Vísir - 11.01.1957, Page 9

Vísir - 11.01.1957, Page 9
í'ðstud&ginaa 11. janáar 1967. VÍSIR 9 Leitin... Frli. af 4. s. fyrir augum, að eg hefði heim- sótt hann. „Því miður veit eg ekki hvar hann heldur sig. Eftir stríðið fór hann til Bandaríkjanna og dvaldi þar um tíma. Af ein- hverjum ástæðum líkaði hon- um ekki veran þar, svo hann hélt aftur heim til Evrópu. Vinur okkar beggja í Ziirich veit kannske hvar hann er nú að finna. Eg skal láta ýður fá heimilisfang hans.“ Þessi vinur þeirra í Zúrich, sem var læknir, gat-latlð mér í té þær upplýsingar, að Wood byggi nú í Frankfurt. „Hann á í erfiðleikum sem stendur,“ sagði læknirinn, „og sennilega hefur hann enga löng- un til að hitta yður. Þó vona eg að svo sé ekki. Það, sem hann getur sagt yður, ætti að opna augu Þjóðverja fyrir því_ hve mikið þeir eiga þeim mönnum að þakka, sem höfðu hugrekki til að rísa gegn Hitler.“ Leitað í Þýzkalandi. Það voru liðin þrjú ár síðan eg hafði komið til Frankfurt og það hafði mikil áhrif á mig, að sjá þær breytingar, sem orðið höfðu á borginni. Ruslhaugarnir voru horfnir af götunum. Þar sem áður blöstu við rústir gnæfðu nú hin fegurstu vérzlunarhús, þar sem ljósmyndavélar, töskur úr krók- ódílaskinnþ silki og dýrindis húsgögn voru á boðstólum. Hin- ir skrautlegustu bílar, þar á meðal amerískir bílar dýrustu tegunda, með þýzkum skrá- setningarnúmerum, þutu um allar götur. Götusalarnir höfðu 'fjallháa stafla af appelsínum og bjúgaldinum til sölu. I hinu endurreista hóteli „Frankfurter Hof“, þar sem þykk, dýrindis teppi klæddu gólfin, sátu velklæddir géstirn- ir og gæddu sér á gómsætum krásum, kavíar, reyktum laxi og Rínarvínum. Allir virtust vera að skrifa endurminningar frá Hitlerstím- anum. Menn keyptu tímarit í blaðsöluturnunum og lásu í þeim frásagnir af hinum sorg- legu örlögum risadrekans „Bismarck“, eða þeir sökktu sér niður í frásögn herbergisþjóns Hitlers af viðburðunum á því heimili. Þá mátti lesa síðasta „resept“ dr. Schachts um endur- reisn þjóðarbúskaparins. Enn eitt blað birti skýringar gamals '• „fræðimanns“ frá Wúrttemberg, sem taldi orsökina fyrir hrun- inu vera þá_ að svikarar hefðu skýrt óvinunum frá „V“ leyni- vopninu áður en það var full- búið til notkunar. Náungi einn, Wonnezow að nafni gerði þá kröfu, að „svínin“, sem gerðu árásina á Hitler 20. júlí 1944, yrðu dregin fyrir lög og dóm Og hengd og ráðherra nokkur í Bonn—stjórninni reyndi af mikilli mælsku að réttlæta þátt Þjóðverja í seinni heimsstyrj- Öldinni. — Þegar eg barði áð. dyrum á íbúð þeirri sem læknirinn í Zúrich hafði vísað mér á, kom fram í gættina maður í slitnum fötum. Ándlit hans minnti mig á ránfugl en hann var hinn kurteisasti. Framh. ímyndunarveikin 1910: Árni Eiríksson og dóttir hans Dagný. Leikféiagið 60 ára Framh. af 4. síðu: ið að geta ráðið tíl sin strax um haustið 1950. Með þennan mannafla var lagt upp í tvísýna för, því væru erfiðleikarnir miklir áður, tvö- földuðust þeir nú. Félagið missti