Vísir - 19.01.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 19.01.1957, Blaðsíða 5
. Laugardaginn 19. Janúar 1957 ® vísm Domar um svartlistarmyndir Braga Ásgeirssonar. I nóv. sl. var í Kaupmanna- höfn haldin samnorræn sýning á grafik (,,svartlist‘“) að til- hlutan Dansk Kunstnersam- fund, en svo nefnist hin danska deild norræna sambandsins, Nordisk Grafisk Union. Öll fimm norrænu löndin, — Dan- mörk, Finnland, ísland, Noreg- ur og Svíþjóð, — áttu aðild að sýningunni. fsland hafði þó þá sérstöðu, að aðeins einn lista- maður íslenzkur átti myndir á sýningunni, en honum hafði verið sérstaklega boðin þátt- taka í henni. Var það Bragi Ásgeirsson listmálari. í fyrravetur dvaldist Bragi í Kaupmannahöfn við framhalds nám í grafik. Á vorsýningu grafiska skólans í fyrra voru teknar margar myndir eftir Braga, og átti hann einn um 40 ýc allra mynda, er á sýning- unni voru. Á sjálfstæðri sýn- ingu er hann efndi til í Kbh. nokkru síðar, vöktu myndir has allmikla athygli. Forstöðu- maður Thorvaldsens-safnsins, Sigurd Schultz, vakti þá fyrst- ur manna opinbera athygli á steinprentunum (litógrafíum) hans í listdómi, er birtist í Dagens Nyheder11. Þar sagði hann m. a.: „Á borðá, undir gleri, liggur t. d. steinþrykk í hvitu og svörtu, nakin fyrir- sæta. séð frá hlið. Þetta er stór- fengleg mynd, sem veldur ó- róa, en veitir þó um leið fróun vegna áhrifa hins mikla, á- þreifanlega forms og hins list- ræna styrks svarts og hvíts. f rauninni er þetta samruni list- ræna eiginleika, sem í eðli sínu eru alls óskyldir." Á sýningunni í nóv. sl.. sem áður getur, áttu 75 norrænir listamenn fleiri eða færri myndir hver. Var það almennt álit listdómaranna, að hin yngri kynslóð svartlistarmanna væri í mikilli sókn og bæri sýn- ingin svipmót þeirra. Skulu tilgreind hér nokkm* ummæli helztu blaðanna um myndir Braga. Jan Zibrandtes sagði í „Ber- lingske Tidende“ m. a.: „Aðeins einn einasti listamaður er hér frá íslandi. Það er Bragi Ás- geirsson. 25 ára, kjörinn á sýn- inguna af dönsku sambands- deildinni. Hann kemur hér fram sem hæfileikamikill full- trúi þjóðar sinnar með hinar stóru, tjáningaríku litógrafíur sínar af sitjandi eða standandi módelum .... það, sem öllu öðru fremur dregur unga, nor- ræna listamenn að grafiskum listaverkum er það, að þaer gera þeim kleíft að ná fram áhrif- um í svörtu, hvítu og öðrum litum, sem ekki er unnt að ná á annan hátt, hvorki i listmál- un né teiknun.“ Walter Schwartz segir í „Politiken", að svo virðist sem allar þær fimm þjóðir, er að sýningunni standa, séu jafn langtkomnar í grafiskum. list- um, og að listamenn þeirra vinni af alvöru og dug. Öll löndin hafi takmarkað tölu þáttatkenda sinna af fremsta megni, en lagt alla áherzlu á gæði myndanna. f grein sinni nafngreinir Schwartz aðeins aðeins einn listamannanna og segir: „Fulltrúi íslands er að- eins einn, hinn kornungi en stórsnjalli listamaður, Bragi Ásgeirsson." í „Social-Demokraten“ ritar J. M. N. m. a. „ísland, já ísland, á hér aðeins einn fulltra, Braga Ásgeirssonð sem er ungur svartlistarmaður. Tjáning hans í litógrafiskum módelstúdíum er mjög sterk, þróttmikill ex- pressionismi, mikill uppreist- arandi.