Vísir - 30.07.1956, Side 7
Mánuöaginn 30. júlí 1956
VÍSIR
Hammond Innes
*
«
sseéBmiM ruuti uist-
„Við erum hér næstum þrir túgir. manna og við þurfum 'alla
bátana. Þótt við komrunst.lifandi héðan erum við dauðadæmd.
ef við höfum ekki bátana. Það er .betra að hafa þá meðan við
höldum lífinu.“
Ég, bað til guðs, að allt mætti fara vel, skipaði svo mönnunum
fyrir,- og þeir liófufit handa, án, bess að möglunarorð. heyrð.ist
af vörum þeirra.
Það. mátti.lesa úr svip hvers einasta þeirra, að. þeir voru
staðráðnir í að ganga með sigur af hólmi í þessari baráttu við
dauðann. Það var ekki vegna þess, að lífið hefði þeim upp.-á
mikið að bjóða; eins . og.. ástatt. var — en þessi kalda. ,hönd
ís- og hungurvofu skyldi .ekki ná þeim. í því voru þeir. stað-
ráinir. Hver sem vill getur. kallað það ótta, en ég segi,. að
það.hafi verið óbifandi ákvörðun um að bæg.ja frá þeirri hel-
köldu loppu, sem sejldist eftir jreim. og það gæddi þá yfir-
nátturlegu þreki — og hugrekki. Þegar við beittum okkur
allir tókst okkur að draga einn bát í einu langan spöl, kannske
allt að hundrað metra, kannske tvö hundruð. Svo fórum við
aftur og gerðum það sama við næsta bát. Allt í kringum okk-
ur voru að koma sprungur í ísinn og hann var farinn að hrúg-
ast upp sumstaðar, og vakir skammt frá og mikið rót á þeim.
Tvívegis var nokkrum mönnum bjargað á seinustu stundu -—
mátti ekki hársbreidd muna, o,g var það eitt til bjargar, að
roskar hendur voru viðbúnar og taugar handbærar.
En við sigruðum að lokum, og þegar við höfðum komíð
eeinni bátnum að íshæðinni var hann dreginn upp á íshæð-
ina, ís-eyna mátti nú næstum segja, í einni svipan.
Eftir þetta man ég allt óljóst. Ég man, að allar hendur
voru á lofti, að ég sá mörg andlit,. en svo ekki söguna meir, að
einhver tók við og skipaði fyrir á norsku. Ég hafði hnigið
niður meðvitundarlaus.
Mér leið illa, þegar ég raknaði við, eins og drukknandí
manni, sem er bjargað á seinustu stundu. Ég' lá kyrr, en móð-
ur eins og hefði verið á harða hlaupum. Ég var svo stirður. í
öílum limum, að ég gat vart hrært legg eða lið. Kuldinn
næddi gegnum merg og bein og mig verkjaði sáran. Ég heyrði
allt í einu mikinn skruðning, Syo þagnaði hann skyndilega.
Ekkert bergmál heyrðist. Allt var dauðkyrrt. Mér fannst ég
vera einn með hugsanir mínar. Og þó var ég ekki einn. Ég
heyrði andardrátt manna — varð þess var, að einhverjir lágu í
kringum mig, svitalyktina af þeim lagði að vitum mér. Og mér,
fannst annarleg birta kringum mig. Allt í einu lá við, að ég,
færi að hlæja. Ég sá hvernig I öllu lá. Sólin skein og daufa
foirtu lagði gegnum brúnan striga tjaldsins, sem ég lá .í. Loks
gat ég risið upp við dogg. Allt í kringum mig voru sofandi
menn. Ég varð að komast út. Mér leið illa, var óglatt,
og einhvern veginn staulaðist ég út úr tjaldinu, reis á fætur og
reyndi að teygja úr mér. Það var hvítalogn. Snjólag var á
ísnum. Ég var sveittur. Allt í einu barst skruðningurinn aftur
að eyrum mér. Ég ætlaði ekki að.trúa mínum eigin augum, er
allt í einu gat að líta ísjaka. mikinn sem höll sem skaut koll-
inum upp úr ísbreiðunni, og hvarf svo aftur í djúpið. Aftur
varð.allt kyrrt. : P : ; "
„Líður þér betur?“, var spurt og einhver snart handlegg
minn. Það %?ar Howe, sem mælti. Hönd hans titraðd og andlit
hans var náfölt.
„Líður þér betur?“, cndurtók hann og ég kinkaði kolli sljó-
lega, en harm dr.ó pela upp úr vasa sínum.
„Súptu á, þú h.efur pott af bví, það er konjak. Þið voruð allir
liart keyrcir í gærkvöldi“.
Ég saup á pclanum, sagði ekkert. Ég var að reyna að muna
hvað gerst hafoi. Bátunum höfðum við bjargað. Ég sá þá þarna.
Fjóra báta og heilmikið af birgðum og' sleða. Einhver hafði
stungið niðui- ár með. norska fánanum á. Frá íseynni að sjá svo
langt sem augað eygði var rekísbreiðu að sjá, en ekki samfellda
nú, og þar fyrir handan var gríðar mikill borgarísjaki, skýja-
kljúfur úr ís, með tindi á, sem mér fannst minna á Frelsis-
gyðjuna.
Mér. var hrollkalt, þrátt fyrir drykkinn, og rétti Howe pel-
ann.
„Þökk“, sagði ég', „framtíðarhorfur eru ekki g!æsilegar.“
„Ég hef reikna'ð það út“, sagði hann, „að um miðdegi á
morgun muni þessi þarna rekast á íseyna og kljúfa hana í tvennt
eða keyra hana í djúpið.“
Hann sagði þetta, eins. og hann væri að tilkynna niðurstöðu
vísindalegrar athugunar.
