Vísir - 21.09.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 21.09.1956, Blaðsíða 10
10 vísm Föstudaginn 21. septeir.ber 1956». GERALD KERSH: 20 SAMSÆHIÐ ttlSigiíiHIiIillIil§IIÍlIIglBiBlIIBIflI!IS!SI!Ei!I3SIi!!!lliIIIIB13iilill!IEBBÍI hinum megin er. Látið ekki einfeldnisvipinn villa yður sýn.“ „Þakka yður fyrir, bróðir; þér vitið raeira um þetta en ég“, sagði Ratapoil. „En hvað er svo um hinn — þenna Lemoine? Ég leit svo á að hann væri hygginn maður.“ De Wissenbourg sagði: „Lemoine — Ojá, hann Lemoine! Þér voruð á Egyptalandi, trú.i ég, Ratapoil yfirforingi?“ ,,Já, í bardaganum við Pýramídana“ sagði Ratapoil og brosti gremjulega. „Sáu þér höggorma á Egyptalandi?“ „Höggorma? Það eru til höggormar úti á eyðimörkinni og einn sérstaklega illkynjaður — hann belgir sig út þegar hann ætlar að höggva. En menn sjá hann bara ekki fyrr en hann er búinn að blta mann í öklann, og þá er dauðinn vís.“ „En í Ameríku“, sagði de Wissenbourg „er til önnur tegund af nöðrum mjög eitruðum — þær eru hvikar, öflugar, banvæn- ar. En það er eðli þeirra, að gera skarkala áður en þær höggva. Og skarkalinn er eins og verið væri að hringla í fullum vasa af koparpeningum.“ „Við vorum að tala um Lemoine“, sagði Ratapoil. „Já, einmitt. Faðir Jósep de Caamano er eins og narðan, sem toelgir sig upp, en Lemoine er eins og skellinaðran ameríska. Þér getið sjálfur dregið ályktun af þessu.“ „Og hvað er svo um Boutreux?“ spurði Ratapoil. „Ég hef ekki gart .nér mjög háar hugmyndir um hann.“ De Wissenbourg hló og sagði: „Boutreux kann utan að allt þinglegt hrognamál og aðferðir. Hann getur samið tilskipanir og ályktanir. Malet hefur mikið álit á honum og það hefur Lafon líka, það megi þér reiða yður á. Þér vitið það kannske ekki að Malet og Lafon eru báðir á sjúkrahúsi Dubuissons. Þeir voru fluttir þangað frá La Force-fangelsinu.“ Nú fann Ratapoil að hann varð skyndilega gagntekinn af deyfð, hann var hryggur, tómur og þreyttur, alveg útslitinn. Hann hélt áfram göngu sinni þungbúinn og starði niður á skóna sína, en de Wissenbourg virti hann fyrir sér. Það leið stutt stund, en svo tautaði Ratapoil: „Ég var með litla karlinum frá því á Ítalíu. Ég bjargaði lífi hans einu sinni á Egyptalandi. Ég var þá eins og hver annar strákur. Hann togaði í eyrað á mér og kyssti mig, þarna“. Ratapoil benti á kinnbeinið á sér fyrir neðan vinstra augað. „Takið eftir því“, sagði hann ennfremur, „ég er ekki lengur ástfanginn af þeim manni, en það veit Caesar að erfitt er að sigra hann. Hvevnig sem þér kunnið á þetta að líta de Wissenbourg, mun litli karl- inn reynast erfiður viðfangs. Hann er orðin guð, að vissu leyti.“ „Nei, nei“, sagði de Wissenbourg, og brosti. „Þér verðið að fyrirgefa, hann er ekkert þess háttar. Hann er bara maður. Ekkert nema keisari. Og hvar er hann núna? Á P.ússlandi. Og hve hefur stjórnarforystuna í fjarveru hans? Cambacéres. Hver er Cambacéres? — Hann er ekkert — einskisnýtur. Vitanlega þorði Napoleon ekki að fá nýtum manni stjórnina 1 hendur á meðan hann væri fjarri. Cambacéres hefur ekki einu sinni vald til að undirrita úrskurð og hann þekkir ekki vinstri hönd sína frá hinni hægri. Hugsið um þetta svolítið lengra. Hvernig getur Napoleon haft bakhlutann svon fastan í hásætinu? Með aðstoð leynilögreglunnar.