Vísir - 19.01.1957, Side 8

Vísir - 19.01.1957, Side 8
Þeir, aem gerast kaupendur VlSIS eftir i 10. hvers mánaðar fá blaðiS ókeypi* til mánaðamóta. — Simi 1660. VlSIR VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerlst áskrifendur. Laugardaginn 19. janúar 1957 L. H. sýnir gamanleik eftir Arnold & Bach. Þetta er „Svefnlausi brúðguminn/y — leik- stjóri Klemenz Jónsson. Leikfélag Hafnarfjarðar frum- sýnir á næstunni gamanleikinn „Svefnlausi brúðguminn“ (Die vertagte Naclit) eftir Arnold og Bacli í þýðingu Sverris Haralds- sonar. Leikstjóri er Klemens Jónsson en leiktjöld málaði Lot- har Grund. Leikur þessi hefir aldrei verið sýndur hér á landi áður, en mörg önnur verk þessara höfunda hafa náð geysilegum vinsældum hér, og má þar telja „Húrra krakki", „Karlin í kassanum", „Eruð þér frimúrari?“, „Stubb- ur“, „Karlinn í kreppunni", „Stundum og stundum ekki“, „Saklausi svallarinn" og „Spansk- flugan". Fullyrða má því að Arn- old og Bach séu meðal þekktustu gamanleikjahöfunda hérlendis. Frú Þóra Borg Einarsson leik- ur með L. H. að þessu sinni sem gestur frá þjóðleikhúsinu.en hún hefir áður leikið í sex gaman- leikjum Arnolds og Bach. L. H. vill nota tækifærið til að þakka þjóðleikhússtjóra fyrir þá fyrir- greiðslu. Einnig leika að þessu sinni með félaginu leikkonurnar Nína Sveins og Margrét Magnúsdóttir, en með önnur hlutverk fara Sól- veig Jóhannsdóttir, Eyjalín Gísla- dóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Sína Arndal, Sigurður Kristins, Sverrir Guðmundsson, Jóhannes Guðmundsson, Eiríkur Jóhannes son og Friðleifur Guðmundsson. Vegna þess hve leikkonurnai eru bundnar við störf sín hjí Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur, má búast við að L. H. fari að ferðast með leikinn til nálægari byggðarlaga áður en hann er útleikinn í Hafnar- firði, til þess að hægt sé að nota sem bezt hvert laust kvöld, er gefst. Talið er að „Svefnlausi brúð guminn“ sé sízt lakari gaman- leikur en aðrir leikir Arnolds og Bach, og því má búast við að margir eigi eftir að lifa ósviknar ánægjustundir með Arnold ' og Bach í Bæjarbíói á nsestunni. Bretar reisa A-raforkuver. Tilkynnt er í Lundúnum, að vinna sé liafin við nýtt kjarn- orkuver á Englandi til rafmagns- framleiðslu, og vinna verður liafiu við 3 önnur á þessu ári. Hið nýja orkuver á að geta framleitt 400.000 kiíövvött og- verður rafmagn úr því leitt í landskerfið. Það er við Bradvvell, á strönd Esse greifadæmis. Japanskir visindamenn, sem hafa fengist til nokkurra landa til þess að skoða kjarnorkuver í þágu iðnaðar hafa lagt til, að samið verði við Breta um kaup á kjarnorkukljúf. Vísindamenn þessir heimsóttu m.a. kjarnorku- stöðina i Hadvvell. Bæjarbókasafni Hafnarfjcrðar berst myndarleg bckagjöf. Er frá vinaborginni Frederiksberg. Bæjar- og liéraðsbókasafni Hafnarfjarðar barst um jóla- leytið liin glæsilegasta bóka- gjöf frá hinni dönsku vinaborg Hafnarfjarðar Frederiksberg. Bókagjöfin verður alls um 150 bindi og er um þriðjungur þess^ eða fimmtíu og níu bæk- ur, þegar komnar, en hitt er væntanlegt í haust og á næsta ári. Bókavörður Bæjar og héraðs- bókasafns Hafnarfjarðar, frú Anna Guðmundsdóttir, kvaddi blaðamenn á sinn fund í gær, til að skoða þessa myndarlegu bókagjöf. Miðursoðnir ávextir hækka um 36%. Meira um blessun bjargráðanna. „Bjargráð ríkisstjórnarinnar nær til niðursoðinna ávaxta eins og annars innflutts varnings. Hér á cftir fer útreiking- ur á því, live miklu hærra verðið verður vegna „bjarg- ráðanna." Innkaupsverð 12.500.00 1956 1957 Kr. Kr. CifverS 15.000,00 15.000,00 Vörumagnstollur 800,00 800,00 Verðtollur 13.500,00 13.500,00 Tollstöðvargjald 143,00 Uppskipun, akstur, vörugjald, bankakostnaður 700,00 700,00 Bátagjaldeyrir 8.875,00 Yfirfærslugjald 2.000,00 Innflutningsgjald 27.544,00 38.875,00 59.687,00 Vextir 1% 388,75 596,87 Álagning 15% 39.263,75 60.283,87 5.889,56 10% 6.028,39 Söluskattur í tolli' 5.156,80 2.256,10 Heildarsöluverð 50.310,11 68.568,36 í þessari fyrstu sendingu eru ^ mestmegnis í'ræðibækur, sagn- |fræðilegs eðlis; bókmenntasaga, listsaga, minningar og þess háttar. Þar er og mikið um danskt þjóðlíf, þróunarsaga danskra blaða, og saga Frede- riksbergs í þremur bindum. Meðal þessara bóka er hin merka bókmenntasaga, eftir Hans Brix. Bækurnar eru allar á dönsku og í fallegu og vönd- uðu bandi. Á