„Ef svo færi var tilgarigslítið að flytja hingað?“
Hann yppti öxlurn. .
„Ef. það væri bara einn —
Hann sagði ekki meira, eins og honum fyndist tiLgangslaust
um þetta að tala. Hann var þögull um stund, en er hann tók
til, máls' kenndi .mikillar gremju í rödd hans.
„Af, hverju gerðirðu þetta?“
„Við hvað áttu.?“
„Af hverju. skildirðu hann ekki eftir? Ég sagði þér, að eknert
vit væri í að sækja hann.“
„Og ég sagði þér, að ég myndi koma með hann, nema hann
vildi verða eftir. Hann sá sig um hönd, er hann vissi, að við
vorum komnir til þess að sækja bátana.“
„Hvað ætlaði hann sér að gera?“
„Hann hélt víst, að hann gæti bjargast í bátnum einn síns
liðs...Hann hafði hálffylt annan þeirra af vistum, er hann greip
til flöskunnar.“
„Hvað g'erðist, — missti hann kjarkinn?"
„Ef til vill, — flestir mundu hafa gert það í hans sporum.“
„Ég furða mig á samúð þinni í hans garð?“
„Ég hef enga samúð með honum. Ég er bara að segja þér
hvað gerðist", sagði ég þreytulega. „Hvar er hann nú?“
„Þarna“, sagði hann og benti á eitt tjaldið. „Að kjafta við
Vaksdal og Keller.“
Aftur snart hann við handlegg mínum.
„Skilurðu ekki hvað þú hefur gert? Það horfir nógu bölvan-
lega fyrir okkur, þótt það bættist ekki ofan á, að fá Bland
hingað. Hann er morðingi. Við, allir þessir menn hérna, munura
láta lífið af hans völdum. Hann á ekki aðeins sök á dauða
Nordahls og Raadals. Við erum allir verr en dauðir og líka
Gerda — og Judie. Og honurn einum er um að kenna.“
Hann hafði vart vald á sér lengur.
„Ef hann hefði ekki.siglt Tauer III. á skip okkar mundum
við hafa getað komið þeim á Hval V. til bjargar. Nú erum við
öll í heljar greipum á ísnum, eins. og áhöfn Hval V. og Suður-
krossins. Gerda er að örvinglast — af áhyggjum út af föður
sínum. Hún ann honum. Og þú ferð og sækir Eirík Bland og hún
verður að tafca þátt í björguninm. Ég hefði getað kyrkt þig,
þegar þú fórst að sækja manninn, sem kannske fær aldrei að
svara til saka fyrir að hafa myrt yfir 400 manna.“
„Ég fór og. sótti bátana.“
„Að.hvaða gagni koma þeir. Dauðinn vofir yfir okkur og þú
hefur neytt mig til þess að velja milli þess, að drepa mann,
sem ég hafði svarið að ganga.af dauðum, eða — deyja án þess
að geta framkvæmt það áform.“
Hann þagnaði sem snöggvast.
*
A
k$U4vckumi
*
Glæpamönnum yfirsést oft á
smámunum, eins og þessi saga
sýnir. Þegar amerísku yfirvöld-
in tóku glæpamanninn Sebast-
ian Vermiglio og ætluðu að gera
hann landrækan til Ítalíu, kom
hann með fæðingarvottorð, sem
sýndi að hann var fæddur í
Bandaríkjunum og því ekki
hægt að vísa honum úr landi,
samkvæmt bandarískum lög-
um. En þegar fæðingarvottorð-
ið var athugað nánar sást það
greinilega að það var skrifað
með kúlupenna, en því miður
var ekki búið að finna þá upp
árið 1912, sem var fæðingarár
Vermiglios.
*
Mendes France barðist ákaf-
lega fyrir því, að draga úr vín-
drykkju landa sinna. Rannsókn
var látin fara fram á því, hve
mikið menn drykkju af víni
daglega. Einn af þeim, sem áttu
að framkvæma slíka eftir-
grennslan, kom til kaupmanns
nokkurs og spurði:
— Hvað drekkið þér mikið
vín á dag?
— Eg er mjög hófsamur og
drekk ekki nema einn líter með
máltíð.
—• Hvað eru máltíðirnar
margar á dag?
— Átta.
¥
Sérkennilegur dómsúrskurð-
ur var nýlega kveðinn upp í
París. Rithöfundur nokkur, sem
var frægari fyrir slark sitt en
bækur, las um andlát sitt í einu
af blöðum borgarinnar.
Hann kærði yfir ritsmíðinnl
og krafðist skaðabóta. En dóm-
arinn var ekki á sömu skoðun
og sýknaði blaðið á þeim for-
sendum, að blöð nú á tímum
séu skrifuð og gefin út í slíkum
flýti, að villur sem þessar geti..
hæglega átt sér stað. Þar að
auki, sagði dómarinn, var þetta
svo góð auglýsing fyrir rithöf-
undinn að vera sagður dauður,
að hann ætti í rauninni að borga.
blaðinu fyrir fréttina.
Sem iiyr
Silver Cross bamavagn
til'sök. Uppl. í síma
7811.
C & Sumufká
2139
Hann hóf Tarzan hátt á loft og
ætlaði að slengja honum til jarðar.
EnTarzan var hjól-liðugur, og kom
standandi niður.
I Eftir langa viðureign og.harða, náði
apinn taki á Tarzan.
En nú vandaðist málið, því að £
sviptingunum missti Tarzan hnífinn.