“ „Fouché“, sagði Ratapoil þimgbúinn. De Wissenbourg sagði: „Já, einmitt.'1 De Wissenpourg lét ekki fortölurnar niðurfalla. „Þér sjáið, að þetta hlýtur svo 'að vera: Sannleikurinn er sá, að þessi hálfguð yðar, þessi einræðis- herra og haröstjóri, keisarinn yðar, er töluvert einangraður. Tíu milljónir flóna tilbiðja hann ef til vill, en það getur verið að eitt þúsund menn hati hann. Hann verður því að verja sig, er ekki svo? Hann getur verið keisari yfir öllum ríkjum veraldar. Hann getur verið hershöfðingi yfir hershöfðingjum; hann getur safnað að sér og dreift út 20 herdeildum af fótgöngu- liði og 500 stórskotaliðsfylkjum, eins og aðrir dreifa salti milli fingra sinna. Hann hefur ef til vill vald yfir lífi og dauða, yðar lífi og mínu lífi, yðar dauða og mínum. En alltaf koma þó þær stundir þegar hann verður að vera einn. Hann verður að vera einn þegar hann hug'sar. Og ótruflaður verður hann að vera í ástarlífi sínu; hann verður að sofa einn, jafnvel þó það sé ekki nema 4 klukkustundir, eins og sagt er um litla karlinn. Hann verður því að hafa verði. Takið nú vel eftir því sem ég segi, Ratapoil. Hann er einmana, en þar fyrir er hann ekki einn; hann fær sér varðmann. Venjulegur maður fær sér hund og venur hann. Keisari leigir ser lögregluforingja.“ „Fouché“, sagði Ratapoil. ,Það er hægt að treysta hundi“, sagði Wissenbourg. „Því að hann elskar húsbónda sinn. En ekki er þorandi að treysta yfir- manni lögreglunnar. Hann getur húsbóndinn óttast, af því að hann á of mikið undir honum og efar hollustu hans og trú- mennsku. Keisari óttast foringja lögreglunnar.“ Napoleon er hræddur við Fouché“, sagði Ratapoil. „Þó að mikill sé.“ De Wissenbourg sagði: „Hlustið nú á — þeim Fouché og Dubois hefur verið varpað á dyr og í stað þeirra hafa Savary og Pasguier verið látnir taka við störfum. Þeir eru glæsileg prúðmenni, en lélegir lögreglumenn. Napoleon kærði sig ekki um að hafa dugandi lögreglumenn í París á meðan hann væri fjarri. Er þetta Ijóst?“ „Nægilega ljóst,“ sagði Ratapoil. „Fouché er einhver skarp- gáfaðasti maður í heimi, en Savary og Pasgui eru bjálfar. Já, ég held ég skilji hvað þér eruð að fara. Ég þekki dæmi þessu líkt. Ég átti móðurbróður, sem varð að yfirgefa bú sitt um tíma. Hann hafði ráðsmann, sem var hygginn maður en mjög metn- aðargjarn. Móðurbróðir minn vissi að ef hann færi á burt, myndi þessi maður ræna hann með báðum höndum. Hvað gerði hann þá? Hann sparkaði ráðsmanninum út, en setti í hans stað ráðvandan mann, sem var bölvaður bjáni. Þetta var mjög van- hugsað. Ráðsmaðurinn hyggni hefði aðeins stolið frá honum. En flónið eyðilagði efnahag hans. Já, ég skil yður. Litli karl- inn hefur tekið bú sitt úr höndum þjófa ög fengið það fávitum í hendur. Það þýðir það, að Frakkland er í fávita höndum. Ojá, sanna~lega, sannarlega!“ „Já, og hvað svo?