Vísir - 10.01.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 10.01.1957, Blaðsíða 7
VÍSIR Pimmtudaginn 10. j anúar 1957. ■■■■ ■■■■ EDISOftl MARSHALL: ■■■■ ' ■■■■ ■ ■■■ ®. - ■■■■ UHHH 21 lKeBBSBSHSflB3EB^SS!SS:SaBaBEEBaiEIBBBBB!l sigla um Eiturhafið, sem var fyrir norðan norðanvindinn. Þar rann Dauðafljótið niður til Heljar. Og ég hefði heldur viljað halda henni í örmum mínum, en að vera borinn af valkyrjum til Valhallar, eftir að hafa fallið í orustu. — Þú hafðir rangt fyrir þér einnig í þessu, heyrði ég, að Kasting sagði rólega við Meera. — En þú hafðir rétt fyrir þér um það, að ég girnist hana meira en orð fá lýst. Og nú, þegar ég hef kynnzt hugrekki hennar, þrái ég hana ennþá meira. Hatur og viðbjóður eru undarlegur eldiviður til að kynda undir ástinni. Heldurðu að ég kærði mig um kvenmann, sem 'gæti horft í meyjarandlitið á mér án þess að titra, eða gæti þolað, að ég færi höndum um hana? Athugaðu vel, Meera. Gefðu hemii gætur. Hasting stóð á fætur og gekk aftur fyir stól Morgana. Hann smeygði höndunum undir hálsmál hennar og undir brjóstin. Hún talaði hratt á máli, sem ég ekki skildi. Það var stutt og • snögg skipun til Berthu, sem var farin að engjast eins og áll. En hún talaði til mína líka. — Sittu kyr. Hreyfðu þig ekki! Hún horfði djúpt í augu mér um leið. Því næst vék hún höfðinu við og beit í handlegg Hastings. Það var vel þess virði að virða andlit Hastings fyrir sér. Hann varð náfölur og örin gulgrá. Stundarkorn var éteinhljóð. Svo byrjaði hann að draga að sér hendurnar. Hún sleppti samt ekki takinu, fyrr en hann var búinn að draga hana upp úr stólnum. Þá þurrkaði hún blóðið af rósrauðum vörunum. — Hvers vegna barðir þú' hana ekki? spurði Meera og það var tryllingur í leiftrandi augum hennar. — Ég ber þig, ef þú segir þetta aftur. Athugaðu hana vand- lega, eins og ég bað þig? ' Meera hrópaði nafn, sem ég hafði ekki heyrt áður. Það 'hjljóðaði líkt og Elí. — Sástu hana gretta sig? spurði Hasting. Þú sást hrylling og skelfing í svip hennar, en það leið ekki yfir hana. Hún varði sig. Gættu þess, Meera, ao það var ekki vegna öranna á and- litinu á mér. Þau sýna mig bara í réttu ljósi. En hún skal verða móðir mesta konungs í Evrópu. Ég ætla að bíða til Jónsmessu- nætur eftir því að Ragnar komi aftur. Ef hann kemur fyrr, læt ég hann fá mundinn fyrir hans hlut í fanganum verði hann ekki kominn, skal verkið þó ekki farast fyrir, og- síðan reyni ég að semja við hann, þegar við hittumst. Hann má ekki ætlast til of mikillar þolinmæði af syni sínum. — Þú ert meiri en Ragnar! hrópaði Meera og augu hennar leiftruðu. Tíminn verður að skera úr því — og auk þess þarfnast ég aðstoðar hans Ogier! Segðu Morgana, að ég ætli að kvænast henni á Jónsmessu. Ef hún óskar eftir kristnum presti, skal ég gera kristinn þræl að presti. Ég sagði henni þetta. En með sjálfum mér sór ég þess dýran éið, að ég skyldi hjálpa henni. 5. Ég sat á svo lágum bekk, að ég gat seilst til gólfsins. Ég greip r eyrvisk af gólfinu og vöðlaði hana saman í hendi mér. Ég hélt athygli hennar með því að þrýsta á fót hennar. — Ertu búin að yfirheyra fangann? sagði Hasting skyndi- lega við Meera. — Já, og ég hef grætt mikið á því. Allt í einu ávarpaði Morgana mig og sagði: — Þar eð allt hefur verið tekið af mér, get ég ekki launað þér þína þjónustu. En ég ætla að kyssa þig á vangann. Hún stóð á fætur, gekk til mín, laut niður að mér, strauk vörunum um vanga minn og hvíslaði um leið: — Hasting skilur ensku. Ég varð ekki lítið undrandi, en lét þó á engu bera, þegar ég kvaddi. Því næst flýtti ég mér heim til