“ Bragi Ásgeirsson stundaði nám í myndlistadeild Handíða- og myndlistaskólans í þrjú ár. Hjúkrunarfélagið Líkn hætt ir starfsemi sinni. Heilsuverndarstöðin hefur feyst Líkn af hólmi eftir 32 ára starf. Var hann síðan í önnur þrjú ár við myndlistarnám í listahá skólanum í Kaupmannahöfn og Osló. Síðar hefir Bragi farið margar náms- og kynnisferðir um mörg lönd álfunnar, m. a. um Spán, Ítalíu og Frakkland. Nú er Bragi kennari í grafik, — steinþrykki og tréristu, — við Handíða- og myndlistaskól- ann. _____♦_______ Hemingway hyggur á Afríkuför. Nobels verðlaunahöfundur inn Hemingway er að undirbúa mikla veiðiför til Afríku og Indlands. Ætlar hann að þessu sinni einungis að skjóta ljón í Afríku, en á Indlandi mega fílarnir vara sig. Þegar Hemingway var síð- ast í Afríku munaði tvívegis minnstu, að hann biði bana, en hann er bersýnilega hvergi hræddur. Hjúkrunarfélagið Líkn, sem um 32 ára skeið hefur starfað að hjúkrunar- og lieilsuvernd- armálum í Reykjavík, hefur nú hætt störfum og félagið verið leyst upp, þar eð hin fullkomna Heilsuverndarstöð, arftaki Líknar, hefur tekið hað lilut- verk, sem Líkn áður hafði, sögðu þær frú Sigríður Eiríks- dóttir og frú Anna Zimsen er blaðamenn ræddu við þær í gær. Merkum áfanga hefur verið náð, sem er Heilsuverndar- stöðin, en hún væri langt undan ef forvígis- og stuðningsmenn Líknar hefðu ekki skapað það viðhorf í heilsuverndarmálum og rutt þá löngu og' erfiðu braiit sem lá að takmarkinu: fullkom- inni nýtízku heilsuverndarstöð. Það er ekki rúm til að þessu sinni að rekja umfangsmiklá starfssögu Líknar, eð minnast þeirra kvenna og karla, sem fórnað hafa tíma og fé til al- menningsheilla undir merki Líknar. Nokkrar konur tóku sig' til árið 1915 og stofnuðu félag. Þær kusu í formannssæti frú Christophine Bjarnhéðisson, konu Sæmundar Bjarnhéðins- sonar yfirlæknis. Var hún for- maður Líknar til 1931, en þá var frú Sigríður Eiríksdóttir kjörinn formaður og hefur verið það til þessa dags. Skemmtileg kvikmynd. Danir eignast stærsta íshafsskip í heimi. Það getur sigft til A.-Græníands aÓ vetrarlagi Frá fréttaritara Vísis. — Kaupmannahöfn í jan. Útgerðarfyrirtæki J. Laurit- zens hefir tekið við stærsta kaupskipi, sem ætlað er til ís- hafssiglinga. Fyrirtæki þetta hefir lengi verið fremst í heiminum á sviði slíkra skipa og í síðustu viku tók það við Thoru Dan, sem smíðað var í Hamborg. Skipið er 4600 lestir, og það er svo traustbyggt, að það getur ekki aðeins haldið uppi siglingum til Finnlands að vetrarlagi, held- ur og til Austur-Gi’ænlands. Það er búið svonefndum ísugg- um og íshnífi og yfii’leitt öllum tækjum, sem nauðsynleg teljast til siglinga í miklum ís. Aðal- vél skipsins er með 4500 hö., og það er búið sérstökum eim- ingarækjum, svo að það getur breytt sjó í drykkjai’vatn. Þjóðverjar eru að smíða ann- að skip samskonar fyrir sama félag. Það á að heita Helga Dan og verður því hleypt af stokk- unum með vorinu. íshafsfloti J. Lauritzens verður 15 skip, er það verður fullgert. Bergmál. ★ Nokkrar róstur liafa orðið í Barcelona. Héldu stúdentar fjöldafundi í trássi við yfir- völdin og fóru í kröfugöngu, sem verkamenn tóku einnig þátt í. Lögregla var send frá Madríd og kom til nokkurra átaka. Fannirnar á Kilimanjaro sem Nýja Bíó sýnir nú er sérstæð og hrífandi mynd sem tekur á- horfandann með til hinna öfga- fullu andstæðna Afríku. Leiðsögumaðurinn eða höf- undur að sögunni er Heming- way, nóbelsverðlaunahöfund- urinn og náttúrudýrkandinn. Æfintýri, fegurð og hættur á- sámt stói’brotnum leik gera myndina þess virði, að það er ómaksins vert að bregða sér til Afríku í tvo tíma. _____♦_______ ★ Tveim dögum fyrir áramót- in fiöfðu 3,000,000 farþegar farið um flughöfn Lundúna á sl. ári. ★ Bretland og Lybia munu senn endurskoða varnar- sáttmála sinn. Happdrætti Háskúla Islands Nú er hver síðastur að ná í miða! Vmningar í ár eru 10000 samtals 13.440.000. krónur Sölutniðai• eru á þmium iÞroyið wrður á mánuduff ki. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.