Vísir - 18.01.1957, Side 4

Vísir - 18.01.1957, Side 4
VÍSIR Föstudaginn 18. janúar 1957 Á Bermiidlaeyjum una menn sér vlð skattfrelsi og veðurblíðu. Eyjaskeggjar „lifa á loftinu“, því að svo margir ferðamenn koma þar sakir veðurblíðu. Bermudaeyjar eru um 600 mílur vestur af meginlandi Bandaríkjanna nánar tiltekið undan ströndum Norður- Karólína. — Með hraðskreiðu skipi tekur ferðin til New York,sem liggur í norðvestur af eyjunum, um 40 klst. en flug- ■ ferð þangað um 3 klst. Um 35 þúsund íbúar eru nú á eyjunum, þar af um tveir þriðju hlutar þeldökkir menn. Mikil flugstöð, sem Banda- ríkjamenn reka, er á eyjunum og tvær flotastöðvar, önnur handarísk. Tíu mikil og skrautleg hótel >&ru þarna, enda er fegurð og þægilegt loftslag þau auðæfi, sem velmegun eyjaskeggja foyggist á. Eyjarnar eru elzta sjálf- stjórnarnýlendan í brezka heimsveldinu. Þar mundi mörgum þykja gott að búa, því þar eru engir skattar og mjög lágir innflutn- ingstollar. Ekkei-t vatn er á eyjunum, Jiema rigningavatn. Ef horft er yfir eyjarnar úr flugvél, gæti! ckunnugur maður haldið að þök húsanna væru smá tjarnir,' því vatnsgeymar eru á hverju j húsþaki. Er þar safnað saman öllu rigningavatni, sem síðan rennur niður í vatnsgeyma, sem eru undir húsinu og eru ekkert smásmíði. Stjórnin lætur mönn- um í té gullfiska, sem settir eru í vatnsgeymana og þetta kem- ur í veg fyrir það, að moskító- flugan geti tímgast í vatninu,1 því gullfiskarnir eta lirfur flug- unnar, svo hún getur ekki dafnað. j Eyjarnar eru kóralrif og að- al byggingarefni íbúanna er sandsteinn, sem mjög er hent- ugur til húsagerðar og vega- lagninga. Steinninn er auð- unninn og má saga hann niður eins og tré. Hann er líka not- aður til vatnsgeymagerðar. Þar sem ekkert ryk er á eyjunum er allt regnvatn tand- urhreint. Stundum bregst rign- ingin og kemur fyrir að flytja verður vatn til eyjanna á skip- um og er þá dýr hver drop- inn. Alls teljast um 500 eyjar og sker til Bermudaeyja, en að- eins tvær þeirra eru byggðar: Stóra-Bermúda og St. George. Höfuðborgin er á Stóru- Bermúda og heitir Hamil- ton. Fyrir stríðið voru engir bíl- ar á eyjunum, en nú er þetta breytt síðan herstöðvarnar voru settar upp þarna. Þó má ekki nota þar stóra, kraftmikla bíla og gilda um þetta strang- ar reglur. Þannig eru þar engir amerískir bílar, þar sem þeir eru stærri og kaftmeiri, en til- skilið er . Allur verksmiðjurekstur erj bannaður á eyjunum og allt gert til þess að vernda fegurð þeirra, friðsæld og heilnæmi, enda er það á þessu, sem íbú- arnir byggja velsæld sína og afkomu. Atvinnuvegirnir eru aðal- lega ýmiskonar þjónusta og' verzlun við ferðamennina og svo ræktun blóma, grænmetis ’ og ávaxta. Flytja þeir mikið af blómum og laukum til Banda-, ríkjanna. Eins og ísland er mikil; flugmiðstöð á norðanverðu At- lantshafi, svo eru Bermúda- eyjar þýðingarmiklar fyrir, flugsamgöngur á suðursvæð- inu. j Þeir, sem hafa átt því láni að fagna, að geta setzt að á eyj- 1 unum, eru þess alls ófúsir að( fara þaðan aftur. Þetta er einn af þeim fáu stöðum, þar sém enn ríkir friðsæld og heilnæmi, en auk þess öll þægindi, sem hvítir menn meta svó mikils. Eyjarnar liggja í þjóðbraut og eru því síður en svo einangr- aðar, en þrátt fyrir það, njóta menn þar næðis, sein annars fæst ekki nema á afskektum stöðum. Um þessar mundir er stadd- ur hér bandarískur maður Mr. Wagner