að skýra Egbert firá ráðagerð minni. Hann þurfti ekki að óttast það lengur, að Rhodri opnaði dyr sínar fyrir Ragnari. Guðröður mundi stýra skipinu, eins og áður — ég mundi láta mér nægja að vera við árina — og skipshöínin mundi skemmta sér konunglega yfir að lenda i ævintýrum. Áður en við kæmum, mundum við höggva strandhögg í einhverri höfn kristins lands og fara með fé þaðan. Ég minntist ekki á þetta við neinn, fyrri en við Kitti vorum orðin ein í kofanum mínum. — Ég hef ákveðið, að frelsa kristnu stúlkuna úr fangavistinni, sagði ég og horfði beint framan í gult andlit hennar. Ekki varð vart neinna svipbreytinga á andliti hennar, nema ef vera kynni, að augun hafi dökknað lítið eitt. — En ég er ekki viss um, hvernig ég á að fara að því, sagði ég. — Ég er ekki viss um, að Egbert láni drekann sinn. — Kitti rak upp skellihlátur. — Ég geri ekki ráð fyrir, að hann geri það svo allir viti. Ég veit, að hann vill ekki móðga Hasting og Ragnar enn þá síður. En það er honum í hag, að stúlkunni verði bjargað. Það er honum pólitískt áhugamál. Hann getur látið sem hann banni Fataeíiii Falleg og góð fataefm fyrirliggjandi. — Goít úrval. Verðið sérstaklega Kagstætt. Fötin kosta frá kr. 1650,00. Amerísk blöð nýkomin. Brynleifur Jónsson, klæðskeri Laugavegi 126. Sími 82214. jBlaöburSus* Vísi vantar unglinga til að bera blaðið í eftir- talin hverfi: Aðalstræti Grímsstaðaholt Miklubraut Kleppsholt I Sogamýri I Upplýsingar í afgr. — Sími 1660. Dngblaftið Vísir ktötdtökuHHÍ ♦ Ný gerð kafbáta hefur verið fndin upp og eru þeir fótstign- ir. Þeir eru nefndir „Mimi- suba“ og eru ætlaðir til rann- sókna neðansjávar. Þeir eru ekki nema 4.73 m. á lengd, 1.07 m. á hæð og röskan hálfan metra á breidd. Bátmúnn tek- r aðeins tvo farþega, sem snúa bökum saman og knýja þeir skrúfuna áfram með fótafli. Báturinn er varinn gegn árás- um sjávardýra. Efnaverksmiðju í Mexíkó hefir tekizt að framleiða blaða- pappír úr viltri kaktusjurt. ★ Austurrískum lífeðlisfræð- ingum hefir tekizt, með sér- stökum efnablöndum, að láta plöntur vaxa þveröfugt við venjuleg náttúrulögmál. ★ Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós. að mannfólkið á jörðinni fer stöðugt og tiltölu- lega ört hækkandi. Þýzki pró- fessornin dr. W. Hagen í Bonn telur sig hafa sannanir fyrir því að börn, sem útskrifast hafa úr barnaskólum á árabilinu 1948—1952, hafi hækkað um 5 cm. að meðaltali fró því sem áður var. * i Ingibjörg, seytján ára gör.iul, var að koma úr hljóðfæraverzl- un og hafði keypt sér nýjasta „slagarann“, sunginn af kunn- um dægurlagasöngvara. Hún. lét plötuna á grammófóninn, spilaði hana til end og hlust- aði hugfangin á meðan. „Heyrðu pabbi,“ sagði hún þegar platan var búin „hefurðu nokkurn tíma heyrt jafn dá- samlega hljómlist?" „Já,“ sagði pabbinn næsta. þurrlega. „Einu sinni áður.“ „Hvenær var það?“ spurði dóttirin full eftirvæntingar, því hún vildi gjarnan vita hvenær þvílíkir tónar hefðu verið fram leiddir áður. „Það var skal eg segja þér, fyrir nokkrum árum þegar tvær járnbrautarlestir skullu saman. Þetta voru vöruflutnigalestir og var önnur hlaðin glervörum og blikkdunkum, en hin liíandi svínum.“ I £ & SunuqkA -TARZAN- 22U2 af lítilfjörlegri gildru. Hann tók að> tina niður oddhvössu staurana einn og einn i eirsu. Þegar Tantor var kominn hliðið skar Hemu sundur strenginn og hliðið féll niður og Tantor var króaður inni. í bræði sinni réðst fíllinn á girð- inguna, en rak upp sársaukaöskur, þegar hann rak sig á oddhvassa staurana. En Tantor varð ekki yfirbugaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.