Vísir - 30.11.1956, Blaðsíða 10
10.
vísm
Föstudaginn 30. nóvember 1956.
i I
l “3
'I JEIUNIFER
ti » .1
IJ
6 I
r i
&
41
A m E S ;
£kif
lillllljiillllll!
fyrfa Aclu
iumiiiiiiíiiiiiiiBiiiiiiiiiiBiiiiiiimiiiiiiiieiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiii
Hún fleit kringum sig í stofunni og fór að skjálfa aftur. —
Ég held að ég vilji ekki eiga heima hérna uppi lengur, sagði
húh. Ég ætla að flytja í eina íbúðina niðri og vera þar þangað
til við fljúgum til New York. Hún roðnaði og bætti við: —
Ég meina: — Þangað til ég flýg til New York.
Hún sneri snöggt frá honum og gekk grátandi fram svalirnar
að lyftunni, þar sem Budge beið eftir henni.
Anna og Morton sögðu ekkert um sinn. Morton hafði stað-
aæmst út við gluggann og horfði niður á bjarta ströndina.
— Ég óska þér til hamingju, sagði Anna loksins. — Ég veit
að þú gerir þitt bezta í nýju stöðunni.
Hann sneri sér að henni og brosti annarshugar. — Ég get
ireynt það.
Hann var að hugsa um eitthvað annað, og henni sárnaði það.
Iðraðist hann eftir að hann hafði sagt að hann elskaði hana?
Vildi hann helst losna við hána?
Þögnin varð löng. Loks heýrði hún sjálfa sig segja: — Yar
það eingöngu vegna vináttu, að þú komst hingað til að hjálpa
Jacky, Morton?
Hann brosti. — Alltaf hugsarðu iafn einhliða, elskan mín.
£n eg skal játa að ég var taísvert ástfanginn af henni einu
sinni.
— Ég skil, sagði hún dauft, og svo varð þögn aftur.
Hann hafði snúið sér út að glugganum aftur og horfði niður
í fjöruna og hnyklaði brúnirnar.
— Um hvað ertu að hugsa, Morton? spurði hún í öngum sín-
v.m.
— Afsakaðu mig, elskan mín, muldraði hann. — Ég var
'bara að brjóta heilann um hvernig maður á að biðja sér stúlku
. án þess að gera sig kjánalegan. Þú skilur — ég hef aldrei gert
. þetta fyrr.
— Ó! Hún hló og grét í einu. — En ef ég bæðí þín, gæti það
ekki gert sama gagn? Ég er ekkert hrædd við að gera mig
kjánalega, Morton!
— Elskan mín! Hann faðmaði hana að sér og kyssti hana.
— Alltaf eruð þið jafn hagsýnar, kvenfólkið!
Og svo sagði hann: — Ég elska þig, Anna.
Hún varp öndinni, glöð og sæl. — Loksins hefurðu tíma til
áð kyssa mig, Morton.
Svipurinn á honum gerbreyttist.
— Nei, fjanda korninu, það hef ég ekki, sagði hann allt í
einu. — Ef ég á að taka að mér þessa nýju stöðu verð ég að
láta hendur standa fram úr ermum. Clive er ekki vinnufær
vegna taugaveiklunar og áfengis, og Dick er dauður, svo að
ég hef nóg að hugsa. Hann leit á klukkuna. — Ég fæ ekki einu
sinni tíma til að fá mér að éta. Afsakaðu það, elskan. Þú verð-
ur að borða ein.
— Ætlarðu þá aldrei að gefa þér tíma til að verða með mér?
sagði hún ertandi.
Hann glotti og þrýsti henni að sér. — Við sjáum nú til
hvort ég hef ekki einhvern tíma afgangs hveitbrauðsdagana.
ENDIK.
Hneykslanleg þjóðnýting.
Kvenlegur yndisþokki og öryggis-
ráðstafanir flughersins.
£• SurPuykA
Hið víðlesna enska blað,
Spektator, hefir hneykslast
mjög yfir spillingu æskunnar
og því hversu siðferði er á lágu
stigi á öllum sviðum í Bretlandi
nú orðið.
Segir blaðið, að almenningur
hafi ekki nokkm-n áhuga fyrir
velferðarmálum þjóðarinnar,
hvorki efnahagsmálum né
stjórnmálum. íhaldsblaðið In-
telligence Digest tekur undir
þetta og lýsir ástandinu þannig,
að hér sé um einskonar múgæs-
ingu að ræða, þar sem allt snú-
izt um glys og kynferðismál,
ástríður og léttúð.
Bendir blaðið á greinaflokka
í víðlesnum blöðum máli sínu
til stuðnings, svo sem gremina
„Hvernig daðrið þér“ í blaðinu
Daily Mirror. Daly Mirror lýsti
síðan ástamálum ungs fólks á
því herrans ári 1956 ,en óþarfi
er að endurprenta þá lýsingu
hér.
Þegar hér var komið prédik-
unum hinna siðsömu blaða-
manna kom bobb í bátinn og'
hann kom úr óvæntri átt. Það
var flugher Hennar hátignar,
sem fann upp á því, að taka
„spillinguna“ í sína þjónustu —
þjóðnýta hana, ef svo mætti
segja.
Skýrslur flughersins sýna, að
mörg flugslys stafa beinlínis
af því, að flugmennirnir hafa
ekki fyrir því, að kynna sér
leiðbeiningar um öryggisráð-
stafanir — nenna ekki að lesa
þær. Hér varð því að grípa til
|róttækra aðgerða til þess að
ifá flugmennina til að lesa hand-
[bók flughersins um þessi mál.
