Vísir - 10.01.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 10.01.1957, Blaðsíða 4
vrsm VtSX B. DAGBLAD Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. * Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. SjÖtug i dag: AðalbjÖrg Sigurðardóttir Sókn í vændum. ? Helztu forsprakkar kommún- ista sitja á ráðstefnu í | Moskvu um þessar mundir. í Þangað er kominn helzti for- ) ingi kínverskra kommúnista | í opinbera heimsókn og var tekið á móti honum með mikilli viðhöfn, eins og við > var að búast, þar sem hann } er fulltrúi fjölmennustu ) þjóðar heims, þótt ekki sé £ völd hans þar fengin með ) samþykki fjöldans. Fregnir ) af heimsókninni herma, að t ætlunin sé að ræða um sam- 1 eiginlegar aðgerðir, og þá ) fyrst og fremst að því er } snertir löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins, þar sem þungamiðja heimsviðburð- anna er nú. Þessi fundur kommúnistafor- ingjanna í Moskvu er fyrir- ! boði þess^ að horfurnar í al- i þjóðamálum muni ekki fara ; batnandi á næstunni, eða f þegar fer að bóla á hinum j ..sameiginlegu aðgerðum“. * Kommúnistar hafaskipaðþað ) hættuástand, sem nú er ríkj - l andi í þessum hluta heims, ] og þeir gerðu það með því, að hefja vopnasölu til landa Araba. Enginn þai'f að ætla að kommúistum hafi gengið 1 gott til þegar þeir ákváðuj skyndilega að láta þessum ríkjum í té vopn. Þeir vissu, að vopnin mundu skapa ó- kyrrð, og sú hefir einnig orð- ið raunin. Nú er hinsvegar svo komið, að gripið hefir verið til gagnráðstafana, og þá er þörf nýrra „aðgerða", til þess að magna ókyrrðina á nýjan leik. Þess vegna er efnt til fundarins í Moskvu, og hann boðar ekkert gott fyrir mannkindina. Fyrir hálfu öðru ári töluðu menn mikið um „andann frá Genf“. Menn héldu, að kommúnistar mundu vera að taka einhverjum sinnaskipt- um ^ en raunin hef ir orðið önnur — þeir hafa aðeins skipt um bardagaaðferðir í þeirri von, að þær mundu bera betri árangur en þær, sem Stalín hafði notað fram á dauðastundina. Andinn frá Moskvu kom fram í vopna- sölunni til Arabaríkanna, ög hann á vafalaust eftir að koma betur í ljós áður en varir. Þörfin fyrir Sþ. Frá því að Kóreustyrjöldin , brauzt út með innrás komm- ] únista suður fyrir 38. breidd- y arbauginn, hefir þörfin fyrir ) gifturíkt starf Sameinuðu ) þjóðanna aldrei verið meiri ) en einmitt um þessar mund- J ir. Það hefir aldrei verið eins } brýn nauðsyn og nú að sem ) flestar þjóðir vinni heils hugar að framgangi stofn- ] skrár Sameinuðu þjóðanna. ) Þær gera það raunar flestar, ) en það er galli á samtökun- ] um, að þau hafa of lítið vald 1 — eiginlega alls ekkert — f til að hrinda ákvörðunum í t framkvæmd. í flestum mál- ) um verða þau að láta sér nægja að lýsa yfir vilja sín- um. Ljósasta dæmið um máttleysi samtakanna nú upp á síð- kastið eru árásirnar á Egyptaland og Ungverjaland. Þó er svo komið, að eftirlits- lið þeirra er að starfi í Egyptalandi, en Ungverja- land er algerlega lokað. Sannar hið síðarnefnda betur en flest annað, að þótt kommúnistaríki sé aðilar að Sameinuðu þjóðunum, eru þau á engan hátt trú hug- sjónum þeirra og gera þeim á öllum sviðum eins eriitt fyrir og hægt er, þótt sam- tökin þyki ágæt sem áróð- ursvettvangur. Eina von maiwkynsins. Þrátt fyrir margvísleg von- brigði, sem mannkynið hefir orðið fyrir í sambandi við ) Sameinuðu. þjóðirnar, eru ) samtökin þó eina von þess J um endanlegan frið. Enginn } vafi er heldur á því, að ef f ekki væru innan samtak- ) anna þjóðir, sem vinna bein- f línis gegn því, að þau geti T gegnt því hlutverki að } tryggja friðinn, mundu nú I. koma upp fá deilumál, sem væri ekki umvt .að leysa skjótlega og svo, að allir mættu vel við