“ sagði de Wissenbourg. „Hvað leiðir af því?“ „Nú, þessi Rússlandsherferð og hitt og þetta henni samfara, hefur sogið allt blóð og merg úr Frakklandi. Parísaíborg er máttvana — alveg máttvana — eins máttvana éins og ég, þegar ítalska hitasóttin slær mig niður. Hvar er Keisaravarðliðið? Hvar eru allar þær herdeildir, sem ekki eru á vígstöðvunum? Þær hafa aðsetur í Rueil og Courbevoie. Og í París er ekkert lið nema riddaraflokkur undir forystu bjánans hans Rabbe ofursta. Mér dettur nokkuð í hug. París getur tekið keisara- dæmið með einu, snöggu áhlaupi.“ „Þér hittið naglann á höfuðið," sagði de Wissembourg. „Við tökum Frakkland, fáeinir menn. Færri en tuttugu. Þér getið enn orðið hershöfðingi, kæri Ratapoil. Já, eiginlega eruð þér efni í marskálk. Ég er ekki búinn að gleyma kvöldinu þarna í Labyrinthe. Þér eruð hugaður eins og Ney, slóttugur eins og Masséna og grobbinn eins og Murat. Þér skulið verða marskálk- ur Ratapoil og líklega verðið þér að lokum hertogi. Hitt eða þetta, í kaupbæti.“ kíétdtíökumi ♦ A. —• Hvaða munur er á Titó' og fótbolta? B. — Enginn. Hann er alveg eins og íótbolti, fyrst blæstu. hann uppt svo sparkar þú hon- um og svo hleypur þú á eftir, honum. í London gerðist það fyrir skömmu, að maður var leiddur fyrir dómarann og ákærður fyrir vínsölu. Honum var skip- aður verjandi. Þegar verjand~ inn hélt varnarræðu sína sagði hánn við dómarann: Lítið þér á þennan mann, herra dómari. Getið þér látið yður detta það í hug, að þessi maður haii nokkru sinni farið að láta af hendi áfengi, sem hann einu sinni hefir komizt höndum yfir?. Marlene Dietrich hélt nýlega upp á afmælisdaginn sinn og' var þar margt manna samara komið fyrir utan dóttur hennar, og börn hennar. Meðal ann- ara þýzkra gesta var Hildegard Knef. Tók afmælisbarnið nú til að skera afmæliskökuna, sem var ekkert smásmíði. Þá spurði Hildegard undrandi, hvar kertaljósin væru. „En kæra Hildegard,“ sagði Marlene, „þetta er afmælisfagnaður —» ekki blysför.“ I efri. málstofunni í brezka þinginu var varið að ræða um að banna að nota tamin dýr til sýninga í hringleikahúsum. Þá flutti Listowel lávarður ræöu og kvað það ekki síður mis- þyrmingu á skepnu þeirri, er kallaðist maður, að skikka hana til að hlusta á endalausar ræð- ur að afloknum löngum og miklum málsverði. Þetta væri algerlega, andstætt mannlegri náttúru. Um þessar mundi er á ferð) í Frakklandi frægasti sölu- maður Bandaríkjanna, „Há- þrýsti-sölumaðurinn“, eins og hann er kallaður. Hann heitir annars Jim Morgan og frægð sína á hann meðal annars því að þakka, að hann seldi eski- móa ísskáp. £ & Íimmfká TARZAN - j2185 Um leið og varðmaðurinn féll með- vitundarlaust til jarðar stökk svert- inginn að dyrunum og hljóp út. Síð- an Jokaði hann vöx'ðinn inni. Þá fór hann í foringjans og í hina hræðilegu skrifstofu lögreglu- skúffu fann hann grímu, sem hann notaði þegar hann var á manna- veiðum. Hann setti grímuna fyrir andlitið, skimaði í kringum sig og stökk síð» an út í myrkrið, sem var nýlega. skollið á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.