að nafni. Er hann bú- settur á Bermúdaeyjum sem starfsmaður Bandaríkjastjórn- ar, og hefur dvalist þar í 15 ár og unir sér vel, svo sem aðrir erlendir menn, er þar hafa setzt að. Gott samkomulag er á milli eyjaskeggja og varnarliðs Breta og Bandaríkjamanna. Eina á- greiningsmálið, sem nú er uppi — ef ágreiningsmál skyldi kalla, er í sambandi við sjón- varpsstöð, sem Bandaríkjamenn reka í herstöð sinni. — Þetta ágreiningsmál er þó einkenn- andi fyrir staðinn. Það, sem stjórnarvöldin setja fyrir sig, er að sjónvarpsloftnetin séu til mikilla lýta og særi fegurðar- tilfinninguna. Voru því settir mjög háir innflutningstollar á sjónvarpstæki og enginn má setja upp sjónvarpsloftnet, nema að fengnu sérstöku leyfi og jafngildir þetta hvorttveggja banni við notkun sjónvarpsvið- tækis. Þar sem skattar eru engir á eyjunum, flykjast nú þangað skipafélög og tryggingafélög til skrásetningar. Er nú þegar all- stór skipastóll, aðallega olíu- skip, skráð á Bermúdaeyjum og fjölgar stöðugt. Allt er með kyrrð í kyn- þáttamálunum á eyjunum þótt negrar séu þar margir, en al- gjör aðskilnaður er á milli hvítra manna og þeldökkra og láta menn sér það lynda. Fiskveiðar eru lítið stundað-' ar nema þá helzt hákarlaveið- ar. Er unnið lýsið úr hákarla- lifrinni og meðal annars notað til að búa einskonar loftvog. Innfæddir menri virðast hafa full not af loftvog þessari, sem er krús, sem hákarlalýsi er sett á og má sjá af loftvog þessari ef stórviðri er í aðsigi. Ónógur vélakostur háir búskap í Sovétríkjunum. ÁEit Bandsrákjabænda, sem féru fsar váða. Flokkur bænda frá Banda- ríkjunum er nýkominn heim úr i ferðalagi um Itáðstjórnarríkin. i Þeir dvöldust þar samfleytt 30 daga og kor.m víða. Segjast þeiv hafa komist að þeirri niður- stöðu, að það sem hái bændum j þar mest sé, að um 20 ára skeið i hafi verið allsendis ónóg fram- ; leiðsla á landbúnaðarvélum, og ýþví notast víða við úrelt tæki, | eða Meinlínís skorti ýmis tæki. I Bandaríkjabændurnir voru 29 talsins, allir frá fylkinu Oklahoma, sem er eitt af mestu landbúnaðarfylkjum Banda- ríkjanna. Auk þess sem að ofan getur segja þeir, að vinnuafl fólks sé hvergi nærri hagnýtt svo vel sem skyldi. Þeir veittu því til dæmis aíhygli, að víða voru margir menn látnir vinna starf; sem einn maður hefði hæglega afkastað í Bandaríkj- unum með réttum vélakosti. Þeir sögðu m. a. frá því, að ein dráttarvéla-miðlunarstöðv- um ríkisins, sem sér býlum frá 4000 upp í 8000 ha. að stærð fyrir dráttarvélum og öðrum landbúnaðarvélurn gæti ekki séð betur fyrir vélaþörfinni en svo, að þessi býli hefðu oft minni vélakost en 400 býli í Bandaríkjunum. Þá segja Bandaríkjabænd- urnir, að vegna fádæma vetrar- kulda hafi uppskera vetrar- hveitis brugðist í Ukrainu. Blaðið Daily Oklahoma beitti sér fyrir því, að ferð þessi var farin, en bændur greiddu sjálf- ir af henni allan kostnað. Þeir ferðuðust 8000 km. vegarlengd í ferðinni. Viðtökur róma þeir mjög og segja, að bændur Ráð- stjórnarrikjanna hafi hvarvetna tekið þeim af hlýju og vinsemd. ©r hrofifiisi I Japan er það venja skattyf- j irvaldanna að birta um miðjan j desember skrá yfir þá, sem hafá j ekki greitt skatta sína að fulíu.; Jafnframt er birt áskorun til j allra slíkra manna að hafa gert hreint fyrir sínum dyrum' fyrir j §§p ' f ... . ... . I i 31. des. I þessu tagi voru margra tuga skattayfirvaldanna. m. a. nöfn i