una. En kommúnistaríkjunum er ekkert fjær skapi en að frið- ur komist á, meðan þær geta ekki sjálfar ráðið ör- lögum allra manna. Þess vegna gengur Sameinuðu þjóðunum svo erfiðlega að gegna hlutverk sínu. En þær veilur hafa komið fram á skipulagi kommúnismans upp á síðkastið, og þjóðrnar, er eiga við hana að búa, hafa j GETA má nærri hve hamingju- söm þau Sigurður Ketilsson bóndi að Miklagaiði í Eyjhfirði og kona hans Sigríður Einars- dóttir hafa verið mánudaginn 10. janúar 1887, er þeim faiddist dóttir hraust og efnileg. Hún kom til foreldra sinna eins og sólargeisli á myrkasta tíma árs- ins, þegar harðindi voru i landi, veðrahamur mikill og mannskað- ar tíðir. Viku áöur en hún fædd- ist, fórust í ofsastormi 5 skip af Skagaströnd með 24 mönnum. En það er önnur saga. Mær þessi var vatni ausin og hlaut nafnið Aðalbjörg, og var hún einkabam foreldra sinna, að því er ég bezt veit. En af sam- tíð sinni hefur hún um áratugi verið nefnd: frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir. Og í dag er hún sjö- tug. Frú Aðalbjörg ólst upp hjá for- eldrum sínum og mun hafa sætí svipuðum kjörum og sveitabörn á þeim tímum, unnið bæði úti og inni, en verið í meira lagi bók- hneigð og haft nokkur skilyrði til að fullnægja þeirri þrá. Á þeim tímum var eigi algengt, að ungar heimasætur færu í skóla. En Aðalbjörg lýkur kennara- prófi frá Flensborg 1906, þá 19 ára, og sýnir það tvennt: Að foreldrar hennar hafa viljað unna henni menntunar, og í ann- an stað, hve bráðger, gáfuð og þroskuð hún var. Nú eru ákvæði um það í lögum varðandi Kenn- araskóla íslands, að menn skuli hafa náð tvítugsaldri til að hljóta full réttindi af kennaraprófi. Næst hittum við Aðalbjörgu sem kennara við barnaskóla Akur- eyrar. Kenndi hún þar í 10 ár (1908—1918). Aðalbjörg mun hafa verið afburða góður lcenn- ai'i, vinsæl bæði af nemendum og foreldrum. En örlögin ætluðu henni annað hlutverk um skeið. Árið 1918 gengur Aðalbjörg að eiga séra Harald Níelsson, pró- fessor. Var hún seinni kona Har- alds og tók nú að sér stórt heim- ili og mörg stjúpböm, sem hún gekk í móðurstað í þess orðs beztu merkingu. Mann sinn missti frú Aðalbjörg eftir 10 ára sambúð (1928), og hafði þeim orðið tveggja mannvænlegra barna auðið. Næstu árin leggur írú Aðal- björg sig alla fram til að styðja stjúpbörn sín og koma börnum sínum til manns og mennta. Jón- as varð hagíræðingur, Bergljót stúdent. En frú Aðalbjörg er mikil hugsjónakona og hafði brennandi áhuga á öllu, sem til umbóta mátti horfa. Hún gerðist því brautryðjandi á sviði fé- lags- og uppeldismála og beitti sér einkum innan félagssamtaka til að gera hug’sjónir sinar að veruleika.' Virtist á tímabili vand- fundið það menningarfélag, sem frú Aðalbjörg var ekki virkur aðili í, og oft í stjórn, stundum formaður. Má þar t. d. nefna kvennasamtökin. í sambandi við margvísleg félagsstörf, og önnur áhugamál, vann frú Aðaibjörg mikið að ritstörfurn, frumsamið og þýtt. í Reylijavík var hún um skeið í bæjarstjórn (varafltr.), skólanefnd og bai-naverndar- nefnd. Þá mirinist ég þess, að hún átti sæti í skólamálanefnd- inni, sem fræðslumálastjórnin skipaði til að endurskoða fræðslu lögin. Ég hef þessa upptalningu ekki lengri, aðrir munu sjálfsagt gera- hér betri skil. En framan- ski'áð ætti að vera nægileg sönn- un þess, að frú Aðalbjörg hefur í verki sýnt, að ekkert, sem til umbóta horfði, var henni óvið- komandi. Sá, er þetta ritar, hefur um sýnt svo greinilega, hversu illt hlutskipti hann býr þeim, að hann verður áreiðanlega ekki eins langlífur og sumir hafa gert sér vonir um. Hann ber sjálfur í sér dauða- mein sitt. þriggja áratuga skeið átt sam- leið í störfum með