Vísir - 18.05.1956, Side 12

Vísir - 18.05.1956, Side 12
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1600. VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breytasta. — lirmgið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Föstudaginn 18. maí 1956. Takmörkun varnarliðsframkvæmda: Hversvegna þegir ráHwneytið? Eins og getið var í Vísi í gær, lét Tíminn svo sem það kæmi honum alveg á óvart, að varn- arliðið ætlaði að hætta samn- ingum um nýjar framkvæmdir. Fannst blaðinu það hart, að ákvörðun skyldi tekin um þetta, áður en.krafizt væri endurskoð- unar á varnarsamningnum, og lét ekki í ljós neina gleði — eins og þó hefði mátt vænta — yfir því að hinni hættulegu vinnu í þágu varnarliðsins skyldi hætt, Það hefur hins vegar síazt út, enda þótt ekkert liafi heyrzt opinberlega frá utan- ríkisráðuneytinu, sem um þessi mál fjallar, að það eða vamarmáladeild þess muni hafa fengið tilkynn ingu um ofangreinda ákvörð un fyrir tíu til fjórtán dög- um. Það virðist v^ra orðin algild regla, að ekki sé sagt ncitt um þau mál, sem utanríkisráðherra f jallar um, og er þetta þá í sam- ræmi við það, sem á undan er gengið, en ráðherrann verður að láta sér skiljast, þótt erfið- lega kunni að ganga að gera sér grein fyrir því — að hann stjórnar ekki neinu einkamála- ráðuneyti. Þau mál, sem hann fjallar um, varða þjóðina alla, og þótt honum finnist gott og blessað að geta sent ýmis skjöl til athugunar hjá Hermanni Jónassyni, þá er Hermann ekki þjóðin. Vesaldómur utanríkisráð- herra virðist fara dagversn- andi, og er hann orðinn brjóstumkennanleg písl í flestra augum, en framferði hans er annars til skammar BEZTU ískökurnar' sem nú flytjast til lands- ins. og skaða. Virðist kominnl tími til þess, að hann standi upp af ráðherrastólnum, sem hann fyllir að vísu vel út í að einu leyti. Mundi engimn kippa sér upp við það þótí hann stæði upp þegjandi. Skíðaferð á Snæfellsjökull. Skíðafélögin í Reykjavík efna til sameiginlegrar ferðar á Snæfellsjöltul um hvíta- sunnuna. Lagt verður af stað á morgun (laugardag) kl. 2 e. h. og verð- ur farið frá B.S.R. Til baka verður komið á mánudags- kvöldið. Gengið verður á Snæfellsjök^ ul, en búast má þar við ný- föllnum snjó og’ ágætu skíða- færi. Þátttakendur eru á- minntir um að hafa með sér tjöld og vera vel búnir. Farið verður með bílum Guð- mundar Jónassonar. Bnnbrot s mjéBkurbnð. I gær og nótt tók lögreglan í Reykjavík tvo ölvaða bílstjóra við akstur. Ennfremur tók lögreglan í gær réttindalausan ökumann á óskrásettu hjálparmótorhjóli. Þar var því um tvöfalt brot ökumanns að ræða. Innbrot. í nótt var brotizt inn í mjólkurbúð á Freyjugötu 15. Virtist sem allmikil leit hafi verið gerð að peningum, er ekki voru þó fyrir hendi. Ekki varð heldur séð að öðru hafi verið stolið sem rokkuru næmi og hefur þetta því orðið hin mesta fýlufö'- hjá þjófnum. Gera ekki annað á rneðan. Lögreglan í smáborginni Ormskirk í Lancashire í Bret- landi hefur ærið að starfa þessa dagana. Fyrir viku var morð framið í borginni, tvær ógiftar systur á sjötugsaldri myrtar á heimili sínu. Ætlar lögreglan að yfir- heyra: alla fullorðna borgaíá, ef þess gerist þörf. Mun það vera 24.000. majina hópui*. m Bevan og félagar vilja herskyldu. Ármann J. Lárusson beltishafi. Íslandsglíman: Vimur ármann eða Rúnar? Hálf öld er liðin frá því fyrst var keppt um Grettisbeltið, hinn veglega verðlaunagrip, sem fylgir glímukongstitlinum hverju sinni. í kvöld verður keppt um þennan titil og farandgrip í 46. skipti, því í 5 ár féll keppnin niður. Sá sem oftast hefur unnið beltið er Sig'urður Gr. Thorar- ensen, sem hefur unnið það 6 sinnum alls, en næstir honum koma þeir Sigurður Greipsson og Guðmundur Ágústsson sem unnið hafa beltið í 5 skipti hvor. En alls voru beltishafar 17 að tölu frá upphafi. Öllum þessum glímukongum^ sem til næst, er boðið á glímuna í kvöld og verða þar heiðraðir. Ennfremur verða forsetahjón- in meðal gesta. Eins og tekið hefur verið fram áður verða keppendur 12 um Grettisbeltið og glímukongs titilinn í kvöld og meðal þeirra tveir beltishafar, þeir Ármann J. Lárusson og Rúnar Guð- mundsson. Er talið líklegt að aðalsennan