Og þá var það, að 6 dansmeyjar
frá Windmill-leikhúsinu í
Lundúnum voru ráðnar til að-
aðalbækistöðvar sprengjuflug-
véladeildarinnar í High Wy-
combe.
„Hvers vegna eigum við ekki
að fylgjast með tímanum og
itaka auglýsingatækni Amerík-
ana í okkar þjónustu?“ sagði
ritstjóri handbókarinnar. Þess-
um ráðum var fylgt og sjá:
Handbókin, þar sem leiðbein-
ingar um öryggisráðstafanir
flugmanna eru birtar, er orðin
„mest lesna bókin. í flugstöð-
inni“, eins og haft ef éftir yfir-
mönnum þar. Þegar blaðamenn
T ARZA N
vildu fá að sjá eitt eintak af
þessari vinsælu bók, fengu þeir
það svar, að hún væri einka-
mál.
Nokkrum fullti’úum „sið-
spilltu" blaðanna tókst þó að
ná í myndir þær, sem skreyta
bókina og kom þá í Ijós, til
hvers dansmeyjarnar höfðu ver
ið ráðnar. Síður bókai’innar
voru sem sé skreyttar mynd-
um af þeim og' þær höfðu ekki
mikið meira utan á sér en föð-
urlandsástina. Blaðsíðan, þar
sem gefnar eru leiðbeiningar
um ísingarhættu og ráðstafanir
gegn henni, er t. d. skreytt
mynd af Jill Turner — Ijós-
hærðri fegurðardís. Blaðið The
People birti mynd þessa, en
það treysti sér ekki til að bírta
hana í allri sinni nekt, Samt
sem áður lá við að blaðið bæði
lesendur sína afsökunar á
dirfsku sinni.
Colin MacGillivray^ yfiri
maður flugsveitarinnar, hafði
tekið eitt blað úr myndasafni
Windmill-leikhússins og sýnt
herstjórninni, sem þegar í stað
féllst á það, að slíkar myndir
væru til þess valdar að skreyta
handbókina. Síðar voru aðrar 5,
myndir valdar og árangrinum
höfum við þegar kynnzt. Þó má
bæta því við, að slysum hefir
mjög fækkað og ætti það ut af
fyrir sig að vera aðalatriðið og
sannfæra menn um, að hér var
mikið unnið og vel. En menn-
irnir eru undarlegar verur.
Þrátt fyrir þennan g'óða árailg-
ur rísa enn upp menn, sem
fordæma þessar aðgerðir. Einn
flugliðsforingi sagði, að það
væri „óhæfa og hneyksli, að
greiða stórfé fyrir æsimyndir
þegar hægt væri að kenna flug-
liðunum reglurnar á sérstök-
um námskéiðum.“ Annar sagði:
„Hvað eiga hinir 16 ára gömlu
nýliðar eiginlega að lialda um
flugher Hennar hátig'nar?“
(Úr Der Spiegel).
umvBut tö • sim:
k$U4$$kumi ♦
Gamall bóndi á samyrkjubúi
var neyddur til að hlusta á fyr-
irlestra í flokksdeildinni. Einu
sinni var rætt um Karl Marx
og líkti ræðumaður Marx við
bónda. „Hann tók kornbindin
úr heimspeki Hegels og hreins-
aði hismið frá.“
Þegar bóndi kom heim til
konu sinnar, spurði hún frétta.
„Þeir tóku einhvern Marx
fastan fyrir að stela korni,“
sagði bóndi. „Hann hefir minnst
fengið 15 ára þrælkunarvinnu,
hugsa eg,“ sagði bóndi.
A öllum veggjum í Tékkó-
slóvakíu eru áróðursspjöld.
Þar stendur m. a. „Vinn! Þetta
er verksmiðjan. Vinn! Þitt er
landið!“
Bóndi nokkur var á leið til
borgarinnar. Asni dró vagninn,
Vegurinn var afleitur og loks
sat vagninn fastui’ í eðjunni og
asninn gat ekki hreyft hann.
Bóndi lét svipuna dynja á dýr-
inu, en allt kom fyrir ekki. Loks
lagðist asninn niður og lét
svipuhöggin dynja á sér.
„Hana, hana,“ öskraði bónd-
inn. „Stattu upp. Þinn er vagn-
inn.“
„Þetta eru löng járnbrautar-
göng,“ sagði maðurinn við kon-
una sína þegar þau óku með
lestinni í gegnum Gotthard-
íg'öngin í Sviss.“
| „Já, en þú verður nú að taka
það með í reikninginn, að við
, erum í síðasta vagninum,“ sagði
,konan.
Alltaf kenni eg í brjósti um
áumingja melfluguna.
Hvernig getur þú sagt svona
vitleysu?
Jú, hún verður að vera í pels-
um á sumrin en baðfötum á
veturna.
★
f Antwerpen var innbrots-
þjófur ónáðaður við starf sitt og
tók hann til fótanna. Hann
komst undan með því, að klifra
yfir þriggja metra háan stein-
vegg. Þegar yfir vegginn kom,
uppgötvaði hann sér til rriikill-
ar skelfingar, að hann hafði
flúið inri í fangelsisgarðirin.
243
j Aílt í einu þau Tantor hinn hræði-
legi fram ur skógarþykkninu og
förðin skalf undir fótum hins risa-
vaxna dýrs. Hann geystist áfram og
tróð óvini sína undir fótum sér,
Þá, sem hann náði ekki til að
troða í hel, kreysti hann sundur me§
rana sínum.
En á yfirnáttúrulegan hátt slapp
eínn af hinum innbornu, Hemu, und-
an hinni trylltu skepnu.