frú Aðal- björgu Sigurðardóttur. Hún var ein af stofnendum Barnavinafé- lagsins Sumargjafar (11/4. ’24). Og í stjóni þess félags var hún í 17 ár, eða þangað til á síðast- liðnu vori. Minnisstæðast frá samstarfi okkar í Sumargjöí er mér hinn brennandi áhugi, skjót og skörp yfirsýn og glögg og á- kveðin skoðun, borin fram af einurð. En jafnan var frú Aðal- björg reiðubúin til að virða og taka tillit til skoðana, er aðrir höfðu á málum. Auk beinna starfa var frú Aðalbjörg ætíð boðin og búin til að styðja mál- efni Sumargjafar í ræðu jafnt sem riti. Og einu mátti gilda þó að leitað væri til hennar á síðustu stundu. Hún þurfti ekki mikinn fyrirvara, skerpan og gáf- urnar voru svo óvenjulegar. Ég er viss um, að menn gera sér yfirleitt ekki grein fvrir því, hvert gagn frú Aðalbjörg hefur unnið Sumargjöf með sínu óeig- ingjama starfi. Og þá játningu vil ég gera hér, að sízt af öllu) hefði ég viljað missa stuðning og stjórnaraðild þessarar ágætu konu, meðan ég var formaður Sumargjafar. Og hefði hún sjálf skorast rmdan að sitja í stjóm félagsins, mundi ég hafa kosið henni þar heiðurssæti, „án ráðu- nevtis“. Þá er að segja frá þrf, að við frú Aðalbjörg höfum átt langa samleið í starfi fyrir skóla þann, sem ég yeiti íorstöðu. Þau 10 ár, sem skólinn hefur starfað sem sjálfseignarstofnun, hefur hún verið í skólanefnd hans. Auk þess hefur hún verið prófdóm- ari skólans við vorpróf um ald- aríjói-ðungs skeið. Ég mun jafn- an verða þess minnugur, af hve miklum áhuga og einlægni frú Aðalbjörg hefur unnið skólan- um, ekki 'sízt meðan verið var að vinna hann tif þeirrar að- stöðu, sem hann nú hefur feng- ið. Kom sér þá vel fyrir stofn- unina, hve glöggskyggn, bjart- sýn og einbeitt frú Aðalbjörg er. Frá því að mál skólahs var tekið upp á þessum grundvelli, var hún ætíð ákveðin í, að þetta væri sjálfsögð lausn, og þá var að halda beint að marki. Er mér kunnugt, að hún, óbeðið, talaði máli skólans við áhrifaaðila. En frú Aðalbjörg hefur líka verið starfsmaður skólans, til- nefnd af hinu opinbera. í 24 ár hefur hún verið eini prófdómari Framhald á 6. síðu. Mikil vatnsleit á Indlandi. Vegna fólksfjöldans á Ind- landi er mjög mikilvægt, að unnt sé að fá nóg vatn til á- veitna. Meira en 1250 þú§. ferkm. lands hafa þó ekki nóg vatn og hefst því á þessu svæði mesta vatnsleiðsla . neðanjarðar, sem um getur. Indlandsstjórn ætlar að verja til þessa leitarstarfs Fimmtudaginn 10. janúar 1957, \ I orkantettst S/ótttettn Vinnuföt og hlífðarföt hv.erju nafni sem nefnist Nankinsföt, allar stærðir Kakiföt, allar stærðir Samfestingar allar stærðir Stakar buxur margar teg. Kuldaúlpur, fóðraðar með loðskinni Ytrabyrði Kuídahúfur, alls konar Ullarnærföt Ullarsokkar Sjóstakkar, alls konar Gúmmístakkar Sjóliattar Vinnuvettlingar, allsk. Hostur Hælahlífar Gúmmístígvéf, há og lág einnig ofanálímd Vattteppi Kojudínur Fatapokar Gúmmísvuntur Olíusvuntur Strigasvuntur Olíukápur, svartar, síðar Gúmmíkápur Peysur, alls konar, Vinnuskyrtur GEYSIR HF Fatadeildin Aðalstræti 2. Þurfa ei að bera vopn - en vinni önnur skyldu- störf í staöinn. I Vestur-Þýzkalandi hafa ver ið samþykkt lög um skyldu þeirra, sem neita að gegna her- skyldustörfum að samvizkuá- stæðum. Skulu slíkir menn kvaddir til sérstakra búða til sérstakra skyldustarfa við land og þjóð, og vinna að þeim skyldustörfum í 21 mánuð. Eru þessum mönnum ætluð ýmis störf, ábyrgðarsöm og erf- ið sum, og losna þeir .við það eitt að þurfa að bera vopn og nota. Lagasetning þessi vekur all- mikla athygli. sem svarar 400 millj. kr., en Bandaríkin láta i té vélar og bora fyrir sem svarax 65 millj. króna. -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.