Áður en fallhlífahermenn leggja upp í æfingaflug eða herferð starfsmanna ( lítur flokksfyrirliðinn eftir, að allt sé í lagi hjá hverjum eín- stökum. „Þrjú ár. f langan tíma hefi eg reynt að fá tækifæri til að komast út úr Þýzkalandi, en það tókst ekki fyrr en mér var falið þetta erindi mitt hingað sem sérlegur sendiboði. Eg þurfti því lengi að taka á þol- in,mæðinni. Eg hefi unnið í tuitugu ár í utanríkisþjónust- unni. Eg var því búinn að vera þar lengi áður enn nazistarnir komust til valda og því hafði eg aflað mér mikillar reynslu." Hann ypti öxlum og það var fyrirlitningartónn í röddinni. Ameríkönunum var kunnugt um, að það bærði á mótstöðu- hreyfingu á meðal Þjóðverja og að fáeinir liðsforingjar og stjórnmálamenn áttu þar hlut að máli. Þessir andstæðingar Hitlers virtust ekki samstilltir. Þá greindi á um það, hvort ryðja ætti honum úr vegi með því að taka hann af lífi, eða hrinda honum frá völdum á annan hátt og setja á stofn stjórn sem væri andnazistísk og reyndi að ná samningum við bandamenn. Það gat hugsast, að þessi ókunni maður væri einn úr hópi þeirra manna. Tií- raun til að fá úr þessu skorið, hafði þá hættu í för með sér, að Ameríkanarnir ljóstuðu upp sínum eigin leyndarmálum. „Við höfum enga möguleika til að ganga úr skugga um að þér séuð ekki gagnnjósnari,“ sagði Dulles. „Það væri auðvitað einfeldn- islegt af ýður að gera ekki ráð fyrir því,“ anzaði sendimaður- inn. „Eins og stendur get eg ekki sannað neitt í þessa átt. En, ef eg væri gagnnjósnari, hefði eg ekki gengið svona langt og látið yður fá öll þessi gögn. Tvö eða þrjú þessara skjala hefðu sjálfsagt talist nægilég.“ Hann þagnaði og ræskti sig. „Ef vinur minn vill leyfa mér það,“ hélt hann svo áfram, „ætla eg að endurtaka það, sem hann sagði við mig þegar harin kom til mín í hótelið í gær. Hann sagði: „Það þýðir ekketi, að vera með krepptan hnefann í buxnavösunum. Maður verður að nota hnefann til að berjast með honufri.“ Eg lyfti glasi minu fyrir því, að sú spásögn, sem fellst í þéssu máltæki, megi koma fram.“ Dulles og Mayer gátu ekkj að því gert, að þetta hafði talsverð áhrif á þá. Að minnstá kosti ætti það að vera þess virði að það væri rannsakað. Kannske var þetta aðeins brella til þess að fá einhvern Þjóðverjann leystan úr fangabúðum á þeim forsendum að hann væri einn þátttakandinn í þessum leik? En þetta mundi nú koma í ljcs, þegar farið væri að semja um greiðsluna. Dr. O. brosti eins og hann hefði lesið hugsanir þeirra. „Eg verð að viðurkenna,” sagði Dr. O., „að við snerum okkur fyrst til brezka sendi- ráðsins, því þar hafði ég betri sambönd. En þegar eg var spurður um hina fjárhagslegu hlið málsins og ég svaraði því, við óskuðum erigrar greiðslu, var ég ekki lengur tekin alvar- léga. Bretarnir hlógu upp í opið geðið á mér og sögðust ekki láta taka sig þannig við nef- ið. ... “ „Hvernig eru þá skilmálar yðar?“ spurði Mayer. Sendiboðinn sneti sér fyrst að Mayer og síðan að Dulles. „Herrar mínir,“ sagði hann með hægð, „ég hata nazistana. Eg skoða þá sem óvini mína. Eg lít á þá á sama hátt og bolsévíkka. Þeir eru báðir ó- vinir iriannkynsins sem ógna öllum heimi. En við erum í styrjöld núna og því er eng- inn staður rié stund til rök- ræðna. Reynið þér að trúa því að ég sé þýzkur föðurlandsvin- ur með manrilega samvizku og Frh. á 9. s.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.