hverri bók stend- ur; ,,Gav til Havnefjord kom- mue fra den danske venskabs- by Frederiksberg". í næstu sendingu, sem kemur sennilega í haust, verða sígildir höfunda^ danskir, og í síð- ustu sendingunni ungir höfund- ar, danskir. Bækurnar eru gjöf til Hafnarfjarðar, með því skil- yrði, að það sé geymt í bæjar- bókasafninu og í sérstakri deild þar. I Bæjar- og heraðsbókasafni Hafnarfjarðar eru nú um 15 þúsund bindi. Var það opnað árið 1921 og flutt í Flensborg- arskóla, þegar hann var byggð- ur árið 1938. Nú eru Hafnfirðingar að ljúka við að byggja stærðar hús yfir bókasafn sitt. Stendur það við Mjóstræti, er tvær hæð- ir og er hæðin um 200 ferm. Mun safnið verða fyrst um sinn á neðri hæðinni og verður flutt þangað næsta haust. Verður þar einnig stór lestrarsalur. Svo sem áður er sagt, er bóka- vörður frú Anna Guðmunds- dóttir, en stjórn bókasafnsins skipa: Stefán Júlíusson, Björn Konráðsson, Björn Jóhannsson, Eggert ísaksson og Kristinn Ólafsson. Útflutningur frá Kýpur á þessu ári nemur 50 millj. stpd. cg er það í fyrsta skipti í sögu kýpur^ sem útflutn- ingur- afurða frá Kýpur, nemur yfir 50 millj. stpd. á einu ári. Þorkell Jóhannesson, rektor háskólans, John J. Muccio am- bassador og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðlierra. L Kjarnorkuf ræðasaf nið mikilvægt íslendingum til að fylgjast með orkufræðum nútímans. I gær fór fram í Háskólanum afhending hins mikla safns vís- indarita varðandi kjarnorku- rannsóknir, sem er gjöf til Is- lands frá Bandaríkjunum, eins og getið var í blaðinu í gær. Viðstaddir afhendinguna voru margir gestir og frétta- menn í boði menntamálaráð- herra. John J. Muccio, sendiherra Bandaríkjanna, afhenti g'jöfina, Farsæl var náð upp óskemmdum. I gær tókst Björgun h.f. að ná upp bátnum Farsæl, sem sökk við bryggju : Reykjavík. Er þetta 5. báturinn á þrem- ur árum, sem Björgun h.f. hef- ur tekist að na úr botni í Reykjavíkurhöfn. Báturinn náðist óbrotinn og bar þess merki að hann hafði 'verið leystur að aftan og lent síðan undir brygguna. Sjópróf, vegna þessa atviks, hófust í gær. Bílslys á Kjalarnesi. Það slys varð við Kiða- fellsá á Kjalarnesi í gær- kvöldi um kl. 10 að vöru- bíll féll af brúnni niður í gljúfrið, sem er mjög djúpt. Bílstjórinn slasaðist mikið og var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur. Menn, sem óku yíir brúna skömmu eftir að slysið varð íókn eftir því að handriðið var brotið og af tilviljun gáðu ofan í gljúfrið og sáu þar vörubíl á livolfi. [ Fór einn mannanna lieim > að Saurbæ og hringdu eftir | sjúkrabíl frá Reykjavík. » Enginn farþegi var í vöru- t bílnum. meðl ræðu, og rakti tildrög öll, og lauk máli sínu með þess- um orðum: „Háttvirti ráðherra! Kjarn- fræðisafnið, sem er einn þáttur í þessum víðtæku áætlunum, er of fyrirferðarmikið til þess að hægt sé að flytja það hingað inn. Því hefur verið komið fyrir í bókasafni Háskólans og það er rétti staðurinn fyrir það. Fyrir hönd bandarísku stjórn- arinnar afhendi ég yður það hér með, og ég er þess fullviss, að það mun þjóna málstað vísindanna, friðarins og vel- ferðar mannskynsins“. ' Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, veitti gjöfinni mót- töku með ræðu, og vottaði í nafni íslenzku þjóðarinnar hug- heilar þakkir fýrir hina höfð- inglegu og verðmætu bókagjöf. Kvað hann þjóðina i heild meta þann hug, sem liggur að baki gjöfinni. Nú, um miðbik 20. aldar væri í rauninni nýr dagur í mannkynnssög'unni, urn þessar mundir væri 200 ára af- mæli iðnbyltingarinnar. Tákn hennar hafi verið gufuvélin og’ rjúkandi reykháfar. Á þessu afmæli væri enn stórkostlegri iðnbylting komin til sögunnar, en tákn hennar kjarnorkuvís- indin og kjarnorkuverin. Rakti hann þetta nokkru nánara og kvað hverja þjóð, sem ekki vildi eiga á hættu að verða eft- irbátur annara í verklegum efnum, verða að fylgjast með kjarnorkufræðum nútímans, og af þeim sökum væri safnið mjög mikils virði fyrir íslend- inga. Fór ráðherrann miklum virðingarorðum um örlæti Bandaríkjamanna og þakkaði gjöfina fögrum orðum, og lauk | máli sínu með að óska þess, að . safnið mætti verða íslenzkum , vísindamönnum til sem mestrar eflingar. Benzínskömmtun í Noregi mun verða hert til muna næstu daga. Á síðasta ári fórust eilefu norskir herflugmenn við æfingar. -

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.