ánægjulega viðræðu við herra McRoberts“.
„Það fór ekki fram hjá mér. Hann hafði ekki augun af þér.
Og hann sagði eitthvað um, að þið skylduð hittast aftur. Ég
heyrði það greinilega. Getur þú neitað þessu?“
„Og var nokkur ástæða fyrir mig, að neita mér um þá ánægju
að hitta hann aftur, —- vitanlega í frítíma minum“.
„Það ættirðu að vita bezt sjálf“, sagði hann þunglega og
skuggalegur.
Hann gekk niður tröppurnar, án þess að hafa fleiri orð um.
Og þá, þegar ég ætlaði að akbrautinni, greip hann í armlegg
mér og neyddi mig til þess að gariga í áttina að skógarstígnum.
„Ég veit ekki við hvað þú átt“, sagði ég og sauð í mér, af
því að hið trausta tak hans á handlegg mér hafði annarleg
áhrif á mig.
„Ef þú ert dóttir Kate Smith er þér frjálst að ákveða stefmi-
mót með hverjum sem vera skal — að minnsta kosti kæri ég
mig kollóttan“.
„Ef —?“
„í morgun reyndirðu að telja mér trú um, að þú værir
Nellie Treyarnion —■ dóttir Petrónellu Smith og Abe Treyarn-
ion. Þú talaðir við höfuðsmanninn og McRoberts eins og þú
værir Nellie“.
j„Og hvað um það?“
„Hver ertu? Ég vil vita hið sanna?“
„Skiptir það nokkru hver ég er?“
„Skiptir það nokkru, hamingjan-góða, geturðu spurt um það'
Þá. ... þú.... þú getur ekki verið Nellie“.
Seinustu orðin voru mælt af blossandi ákafa.
rannsóknaraugum á mig. „Stelpa, sem getur fengíð gamlan
þrákelknispúka eins og ofurstann til þess að e :i úr lófa sínum
er ekkert blávatn.“
Mark var orðin dökkur á svip. Hann horfði líka á mig.
„Sögðuð þér það?“ spurði hann reiður.
„Ekki nákvæmlega. Ekki eins og Iris hafðd bað eftir.“
„Hver hefur beðið yður að kalla mig Iris. Hver haldið þér, að
þér séuð eiginlega?“ sagði Iris æst. „Maður skyldi halda, að
þér væruð dóttirin í húsinu eins og þér léfað við hádegis-
verðinn.“
„Enginn myndi hafa haldið það um þig, telpa mín. Og þú
skalt ekki tala eins og heilalaus montrass, þó að þú sért það,“
urraði Lev/is. „Þú ert ekki orðin tengdadóttir mín ennþá. Má
vera, að þú verðir það aldrei.“
„Þetta erinóg, pabbi,“ sagði Márk ákveðinn. „Það er ófyrir-
gefanlegt, að þú skulir láta skapvonzku þína^bitna á Iris. Ef
þú hefðir beitt skynseminni, hefðir þú getað séð fyrir, að þetta
samkvæmi hefðd aldrei orðið til neins. Allir vita, að ofurstinn
er með opinber vegaréttindi á heilanum. Jafnvel ekki hin
hrífandi ungfrú Smith gat ekki gert sér neinar vonir um að
fá hann til þess að sjá að sér.“
„Jæja, svo þér finnst hún hrífandi? Ofurstanum og Alistair
McRoberts og þér, og hve mörgum öðrum?“ sagði Iris öskureið.
„Ungfrú Smith! Hvers vegna reynir þú ekki að komast að því,
hver hún er og hvað hún er að gera hér?“
Svo sneri hún sér á hæl og hljóp upp á loft.
„Þú hefur þráfaldlega ásakað mig fyrir að koma illa fram
við Iris. Væri ekki ráð, að þú gættir að þinni eigin hegðun
pabbi?“ spurði Mark kuldalegum rómi.
„Eftir hverju ætli hún sækist nema peningum? Öll sækist þið
eftir peningum og engu öðru. Það er sannarlega hart, þegar
allir manns nánustu leggjast á sömu sveifina gegn manni,“
sagði Lewis hörkulega. „Óvinir sækja að mér úr öllum áttum
— og einkasonur minn hefur það helzt fyrir stafni, að finna
að öllum mínum gerðum. Þetta getur maður nú kallað holl-
ustu.‘
Hann gekk sína leið án þess að virða Mark viðlits. Við stóðum
og horfðum á eftir honum, þar til skrifstofudyrnar skullu að
baki honum.
„Jæja,“ sagði Mark napurlega og vottaði fyrir hugaræsingu
í rödd hans, „þar sem við erum nú orðin ein hygg ég, að við
ættum að talast betur við.... það er sitthvað sem við þurfum
að komast að niðurstöðu um_____Petronella. Eigum við að fara
inn í salinn eða út í garð?“
„Út í garð, vitanlega. Hvernig ætti nokkur manneskja, að
geta hugsað í þessu húsi? Það er eins og grunsemdir og
beiskja leiðist til manns úr hverju skoti. Ég fer að halda, að
Treyarnionmenn blátt áfram hafi ánægju af því, að eiga í
brössum og-illdeilum!“
„Varst þú ekki að reyna að telja mér trú um, að þú værir
líka Treyarnion-ættar?“
„Það er sjálfsagt þess vegna, sem ég get ekki í raun og veru
hatað föður þinn, frekar en ég gat hatað minn eigin föður.