geymslur, málarasal og æfingasal, sém það hafði haft í Þjóðleikhúsinu ófullgerðu. Fyr- ir þetta varð að leigja húsnæði úti í bæ eða bjargast við bráða- birgðahúsnæði. Þó mun það sannast mála, að ákvörðun Leikfélagsins hefir reynzt leik- listinni hér í bæ heilladrjúg. Ungir leikendur hafa komið fram og sýnt hæfileika og dug bæði á leiksviðinu og í forustu fyrir félagsmálum. Eins hefir Þjóðleikhúsinu flotið gott eitt af því, að fá unga krafta sann- reynda á hinu minna leiksviði, en síðan ráðið til sín. Maður fflO® hefir ávallt komið í manns stað, svo lifandi er leiklistar- áhuginn. Og sjálft hefir félagið bjargazt furðu vel, þegar þess er gætt, að það hefir greitt skemmtanaskatt öll árin jafn háan eða hærri styrk þeirn, sem það nýtur á fjárlögum. Það á þó nokkrar eignir í búningum og tjöidum, og húsbygginar- sjóður þess nemur nú um 100 þús. kr. — Hversu mörg leikrit hefir Leikféiagið sýr.t alls? — Síðasta áratuginn hefir Leikfélagið sýnt 35 ný verk- eínj svo að á afmælinu verða leikritin, sem félagið hefir sýnt frá byrjun, 240 talsins. Fyrir haustið 1950 voru þessi verk- efni helzt: Bærinn okkar, eftir Thornton Wilder. Eftirlits- máðurinri, eftir Gogol, Volpone og Hamlet, en farin var leikför til Helsingfors í Finnlandi með Gullna hliðið og það sýnt 4 sinnum við beztu undirtektir í Svenska teatern þar í borg. Eft- ir haustið 1950 voru helztu verkefnin þessi: Marmarþ eftir Guðmund Kamban, í fyrsta sinn , sem það leikrit hefir verið sýnt; Pi-pa-ki, kínverskt leikrit, sem varð mjög vinsælt; óperan Miðillinn, eftir Gian- Carlo Menotti og íslenzkur ball- ett, Ólafur Liljurós með músik eftir Jórunni Viðar, Vesaling- arnir, leikgerð Gunnar R. Hansens eftir skáldsögu Victors Hugo; Mýs og menn eftir Stein- beck og sjónleikarnir: Erfing- inn, Nói og Systir María. Af ís- lenzkum leikritum voru helzt: Galdra-Loftur, tvisvar á tíma- bilinu, samtals 31 sinni, og Kjarnorka og kvenhylli, eftir Agnar Þórðarson, sem náði 71 sýningu. Á léttari hliðina voru helztu gamanleikirnir: Frænka Charleys með 85 sýningar; Æv- intýri á gönguför með 50 sýn- ingar; Góðir eiginmenn sofa heima, með 41 sýningu og Skóli fyrir skattgreiðendur, sem að- eins náði 12 sýningm áður en aðalleikandinn, Alfreð Andrés- son, varð skyndilega að hætta að leika vegna hjartabilunar. Síð- asta verkefni félagsins var svo gamanleikur Bernhards Shaw: Það er aldrei að vita. Þannig fórust Lárusi Sigur- börnssyni orð. Fyrsti formaður Leikfélags Reykjavíkur var Þorvarður Þorvarðsson prentari, og var hann formaður þess í 7 ár. Árni Eiríksson leikari var lenst for- maður þess eða í 8 ár. Núver- andi formaður þess er Jón Sig- urbjörnsson leikari og söngvari. Vísir óskar Leikfélagi Reykja- víkur allra heilla á afmælinu. Karl ísfeld. Farþegar fengu skemmtiferö. Ein af flugvélum brezka flug félagsins BOAC var „alltof fljót‘ vestur um haf um dag- inn. Flugvél þessi, sem er af gerð inni DC-7C, flaug frá London til Idlewild á 11 klst. og 20 