verði milli þeirra í lcvöld, en þó aldrei að vita nema einhverjir nýliðar komi fram á sjónarsviðið. Glímustjóri verður Sigurður Greipsson. Eden forsætisráðherra lýsti yfir bví í neðri málstofunni í gær, að hann myndi ekki beita sér fyrir bví, að æðstu menn stórveldanna kæmu saman á fund um afvopnunarmálin. Kvaðst hann vera þeirrar skoðunar, að heppilegast væri, að þessi mál væru rædd áfram innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. Það var fyrirspurn frá einum þingmanni verka- lýðsflokksins, sem gaf tilefni til þessarar yfirlýsingar, en 55 þingmenn úr þeim flokki birtu yfirlýsingu í gær þess eínis, að fækkunin í herjum Rússa sýndi friðarvilja Rússa og gerðu þeir það því að tillögu sinni, að herskylda væri afnumin á Bretlandi. j J j ] jg Bevan í fararbroddi. Forystumenn þeirra, sem standa að þessari yfirlýsingu eru þeir Bevan og Shinwell og hafa þeii fmgið í lið með sér hina róttækari menn flokksins, og sýna þessar aðfarir, að sami mðu dauðans i sjö ár. í fyrradag voru tveir morð- ingjar teknir af lífi í Utah- fylki í Bandaríkjunum. Menn þessir höfðu rænt bif- reiðaverkstæði fyrir 7 árum og myrt eftirlitsmann. Yoru þeir þegar handteknir og dæmdir til dauða, en hafa beðið dauðans í sjö ár, því að þeir áfrýjuðu dóminum þrisvar til hæstarétt- ar fylkisins og þrisvar til liæsta réttar í Washington. Er máli þeirra lauk um síðir, máttu þeir velja á milii þess að vera skotnir eða hengdir, og vildu þeir heldur láta skjóta sig. klofningurinn er áfram í Verka lýðsflokknum, því að meiri- hluti flokksins hefur ekki feng- is til að fara sér óðslega í neinu og er því sú stefna sem ríkj- andi hefur verið í flokknum um varnarmálin óbreytt. Horfur hafa batnað, en — Eden kvaðst fagna breyting- unni í herjum Rússa en faann vildi benda á, að eftir styrjöld- ina hefðu Bretar fyrstir þjóða byrjað afvopnun í stórum stíl, og hvatti hann aðrar þjóðir að gera hlutfallslega hið sama og Bretar hafa gert. Almennt er talið, að íækkunin í her Rússa muni greiða fyrir frekari við- ræðum, en í vestrænum lönd- um er yfirleitt talið, að allt sé óbreytt um það, að gæta verði öryggis og hafa varnir í lagi. Hjúskapur. í dag þ. 18. maí vei’ða gefin saman í hjónaband úngfrú Kristín Þorkelsdóttir, Drápu- hlíð 44, og Hörður Rafn Dan- íelssön, símvirki. Klapþai’stíg 16. Síra Þorsteinn ■ Ðjörnsson gefur þáu saman. , , Samstarf við hafraifnséknlr. Frá fréttaritara Vi’sis. Osló, í maí. ' í lok mánaðarins mtm norska liafraunsóknaskipið G. O. Sars halda vestur í liaf, þar sem samstarf verður haft við danska og íslenzka vísindamemi. G. O. Sars mun aðallega verða við rannsóknir á göngum síld- arinnar norður og austur í haf-i, en íslenzku vísindamennirnir taka að sér rannsóknir á svæð- inu umhverfis ísland og Jan Mayen. Loks munu Danir fram- kvæma rannsóknir umhverfis Hjaltland og Færeyjar og síð- an vestur undir Hvarf á Græn- landi. Mun áherzla verða iögð á allar greinar hafrannsókna. Veðreiðar á 2. í Ilörd og hísvn keppni » öiSaint gi*ei«aum. Kappreiðar Fáks fara fram 2. hvíiasiuuiudag, svo sem venja liei'ur verið. Þar fer fram góðhéstakeppni, ennfrémur verður keppt í skeiði og stökki, bæði 300 metra og 350 metra sprettfæri í stökki. Margir þekktir veð- hlaupahestar verða reyndir og verður keppnin vafalaust tví- sýn og hörð. Að þessu sinni kemur Gný- fari hinn kunni kappreiðahest- ur Þorgeirs í Gufunesi aftur fram á sjónarsviðið, en hann lét sig vanta síðast liðið ár, eins og maia muna. Nú keppir hann við, bróður sinn „Fána“ sem vann, 35Ó metrana ,í fjar- veru bróður síns. Má búast við harðri og spennandi keppnt, því engin er annars bróðir í leik. í öðrum riðli 350 metranna eigast við Blakkur Þorgeirs í Gufunesi og Bleikur Guðmund- ar Agnarsonar, er vann 300 metrana í fyrra. Er ógerningur að spá fyrir um úrslitin þar, en keppnin verður spennandi. Á skeiði reyna sig skeið- garpar sem mikils má af vænta, eftir því sem fram hefur komið á æfingum. Fákur er nú að koma sér upp auknu og betra svæði og er girðing um hið-nýja svæði þeg - ar hafin. Má búast við fjöl- menni og spennandi keppni að þessu sinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.