Treyarnionblóðsins í æðum mér gætir, það er allt og sumt.
Faðir þinn gerir mig æfa af reiði, en einhvern veginn finnst
mér ég skilja hann, og ég kenni í brjóst um hann. Hann kemur
mér til að hugsa um tarf á hrii.'gleikasviði — tarf, sem búið er
að trylla. Og hversu lítið þurfti ekki til að erta hann í byrjun —
egna hann^til árása, án þess að hann hugsi um afleiðingarnar,
hvorki fyrir sjálfan sig eða aðra. Það munaði minnstu, að hann
yrði okkur að bana fyrir sex árum, og hversu auðveldlega hefði
petta ekki getað orðið hans bani líka. Ef hanri aðeins hefði
hikað — andartak, til þess að hugsa um afleiðingarnar, en það
gerði hann ekki.“
„Þú ættir að vera þessu kunnug. Þú ert snillingur í að æsa
fólk upp.“
„Ég,“ svaraði ég og horfði á hann sem steini lostin, „ég veit
ekki til, að ég hafi egnt nokkurn upp, til eins eða annars.“
„Jæja, þú ætlar kannske að segja mér, að það hafi aðeins
„Þú ert ekki Nellie. Hún hefði aldrei reynt að æsa mig þannig
upp. Hún mundi ekki hafa daðrað við annan mann lyrir augun-
um á mér“.
„Veslings Nellie litla. Hún hafði víst litla hugmynd um hvað
það væri að daðra. Iíún sá allt í sólarljóma og mitt í allri birt-
unni stóð Mark Treyarnion. Og, þar að auki, hver mundi .hafa
ánægju af að daðra við stelpukjána eins og hana, klunnalega
og tötrum klædda. Enginn, nema Mark Treyarnion, af því að
það vildi svona til, að það var engin önnur leiksystir við hönd-
ina handa honum. Vafalaust hefur það kitlað hégómagirnd
hans að leika Romeo fyrir framan þenna stelpukjána, sem
dáði hann án allrar gagnrýni. Eða kannske það hafi haft þau
áhrif á hann, að honum fyndist hann vera aldeilis maður með
mönnum, að segja henni, að hann stæði uppi í hárinu á karli
föður sínum. . .. “
„Hættu. . . .“, hann sleppti takinu eins.og hann hefði brerint
sig. „Þetta ber sjálfsagt vitni um hvernig þú hugsar þér hefnd-
ir, en farðu ekki feti fraraar, eða ég ábyrgist ekki afleiðingarn-
ar“.
A
ktöUktökumi
í Þýzkalandi er nýlega kom-
inn út leiðarvísir fyrir þá Þjóð-
verja. sem ætla að ferðast til
Bretlands. Þar stendur m. a.:
„Munið að Shakespeare var
ekki þýzkt skáld, og að Byron
var ekki launsonur Göethes.
Talið ekki af ofmikilli hrifn-
ingu um hið nýja, þýzka lýð-
ræði. Það tók Englendinga 300;
ár, að koma auga á kostina við
þeirra eigið lýðræði.“
*
f jólasýningu frá bókabúð
einni fyrir nokkrum árum var
löng upptalning á bókum sem
til voru í verzluninni. Auglýs-
ingin endaði á þessum orðums
„.... Ennfremur bókin Faust,
eftir þýzka manninn Göethe.“
★
Franski rithöfundurinn Mar-
cel Aymé brá sér einu sinni í
eitt af leikhúsum Parísar. Hón-
um leiddist mjög og fór út eftir
fyrsta þátt. Þegar hann var að
fara, kom hann auga á skilti,
sem á stóð: „Bannað að hafa
með sér hunda í leikhúsið“«
Hann skrifaði neðan undir:
„Samkvæmt skipun frá Dýra-
verndunarfélaginu.“
★ I
Fyrir nokkrum mánuðum var
haldinn hátíðlegur svokallaður
„Tékknesk-rússneskur vináttu-
mánuður“ í Tékkóslóvakíu«
Voru birtar auglýsingar á göt-
um úti og í blöðum í öllum
löndum austan járntjalds um
tilhögun þessara hátíðahalda.
Haft er eftir flóttamönnum, að
yfirvöldunum í Prag hafi þó
létt mikið, er hátíðahöldin voru
um garð gengin, vegna þess að
fólk tók upp á því að skrifa
eftirfarandi setningu á götuaug-
lýsingar:
„Allt í lagi------en ekkt
deginum lengur.“
★ !
Hér er sagan um Austur-
Þjóðverja, sem var svo þreytt-
ur á lífinu, að hann ætlaði að
drekkja sér. Þá bar þar að einrs,
meðlim kommúnitaflokksins,
sem dró hann upp ur og sagði;
„Komdu með mér. Við skul-
um ræðast við, og eg skal sýnai
þér allar þær framfarir, sem
orðið hafa í landinu undiri
stjórn kommúnista."
Klukkustund síðar komu þein
báðir aftur og steyptu sér í ána»
C SurmtgkA
2086
Apamaðurinn gekk gætilega niður Svo nam
þrepin. undrun.
hann staðar sleginn
Hann var kominn inn í lítið fer-
hyrnt herbergi.
I-----------------------_
^ PickUci*.
Og þar inn voru stengur ©{£
klumpar úr skíru gulli. i