mínútum, en venjulegur flug- tími á leiðinni er 16 klst. Fór flugmaðurinn í „skemmtiflug“ með farþegana yfir New York í meira en klukkustund, þar til hann fékk lendingarleyfi. Bólusetning á börnum gegn lömunarveiki hefst aftur í Bretlandi eftir áramótin. Alls verða bólusett 1.600.000 börn í Englandi og Wales. Búið er að bólusetja 200.000 og var það gert í sumar. Hryssa bjargar mannslífi. Ross Salmon, brezk sjón- varps„hetja“, meiddist illa í falli fyrir skömmu, á Dart- moorheiði, og gat enga björg sér veitt. Þetta var fjarri mannabygðum. Hann var ríð- andi og reiðskjótin hryssa, sem hann á. Hann klappaði á makka hennar: Sæktu nú hjálp handa mér, tryggðatröllið. Leit var hafin að Röss og 20 klst. síðar sást hryssan á heiðinni, úr flugvél. — Leit- armenn fóru þegar á vettváng og létu hana ráða ferðum. Hún fór á undan á staðinn, þar sem Ross lá meðvitundarlaus, og að því kominn að frjósa í hel. — Hann var fluttur í sjúkra- hús og náði sér. Hið fyrsta, sem hann sagði var: „Hún var mín eina von. Ég vissi, að hún mundi ekki Kaupskipafloti Breta er nú 19.546.000 smálestir og hef- ur aukist um 189.900 smá- lestir frá bví 1955. Frakkaf, Hollcndingar, ítalir, Norð- menn juku olíuskipaeign sína hlutfallslega meira en Bretar það sem af er þessu ári. Einn fjórði allra gufu- og mótorknúinna skipa í héiminum nú eru olíuflutn- ingaskip. /F.víntvr H. C. Andersen ♦ 3. «fi!l Litii Kiáus oq Stóri Kláiis. Konan iók mjög gjarnlega á mcti þeim og lét fyrir þá á borðiS stórt f-at fullt af graut. Bóndinn borðaði grautinn með beztu lyst, en Litli Kláus hugsaði um allan Ijúffenga matinn, sem hann vi'ssi af inni í bakarofninum. Hann hafði lagt pokann sinn með hrosshúðinni undir börð. Grauturinn bragðáðist hon- um alls ekki og svo tók hann það til ráðs að troða vin-' á pokanum svo það brak- iði hátt í húðmm. „Nei hvað ertu með í pokanum þínum?", spurði bóndinn. „0 það er nú töframaður“, sagði Litli Kláus, „og hann segir að hann héfði galdr- að ofninn fullan af steik, fiski og kökum.“. Bóndinn flýtfi sér að opna ófninn og sá þá alian þennan ljúf- fcrigá mat. Konán þorði ekki að segja neitt, en setti matinn á borðið. Þá steig Litli Kláus aftur á pokann og bóndinn spurði: „Hvað segir hann nú?1* „Hann segir“, sagði Lilli Kláus að hann hafi líka galdrað þrjár flöskur af víni inn í ofninn“. Og nú varð konan að taka vínið úr ofninum og setja það á borðið og svo fór bóndinn að drekka og gerðist bVátt kátur“. Þá getur hann víst töfrað fram skrattann sjálfan“, sagði bóndinn. „Já“, sagði Litli Kláus, „hann mun líta al- veg eins út og djákni“. „Opnaðu kistuna, sem stendur úti í horni og þá muniu sjá skrattann, en gættu þess að sleppa ekki lokinu því þá sleppur hann út“. Bóndinn lyfti lokinu og gægðist ofan í kistuna. „Off“, hrópaði hann, „hann lítur alveg eins út og djákninn okkar“. Og fyrir þessu varð að skála og svo drukku þeir langt fram á nótt. : . ^íi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.